Morgunblaðið - 08.04.2000, Side 27

Morgunblaðið - 08.04.2000, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 27 Methagnaður af rekstri Spari- sjóðabankans HAGNAÐUR af rekstri Spari- sjóðabankans á árinu 1999 varð 318,5 milljónir króna en 206,9 millj- ónir króna að frádregnum reiknuð- um sköttum. Er þetta besti árang- ur sem náðst hefur í rekstri bankans frá upphafi. Arðsemi eigin fjár nam 20,4% fyrir skatta og 13,3% eftir skatta borið saman við 13,5% og 7,9% á árinu 1998. Kostn- aðarhlutfall bankans er 45,7%. Heildareignir Sparisjóðabankans námu 40.679,2 milljónum króna í árslok 1999 og höfðu aukist um 31,1% frá fyrra ári. Heildareignir bankans hafa aukist um nálega 30 milljarða á undanförnum þremur árum, eða úr 10,9 milljörðum í árs- lok 1996 í 40,7 milljarða við lok árs- ins 1999. Þessi hraði vöxtur hefur valdið því að eiginfjárhlutfall bank- ans (CAD)hefur lækkað nokkuð, en hlutfallið var 17,0% í árslok 1997, 11,0% 1998 og er 10,2% í árslok 1999. Eigið fé bankans í árslok 1999 var 1.802 milljónir króna og hafði aukist um 381,8 milljónir króna, sem er 26,9% aukning frá fyrra ári. í ársskýrslu bankans kemur fram að aukning skýrist bæði af hagnaði í rekstri bankans og hluta- fjáraukningu, sem fram fór á árinu. Hlutafé að nafnverði 52,823 millj- ónir króna var selt samkvæmt forkaupsréttarákvæðum og nýttu nær allir rétthafar sér kaupréttinn á genginu 2,58 og var söluverðið því 136,283 milljónir króna. Til viðbót- ar hlutafé sínu í bankanum hafa sparisjóðirnir gefið út ábyrgðir jafnháar hlutafénu til þess að tryggja skuldbindingar hans gagn- E ndur skipulagning hjá Yddu Allsherjar innri styrking Húsnæðið við Grjótagötu og Túngötu sem Ydda fjárfesti nýlega í. Morgunblaðið/Golli María Björk Óskarsdóttir og Guðlaug Richter, markaðs- og þjónustustjór- ar, Hany Hadaya, nýráðinn hönnunarstjóri, Kjartan Haukur Eggertsson, umsjónarmaður Telmars á Islandi, og Hallur A. Baldursson, framkvæmda- stjóri Yddu. YDDA auglýsingastofa er á 14. starfsári og þar stendur nú yfir alls- herjar innri styrking, að sögn Halls A. Baldurssonar framkvæmdastjóra. Ydda hefur fjárfest í eigin húsnæði og nýr hönnunarstjóri hefur tekið til starfa, auk tveggja markaðs- og þjón- ustustjóra. „Nú erum við að breyta um takt og tökum meira pláss í notkun, samhliða endurskipulagningu á innri uppbygg- ingu,“ segir Hallur. Ydda var stofnuð af Halli og fjórum félögum hans árið 1986. Fyrirtækið hefúr átt aðsetur í samliggjandi húsum að Grjótagötu 7 og Túngötu 6 síðan. Nýverið festi Ydda kaup á húsnæðinu en hafði fram að því leigt það. Fjárfestingin er yfir 70 milljónir króna, að sögn Halls. Starfsmenn Yddu eru nú 17 talsins. „Þessar breytingar eiga sér um árs aðdraganda," segir Hallur. „Við vild- um leggja meiri áherslu á hugmynda- vinnuna og gerðum Hany Hadaya því að hönnunarstjóra. Á sama tíma er nauðsynlegt að styrkja markaðs- og þjónustustarf gagnvart viðskiptavin- um okkar og því voru Guðlaug Richt- er og Jóna Valborg Árnadóttir ráðn- ar sem markaðs- og þjónustustjór- ar.“ Að sögn Halls hefur veltuþróun hjá Yddu verið jafnt og þétt upp á við síð- ustu ár. Hann segir Yddu byggja á stöðugleika og það hafi skilað sér. Sérstaða stofunnar felist í vinnuferli á stofunni, þar sem m.a. er byggt á því að skilgreina í einni setningu við hvað hver viðskiptavinur á að etja í markaðssetningu, það sem kallað er áskorun. í framhaldi af því er sú áskorun sett í ákveðinn farveg og hugmyndavinna hefst á þeim grunni. „Þetta er auglýsingaferli sem systur- fyrirtæki okkar, FCB Worldwide, notar með góðum árangri," segir Hallur. Samstarf Yddu og FCB hófst árið 1992 en engin eignatengsl eru á milli fyrirtækjanna enn sem komið er, en Hallur segir það langtíma- markmið að selja FCB hluta fyrir- tækisins. FCB er stærsta auglýs- ingastofa Bandaríkjanna og sú sjötta stærsta í heimi, að sögn Halls. Ydda hefur umboð fyrir Telmar hugbúnaðinn á íslandi, en ein af breytingunum sem felast í endur- skipulagningu á rekstri Yddu, er að Telmar á Islandi verður sjálfstæð deild innan Yddu, undir stjóm Kjart- ans Hauks Eggertssonar og mark- miðið er að gera Telmar á Islandi að sjálfstæðu fyrirtæki innan eins til tveggja ára. Telmar hugbúnaðurinn hefur verið notaður hér á landi í um 11 ár af auglýsingastofum og fjöl- miðlaíyrirtækjum. Hann er notaður við ýmiss konar markaðs- og vöru- merkjagreiningar og birtingaráætl- anir. Öll þjónusta Telmars verður síðar á árinu aðgengileg á Netinu, að sögn Halls. Úr ársreikningi 1999 Sparisjóðirnir Sparisjóða- bankinn Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting 1999 1998 Breyting Vaxtatekjur Milljónir króna 11.400,9 7.280,5 +56,6% 2.205,5 1.452,7 +51,8% Vaxtagjöld -7.002,9 -3.383,6 +82,7% -1.874,8 -1.172,2 +59,9% Aðrar rekstrartekjur 3.352,3 1.931,1 +73,6% 479,1 222,7 +115,1% Önnur rekstrargjöld -4.744,2 -3.784,9 +25,3% -370,1 -288,3 +28,3% Hagnaður f. framlag í afskriftareikn. 3.006,1 1.593,1 +88,7% 439,7 214,9 +104,6% Framlag í afskriftareikn. úlána -1.291,2 -674,2 +91,5% -121,1 -38,7 +213,1% Tekiu og eiqnaskattur -510.9 -243,2 +110.1% -111,7 -65.5 +70.4% Hagnaður ársins 1.204,0 675,7 +78,2% 206,9 110,6 +87,0% Efnahagsreikningur 31.12.99 31.12.98 Breyling 31.12.99 31.12.98 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 116.373 91.899 +26,6% 40.679 31.027 +31,1% Skuldir 105.693 83.553 +26,5% 38.877 29.606 +31,3% Eigið fé 10.680 8.346 +28,0% 1.802 1.420 +26,9% Skuldir og eigið fé samtals I 116.373 91.899 +26,6% 40.679 31.027 +31,1% Kennitölur og sjóðstreymi 1999 1998 Breyting 1999 1998 Breyting Arðsemi eigin fjár e. skatta 11,30% 9,0% 11,48% 7,90% Eiginfjárhlutfall ! 11,60% 12,20% 10,20% 11,00% vart erlendum fjármálastofnunum. Þessar ábyrgðir námu 602,8 millj- ónum króna í lok ársins 1999 og hækkar það raungildi eigin fjár bankans í viðskiptum við erlendar fjármálastofnanir í 2.405 milljónir króna. Vaxtagjöld hækka meira en vaxtatekjur Vaxtatekjur Sparisjóðabankans jukust um 51,8% milli ára en vaxta- gjöld um 59,9%, og er það annað ár- ið í röð sem vaxtagjöld hækka meira en vaxtatekjur. Vaxtatekjur voru 2.205,5 milljónir króna en vaxtagjöld 1.874,8 milljónir króna. Rekstrargjöld hækkuðu um 28,3% milli ára og urðu liðlega 370 millj- ónir króna, en voru 288,3 milljónir króna árið á undan. í afskriftareikning útlána voru lagðar 121 milljónir króna vegna ársins 1999, sem er veruleg hækk- un frá fyrra ári. í fyrsta sinn í 13 ára sögu bankans er reiknað með að mæta tapi vegna aðildar bank- ans að útlánum nokkurra spari- sjóða til fyrirtækja sem urðu gjald- þrota á árinu. í afskriftareikningi útlána hjá bankanum eru nú 432,3 milljónir króna, sem er 2,3% af vegnum útlánum og ábyrgðum, en það hlutfall var l,6%í árslok 1998. Útlán til viðskiptamanna jukust um 61,2% Aðild bankans að lánsviðskiptum einstakra sparisjóða hélt áfram að aukast á árinu 1999. Útlán til við- skiptamanna jukust þannig um 61,2% á árinu eða úr 4.781,3 millj- ónum króna í 7.709,3 milljónir króna í árslok 1999. Þessi þróun skýrist bæði af auknum umsvifum sparisjóðanna í heild, en einnig af þeim breytingum sem jafnt og þétt takmarka hámark útlána banka- stofnana til einstakra eða skyldra aðila. Þetta hámark var 40% á ár- inu 1998 er 30% á árinu 2000 og lækkar síðan í 25%, sem verður reglan frá ársbyrjun 2001. Sparisjóðabankinn kemur að málum sem eru vegna umfangs of- viða einstökum sparisjóðum og dreifir þar með áhættu sem ella væri einstökum sjóðum fjötur um fót. Á árinu var aftur efnt til útboðs á fjölbankaláni (syndicated loan), í þetta sinn í samvinnu við Bayer- ische Landesbank í Múnchen. Út- boðið nam 25 milljón evrum og tókst í alla staði vel, að því er fram kemur í ársskýrslu bankans, og nam áskrift erlendra banka sam- tals 35 milljónum evra, sem sam- þykkt var að' taka eða jafnvirði rúmlega 2.500 milljóna króna. \m FASTEIGNA MARKAÐURINN j ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505 OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-18. Netfang: http://habil.is/fmark/ BARÐASTAÐIR 9-11 í LANDI KORPÚLFSSTAÐA Glæsilegar 3ja og 4ra herbergja íbúðir auk 2ja hæða „penthouse“-íbúða Höfum til sölu mjög glæsilegar 3ja og 4ra herb. íbúðir auk „penthouse“-fbúða á tveimur hæðum í nýjum lyftuhúsum á þessum skemmtilega útsýnis- stað. íbúðirnar, sem eru vel skipulagðar, verða afhentar fullbúnar í ágúst og okt. án gólfefna nema baðherb. og þvottaherb. verða flísalögð. í íb. verða vandaðar sérsm. innréttingar og vönduð hreinlæt- is- og blöndunartæki. Sameign og lóð afh. fullfrá- gengin. Á 1 -5. hæð eru fjórar íbúðir á hæð, þ.e. þrjár 3ja herb. 93 fm og 102 fm, og ein 4ra herb. 107 fm. Síðan eru stórar og glæsilegar tveggja hæða 257 fm „penthouse”-íbúðir á 6. hæð og í risi. Að auki er hver íbúð með hlutdeild í sameign hússins og sérgeymsla er á jarðhæð eða í kjallara. Hægt er að velja um íbúðir með eða án stæðis í bílskýli. Frábær staðsetning, rétt við golfvöllinn með útsýni til fjalla og návist við fjöruna. Traustir byggingaraðilar: Byggingafél. Gylfa og Gunnars ehf. mm 'íQZwi'. 1-Q2mí Sölumaður verður á staðnum í dag, laugardag, frá kl. 13-15. Verið velkomin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.