Morgunblaðið - 08.04.2000, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 2Í)
ÚR VERINU
Samkeppnishæfni í sjávarútvegi
Morgunblaðið/Kristj án
Steingrímur Jónsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, Jón Þórðar-
son, forstöðumaður sjávarútvegsdeildar HA og Ólafur Halldórsson,
framkvæmdastjóri Fiskeldis Eyjafjarðar, á ráðstefnu um samkeppnis-
hæfni í sjávarútvegi.
Samkeppnin
við fískeldið
FISKELDI mun veita íslenskum
sjávarútvegi hvað mesta samkeppni
í framtíðinni, einkum ef eldi á
þorski eykst á komandi árum. Þetta
kom m.a. fram á ráðstefnunni
„Samkeppnishæfni í sjávarútvegi"
sem sjávarútvegsdeild Háskólans á
Akureyri hélt í tilefni 10 ára afmæl-
is deildarinnar.
A síðasta áratug hefur fiskeldi í
heiminum aukist um 12% á meðan
fiskveiðar hafa aukist um 1%. Eldi á
Atlantshafslaxi hefur aukist um
24% síðan árið 1984.
Olafur Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri Fiskeldis Eyjafjarð-
ar fjallaði á ráðstefnunni um fram-
boð af fiski í Norðaustur-Atlants-
hafi, fiskeldi og áhrif þess á fisk-
veiðar. Hann benti á að á síðasta ári
hefði útflutningur Norðmanna á
eldisfiski í fyrsta sinn verið meiri en
allur útflutningur íslendinga á sjáv-
arafurðum. Utflutningsverðmæti
eldisfiskjar Norðmanna hefði hins-
vegar verið nærri helmingi meira
en útflutningsverðmæti íslenskra
sjávarafurða. Sagði Ólafur að botnf-
iskveiðar í Norður-Atlantshafi hafi
árlega dregist saman um 8% frá ár-
inu 1993. Heildarþorskkvóti á
svæðinu sé á þessu ári innan við 500
þúsund tonn eða minni en laxeldis-
framleiðsla Norðmanna á síðasta
ári.
Ólafur sagði að íslendingar yrðu
að íhuga áhrif þess ef Norðmenn
ákveða að hefja eldi á þorski af full-
um krafti. Hann benti á að það hefði
aðeins tekið Norðmenn 15 ár að
framleiða 100 þúsund tonn af eldis-
laxi og á þeim 25 árum frá því að
laxeldi hófst í Noregi hefði fram-
leiðslan farið í nærri 500 þúsund
tonn. Sagði Ólafur að færu Norð-
menn á annað borð út í þorskeldi af
alvöru gæti ársframleiðslan farið í
mörg hundruð þúsund tonn á til-
tölulega skömmum tíma.
Miklir möguleikar
í þorskeldi
Karl Almás, forstöðumaður
SINTEF, rannsóknastofnunar fisk-
veiða og fiskeldis í Noregi, sagði
Norðmenn stefna á að auka fiskeldi
sitt verulega á næstu áratugum og
meðal annars væri ráðgert að hefja
eldi á nýjum tegundum. Sagði hann
að þorskeldi væri þegar hafið í smá-
um stíl í Noregi en miklir möguleik-
ar væru á komandi árum.
Viítu reka Cítirm
KAFFJISTAÐ
í Garðheimum?
GARÐHEIMAR er ný græn verslunar-
miðstöð með allt sem snýr að garðyrkju
oggróðri, blómum og gjafavörum.
í verslunarmiðstöðinni er gert ráð fyrir notalegu
i BLÓMAKAFFI, sem tekur um 40 manns í sæti.
I Þar verður selt kaffi', ís, létt meðlæti o.fl.
■3
S Nú leitum við að aðila til að setja upp staðinn og
sjá um reksturinn á eigin ábyrgð. Ætlunin er að
opna á næstunni.
Upplýsingar veita Císli
og jónína á staðnum. ,
GARÐHEIMAR
GRÆN VERSLUNARMIÐSTÖÐ
STEKKJAJRBAKKA 6 ■ REYKJAVÍK • StMI 540 3300
KRINGLU
e
z
©
o
‘xKSmU HML WHk
o
z
Þú fær& góban kaupauka í Kringlunni.
fram á sunnudag {dví við veitum Kringlugestum
afslátt af öllu á milli himins og jaröar.
Þ fl R SEM /fUHRTIIfl S L ff R