Morgunblaðið - 08.04.2000, Síða 33

Morgunblaðið - 08.04.2000, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 33 LISTIR Morgunblaðið/Ásdís Ritstjórarnir Margrét Guðmundsdóttir, Ólafur Ragnarsson og Sverrir Jakobsson með nýju útgáfuna. V egleg útgáfa ís- lenskra þjóðsagna Vaka-Helgafell hefur gefíð út veglegt safn íslenskra þjóðsagna sem markar nokkur tímamót. Hávar Sigurjónsson ræddi við 7~~ ' þau Olaf Ragnarsson, Sverri Jakobsson og Margréti Guðmundsdóttur, sem eru rit- stjórar hinnar nýju útgáfu. „ÍSLENSKAR þjóðsögur eru einn grunnþáttanna í margslungnum vef íslenskrar þjóðmenningar. Þær eru sprottnar úr íslenskri þjóðarsál, eru eins konar skáldskapur þjóðarinnar sjálfrar. Þjóðsögurnar eiga því ekki síður erindi til íslendinga á hrað- fleygri stund samtímans en þær hafa átt á liðnum öldum,“ segir Ólafur Ragnarsson stjórnarformaður Vöku-Helgafells og einn þriggja rit- stjóra að nýju Islensku þjóðsagna- safni sem kom út í gær. Hin nýja útgáfa þjóðsagnanna markar nokkur tímamót í þjóðsagna- útgáfu hér á landi. Beitt er nýrri flokkun sagnanna og með því er að sögn ritstjóranna í fyrsta sinn mark- visst vikið frá þeirri flokkun sem Jón Árnason tók upp eftir Konrad Maur- er um miðja 19. öld. Gríðarlega vinna hefur verið lögð í að draga saman í þetta safn sem fjölbreyttast úrval þjóðsagna frá öllum tímum og má segja að þær nái yfir 11 aldir Is- landsbyggðar. Margai- þeirra sagna sem valdar hafa verið hafa ekki verið aðgengilegar almenningi til þessa. „Flestar hafa þær reyndar birst í eldri þjóðsagnasöfnum en þó eru margar sögur sem birst hafa í ann- ars konar útgáfum, t.d. bókum um þjóðlegan fróðleik, ævisögum og Is- lendingasögum," segir Ólafur Ragn- arsson. Þá hefur stafsetning og mál- far verið fært til nútímahorfs til að auðvelda nútímalesendum að njóta sagnanna en þess hefur þó verið gætt að ýmis sérkenni sögumanna eða skrásetjara héldu sér. Fjögur bindi og lykilbók Alls eru 740 sögur í Islenska þjóð- sagnasafninu sem er í fjórum bind- um auk lykilbókar og hefur vinna við útgáfuna staðið meira og minna óslitið undanfarin 6 ár að sögn rit- stjóranna. „Það má reyndar rekja upphafið lengra aftur eða allt til þess að ég var með þætti í Ríkisútvarpinu um Þjóðtrú og þjóðlíf íyrir þrettán árum. Þessir þættir áttu upphaflega að vera fimm en urðu á endanum 25 og aldrei hef ég fengið jafn mikil við- brögð við neinu sem ég hef gert í fjölmiðlum og var ég þó í 10 ár hjá Sjónvarpinu," segir Ölafur Ragnars- son. Hann segir að þessi sterku við- brögð hafi sannfært sig um hversu lifandi þjóðsagnaarfurinn sé með þjóðinni enda hafi fjöldi fólks hringt og sagt honum frá persónulegri reynslu sinni af samskiptum við huldufólk eða aðrar þjóðsagna- kenndar verur. „Margt af því sem kom fram í þeim samtölum væri vel þess virði að taka saman og gefa út ef til þess ynnist tími,“ segir Olafur. Sven-ir Jakobsson hefur haft um- sjón með vali og flokkun sagnanna og einnig því að rekja uppruna þeirra og fylgja hvem sögu upplýs- ingar um skrásetjara hennai- og heimildamenn eða aðrar uppsprett- ur. Að sögu lokinni er síðan g'reint frá því hvar hún hefur birst áður og stundum bætt við frekari fróðleik eða skýringum ef ástæða þykir til. Svemr segir að í upphafi hafi virst óvinnandi vegur að grafast fyrir um þessar upplýsingar en með samstarfi við fyrirtæki sem sérhæfa sig í ætt- fræðirannsóknum hafi tekist að hafa upp á nánast öllum sem á annað borð eru nafngreindir. í lykilbókinni er að finna samantekt Sverris Jakobsson- ar um sögu íslenskrar þjóðsagna- söfnunar og er líklegt að mörgum þyki fengur að henni. Þar er einnig að finna ítarlega ritaskrá auk skrár yfir þau rit sem efni Islensks þjóð- sagnasafns er sótt til. Þá er skrá yfir sögur safnsins í stafrófsröð, auk skrár þar sem sögurnar eru flokkað- ar eftir því hvar þær gerast. „Þannig getur lesandinn gengið beint að þjóðsögum sem tengjast ákveðnum landshluta ef hann hefur mestan áhuga á því,“ segir Ólafur. Þá gerir nafnaskrá lesendum kleift að leita uppi tiltekna menn, drauga, dýr eða vættir og tengja þannig saman sögur eða fræðast meira um þá sem lítil grein er gerð fyrir í sögunum. Sér- stök skrá yfir staðanöfn þjónar sama tilgangi. Ný flokkun þjóðsagnanna Sverrir segir að við efnisvalið sé höfð hliðsjón af almennum og víðum skilningi á hugtakinu þjóðsaga en það hafi þó verið skilgreint á ýmsa vegu í gegnum tíðina. „Hinir miklu frumkvöðlar í þjóðsagnasöfnun, Grimm-bræður, skiptu efni sem varðveist hefur í munnlegri geymd í þrjá meginflokka, sem má að mati Jóns Hnefils Aðalsteinssonar, pró- fessors í þjóðfræði við Háskóla Is- lands, skilgreina á þann hátt, að þjóðsaga sé sögð til dægrastyttingar og hafin yfir stund og stað, sögn eigi hins vegar rætur í hversdagslegum veruleika en goðsaga hafi yfir sér helgiblæ og fjalli oft um guði eða hálfguði. Skilin milli þjóðsögu og sagnar eru þó óljós og skarast efni þessara flokka að verulegu leyti í safnritum þessa efnis hér á landi. Við þetta bætist svo skilgreining á hugtakinu ævintýri," segir Sverrir og bendir á að ævintýri hafí gegnum tíðina ýmist verið talin til þjóðsagna eða skilin að einhverju leyti frá þeim. „Nafnið á alkunnu safni Jóns Arna- sonar, Islenzkar þjóðsögur og ævin- týri, sýnir þetta vel því þessu tvennu er haldið aðgreindu í titlinum en í safninu sjálfu eru ævintýrin talin einn flokkur þjóðsagna. I huga nú- tímafólks eru ævintýri ólík þjóðsög- um, þau eru fjær veruleikanum og tengjast að jafnaði hvorki ákveðnum stöðum á landinu né nafngreindu fólki og mörg hver hafa á sér alþjóð- legan blæ. Rétt er að geta þess að ís- lenskum ævintýrum, sem birst hafa í safnritum þjóðsagna og ævintýra, hefur verið haldið utan þessarar út- gáfu og í ráði er að gefa út sérstakt safnrit með úrvali þeirra." Hin hefðbundna flokkun íslenskra þjóðsagna byggist á flokkunarkerfi Konrads Maurers er hann gaf út fyrsta íslenska þjóðsagnasafnið árið 1860. „Þessi flokkun byggist ekki síst á því hvaða verur eða fyrirbæri koma fyrir sjónir manna í hverri sögu. Fylgir Jón Arnason þeirri flokkun í safni sínu. í hinu nýja íslenska þjóðsagna- safni er ný flokkun lögð til grundvall- ar, ekki síst vegna þess að hugmynd- ir manna hafa breyst í áranna rás og sum hugtök sem notuð voru fyrrum eru torskilin nútímafólki. Með þess- ari uppstokkun er vonast til að sagnaarfurinn verði aðgengilegri fyrir almenning en í eldri þjóðsagna- söfnum. Flokkunin í safni Jóns Arnasonar er ekki sjálfsagður hlutur þó að henni hafi í stórum dráttum verið fylgt til þessa því eitt grund- vallareinkenna sagnanna er að þær eru ekki í eðli sínu skýrt afmarkaðai'. I þessu safni er sögunum skipað í fjóra meginflokka eftir því hvort þær fjalla í fyrsta lagi um menn og mann- anna verk, í öðru lagi máttarvöld í efra og neðra og samskipti manna við þau, í þriðja lagi fyi'irbæri í nátt- úrunni og þau sem telja má af yfir- náttúrulegum toga eða í fjórða lagi verur sem tilheyra heimi sem að jafnði er hulinn mönnum. Megin- flokkarnir greinast líka frekar eftir efni. Samræmt málfar og stafsetning Margrét Guðmundsdóttir hefur haft með höndum ritstjórn textans, samræmingu málfars og stafsetn- ingar. Hún segir þetta vera nauðsyn- legt til að gera efnið sem aðgengileg- ast fyrir almenning þar sem það hafi verið skráð á ýmsum tímum. „Skrá- setjarar og útgefendur hafa að auki í mörgum atriðum fylgt ólíkum reglum varðandi stafsetningu og málfar,“ segir Margrét. „íslenskt þjóðsagnasafn er fyrst og fremst ætlað almenningi. Sérkennilegir rit- hættir og fomlegar orðmyndir geta hreinlega spillt fyrir því að nútíma- lesendur njóti innihalds sagnanna og frásagnarháttarins eða skilji efnið til fulls. Af þessum ástæðum hefur staf- setning verið færð í átt til nútíma- horfs en þó reynt að ganga ekki of langt í þeim efnum. Markmiðið er í sjálfu sér ekki að laga munnmæla- sögur genginna kynslóða að opin- berri skólastafsetningu heldur fyrst og fremst að auðvelda fólki lestur- inn. Ymsar eldri beygingarmyndir orða eru nú gjaman taldar rangar, hversu réttmætt sem það er. Slíkum orðmyndum hefur verið breytt til samræmis við það sem nú er talið rétt mál. Sömuleiðis hafa ýmsar orð- myndir verið samræmdar til að gera textann auðlesnari fyrir nútímafólk. Eftir sem áður bera sögumar skýr merki aldurs síns, skrásetjara og sögumanna sem vera ber og er hver saga að því leyti barn síns tíma,“ seg- ir Margrét. „Allt þjónar þetta þeim tilgangi að gera safnið sem aðgengilegast les- endum og hjálpa þeim að rata um haf íslenskra þjóðsagna sem þó er ein- ungis örlítið innhaf í samanburði við rúmsjó þjóðsagna úr víðri veröld," segir Ólafur Ragnarsson ritstjóri og stjórnarformaður Vöku-Helgafells. A Aheyrnar- próf fyrir leikara og söngvara FÉLAG íslenskra leikara, Þjóðleikhúsið, Leikfélag Reykjavíkur og Leikfélag Ak- ureyrar standa fyrir áheyrnar- prófi vegna næsta leikárs. Áheyrnarprófið verður hald- ið á Smíðaverkstæði Þjóðleik- hússins mánudaginn 10. apríl nk. frá kl. 16-18. Þátttakendur hafa 5-10 mín. til umráða og er algert skilyrði að vera vel und- irbúinn, segir í kynningu. Nótur meðferðis Ef viðkomandi hyggst syngja verður hann að hafa nót- ur meðferðis, undirleikari verð- ur á staðnum. Skráning á skrif- stofu FÍL nk. mánudag kl. 13-15. Burtfararprófs- tónleikar í Salnum SEINNfy hluti einleikaraprófs Hildar Ársælsdóttur fiðluleikara frá Tónlistarskólanum í Reykjavík verður mánudaginn 10. aþríl kl. 20.30. Anna Guðný Guðmundsdótt- ir leikur með á píanó. Auk þeirra kemur fram María Huld Markan Sigfúsdóttir fiðluleikari. Á efnisskrá er Sónata fyrir tvær fiðlur nr. 5 op. 3 eftir Jean-Marie Leclair, Sónata í G-dúr op. 78 nr. 1 fyrir fiðlu og píanó eftir Johannes Brahms, Adagio í E-dúr KV 261 og Rondo í C-dúr KV 373 eftir W. A. Mozart, Vetrartré fyrir einleiks- fiðlu eftir Jónas Tómasson og Nav- arra (spánskur dans) op. 33, fyrir tvær fiðlur og píanó eftir Pablo de Sarasate. Þá verður seinni hluti einleikara- prófs Maríu Huldar Markan Sig- fúsdóttur fiðluleikara, frá skólan- um, þriðjudaginn 11. apríl kl. 20.30 í Salnum í Kópavogi. Á efnisskrá eru: Sónata fyrir Hildur Markan Ársælsdóttir Sigfúsdóttir tvær fiðlur op. 3 nr. 6 eftir Jean- Marie Leclair, Sónata í c-moll op. 30 nr. 2 fyrir fiðlu og píanó eftir Ludwig van Beethoven, Offerto (1991) eftir Hafliða Hallgrímsson, Havanaise op. 83 eftir Camille Saint-Saéns og Navarra (spánskur dans) op. 33, fyrir tvær fiðlur og píanó eftir Pablo de Sarasate. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Kirkjukórasamband N-Þingeyinga 50 ára Húsavík. Morgunblaðið. 50 ÁRA afmælis síns minntist Kirkjukórasamband Norður-Þing- eyinga með veglegri söguhátíð um síðustu helgi í Skúlagarði fyrir fullu húsi og við mjög góðar viðtökur áheyrenda. Sambandið mynda kórar Sauða- ness - Svalbarðs-Raufarhafnar, Snartastaða, Skinnastaðar og Garðs-kirkna og sungu þeir hver í sínu lagi og mynduðu svo saman voldugan samkór, sem meðal annars frumflutti lagið Ljósberann eftir Einar Melax við ljóð Péturs Haf- steins Lárussonar. Lag þetta og texti er sérsamið fyrir væntanlega hátíð að Goðafossi hinn 6. ágúst í sambandi við 1000 ára trúarhátíðina. Þessa söngvahátíð setti Þórarinn Þórarinsson, Vogum, og þótti stjórna henni af skörungsskap, en sögu sambandsins rakti Kristveig Björnsdóttir, Valþjófsstað, en þar hafa skipst á misjafnlega starfssöm ár, en 10 síðustu árin hefur sam- bandið starfað af miklum krafti og haldið kóramót ár hvert víðsvegar um héraðið. Einsöngvari var Asía Leskova. Einnig flutti kvartett nokkur lög. Stjórnendur kóranna voru James Storms, Einar Melax, Stefanía Sig- urgeirsdóttir, Alexandra Szarn- owska sem öll eru starfandi við tón- listarskóla í sýslunni. Undirleik önnuðust James Storms og Sigurður Tryggvason. Milli söngatriða flutti Þorfínnur Jónsson drápu um starf kórsins og gaman- mál fluttu bræðurnir Steingrímur og Höskuldur Þorsteinssynir. Að lokum fluttu þeir ávörp Hauk- ur Guðlaugsson söngmálastjóri og Pétur Þórarinsson prófastur. Þökk- uðu þeir hið mikla og veglega og fórnfúsa starf sem kórarnir sýndu með þessari eftinninnilegu sönghá- tíð fólks úr stóru og dreifbyggðu héraði. Hátíðinni lauk svo með því að allir viðstaddir sungu þjóðsönginn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.