Morgunblaðið - 08.04.2000, Page 36

Morgunblaðið - 08.04.2000, Page 36
36 LAUGAKDAGUR 8. APRÍL 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Hornleikarinn Hermann Baumann á Kammertónleikum í Garðabæ valdsdóttur en hann hafði veríð á einni æfingu með þeim þegar Morgunblaðið ræddi við hann. „Gerrit er afburðasnjall listamaður og ég kann mjög vel við spilastíl Sigrúnar. Við náðum strax vel sam- an, öll þrjú.“ Þau hefja tónleikana á Larghetto eftir franska tónskáldið Emmanuel Chabrier. „Þetta er yndislegt verk fyrir hom og hljóm- sveit eða horn og píanó. Fæstir þekkja verk þessa tónskálds en þetta er mjög falleg tónlist,“ segir Baumann. Númer tvö á efnis- skránni er Andente úr sin- fóníu nr. 5 eftir Mendels- sohn-Bartholdy, sem er upphaflega skrifað fyrir strengi en Baumann umskrif- aði fyrir horn og píanó. Þá er komið að Elegie op. 17 eftir rússneska tónskáldið Alex- andar Glazunow. „Mjög dramatískt verk,“ segir hann. Eftir Alexander Skrjabine leika þeir Baumann og Gerrit Schuil Romance. Þegar hér er komið sögu skiptir Bau- mann um hljóðfæri, leggur til hliðar nútímahornið og blæs í svokallað náttúruhom í Rondo í D-dúr KV 514 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Hann kveðst ekki gera upp á milli gamla hornsins og þess nýja en leggur áherslu á að þau séu ólík og að það sé mjög mikilvægt að spila öðm vísi á gamla hljóðfærið en það nýja. „Því tímarnir hafa breyst. En ég er ekki að reyna að vera eins og átjándu aldar hornleikari. Það er ómögulegt - maður fer ekki tvö hundrað ár aft- ur í tímann. Ég er nútímamaður og ek um á mínum Mercedes Benz og ferðast með flugvélum og lestum!“ Tónleikunum lýkur svo á tríói fyrir píanó, fiðlu og hom eftir Johannes Brahms, en verkið samdi hann 1864, skömmu eftir dauða móður sinnar. „Yndislegt verk,“ segir Baumann. Hann segir hlutverk homleikar- ans á margan hátt líkt hlutverki ein- söngvai’ans. Hann situr ekki á stól og rýnir í nótumar þegar hann leikur á hornið á tónleikum, heldur stendur hann upp og blæs. „Því homið er syngjandi hljóðfæri," segir hann. HINN heimsþekkti þýski hornleik- ari, Hermann Baumann, leikur ásamt Gerrit Schuil píanóleikara og Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðluleikara á öðram tónleikunum í röðinni „Kammertónleikar í Garðabæ" í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli í dag kl. 17. A efnisskránni eru verk eftir Chabrier, Mendelssohn-Bartholdy, Glazunow, Skrjabine, Mozart og Brahms. Hermann Baumann er fæddur í Hamborg árið 1934. Eftir að hann lauk hljóðfæranámi í heimaborg sinni starfaði hann sem fyrsti hornleikari í ýmsum hljóm- sveitum í Þýskalandi en ein- leikaraferillinn hófst árið 1964 þegar hann hreppti fyrstu verðlaun í ARD- keppninni í Múnchen. „Mér líkaði vel að leika í hljóm- sveitum en ég sá að ef ég ætl- aði að hefja einleikaraferil yrði ég að yfirgefa hljóm- sveitina,“ segir Baumann um valið sem hann stóð frammi fyrir - val sem hann hefur aldrei séð eftir. Benti Sinfóníunni á Jósef Ognibene Hann var tilnefndur pró- fessor við Folkwang-háskól- ann í Essen árið 1969 og allar götur síðan hefur hann ferð- ast vítt og breitt um heiminn sem einleikari og kennari. Hann hefur leikið með flest- um þekktustu hljómsveitum heims og gert hljóðritanir með frægum hljómsveitarstjórum. ,Á sjöunda, áttunda og níunda ára- tugnum spilaði ég á um 100 tónleik- um á ári, auk þess sem ég kenndi í Essen og spilaði inn á hljómplötur," segir Baumann, sem er aðeins far- inn að hægja á en þó langt í frá hættur að leika á tónleikum og kenna. „Ég ferðast enn dálítið," segir Baumann, sem stóðst ekki mátið þegar Sigurður Bjömsson, listrænn stjómandi Kammertón- leika í Garðabæ, bauð honum að koma til Islands og leika á tónleik- unum, en þeir Sigurður þekkjast frá gamalli tíð, þegar sá síðarnefndi starfaði sem óperasöngvari í Þýskalandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem „Hornið er syngjandi hljóðfæri“ Morgunblaðið/Jim Smart Sigrún Eðvaldsdóttir, Gerrit Schuil og Hermann Baumann leika á Kammertónleikum í Garðabæ í dag kl. 17. Baumann kemur til íslands. „Ég kom hingað fyrst árið 1970 með Út- varpshljómsveitinni í Stokkhólmi - og síðan þá hef ég komið fjórum eða fimm sinnum. Það er indælt að vera kominn hingað aftur.“ Hann kveðst eiga marga góða vini í Sinfón- íuhljómsveit Islands og hér era líka tveir nemendur hans, þeir Jósef Ognibene og Emil Friðfinnsson. Baumann á raunar sinn þátt í hing- aðkomu Jósefs. Þannig var að Sin- fóníuhljómsveitin fékk Hermann Baumann til liðs við sig þegar hún flutti í fyrsta sinn annan homkon- sert Richards Strauss árið 1981. Hljómsveitin var þá á leið í tón- leikaferð til Þýskalands og Austur- ríkis og sárvantaði fyrsta homleik- ara. „Og ég benti þeim á Jósef,“ segir Baumann. Skemmst er frá því að segja að hornleikarinn ungi gekk til liðs við sveitina, sem hann hefur leikið með allar götur síðan, og er nú íslenskur ríkisborgari og giftur íslenskri konu. „Ég gerði ekki neitt,“ segir lærimeistarinn, sakleysið uppmálað. Baumann lofar mjög samstarfið við Gerrit Schuil og Sigrúnu Eð- Seltjarnarneskirkja Fjölbreytt dagskrá á fímmtu listahátíð Morgunblaðið/Árni Sæberg Myndlistarsýning bama verður opnuð í Seltjarnarneskirkju í dag. Nemenda- tónleikar Tónmenntaskóli Reykjavíkur Hljómsveitartónleikar Tón- menntaskólans í Reykjavík verða í Háskólabíói í dag, laugardag, kl. 14. Fram koma yngri og eldri strengja- sveitir, yngri og eldri blásarasveitir og léttsveit. Lúðrasveitin Snær og Skólahljómsveit Kópavogs Lúðrasveitin Snær frá Snæfellsbæ og Skólahljómsveit Kópavogs halda sameiginlega tónleika í Hjallaskóla í Kópavogi á morgun, sunnudag, kl. 14. Stjómandi Lúðrasveitarinnar Snæs er Ian Wilkinson. Samstarf milli hljómsveitanna myndaðist fyrir ári síðan þegar Skólahljómsveit Kópavogs, undir stjóm Össurar Geirssonar, heimsótti Ólafsvík og hélt þar tónleika. Á síðustu vikum hefur Skólahljómsveit Kópavogs far- ið í tónleikaferðir til Selfoss og Stykkishólms. Tónmenntaskóli Eddu Borg Tónleikar á vegum Tónskóla Eddu Borg verða í Seljakirkju í dag, laug- ardag, kl. 14. Þema tónleikanna er Reykjavík, menningarborg Evrópu árið 2000 og era tónleikamir tileink- aðir þeim níu borgum og löndum sem taka þátt í Menningarborg Evrópu árið 2000. Á vegum skólans verða einnig almennir tónleikar kl. 13, þennan sama dag. FIMMTA listahátíð Seltjarnames- kirkju hefst 1 dag, laugardag, kl. 14 með setningarávarpi formanns lista- hátíðamefndar, Gunnlaugs A. Jóns- sonar. Yfirskrift og meginefni hátíð- arinnar er Kristnitakan - þúsund ára afmæli kristnitökunnar á Is- landi. Á opnuninni koma fram nem- endur úr skólunum á Seltjamarnesi: Mýrarhúsaskóla, Valhúsaskóla og leikskólunum, ballettskóla Guðbjar- gar Björgvins og Tónlistarskólanum. Opnuð verður myndlistarsýning há- tíðarinnar, sem að þessu sinni er unnin af börnum og unglingum úr Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla auk framlags leikskólanna. Unnið er út frá ýmsum kristnum trúarhug- myndum. Sýningin verður opin á sama tíma og kirkjan fram yfir páska. Tónleikar Tónlistin fær sinn sess á hátíðinni og orgelleikarar leika á orgel kirkjunnar kl.18 til 18.30 hvern dag frá 10.-14. apríl. Kvöldtónleikar verða dagana 11.-15. aprfl kl. 20.30 og síðdegistónleikar laugardaginn 15. aprfl kl.17. Tónlistarskólinn á Seltjamarnesi kemur fram á tónleik- um þriðjudaginn 11. aprfl kl. 20.30; miðvikudaginn 12. aprfl kl. 20.30 flyt- ur Kammerkór Suðurlands Stabat Mater eftir Pergolesi undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Gunn- ar Kvaran leikur á celló m.a. verk eftir J.S.Bach; Kór Nýja Tónlistar- skólans flytur Requiem eftir Jón Leifs o.fl. undir stjórn Sigurðar Bragasonar, fimmtudaginn 13. apríl kl. 20.30; föstudaginn 14. aprfl kl. 20.30 leikur Gunnar Kvaran á celló, m.a. verk eftir J.S. Bach og Vox Aca- demica flytur verk eftir Josquin de Pré, Brahams o.fl. undir stjóm Egils Gunnarssonar; sameiginlegir tón- leikar Selkórsins undir stjórn Jóns Karls Einarssonar og kirkjukórs Seltjarnameskirkju undir stjórn Sigrúnar Steingrímsdóttur verða laugardaginn 15. aprfl kl.17. Flutt verða m.a. verk eftir Brackner, C. Frank og Pergolesi og framflutt verk eftir Egil Gunnars- son. Pókók fyrir alla LEIKLIST Fúrfa, leikklúbbur Kvennaskúlans f Reykjavík sýnir í Tjarnarbíúi PÓKÓK Eftir Jökul Jakobsson. Leikstjórar: Ingibjörg Guðmundsdóttir og Tristan Gribbin. Leikmynd: Ásta Þórisdóttir. Lýsing: Geir Magnús- son. Tónlist: Sigurður Thoroddsen. PÓKÓK var hið fyrsta af leikritum Jökuls Jakobssonar sem fært var upp af Leikfélagi Reykjavíkur í jan- úar 1961. Leikritið náði talsverðum vinsældum, var sýnt 25 sinnum og í kjölfarið fylgdi svo Hart í bak haust- ið 1962. Ekki þarf að fjölyrða um framhaldið. Pókók ber öll merki þess að vera fyrsta verk efnilegs höfundar, pers- ónur dregnar fáum en skýram drátt- um, framvindan farsakennd en inni- haldið ádeilukennt, og sumar setningar í verkinu hreint klassískar. Þráðurinn er í sem stystu máli sá að inn- og útflytjandinn Jón Bramlan hefur mörg járn í eldinum en rambar á barmi gjaldþrots þrátt fyrir sam- viskuleysi og siðblindu. Smákrimm- inn Óli Sprengur hefur komist yfir formúlu að sælgætinu Pókók sem er þeirrar náttúra að allir sem smakka það verða að fá meira. Það er því vanabindandi í meira lagi. ðla spreng vantar fjármagn og trúlofast Elínu Tyrfingsdóttur, sveitastúlku að norðan, til að geta veðsett jarð- arpartinn hennar. Þegar framleiðsl- an er komin í fullan gang og salan gríðarleg sölsar Jón Bramlan undir sig sjoppuna með svikum. Fljótlega kemur í ljós að Pókók fylgja hrylli- legar aukaverkanir og nú era góð ráð dýr fyrir Jón að losa sig við kompaní- ið áður en allt hrynur ofan á hann. Þarna bætast við skondnar aukaper- sónur eins og lögregluþjónarnir tveir, Gaua gæs, barnsmóðir Óla sprengs, gengilbeinan Skrýtla og líf- fræðingurinn jarmandi, Emmanúel, að ógleymdum aðstoðarmanni Jóns, hinum seinheppna Eggert og feg- urðardísinni Iðu Brá, dóttur Jóns. Kvennaskólanemar koma þessu öllu Ijómandi vel til skila í kröftugri sýningu sem er aukinheldur ágæt- lega unnin af hálfu leikstjóranna tveggja. Tilraun til farsakenndrar stflfærslu gengur nokkuð vel upp og munar þar mest um öruggan leik þeirra Guðjóns Davíðs Karlssonar, Hjalta Halldórssonar og Atla Þórs Albertssonar í hlutverkum Jóns, Óla og Eggerts. Samleikur þeirra var oft á tíðum veralega góður og hver þeirra um sig átti sín kostulegu augnablik. Halla Hrand Logadóttir átti einn- ig góðan sprett sem hin heimóttar- lega sveitastúlka Elín Tyrfingsdóttir og Arna Frímannsdóttir var sann- færandi sem fegurðardrottingin og dekurdrósin Iða Brá. Friðrik Gauti Friðriksson og Elín Birna Skarphéð- insdóttir unnu vel úr kómískum möguleikum lögregluþjónanna tveggja. Umgjörð sýningarinnar var vel af hendi leyst, leikmynd, ljós, tónlist og búningar vora greinilega unnin af al- úð og kunnáttu. Allt sameinast þetta í sýningu sem er hin ágætasta skemmtun og veitir tækifæri til kynna við þetta leikrit Jökuls sem á ekki síður erindi á fjalimar í dag en fyrir tæpum fjöratíu áram. Hávar Sigurjónsson Sýningu lýkur Listasafn íslands Sýningu á verkinu Cosmos eftir Jón Gunnar Árnason lýkur á morg- un. Verk þetta er innsetning fyrir af- markað rými og var fyrst sýnt á Tvíæringnum í Feneyjum 1982. Listasafn Islands er opið alla daga, nema mánudaga, kl. 11-17.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.