Morgunblaðið - 08.04.2000, Síða 37

Morgunblaðið - 08.04.2000, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 37 Gradualekór Lang- holtskirkju í Salnum Alvima Gasofn Sinfóníuhljómsveit áhugamanna Fornbókasalinn og svipir fortíðar Sinfóníuhljómsveit áhugamanna flytur verk eftir Brahms og Haydn í Neskirkju á sunnudag. Konsert fyrir tvö horn og hljómsveit SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT áhugamanna heldur tónleika í Neskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. Stjórnandi á tónleikunum er Ingvar Jónasson og einleikarar á horn eru Emil Friðfinnsson og Anna Sigurbjörnsdóttir. Á efnis- skránni er konsert fyrir tvö horn og hljómsveit eftir J. Haydn og Sinfónía nr. 1 eftir J. Brahms. Konsert fyrir tvö horn og hljóm- sveit (22, No. 2) eftir Joseph Haydn hefur ekki áður verið flutt- ur hér á landi, segir í fréttatil- kynningu. Konsertinn var óþekkt- ur og talinn týndur, en á seinni árum hallast margir að því að handrit merkt Michael Haydn (bróður Jósefs) sem fannst í bóka- safni furstans af Oettingen-Wall- erstein, sé í rauninni hinn týndi konsert. Fyrsta sinfónía Brahms var stundum nefnd „10. sinfónían", andinn mikli svífur yfir vötnunum, ekki síst í upphafsþættinum. Brahms samdi fyrstu drögin að sinfóníunni upp úr 1850, byrjaði að skrifa hana 1855 og lauk við hana í september 1876. Um þessar mundir lýkur tíunda starfsári Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna. Sveitina skipar áhugafólk í hljóðfæraleik auk nokkurra tónlistarkennara og nemenda. Hljómsveitin kemur fram opinberlega nokkrum sinn- um á ári, ýmist á sjálfstæðum tónleikum, með kórum eða við önnur tækifæri. Ingvar Jónasson hefur verið aðalstjórnandi og leiðtogi hljómsveitarinnar frá upphafi. Hann á að baki langan feril sem tónlistarmaður og kenn- ari, lék um árabil með Sinfón- íuhljómsveit Islands og hljóm- sveitum í Gautaborg og Stokk- hólmi. Einleikararnir, Emil Friðfinnsson og Anna Sigur- björnsdóttir, hafa leikið með Sin- fóníuhljómsveit Islands undan- farin ár. ERLENDAR BÆKUR Spennusaga DRAUGAGANGUR „GHOST WALK“ eftir Marianne Macdonald. Harper Mistery 2000.294 síður. MARIANNE Macdonald heitir kanadískur spennusagnahöfundur sem býr í Bretlandi og hefur gert frá því hún flutti þangað frá Ontario til að stunda nám við Oxford - háskóla. Hún er ný á sviði spennusagnahöf- unda, hefur aðeins sent frá sér tvær skáldsögur, og virðist hafa sérstakan áhuga á öllu er snertir foma muni, einkanlega gömlum bókum. Sögu- hetja hennar er kvenmaður sem heitir Dido Hoare og rekur ásamt föður sínum, Barnabas, fombóka- verslun í London en þangað slæðast stundum inn dularfullir kúnnar sem æsa upp spæjaraeðlið í Dido. Fyrri bók Macdonald hét Eiginhandarárit- un dauðans eða „Death’s Autogr- aph“ en þessi nýjasta Draugagangur eða „Ghost Walk“ og má segja að höfundurinn fari hægt batnandi í glæpasagnaskrifun- um. Einstæða móðirin Dido Dido er auk þess að vera forn- bókasali um þrítugt og úrræðagóður áhugaspæjari, einstæð móðir, sem hlýtur að teljast nokkurt nýmæli í glæpasagnabókmenntunum. Hún á átta mánaða gamlan son en hann hefur reyndar ekki mikil áhrif á það sem hún gerir vegna þess að hún ein- faldlega vanrækir barnið á meðan hún sinnir dularfullum rannsóknum sínum en hefur húshjálpina Phyllis upp á að hlaupa og afann Barnabas, sem er eina raunvemlega bamagæl- an í sögunum. Sem spæjari þjáist Dido af því sem faðir hennar kallar „hugsunar- kláða“. Hún verður að fá svar við spurningum sem hún glímir við hvað sem það kostar. Hún er úrræðagóð og áræðin. En jafnframt ákaflega venjuleg og það er kannski hennar eini stóri galli. Hugsanir hennar snúast um einstaklega hversdags- lega hluti sem verða leiðigjarnir til lengdar. Sýn hennar á tilvemna er fátækleg og það er ekkert í lífi henn- ar sem vekur forvitni eða spennu í rauninni með lesandanum. Það er helst að hún hafi áhyggjur af útliti sínu og hún hefur ánægju af því að búa ein. Dido er ekki ennþá orðinn spæjari sem maður hefur áhuga á að kynnast betur. Egypskt höfuðdjásn Draugagangur snýst fyrst og fremst um svipi fortíðar og verð- mætan foman hlut sem fólk ásælist. Þannig er að Dido gerist einskonar skjólstæðingur gamlingja sem stundum kemur í búðina til hennar. Tíminn og trúin í Akur ey r ar kir kj u TlMINN og trúin, sýning sjö lista- kvenna, verður opnuð i safnaðar- heimili Akureyrarkirkju að lokinni messu sem hefst kl. 11 á sunnudag. Sýningin kemur frá Reykholts- kirkju. Upphaflega var efnt til sýningar- innar í tilefni af fimmtíu ára afmæli Laugameskirkju og kristnitökunnar fyrir þúsund áram. Verkin hafa öll skírskotun til yfirskriftarinnar og em byggð á ítarlegri könnun á tákn- máli og sögu kristninnar og hinum ýmsu þáttum trúarinnar. Listakonurnar sem eiga verk á sýningunni em Alda Armanna Sveinsdóttir, málverk, Auður Ólafs- dóttir, málverk, Gerður Guðmunds- dóttir, silkiþrykk/blönduð tækni, Guðfinna Hjálmarsdóttir, grafík/ blönduð tækni, Kristín Amgríms- dóttir, þurrkrít og bókverk, Soffía Árnadóttir, leturlist/glerverk, og Þórey (Æja) Magnúsdóttir, skúlp- túr. Næst verður farið með sýninguna til Neskaupstaðar. Hann er að öllum líkindum heimilis- laus og dag einn finnur Dido hann meðvitundarlausan fyrir utan búðina og kemur honum á spítala. Hann braggast nokkuð og hverfur af spítalanum en finnst skömmu síð- ar látinn og í ljós kemur að einhver hefur sprautað hann með eitri. Dido kemst að því að gamlinginn, Tom Ashe hét hann, hefur gert hana að umsjónarmanni eigna sinna en á meðal eigulegra hluta hans er fornt egypskt höfuðdjásn, 30.000 pund inni á bankabók, sem gerir heimilis- leysingjann næstum því að auð- manni, og annar enn dularfyllri fom- egypskur hlutur, papímsbók með eldfimu efnisinnihaldi. Sögufléttan er ágætlega upp- byggð og hún er forvitnileg og mun skemmtilegri en í fyrri bókinni; ljóst er að höfundurinn hefur lagst í nokkrar rannsóknir á egypskum fommunum. En Marianne Macdon- ald drepur spennunni á dreif með alltof smásmugulegum lýsingum á hinni ofurvenjulegu Dido. Áhuga- spæjarinn getur verið heilar fimm blaðsíður að koma sér á áhugaverð- an fund og ferðin hefst fyrir framan spegilinn á klósettinu! Bókin einkennist af léttri og kóm- ískri fyrstu persónu frásögn Dido Hoare og það blandast inn í hana áhugaverðar persónur en víst er að með svolítið kræsilegri aðalpersónu og strangari ritstjórn hefði sæmileg- ur reyfari vel getað orðið ágætur. Arnaldur Indriðason Kórsöngur í Breiðholti GERÐUBERGSKÓRINN heldur tónleikar í Breiðholtskirkju í kvöld kl. 17. Með kómum syngja einsöng Kári Friðriksson, Kjartan Ólafsson og Ólafur M. Magnússon. Píanó- undirleik annast Eiríkur Grímsson og Unnur Eyfells og á harmóníku leikur Benedikt Egilsson. Kórfélag- ar era 44 og kórstjórar eru Kári Friðriksson og Kjartan Ólafsson. SÍÐUSTU TÍBRÁR tónleikar í röð 2 í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, verða í dag, laugardag, kl. 16. Þar kemur fram Gradualekór Langholts- kirkju undir stjóm Jóns Stefánsson- ar og flytur efnisskrá úr ýmsum átt- um. Píanóleikari kórsins er Lára Bryndís Eggertsdóttir, en hún stundar nú nám í organleik við Tón- skóla Þjóðkirkjunnar (lokið 6. stigi), söngnámi við Söngskólann í Reykja- vík (lokið 4. stigi), nám í djasspíanó- deild Tónlistarskóla FIH auk píanó- náms við Tónlistarskólann í Reykjavík. Á fyrri hluta tónleikanna verða ílutt þjóðleg lög, svo sem Úr útsæ rísa íslands fjöll, Davíð Stefánsson - Páll ísólfsson; Ég bið að heilsa - Ingi T. Lámsson - Jónas Hallgrímsson; Vorvindur, Ragnar Ásgeirsson - Sigvaldi Kaldalóns; Maístjarnan, Halldór Kiljan Laxness - Jón Ás- geirsson; Dagur er risinn, Heimir Pálsson - lag frá Gelíu; Óskasteinar, Hildigunnur Halldórsdóttir - ung- verskt þjóðlag; Senn kemur vor, Sig- ríður I. Þorgeirsdóttir - Dmitri Kabalevski; Pie Jesu (úr Requiem), - Andrew Lloyd Webber, í laginu syngja tvísöng Dóra Steinunn Ár- mannsdóttir og Regína Unnur Ólafs- Ljósmynd/Anna Fjóla Gísladóttir Gradualekdr Langholtskirkju ásamt stjórnandanum Jóni Stefánssyni. dóttir; Go down Moses, einsöng í því lagi syngur Dóra Steinunn Armannsdóttir og Negrasálmur í út- setningu N. Clifford Page. Eftir hlé syngur kórinn undir yfir- skriftinni Tekið upp úr ferðatöskun- um frá Kanada, en þar tók kórinn þátt í alþjóðlegri tónlistarhátíð sl. sumar. Lögin sem flutt verða em Micma’q Honor Song, Indíánasöng- ur frá Kanada; Come, ye Makers of song, Ruth Watson Henderson; Ye banks and braes, Robert Burns - Skoskt þjóðlag; We Rise Again, ein- söng í laginu flytur Regína Unnur Ólafsdóttir; Leon Dubinsky í útsetn- ingu Lydia Adams; May the road rise to meet you, írsk fararblessun; Gloria,biblíutexti; Cantate Domino, einsöng í laginu syngja Dóra Stein- unn Ármannsdóttir og Regína Unn- ur Ólafsdóttir og að lokum Davíðs- sálm 149 - Rupert Lang. Miðaverð á tónleikana er kr. 1000 og ókeypis er fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. • Hitaöryggi • Súrefnisskynjari • 4000w • Sjálfkveikja • 3 hitastillingar • A 4 hjólum Tilboðsverð 12.900 kr. HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.