Morgunblaðið - 08.04.2000, Síða 46

Morgunblaðið - 08.04.2000, Síða 46
46 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 47 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. PÓLITÍSK SÁTT Á LÖGFRÆÐILEGUM FORSENDUM IMORGUNBLAÐINU í gær birtist umsögn Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra um Vatneyrardóminn svonefnda. Ummæli forsætisráðherra vekja verulega athygli þótt ekki sé hægt að segja að þau komi á óvart því að þau eru í rök- réttu framhaldi af umfjöllun hans um fiskveiðistjórnarkerfíð í setningarræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir ári. Davíð Oddsson sagði m.a. í samtali við Morgunblaðið í gær: „Ég geri mér vonir um að umræðan verði loksins má- lefnalegri en áður. Grundvöllur að því er lagður með þessum dómi. Við höfum sem kunnugt er sett á laggirnar tvær nefndir, auðlindanefnd og nefnd um endurskoðun á fiskveið- istjórnunarkerfínu og þær voru stofnaðar vegna þess að við töldum, að löggjafínn væri til þess bær að fjalla um þessi mál. Andstæðingar okkar töldu, að Hæstiréttur ætti að leggja þá línu, sem Vatneyrardómurinn fyrir vestan ákvað. Eftir stendur það, sem við sögðum, að löggjafinn getur gert breytingar á kerfínu eins og hann hefur oft gert. Við viljum ná fram meiri pólitískri sátt í kerfinu byggðri á þeim lög- fræðilegu forsendum, sem nú liggja fyrir. Þessi niðurstaða breytir ekki áhuga okkar á að ljúka þeirri vinnu, sem hafín var. Vinna nefndanna hefur tafízt m.a. vegna þeirrar óvissu, sem reis í kjölfar þessara málaferla.“ Það er tvímælalaust rétt hjá forsætisráðherra að á þeim lögfræðilegu forsendum, sem fyrir liggja eftir dóm Hæsta- réttar, er hægt að byggja pólitíska sátt um fiskveiðistjórn- arkerfið. Dómurinn festir kvótakerfíð sem slíkt í sessi, eyðir þeirri óvissu, sem ríkt hefur um 7. gr. laganna frá 1990 eftir dóm Hæstaréttar í desember 1998, en tekur jafnframt af skarið um grundvallaratriði sem fram hafa komið í málflutn- ingi þeirra sem gagnrýnt hafa óbreytt kvótakerfi. Þá er m.a. átt við afstöðu dómsins til eignarhalds á auðlindinni og til innheimtu frekara fégjalds en nú er gert vegna nýtingar á auðlindinni. Þarna er að finna meginatriði pólitískrar sáttar um fískveiðistjórnarkerfíð. í samtali við Morgunblaðið sagði Davíð Oddsson að það kæmi fram í forsendum dómsins að löggjafinn hefði vald til að leggja á gjald fyrir úthlutaðar aflaheimildir og sagði síð- an orðrétt: „Það er rétt og hefur verið okkar skilningur, enda hefðum við ekki sett af stað starf svokallaðrar auðlindanefndar, ef við hefðum ekki verið sannfærðir um, að löggjafinn væri bær til þess. Það er svo pólitískt mat með hvaða hætti slíkt verð- ur álagt. Hins vegar geta menn lagt slíkt gjald á með þeim hætti, að það mundi stríða gegn stjórnarskránni, þ.e. ef það væri í þeim mæli, að það gengi gegn ákvæðum stjórnar- skrárinnar um eignarrétt. Gjöld, sem væru reist á þeirri þjónustu, sem greininni er veitt af hálfu hins opinbera mundu augljóslega fást staðizt.“ Þessi ummæli Davíðs Oddssonar og ummæli, sem Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hefur ítrekað látið hafa eftir sér á undanförnum mánuðum og misserum, vekja sterkar vonir um að nú, þegar ákveðinni réttaróvissu hefur verið eytt varðandi fískveiðistjórnarkerfíð, sé að skapazt jarðveg- ur til þess að ljúka þeim deilum sem staðið hafa í meira en áratug um þetta mál. Hinar lagalegu forsendur eru til staðar eftir dóm Hæsta- réttar í Vatneyrannálinu, sem að mörgu leyti er tímamóta- dómur, eins og Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra bendir á í Morgunblaðinu í gær. Pólitískur vilji er fyrir hendi eins og fram kemur í ummælum forsætisráðherra nú og fyrri yfírlýsingum Halldórs Ásgrímssonar. í samtali við Morgunblaðið í gær í kjölfar dóms Hæsta- réttar sagði Halldór Ásgrímsson m.a. að fískveiðilöggjöfín væri og yrði umdeild en bætti jafnframt við: „Aðalatriðið er að það er Alþingi íslendinga, sem þarf og ber að taka nauð- synlegar ákvarðanir í því sambandi.“ Það eru margar efnislegar ástæður fyrir því að nauðsyn- legt er að ná pólitískri sátt um þetta mál. Hér skulu þær ekki raktar. En til viðbótar er komin sú nýja ástæða að það er einfaldlega nauðsynlegt fyrir samfélag okkar að ljúka þess- um deilum. Á meðan deilan um fískveiðistjórnarkerfíð er óleyst geta stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækja ekki ein- beitt sér sem skyldi að rekstri fyrirtækja sinna á grundvelli langtímaáætlana. En jafnframt getur þjóðfélagið í heild ekki tekizt á við margvísleg ný verkefni sem blasa við og tengjast nýjum atvinnugreinum og nýjum viðhorfum al- mennt. Þess vegna eiga stjórnmálamenn í öllum flokkum að taka höndum saman á næstu mánuðum um að ná þeirri pólitísku sátt um fiskveiðistjórnarkerfið sem forsætisráðherra gerði að umtalsefni í Morgunblaðinu í gær. + Grundvallarspurningum svarað í forsendum V atneyrar dóms Með dómi Hæstaréttar í Vatneyrarmálinu svonefnda hefur niðurstaða fengist um stjórnskipulegt gildi 7. gr. laga um stjórn fískveiða. Héraðsdómur Vestfjarða hafði áð- ur lagt mat á gildi ákvæðisins og byggði nið- urstöðu sína að mestu á dómi Hæstaréttar frá 3. desember 1998 í máli Valdimars Jó- hannessonar gegn íslenska ríkinu. Jón Sigurðsson rýndi í dómana þrjá. Forstjóri Landsvirkjunar Morgunblaðið/Ásdís Frá samráðsfundi Landsvirkjunar í gær. Nýrómantísk þjóðernis- hyggja í um- hverfismálum FLESTIR hinna lögfróðu ein- staklinga sem fjölmiðlar hafa innt álits á niðurstöðu Hæstaréttar í Vatneyrar- málinu svonefnda, virðast vera sam- mála um að með dóminum hafi rétt- aróvissu verið eytt um gildi laga um stjóm fiskveiða gagnvart ákvæðum stjómarskrár. Hæstiréttur svarar ákveðnum grundvallarspurningum um fiskveiði- stjómunarkerfið í forsendum dóms- ins. Þrátt fyrir að um refsimál hafi ver- ið að ræða, höfðað gegn þeim aðilum sem stóðu að hinum ólöglegu veiðum Vatneyrarinnar BA, var málið lagt þannig upp fyrir dóminn að hann komst vart hjá því að meta stjóm- skipulegt gildi laganna um fiskveiðist- jómun. Verjendur hinna ákærðu byggðu vörnina að mestu leyti á því að ákvæði laganna brytu í bága við jafn- ræðisreglu og atvinnufrelsisákvæði stjómarskrárinnar. Ákæruvaldið svaraði þessum málatilbúnaði fullum hálsi. Forsendur dómsins hafa því mikið vægi um gildi laga um stjóm fiskveiða þrátt fyrir að dómsorðið kveði á um viðurlög við brotum tiltek- inna aðila. Þrír dómar hafa gengið á síðastliðnu eina og hálfa ári sem taka á því hvort ákvæði laga nr. 38/1990 standist ákvæði stjómarskrárinnar um jafn- ræði og atvinnufrelsi. Sá fyrsti var uppkveðinn í Hæstarétti 3. desember 1998, í máli Valdimars Jóhannessonar gegn íslenska ríkinu. Hinn 5. janúar sl. kvað héraðsdómur Vestfjarða upp dóm í Vatneyrarmálinu, sem ákæra- valdið áfrýjaði til Hæstaréttar, er kvað svo upp dóm sinn í fyrradag. Hafa verður í huga, þegar niður- stöður þessara dóma era bomar sam- an að fordæmisgildi þeirra er mismik- ið. Vægi héraðsdóms Vestfjarða er hverfandi enda var niðurstöðunni hrandið 1 Hæstarétti. Fordæmisgildi dóms Hæstaréttar frá 1998 er þeim annmörkum háð að 5. gr. laga nr. 38/ 1990, sem dómurinn fjallaði um, hefur nú verið breytt. Dómurinn í Vatneyr- armálinu í fyrradag tekur á lögunum eins og þau era í dag. Hitt er svo að það mál var höfðað af ákæravaldinu til refsingar tilteknum aðilum en ekki til að fá skorið úr um gildi fiskveiðistjóm- unarlaga þó svo að á því máli sé tekið í dóminum. Ákvörðunarvald ráðherra brýtur ekki gegn atvinnu- frelsisákvæðinu í öllum dómsniðurstöðunum þrem- ur er fjallað um það mat löggjafans að almannaheill takmarki veiðamar. Seg- ir í dóminum frá 1998 að af forsögu núgildandi fiskveiðistjómunarlaga sé ljóst að löggjafinn hafi talið að al- mannaheill ræki til takmörkunar veið- anna. Ekki séu efni til þess að því mati verði haggað af dómstólum. Þær skorður, sem atvinnufrelsi á sviði fisk- veiða við strendur Islands séu þannig reistar með lögum, verði á hinn bóginn að samrýmast grandvallarreglum stjómarskrárinnar. Dómstólar eigi úrskurðarvald um það hvort löggjaf- inn hafi að því leyti gætt réttra sjónar- miða. Héraðsdómur Vestfjarða bendir á að í 3. gr. laga nr. 38/1998 sé sjávar- útvegsráðherra falið að ákveða með reglugerð að fengnum tillögum Haf- rannsóknastofnunarinnar þann heildarafla, sem veiða megi á ákveðnu tímabili eða vertíð úr þeim einstökum nytjastofnum við ísland, sem nauðsyn- legt sé talið að takmarka veiðar á. Dómurinn álítur að sú viðmiðun sem ráðherra skuli fara eftir við ákvörðun heildarafla sé nægilega afmörkuð með lögum, þegar einnig sé litið til mark- miðs 1. gr. laganna, að stuðla að vernd- un og hagkvæmri nýtingu nytjastofn- anna og tryggja með því traust atvinnu og byggð í landinu. Ekki þótti brotið gegn áskilnaði 75. gr. stjómarskrárinn- ar um að atvinnufrelsi verði aðeins takmarkað með lagaboði. Meirihluti Hæstaréttar í Vatneyrar- málinu segir um þennan þátt í niður- stöðu sinni að fiskveiðistjómunarlögin hafi að geyma ákveðnar reglur um hvemig skipta eigi leyfðum heildarafla og sé skiptingin ekki á valdi ráðherra. Verði ekki fallist á að með umræddu ákvæði hafi ráðherra verið falið svo óheft ákvörðunarvald um takmarkanir heildarafla að brjóti gegn áskilnaði 1. mgr. 75. gr. stjómarskrárinnar um að atvinnufrelsi verði aðeins settar skorð- ur með lögum. Þá kemur fram í dómin- um að ráðstafanir til að koma í veg fyrir ofveiði með aflatakmörkunum séu nauðsynlegur þáttur í verndun og skynsamlegri nýtingu fiskstofna. Al- mannahagsmunir krefjist þess að frelsi manna til að stunda fiskveiðar í at- vinnuskyni séu settar skorður af þess- um sökum. Stendur ákvæði 75. gr. stjómarskrárinnar ekki í vegi því að með lögum sé mælt fyrir um takmar- kanir á leyfilegum heildarafla úr ein- stökum nytjastofnum eftir því sem nauðsyn beri til. Tálmun gegn atvinnurétti En hvaða vigt hafði niðurstaða dóms- ins frá 1998 í dómi Hæstaréttar í Vatn- eyrarmálinu? í dóminum frá 1998 var tekist á um hvort þágildandi 5. gr. laga nr. 38/1990 um stjóm fiskveiða, um að leyfi til veiða í atvinnuskyni væra bundin við fiski- skip og yrðu ekki veitt einstaklingum eða lögpersónum, stæðist ákvæði 1. mgr. 65. gr. stjómarskrárinnar, um jafnræði, og ákvæði 1. mgr. 75. gr. stjómarskrár., um atvinnufrelsi. Hæstiréttur gat þess að löggjafinn hefði álitið brýnt að grípa til sérstakra úrræða á árinu 1983 vegna þverrandi fiskistofna við ísland. Skipting há- marksafla hefði þá verið felld í þann farveg, sem hún hefði síðan verið í, að úthlutun veiðiheimUda væri bundin við skip. Væri óhjákvæmilegt að líta svo á að þessi tilhögun fæli í sér mismunun milli þeirra, sem leiddu rétt sinn tU veiðiheimUda tU eignarhalds á skipum á tilteknum tíma, og hinna, sem hefðu ekki átt og ættu þess ekki kost að kom- ast í slíka aðstöðu. Þótt tímabundnar aðgerðir af þessu tagi til vamar hrani fiskistofna kynnu að hafa verið réttlæt- anlegar, en um það væri ekki dæmt í málinu, yrði ekki séð, að rökbundin nauðsyn hnigi til þess að lögbinda um ókomna tíð þá mismunun, sem leiddi af reglu 5. gr. laga nr. 38/1990 um úthlut- un veiðiheimUda. Áleit dómurinn að stefndi, íslenska ríkið, hefði ekki sýnt fram á að aðrar leiðir væra ekki færar til að ná því lög- mæta markmiði að vernda fiskistofna við ísland. Með ákvæði 5. gr. væri lögð fyrirfarandi tálmun við því, að drjúgur hluti landsmanna gæti, að öðram skil- yrðum uppfylltum, notið sama at- vinnuréttar í sjávarútvegi eða sam- bærilegrar hlutdeildar í þeirri sameign, sem nytjastofnar á íslands- miðum væra, og þeir tiltölulega fáu einstaklingar eða lögaðUar sem hefðu yfir að ráða skipum við veiðar í upp- hafi umræddra takmarkana á fisk- veiðum. Þegar allt væri virt yrði ekki fallist á að til frambúðar væri heimUt að gera þann greinarmun á mönnum. Hið umdeUda ákvæði 5. gr. laga nr. 38/ 1990 væri því að þessu leyti í andstöðu við jafnræðisreglu 1. mgr. 65 gr. stjómarskrárinnar og þau sjónarmið um jafnræði sem gæta þyrfti við tak- mörkun á atvinnufrelsi samkvæmt 1. mgr. 75. gr. hennar. Dómurinn 1998 hefur fordæmisgildi Héraðsdómur Vestfjarða var þeirr- ar skoðunar að Hæstiréttur hefði í þessum dómi, um stjómskipulegt gUdi 5. gr. laganna, einnig gefið tóninn um gUdi 7. gr. Var í héraðsdóminum kom- ið inn á efni 2. mgr. 7. gr. að veiðiheim- Udum á þeim tegundum, sem heildar- afli væri takmarkaður af, yrði varanlega úthlutað til einstakra skipa. Sagði í dóminum að veiðUieimildir samkvæmt 7. gr. laganna væra með þessum hætti varanlega bundnar við skip jafnt og veiðiheimUdir sam- kvæmt upphaflegri 5. gr. þeirra. I út- hlutun varanlegra aflahlutdeUda við gUdistöku fiskveiðistjómunarlaga fælist því sama mismunun tengd fyrra eignarhaldi á skipum og rakin væri í forsendum Hæstaréttar í dóminum 1998. Þá sagði ennfremur í niðurstöðu héraðsdómsins að ekki yrði séð að rökbundin nauðsjm hnigi tU þess að lögbinda um ókomna tíð þá mismunun við úthlutun aflamarks sem af þessu leiddi enda yrði að telja að löggjafan- um ætti að vera fært að móta reglur sem til lengri tíma litið afnæmu hana, jafnframt því að ná ofangreindu markmiði að vemda fiskistofna. Þessa hefði löggjafinn hins vegar ekki gætt. Eftir þessu yrði ekki hjá því komist að líta svo á að regla 2. mgr. 7. gr. laga nr. 38/1990 væri í andstöðu við jafnræðis- reglu 1. mgr. 65. gr. stjómarskrárinn- ar og þau sjónarmið um jafnræði, sem gæta þyrfti við takmörkun á atvinnu- frelsi samkvæmt 1. mgr. 75. grein hennar, væra þessi stjómarskrárá- kvæði túlkuð með sama hætti og gert var í dóminum í máli Valdimars Jó- hannessonar gegn íslenska ríkinu. Ekki skorið úr um rétt til aflaheimilda Við flutning Vatneyrarmálsins fyrir Hæstarétti í marsmánuði sl. deildu aðilar Vatneyrarmálsins hart um hvort Hæstiréttur hefði svarað því í dóminum frá 1998 hvort ákvæði 7. gr. stæðist stjómarskrána eins og Hérað- sdómur Vestfjarða taldi. Meirihluti Hæstaréttar kvað upp úr um það með óyggjandi hætti í dómin- um í fyrradag. Sagði í niðurstöðunni að þegar málsatvik gerðust hefði Vatn- eyrin BA haft almennt leyfi til fisk- veiða í atvinnuskyni samkvæmt 5. gr. laga nr. 38/1990. Með dómi Hæstarétt- ar í máli Valdimars Jóhanessonar hefði ekki verið tekin frekari afstaða til fisk- veiðiheimilda en kröfugerð málsaðilans gaf tilefni til enda hefði málið verið höfðað til ógildingar á ákvörðun sjávar- útvegsráðuneytisins en ekki til viður- kenningar á rétti hans til að fá tiltekn- ar aflaheimildir í sinn hlut. Hefði því ekki verið skorið úr um hvort Valdimar ætti rétt á aflaheimildum ef honum hefði verið veitt almennt leyfi til veiða í atvinnuskyni og eftir atvikum leyfi til annarra veiða sem hann hafði óskað eftir við ráðuneytið. Taldi Hæstiréttur að samkvæmt þessu yrði ekki fallist á þann skilning ákærðu að dómurinn frá 1998 hefði falið í sér úrlausn um stjórn- skipulegt gildi 7. gr. laga nr. 38/1990. Meirihlutinn taldi að þegar lögin um stjóm fiskveiða væra virt í heild yrði að leggja til grundvallar að við setningu þeirra hefði löggjafinn metið það svo að skipan fiskveiðistjómar eftir þeim væri fallin til að þjóna áðumefndum markmiðum 1. gr. þeirra. Þetta mat væri á valdi löggjafans, þótt dómstólar leystu úr því hvort lögin, sem reist væra á því mati, samrýmist grandvall- arreglum stjórnarskrárinnar. Þegar litið væri til þeirra hagsmuna af at- vinnu og fjárfestingum, sem bundnir hefðu verið sjávarútvegi og til reynslu og þekkingar því samfara, yrði að telja að það hefði verið samrýmanlegt jafn- ræðisrökum að deila takmörkuðum heildarafla milli skipa, sem þá stund- uðu viðkomandi veiðar, þótt löggjafinn hefði átt úr fleiri kostum að velja. Féllst meirihluti Hæstaréttar því ekki á að þau sjónarmið, sem réðu ákvörðun aflahlutdeildar við gildistöku laga nr. 38/1990, hefðu verið ómálefnaleg og þannig leitt til mismununar í andstöðu við grannreglu stjórnarskrárinnar um jafnræði. Ekki sama ómálefnalega mismunun og í 5. gr. í framhaldi af því sagði dómurinn þetta: „Samkvæmt 5. gr. laga nr. 38/ 1990, eins og henni var breytt með 1. gr. laga nr. 1/1999, getur hver sá ís- lenskur ríkisborgari, sem ræður yfir skrásettu fiskiskipi með haffærisskír- teini, hins vegar sótt um almennt veiði- leyfi og nýtt sér heimild 1. mgr. 7. gr. fyrmefndu laganna til veiða á tegund- um sem ekki lúta heildaraflatakmörk- unum. Hann getur að auki fengið afla- heimildir í þeim tegundum, sem sæta slíkum takmörkunum, með kaupum á varanlegri aflahlutdeild eða aflamarki til tiltekins tíma. Þessum skorðum á aðgangi manna að nytjastofnum verð- ur ekki jafnað til þeirrar ómálefnalegu mismununar, sem hlaust af reglum 5. gr. laga nr. 38/1990, sem áskildu veiði- leyfi með hliðsjón af eignarhaldi á skipum á tilteknum tíma án tillits til þess hvort nauðsyn bar til afla- takmarkana og lokuðu þannig í megin- atriðum aðgangi manna að atvinnu- greininni." Af þessu má Ijóst vera að Hæsta- réttardómurinn í Vatneyrarmálinu hefur einn þýðingu um stjómskipulegt gildi 7. gr. laga 38/1990. Enginn bótaréttur Um framsal aflaheimilda segir meirihluti Hæstaréttar í niðurstöðu sinni: „Þótt gerðar hafi verið ýmsar breytingar á lögunum, sem áhrif hafa haft á úthlutun aflaheimilda, er grann- ur fiskveiðistjórnar enn sá sami og í öndverðu. I því hlýtur að felast að löggjafinn meti þessa skipan svo, að upphaflegu rökin að baki henni eigi enn við. Sú tilhögun að aflaheimildir séu varanlegar og framseljanlegar styðst að auki við þau rök að með þessu sé mönnum gert kleift að gera áætlanir um starfsemi sína til lengri tíma og auka eða minnka aflaheimildir sínar í einstökum tegundum eftir því, sem hentar hveiju sinni. Era lögin að þessu leyti reist á því mati, að sú hag- kvæmni, sem leiði af varanleika afla- hlutdeiidar og heimildum til framsals hennar og aflamarks, leiði til arðbærr- ar nýtingar fiskstofna fyrir þjóðarbúið í samræmi við markmið 1. gr. lag- anna.“ Segir ennfremur að til þess verði og að líta að samkvæmt 3. málslið 1. gr. laganna myndi úthlutun veiðiheimilda ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra manna yfir þeim. Aflaheimildir séu þannig aðeins varan- legar í þeim skilningi að þær verði hvorki felldar niður né þeim breytt nema með lögum. Rétt er að stalda við þessa síðustu setningu. í leiðara Morgunblaðsins í gær var sett fram sú skoðun að í þess- um orðum Hæstaréttar fæhst að yrði lögum um fiskveiðistjómun breytt og veiðiheimildir afnumdar með hæfíleg- um aðlögunartíma ættu handhafar veiðiheimilda engan bótarétt á hendur hinu opinbera. Vart verður talið að þama sé of djúpt í árinni tekið. Leiðir það svo hugann að þeim áhrifum sem afnám aflaheimilda gæti haft á sjávar- útvegsfyrirtæki og þar með á fjár- málamarkaðinn, þ.e. ef engar bætur kæmu fyrir. Stefnubreyting? í niðurstöðu Hæstaréttar segir síð- an að Alþingi geti í skjóli valdheimilda sinna kveðið nánar á um réttinn til fiskveiða, bundið hann skilyrðum eða innheimt fyrir hann frekara fégjald en nú er gert vegna breyttra sjónarmiða um ráðstöfun þeirrar sameignar ís- lensku þjóðarinnar sem nytjastofnar á íslandsmiðum era. Gunnar G. Schram lagaprófessor sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að honum hefðu komið þessi orð á óvart að það væri alfarið á valdi Al- þingis að meta gildi laganna. „Og í raun hvort þau samrýmdust stjóm- skipunarlögum landsins því dómstólar hafa það hvald að meta hvort lög sam- rýmist grandvallarreglum stjórnar- skrárinnar," sagði Gunnar. Álit meirihluta Hæstaréttar var því það að mat löggjafans væri reist á mál- efnalegum forsendum. Ekki væra efni til þess að því mati yrði haggað af dóm- stólum. Yrði að leggja til grandvallar að úthlutun aflaheimilda eftir 7. gr. laga nr. 38/1990 fullnægði jafnræðis- reglu 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinn- ar og þeim sjónarmiðum um jafnræði sem gæta þyrfti við takmörkun at- vinnufrelsis samkvæmt 1. mgr. 75. gr. hennar. Meirihluti Hæstaréttar gengur því ekki eins langt og minnihlutinn (2 dómarar) og dómurinn frá 1998, að segja að lagaákvæði standist ekki stjómarskrána. Á undanfömum áram og áratugum hefur rétturinn nokkram sinnum komist að gagnstæðri niður- stöðu, að lagaákvæði brjóti gegn grandvallarlögum. Bogi Nilsson ríkis- saksóknari lagði áherslu á það í mál- flutningi í Vatneyrarmálinu að Hæsti- réttur Dana hefði einungis einu sinni komist að slíkri niðurstöðu. Velta má fyrir sér hvort á einhvem hátt megi skilja dóminn í fyrradag svo að um stefnubreytingu sé að ræða hjá æðsta dómstól íslensku þjóðarinnar í þessum efnum. Sératkvæðin afdráttarlaus og skýr Sératkvæði geta veikt fordæmis- gildi dóma. Skal hér ósagt látið hvort það eigi við um sératkvæðin í Vatneyr- armálinu. Virðast deildar meiningar vera um það hjá þeim sem hafa tjáð sig um dóminn. Því verður hins vegar ekki á móti mælt að orðalag sératkvæðanna í mál- inu er afdráttarlaust og skýrt. Guðrún Erlendsdóttir og Haraldur Henrysson telja að um skýlausa mismunun sé að ræða sem sé ómálefnaleg og ósa- mrýmanleg skírskotun til heildarhags- muna, sem fram komi í 1. gr. laga nr. 38/1990, og era þeirrar skoðunar að ákvæði 7. gr. laga nr. 38/1990 um út- hlutun aflaheimilda séu í andstöðu við jafnræðisreglu 1. mgr. 65. gr. stjómar- skrárinnar og atvinnufrelsisákvæði 1. mgr. 75. gr. hennar. Geta þau þess sér- staklega að síðastnefnda ákvæðið eigi rætur að rekja til þess að nauðsynlegt þótti að koma í veg fyrir einokunar- stöðu innan atvinnugreina og tryggja þar eðlilega nýliðun. Ekki verði á það fallist að markmiðum laga nr. 38l'1990 verði ekki náð án þeirrar augljósu mis- mununar og skerðingar á atvinnufrelsi sem felist í áskilnaði 7. gr. þeirra. Þá telur Hjörtur Torfason í sérat- kvæði sínu að löggjöfin sé háð alvar- legum annmörkum sem hljóti að veikja mjög þá stöðu hennar þegar lit- ið er lengra en til skamms tíma. Stenst 7. gr. ákvæði Mannrétt- indasáttmála Evrópu? Eiríkur Tómasson lagaprófessor sagði í Morgunblaðinu í gær að með dóminum í Vatneyrarmálinu hefði komið í ljós hvers vegna dómurinn í desember 1998 hefði verið jafn óskýr og tvíræður og raun bar vitni. Hefði það einfaldlega stafað af því að þann dóm skipuðu fimm dómarar. Tveir þeirra hefðu verið þeirrar skoðunar að núverandi skipan fiskveiðistjómunar stæðist ákvæði stjómarskrár um jafn- ræði, tveir á algjörlega öndverðum meiði og sá fimmti virtist hafa haft af- stöðu þar mitt á milli. Þessi orð prófessorsins verða tæpast skilin á annan veg en þann að af niðurstöðu einstakra dómara í Vatneyrarmálinu megi ráða að úrlausnin í desember 1998 hafi verið eins konar málamiðlun á milli þeirra. Jónatan Þórmundsson lagaprófes- sor virðist taka meira af skarið en aðr- ir lagaprófessorar í ummælum um nið- urstöðu málsins. í Morgunblaðinu í gær segist hann telja að refsiheimild- irnar hafi ekki verið svo skýrar að þær fengju staðist samkvæmt stjómar- skránni án nokkurs skynsamlegs vafa. Því hallast hann fremur að réttmæti sératkvæðis Guðrúnar og Haraldar. Þá segir Jónatan að hugleiðingar í at- kvæði meirihlutans um hvernig breyta megi fiskveiðikerfinu bendi til þess að rétturinn hafi verið í nokkram vafa um gildi jafnræðisreglunnar. Að þessu margumtalaða dómsmáli loknu stendur ekki einungis eftir sú spurning hvemig löggjafinn muni taka á málum. Má í því sambandi vísa til orða Jónatans Þórmundssonar að sú spuming vakni hvort unnt sé að láta reyna á stjómskipulegt gildi 7. gr. í einhverju annars konar máli og hvort þessi niðurstaða sé bindandi í einka- máli. Auk þess sé sá möguleiki fyrir hendi að láta reyna á ákvæði Mann- réttindasáttmála Evrópu. EITT af því sem einkennt hefur um- ræðu hérlendis um umhverfismál á undanfomum árum er nýrómantísk þjóðemishyggja, þar sem náttúra landsins tekur á sig ósnertanlegan helgiblæ. Þetta kom fram í máli Frið- riks Sophussonar, forstjóra Landsvir- kjunar, á samráðsfundi fyrirtækisins í gær. Sagði Friðrik afar mikilvægt að þeim sem hafi verið falið að nýta auð- lindir landsins væri ljóst hvað byggi að baki þessum sjónarmiðum. „Okkur er öllum ljóst að starfsemi Landsvirkjunar hlýtur að hafa áhrif á náttúrana. Þess vegna skiptir afar miklu máli að framkoma fyrirtækisins yið umhverfið njóti almenns skilnings. Ég leyfi mér að fullyrða að Lands- virkjun gengur um landið og skilar sín- um verkefnum þannig að til fyrir- myndar er,“ sagði Friðrik Friðrik sagði í ræðu sinni á fundin- um að virkjunarframkvæmdir í jöku- lánum norðan Vatnajökuls væra ein- ungis hagkvæmar ef stór notandi væri tilbúinn að kaupa alla orkuna frá fyrsta degi. Þess vegna skipti mjög miklu máli hve mikil staðfesta væri í málinu af hálfu þeirra aðila sem ætla að byggja og reka álverið í Reyðarfirði. „Ekki er ætlun mín að leggja dóm á það hér, en óneitanlega hlýtur það að benda til þess að alvara sé í málinu þegar þeim eindregnu tilmælum er beint til okkar að kanna nýja virkjun- arröð vegna þess að stærra álver sé hagkvæmara í rekstri." Forstjóri Landsvirkjunar sagði enn- fremur að fyrirtækið myndi ásamt Ferðafélagi Islands og Náttúravemd ríkisins í samstarfi við heimamenn annast landvörslu í sumar á fyrirhug- uðum virkjanasvæðum norðan Vatna- jökuls í því skyni að fræða ferðamenn og koma í veg fyrir of mikinn átroðning á viðkvæmustu svæðin. Þráin eftir ættjörðinni Guðmundur Hálfdanarson, prófess- or í sagnfræði, hélt erindi á fundinum þar sem hann ræddi tengsl þjóðernis- stefnu og náttúrasýnar Islendinga írá upphafi 19. aldar til samtíðar okkar. Guðmundur sagði að engan þyrfti að undra hversu gríðarlega sterk tengsl ríki milli íslenskrar náttúra og þjóð- emisvitundar. „Þráin eftir ættjörðinni, sem annaðhvort hefiu- alið þjóðina mann fram af manni, eða sem þjóðin telur réttmæta og helga eign sína, ein- kennir allar þjóðemissinnaðar kenn- ingar hvar sem er í heiminum. Hér býr annars vegar að baki sú tilfinning að þjóðin þurfi að eiga sér samastað, eiga með sig sjálf á ákveðnum bletti sem hún helgar sér einni. Hins vegar er sú skoðun útbreidd að þjóðin mótist af því umhverfi sem hún býr í, oft er sagt að menning og hugarfar nærist af þeim náttúralegu skilyrðum sem ættjörðin setur þjóðinni,“ sagði hann. Guðmundur benti á að allt frá upp- hafi íslenskrar þjóðemisbaráttu hafi landið leikið stórt hlutverk í sjálfsvit- und íslendinga. Ræddi hann um róm- antíska nytjahyggju, sem hann nefndi svo, en í henni hefðu skáldin mært feg- urð og mikilfengleik náttúrannar um leið og þau veltu fyrir sér hvemig mætti best nýta hana þjóðinni til hags- bóta. Guðmundur sagði að snemma á 19. öld hefði ísland sannarlega verið ein- angrað og fjarri solli umheimsins, en við upphaf 21. aldar hefðu íslendingar hins vegar að fullu gengið inn í samfé- lag þjóðanna, um leið og samfélagið hefði fengið sama svipmót og önnur vestræn iðnaðarsamfélög „Við ný aldamót hefur draumsýn aldamótakynslóðarinnar síðustu um hægara líf, nægan mat og lífsöryggi snúist upp í andhverfu sína, þegar eitt helsta heilsufarsvandamál þjóðarinnar er orðið offita og erfiðasta vandamál landbúnaðar er offramleiðsla. Lengst af hefur þó ríkt nokkuð almenn sátt á íslandi um að fjölbreyttari nýting auð- linda náttúrannar væri undirstaða vax- andi velmegunar í landinu, og fáir hafa borið brigður á það að kjör þjóðarinnar þurfi að bæta hversu góð sem þau ann- ars þegar era orðin.“ Hann bætti við að af umræðunni að undanfómu mætti ráða að nokkurt hik væri komið á íslendinga í þessum efn- um. Stórir hópar landsmanna hefðu snúist gegn áformum um virkjanir og verksmiðjur á þeirri forsendu að þær komi til með að spilla hinni hreinu og óspjölluðu náttúra landsins. „Nú þykja þeir þættir í íslenskri náttúru sem áður þóttu ógnvekjandi, eða hreint og beint Ijótir, s.s. óræktan- legir sandar, hraun og eldíjöll, sérstak- ur vottur um ísland og íslenskt eðli og- þá krafta sem móta þjóðareðlið. Án þess að ég geti rökstutt þá skoðun mína nákvæmlega segir skynsemin mér að formæður okkar og forfeður, sem drógu fram lífið við þröngan kost í köld- um og saggafullum torfhúsum, hafi tæpast búið við þann munað að líta óbyggðir og eyðisanda rómantískum augum. í þeirra huga vora feitir dilkar af fjalli og velgróin tún það fegursta sem fyrir augun bar, einfaldlega vegna þess að það vora þau gæði sem þau helst sóttust eftir,“ sagði Guðmundur. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjómarformaður Landsvirkjunar, gerði á fundinum grein fyrir nýju stefnuskjali Landsvirkjunar og vinnu sem væri í gangi hjá fyrirtækinu varð- andi nýtt skipurit sem byggðist á stefnuskjalinu. í stefnuskjalinu kemur m.a. fram að Landsvirkjun hyggist taka virkan þátt í breytingum á skipulagi orkumála og nýta möguleika í fjarskiptum og upp- lýsingatækni til hagsbóta fyrir fyrir- tækið og viðskiptavini þess. I ræðu sinni vék Jóhannes orðum sínum að samkeppni á íslenska raforkumarkaðn- um. „Ekki ætla ég að neita því að í því markaðshagkerfi sem við búum við og hefur óumdeilanlega fært okkur mikla hagsæld er samkeppnin veigamikiR drifkraftm-. Hitt er jafn Ijóst að í því umhverfi sem nú er að skapast í ís- lensku atvinnulífi, þar sem stefhir í að í mörgum greinum verði aðeins eitt til tvö meginfyrirtæki, meðal annars til að skapa stöðu á erlendum mörkuðum, þá er það óhklegt að það geti verið hag- kvæmt að skipta raforkugeiranum upp í margar einingar," sagði hann. >
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.