Morgunblaðið - 08.04.2000, Side 53

Morgunblaðið - 08.04.2000, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 53 ir það með trú þinni, gaukaðir að því pening, mat eða öðrum þarfahlutum ef á þurfti að halda. Mér er sér í lagi minnissteett eitt atvik úr barnæsku minni. Eg fór í sendiför út í búð með 5.000 kr. gamlan peningaseðil, sem var mjög há upphæð í þá daga. Af einhvem ástæðu týndist peningur- inn á leiðinni. Eg var svo lítil og van- sæl yfir þessum missi enda samvisk- an mjúkur svæfill. Þú töltir með mér aftur í búðina og við vorum svo lukkulegar að finna 5.000 kr. á leið- inni. Byrðinni var þar með létt af mér. Ég frétti svo löngu síðar að þú hefðir tekið 5.000 kr. úr þínum vasa og látið á götuna til að gleðja litla barnið á nýjan leik. Já, svona vai’stu, amma mín, með hjartarúm fyrir alla. Þú varst mjög trúuð manneskja. Ég held að ég hafi aldrei þekkt trúaðri konu en þig og hef á tilfinn- ingunni að trúin hafi fleytt þér í gegnum lífsins ólgusjó. Ef einhver sjúkdómur herjaði að þér var líkt og þú gætir hrist hann af þér. Þú fékkst að halda þínu biúna hári fram á síð- asta dag og náðir 92 ára aldri án þess að þurfa nokkurn tíma að fara í að- gerð eða leggjast inn á sjúkrahús næturlangt; geri aðrir betur. Lífs- seigla þín var svo mikil enda kom það í ljós nú í lokin þegar fallegur andi þinn bjó sig undir lokadægur með hljóðlátri reisn. Ég tengdist þér sterkum böndum þar sem þú varst rúmliggjandi og brothætt eftir langa daga og nætur, þjáð af meinum og þrálátum kvillum elliglapanna. Á kvöldi sem þessu átti ég til að umvefja þig. Sál minni gengur illa að kveðja þig þrátt fyrir að ég viti að þú hafir fengið þann allra besta stað hjá himneskum föður sem völ er á. Ég veit að þér líður vel í þínu nýja, stór- brotna umhverfi þar sem þú getur beislað líkamsorku á nýjan leik. Ég vona bara að þú njótir sólarinnar. Þegar tunglið snýr svefnhjóli sínu að á hugurinn eftir að reika til þín. Þú munt ávallt eiga fallegan sess í hjart- arúmi mínu. Góður Guð geymi þig og varðveiti. Ástarkveðja, Nanna G. Jóhannesdóttir. Elsku amma. Ég vil ekki láta hjá líða að skrifa örfá þakkarorð til þín. Þú varst góð og hjartahlý amma, þol- inmæði þín var takmarkalaus og þú varst alltaf tilbúin að miðla af þinni visku. Þú varst ótrúlega fróð og vel lesin kona. Öll ljóðin sem þú kunnir, ég held bara að þú hafir kunnað heilu ljóðabækurnar spjaldanna á milli. Ég man það að oft fannst okkur krökkunum óþarfi að meðtaka það sem þú fræddir okkur á. En aldrei fór það svo að það skildi ekki eitthvað eftir. Aldrei heyrði ég þig tala illa um aðra. Þú hafðir skilning á vanlíðan og ógæfu annarra, lést ekki útlit eða yf- irborð glepja þig, leitaðir alltaf að hjartalagi og kærleik. Það sem þú innprentaðir okkur krökkunum var að vera góð við dýrin og málsvari þeirra sem minna máttu sín. Spak- mæli þitt var: Það er mannlegt að reiðast en slæmt að erfa. Marga studdir þú og hjálpaðir á lífsleiðinni. Lítilmagninn átti hauk í horni þar sem þú varst. Oft gafst þú þinn síð- asta pening. Þín orð voru: Ég fæ þetta marglaunað til baka. Ég ætla ekki að hafa orð mín miklu fleiri þó af mörgu sé að taka þegar þíner minnst. Ég og við systkinin og afkomendur viljum þakka þér alla þína ást, blíðu og kærleik sem þú auðsýndir okkur. Við þurftum aldrei að efast um þína ást. Ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér. Trú þín á æðri máttar- völd var staðföst. Amma mín, það elskuðu þig allir. Þú fékkst að deyja í faðmi fjölskyldu þinnar þar sem þú vildh- helst vera. Þakklæti til Fríðu frænku fyiir hennar umhyggju og fórnfýsi síðustu æviár ömmu. Auðsýnd samúð til barna og fjölskyldna þeirra. Þinn dóttursonur, Sigurður Þorberg Ingólfsson. Elsku amma mín, nú ertu farin frá okkur en ég veit að þú ert á góðum stað og laus við veikindin. Ég mun sakna þín mikið, þú hefur alltaf verið til staðar fyrir mig í gegnum tíðina. Þú kenndir mér svo margt um lífið. Mér er alltaf minnisstætt að í hvert sinn sem ég fór út, hvort sem það var í skólann eða eitthvert annað, baðstu alltaf guð um að vera með mér og þú kenndir mér að alltaf þegar mig vantaði styrk þá ætti ég bara að biðja til guðs og þá myndi allt ganga betur, og það var rétt. Þú varst alltaf bros- andi og glöð, sama á hverju gekk. Ég held að þú eigir þér engan líka. Þú varst alltaf að gleðja aðra og hugsað- ir síðast um sjálfa þig. Það eru svo margir hlutir sem ég gæti talað um, við deildum sama her- bergi góðan hluta af mínum uppvaxt- arárum og það var margt sem við gerðum saman, allt frá því að sauma dúkkuföt, baka brauð eða er ég fékk að greiða hárið þitt og æfa mig sem reyndar leiddi til þess að ég fór að læra hárgreiðslu og það var ósjaldan sem þú varst módel hjá mér í skólan- um, þú varst alltaf tilbúin til að hjálpa. Allt sem þú hefur kennt mér er mér ómetanlegt og ég gæti skrifað heila bók um það, amma mín, en ég kveð þig núna. Guð veri með þér. Ég veit að þér líður vel og þú fylgist með okkur og sérstaklega honum Fannari Loga og ég lofa að reyna að kenna honum allt það sem þú kenndir mér í gegnum tíðina. Svandís Magnúsdóttir. Elsku langamma. Nú ertu komin til Guðs og englanna. Ó, Jesú bróðir besti ogbamavinurmesti, æ, breið þú blessun þína ábamæskunamína. Mér gott bam gef að vera oggóðanávöxtbera, en forðast allt hið illa svoeimérnáiaðspilla. Meðblíðumbamarómi mitt bænakvak svo hljómi: þittgottbamgefégveri oggóðanávöxtberi. (P.J.) Takk fyrir þær stundir sem við áttum saman. Þinn langömmustrákur, Fannar Logi. SIGRÍÐUR HALLGRÍMSDÓTTIR + Sigríður Hall- grímsdóttir fæddist 6. mars 1922. Hún lést 29. febrúar síðastliðinn. Sigríður var dóttir Guðrúnar Bjarnínu Jakobsdótt- ur, f. 25. október 1892, d. 25. febrúar 1989 og Hallgríms Sigurðssonar, verk- stjóra, f. 29. septem- ber 1891, d. 15. sept- ember 1981. Sonur Sigríðar er Hallgrímur Jóhanns- son, f. 1. júlí 1949, kvæntur Rögnu Gísladóttur, f. 13. september 1954. Sonur Hallgríms frá fyrra hjónabandi er Jóhann, f. 16. júlí 1975. Stjúpbörn Hall- gríms, börn Rögnu, eru Inga, f. 8. nóvember 1971 og Gísli, f. 9. ágúst 1975. Systkini Sigríðar eru: 1) Sig- urður, f. 25. maí 1920, kvæntur Ragnheiði Thorarensen og eiga þau þijá syni: Ragnar Th., f. 30 maí 1958; Hallgrfmur, f. 22. nóv- ember 1959 og Sigurður Árni, f. 25. október 1963. 2) Ragnhildur, f. 23. febrúar 1924, sonur hennar Hreinn Guð- mundsson. 3) Árni Jóhannes, f. 16. des- ember 1926, kvænt- ur Ásdísi Ásgeirs- dóttur, f. 4. júlí 1927 og eiga þau sjö börn: Ása, f. 30. desember 1945; Kristjana Vil- borg, f. 28. júní 1950; Guðrún, f. 20. októ- ber 1951; Ásgeir Þór, f. 14. maí 1956; Hallgrímur, f. 30. júní 1958; Sigurður, f. 1. apríl 1960 og Dagný, f. 13. janúar 1968. 4) Jens Jakob, f. 9. maf 1932, kvæntur Ingveldi G. Ágústsdótt- ur, f. 11. maí 1930 og eiga þau tvö börn: Guðrún Júlia, f. 21. júlí 1958 og Ágúst, f. 4. mars 1964. Fósturbróðir þeirra er Sigurð- ur Sigurðsson, f. 16. ágúst 1935, kvæntur Ernu Lárentsíusdóttir, f. 20. janúar 1935. _ Utför Sigríðar fór fram frá Áskirkju fimmtudaginn 9. mars sl. Hún Sigga frænka þín er dáin sagði mamma í símann hinn 29. febrúar sl. Ekki kom það mér al- veg í opna skjöldu því ég hafði fengið þær fréttir stuttu áður, að heilsa hennar færi þverrandi. Við fréttir sem þessar leitar hug- urinn ósjálfrátt uppi minningar frá liðnum tíma í Grundarfirði og frá Freyjugötu 10 í Reykjavík. Ný- klipptur og í nýjum gallabuxum á leiðinni til afa, ömmu, Siggu og Hadda frænda í Grundarfjörð var alltaf hápunturinn í sumarbyrjun. Ekki spillti það fyrir hvernig tekið var á móti litlum ömmu- og afa- strák svo og frænda. Undrunin var alltaf jafn mikil hvernig mér tókst að fara vestur án þess að þau vissu að ég væri að koma því þegar ég bankaði uppá var eins og sjálfur kóngurinn væri að koma, slíkar voru móttökurnar í Vík. Ekki gleymi ég galdrastólnum sem amma sat alltaf í, því á kvöldin var stóllinn dreginn í sundur og varð úr þetta fína rúm sem ég svaf í. Rúmið hennar Siggu var í sama herbergi og á hverju kvöldi kom hún og fór með faðirvorið með mér og sá um að ungur frændi sinn færi ánægður í svefninn. Sigga frænka fæddist í Látravík í Eyrarsveit á Snæfellsnesi næst- elst fimm barna ömmu og afa. Sigga fór ung að létta undir heima Ég vil með örfáum orðum kveðja hana Gunnu á Leirum, en vinátta og tryggð hennar og barna hennar við heimili mitt og foreldra minna undh- Eyjafjöllum, gegnum tíð og tíma, ylj- ar um hjartarætur. Eftir lifir minn- ing um góða konu sem bar hátt merki kærleiks og tryggða gegnum sitt líf. Blessuð sé minning hennar. Ég votta börnum og barnabörnum svo og öðr- um aðstandendum innilega samúð mína. Kærleikans andi, hér kom með þinn sálaryl blíða, kveik þú upp eld þann, er hjartnanna frost megi þíða. Breið yfir byggð, bræðralag, vinskap og tryggð. Lát það vom lífsferil prýða. (V. Briem.) Guðrún María Óskarsdóttir frá Miðbælisbökkum. Ljúfir straumarleiða, laða íjöllin blá hingað upp til heiða hugaminnogþrá. Friðoggleðifannég fyrstíþessumreit. W geymir allt sem ann ég, yndislega sveit. (HJG.) Með þessu ljóði eftir Halldór föður minn vil ég kveðja kæra föðursystur mína. Hún unni sinni sveit, Eyjafjöll- unum, og þar mun hún hvíla. Ég þakka Gunnu frænku íyrir hlýju og vinsemd við mig og mína. Hún var fróð um menn og málefni og sótti ég til hennar fróðleik um ætt mína og uppruna. Vertu kært kvödd, ég veit þú átt góða heimkomu. Aðstandendum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Bliknar flest er bjartast skín, blöðogrósirfalla. Þetta eni örlög þín og mín, þauerujöfnviðalla. (H.L.) Ingibjörg. + Sturla Hjaltason fæddist á Raufar- höfn 10. desember 1940. Hann lést á Ak- ureyri 17. mars síð- astliðinn. Foreldrar: Þórhildur Kristins- dóttir, f. 29. janúar 1913 í Garðstungu í Þistilfirði, d. 15. júlí 1995, og Hjalti Frið- geirsson, f. 10. des- ember 1911 á Hóli í Presthólahreppi, d. 30. maí 1981. Þeim hjónum varð 11 barna auðið og eru systkini Sturlu þessi: Þorgeir Brimir, kvæntur Signýju Einars- dóttur; Stefán Orvai-, í sambúð með Björgu Guðrúnu Einarsdótt- ur; Ragnheiður, gift Jóni Svani Péturssyni; þau skildu; Guðný Sigrún, gift Þorsteini Sæmunds- syni; Sverrir Kristinn, í sambúð með Jakobínu Stefánsdóttur; Friðgeir, kvæntur Rósfríði Frið- jónsdóttur; þau skildu; Hjalti, kvæntur Herdísi Óskarsdóttur; Örn Trausti, ókvæntur; Þórunn, gift Gesti Ásólfssyni; Konráð, í Elskulegur bróðir minn er látinn, aðeins 59 ára gamall, sá fyrsti sem kveður úr hinum stóra hópi okkar syskinanna. Við ólumst upp á Hjaltabakka á Raufarhöfn þar sem fjaran var á aðra hönd og tjörnin á hina, hvort tveggja innan seilingar og lgörið til leikja og lékum við okk- ur mikið saman, systkinin. Bræður mínir smíðuðu báta og fleka og sigldu á tjörninni. Sturla var einkar laginn við smíðarnar. Þegar hann var 14 ára keypti hann litla kænu í félagi við bróður sinn, Þorgeir, sem var ári eldri, og gerðu þeir bátinn út. Ári síðar fór Sturla í vinnu við Síld- sambúð með Hall- dóru Margréti Páls- dóttur. Sturla gekk að eiga Katrínu Björns- dóttur árið 1977. Katrín var fædd 3.12. 1936. Hún lést árið 1985. Þau eign- uðust tvö börn, Snorra, f. 2.10. 1969 og Sóleyju Björk, f. 10.12. 1974. Eigin- maður Sóleyjar er Grétar Þór Pálsson, en börn þeirra eru Alexandra Isey, Kristófer Sævar og Viktoría Eld- ey. Katrín átti þrjú börn frá fyrra hjónabandi og gekk Sturla þeim í föðurstað. Þau eru Sævar Þór Þórisson, Viðar Örn Þórisson og Edda Una Þórisdóttir. Viðar Örn á íjögur börn: Björgvin, Katrínu Birnu, Örnu Viðey og Láru. Börn Eddu Unu eru Þorsteinn Ægir Egilsson og Katrín Egilsdóttir. Unnusti Eddu Unu er Jón Alberts- son. Útför Sturlu fór fram frá Rauf- ai’hafnarkirkju 25. mars. arbræðslu ríkisins á Raufarhöfn. Þar var hann í fimm ár og fékk verð- laun fyrir dugnað. Áirið 1960 keypti Sturla ásamt Þorgeiri trillu, sem þótti tíðindum sæta í þá daga. Þessa trillu gerðu þeir út saman í átta ár, en þá tók Sturla alfarið við útgerð- inni. Sturla keypti húsið Lyngás, nr. 33 við Aðalbraut á Raufarhöfn, og þar hófu þau Katrín búskap árið 1968. Sturla stækkaði húsið og breytti með aðstoð tengdaföður síns, Björns Sigurðssonar. Sturla var fjarska- lega duglegur og verklaginn, hvað sem hann tók sér fyrir hendur og STURLA HJALTASON fyrir og var frá fyrstu tíð verkfús og iðjusöm. Sigga var á æskuárum í vist á Snæfellsnesi og síðar á heimilum í Reykjavík. Arið 1949 fluttist hún aftur vestur til foreldra sinna sem þá voru flutt til Grund- arfjarðar. Sigga starfaði við fisk- vinnslustörf í frystihúsi staðarins ásamt því að halda heimili með for- eldrum sínum og syni. Árið 1978 var afi fluttur á St. Fransiskus- spítalann í Stykkishólmý og lést þar 15. september 1981. Árið 1979 flutti Sigga og amma til Reykjavík- ur á Freyjugötu 10. Þar var gott að koma og er mér minnisstætt þegar Sigga bauð heim til sín á 67 ára af- mælisdaginn sinn, þann sama dag og amma var jörðuð. Veit ég að systkini Siggu geta aldrei fullþakk- að henni þá alúð sem hún auðsýndi foreldrum sínum og móður sína annaðist Sigga eins lengi heima og hægt var. Síðustu árin sem amma lifði var hún til heimilis í Hafnar- búðum og lést þar 25. febrúar 1989. Síðustu ár átti Sigga við heilsu- brest að stríða sem dæmdi hana til dvalar á sjúkrastofnunum og nú síðast á Kumbaravogi þar sem hún lést að kvöldi 29. febrúar sl. Hvíl þú í friði, kæra frænka, og þakka þér fyrir allt. Eg sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofír rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Eg þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er Ijós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ásgeir Þór Árnason. hann gerði miklar kröfur, bæði til sjálfs sín og annarra. Honum leidd- ist aðgerðaleysi og var því sívinn- andi, oft undir miklu álagi. Söngvinn var hann, og hafði gaman af að syngja íslensk ættjarðarlög. Sturla var sinn eigin húsbóndi alla starfsævi sína. Hann stundaði út- gerð og fiskveiðar frá unga aldri, en naut þess líka að fara á rjúpnaveiðar á haustin og var fengsæll mjög. Oft sendi hann okkur systkinun- um rjúpur í jólamatinn. Að ég tali nú ekki um fiskinn sem hann færði okk- ur gjarnan eftir einhverja veiðiferð- ina, eftir að hann flutti suður. Lát Katrínar, árið 1985, var Sturlu mikill harmur, en Katrín hafði lengi þjáðst af sykursýki sem dró hana til dauða. Að henni látinni annaðist Sturla einn um börnin. Fyrir þremur árum kom Sturla suður með Snorra syni sínum. Þeir leigðu sér íbúð í Sandgerði og gerðu þaðan út bát að vetrinum, en á sumrin fóru þeir norður til Raufar- hafnar og sóttu þar sjóinn. í fyrrahaust keypti Sturia svo íbúð í Hafnarfirði, endurbætti hana mikið og hugðist flytja þangað með unnustu sinni, Gunni Jakobínu Gunnarsdóttur frá Akureyiri, en henni hafði hann kynnst árið áður. Því miður auðnaðist honum ekki að verða þeirrar hamingju aðnjótandi, því að hann lést skyndilega á heimili Gunnar á Akureyri 17. mars sl. Hann hafði fengið hjartaáfall tvíveg- is áður, en lát hans kom þó eins og reiðarslag. Sturla var mér alla tíð góður bróðir og á ég margar minningar um það. Móður okkar var hann fram- úrskarandi hjálplegur hvenær sem á þurfti að halda. , Ég kveð kæran bróður minn með söknuði. Börnum hans og barna- börnum, sem honum þótti svo vænt um, svo og öðrum ástvinum, sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Ég bið góðan guð að styrkja unnustu hans, ættingja og vini í þessari miklu sorg. Guðný Sigrún Hjaltadóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.