Morgunblaðið - 08.04.2000, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 55
-------------------------v
+ Guðmundur Pét-
ursson fæddist í
Vík í Mýrdal 28.
ágúst 1911. Hann lést
12. mars síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Pétur Hansson, smið-
ur þar, og kona hans,
Ólafía Árnadóttir,
bónda á Leiðvelli í
Mcðallandi, Árnason-
ar.
Guðmundur
kvæntist 16. oktdber
1937 Guðrúnu, f. 26.
desember 1908 Sím-
onarddttir, bónda á
Báreksstöðum í Andakíl, Símon-
arsonar og k.h. Herdísar Jdns-
ddttur, bdnda í Hamrakoti í And-
akíl, Sigurðssonar. Guðrún lést
1990.
Börn þeirra eru: Pétur Örn, f.
22. júní 1944, skrifvélavirki og bif-
vélavirki og vinnur í Reyjavík.
Pétur á þrjár dætur.
Guðmundur var búfræðingur
Aldraður maður hefur kvatt þenn-
an heim. Guðmundur á Gullberastöð-
um, eins og hann var alltaf nefndur,
varð rúmlega 88 ára.
Guðmundur var lengst af frískur
en kenndi sér þó hjartameins fyrir
löngu síðan og var orðinn heilsulítill
hin síðarí ár. Fékk hann á efri árum
alvarleg áföll en reis alltaf upp aftur
þar til í vetur að uppskurður við galli
varð banamein hans.
Veikindahjal var honum ekki að
skapi, hann eyddi slíku tali fljótt um
sjálfan sig, þegar á góma bar. Undir-
ritaður hafði verið að spjalla við Guð-
mund öðru hvoru síðustu misseri,
fræðast um ýmsa hluti og jafnvel
hafa eftir honum svolítið um búskap
og hestamennsku. Var það með ólík-
indum hvað minnið var trútt, hann
velktist ekki í vafa um það, sem hann
hafði upplifað og vitnaði í aðra af ör-
yggi. Aldrei rak hann í vörðumar,
greindin skörp.
Guðmundur sleit barnsskónum hjá
foreldrum sínum í Vík, en var þó á
ýmsum bæjum í sumarvist, strax
frá Hvanneyri 1936.
Bdndi í Einarsnesi í
Mýrasýslu 1938-
1939 og á Höfða-
brekku í Mýrdal,
V estur-Skaftafells-
sýslu 1940-1943.
Smiður á Akranesi
1944-1946. Bústjóri
á Hesti í Borgarfírði
1947-1960. Ráðu-
nautur hjá Búnaðar-
sambandi Borgar-
fjarðar 1960 til
ársloka 1981, jafn-
framt frá 1966 bdndi
á Gullberastöðum í
Lundarreykjadal til 1988. Vann
við efnarannsóknir o.fl. hjá Sem-
entsverksmiðju ríkisins á Akra-
nesi 1961-1964, þann tíma í hálfu
starfi sem ráðunautur. í hrepp-
snefnd, sýslunefnd og gegndi
fleiri störfum í Andakílshreppi.
Guðmundur var jarðsettur 25.
mars að Borg og fór athöfnin
fram í kyrrþey, að ósk hans.
ungur. Lauk barnaskólanámi ári fyrr
en gerðist og fór þá alfarinn úr for-
eldrahúsum. Unglingurinn varð árs-
maður hjá Eyjólfi Eyjólfssyni, bónda
í Botnum í Meðallandi. Þar nýttist
tíminn til að þroska og hlúa að heið-
arleika og mannkostum, sem ein-
kenndu manninn alla tíð. Það vega-
nesti, sem mótaði hinn vörpulega og
harðfríska unga mann, entist langa
ævi.
Guðmundur hleypti heimdragan-
um á ný, haustið 1934, er hann
kvaddi kóng og prest þar eystra og
fór til náms á Bændaskólann á
Hvanneyri.
í bændaskólanum var hann í tvö ár
og lauk burtfararprófi með góðum
árangri, en vegna peningaleysis var
ekki hægt að veita sér framhalds-
nám, þótt áhugi væri fyrir hendi,
enda þurfti þá að sækja það erlendis.
Meðal skólafélaga Guðmundar má
nefna sjálfan Gunnar heitinn Bjarna-
son, sem fór utan í framhaldsnám og
varð hrossaræktarráðunautur lands-
ins, Hjalta á Kiðafelli í Kjós og Björn
Loftsson frá Bakka í Austur-Land-
eyjum. Þeir eru báðir vel ernir og
hraustlegir, þrátt fyrir háan aldur.
Voru þeii- tryggir vinir Guðmundar
og hittust að jafnaði á hverju ári.
Með dvöl sinni á Hvanneyri reynd-
ist Guðmundur heldur betur kominn
í hóp Borgfirðinga eins og síðar kom í
ljós. Hann kynntist glæsilegri heima-
sætu, Guðrúnu Símonardóttur í Ein-
arsnesi, og urðu þau hjón.
Guðmundur vai- drátthagur og efni
í teiknara, jafnvel málara en það
vissu fáir.
Til gamans má segja frá því, að eitt
sinn í frímínútum í bændaskólanum
rissaði hann, með krít, mynd af hesti
á töflu í skólastofunni. í næsta tíma
kom Halldór skólastjóri til kennslu,
sá myndina og hindraði Guðmund í
að þuirka hana af töflunni og vildi
skoða betur. Fóru viðstaddir þá að
„stúdera“ verkið og að því loknu fann
skólastjórinn ekkert til að setja út á,
nema örlítið að hálsinum, enda var
Halldór Vilhjálmsson menntaður í
útlöndum. Það vildi lengi loða við þá,
heimkomna, sem kynntust hinum
hálsgrönnu útlendu hestum að muna
eftir þeim.
Að byrja með fóru þau Guðrún og
Guðmundur að búa heima í Einars-
nesi. Árið 1940, á „hernámsdaginn",
lögðu þau af stað austur á fornar
slóðir hans með hest og kú en keyptu
fjárstofn eystra og hófu búskap að
Höfðabrekku í Mýrdal.
Guðmundur hafði vonað að „sauða-
gullið" gæfist á ný, eftir kreppuna
miklu, sem var þá loksins að réna hér
á landi. En gróðavon af sölu sauðfjár
á fæti var úr sögunni og gafst ekki á
ný-
Hlunnindi fylgdu Höfðabrekku,
reki, sem gaf tekjur, ef vel var stund-
aður. Það gat verið nokkur búbót og
gefið af sér handbært fé þegar önnur
framleiðsla fór öll í vöruskipti við
kaupmenn. En vinna við rekann var
erfið og langsótt frá bænum og
reyndi mikið á menn og hesta.
Eftir þriggja ára búskap á Höfða-
brekku fluttust þau hjón á Akranes
og sagði Guðmundur undirrituðum
að þau hjón hefðu verið þreytt eftir
veru sína þar eystra.
Guðmundur hóf störf við Sements-
verksmiðjuna á Akranesi. Hann var
fjölhæfur verkmaður, laginn í hönd-
unum, smiður á járn og tré.
Á Akranesi fæddist þeim hjónum
sonur 1944, Pétur Örn, og varð það
eina bam þeirra. Pétur er faglærður
bæði í vélvirkjun og bifvélavirkjun og
handtakagóður, sem faðir hans, og
hefur lengst af unnið sem bifvélavirki
í Reykjavík.
Árið 1947 fluttu þau hjón að Hesti í
Andakílshreppi. Þar varð hann bú-
stjóri og frúin ráðskona á Tilrauna-
búi ríkisins í sauðfjárrækt. Þau störf
leystu þau hjón með prýði í 13 ár eða
til 1960 að þau fluttu aftur á Akranes
og vann Guðmundur þá við efna-
greiningar og sem gjaldkeri á út-
seldu efni hjá Sementsverksmiðj-
unni.
Árið 1960 var Guðmundur ráðinn
héraðsráðunautur hjá Búnaðar-
sambandi Borgarfjarðai'. Sú ráðning
var næstum einsdæmi, þar sem hann
hafði aðeins búfræðipróf. Sýnir það
óskorað traust, sem borgfirskir
bændur báru til hans. Var þá litið til
farsælla starfa á Tilraunabúinu á
Hesti, sem sýndu hyggindi og glögg-
skyggni búfjáiTæktamiannsins, sem
ekki mátti vamm sitt vita.
Á þessum áram vora ungir piltar
að útskrifast í landbúnaðarfræðum
frá framhaldsdeildinni á Hvanneyri.
Þeir flugu út sem héraðsráðunautar
hjá búnaðarsamböndum vítt um land
og stóðu sig stax með prýði. Störf
þeirra og menntun var fengur ís-
lenskum landbúnaði.
Árið 1966 keyptu þau hjón Gull-
berastaði í Lundarreykjadal, grös-
uga og fallega laxveiðjörð. Þar hófu
þau búskap með ráðunautsstarfinu
og bjuggu með sauðfé og hross. Guð-
mundur var þekktur fyrir að hafa
gott vit á fé og það var ekki að sökum
að spyrja, Gullberastaðaærnar voru
eins og hnyklar á velli, hyrndar,
bjartleitar, lagðprúðar, frjósamar.
Að kappfóðra vai- þungamiðjan í
búskapnum og var alveg til fyrir-
myndar. Það má fullyrða að fóðrun
og góð meðferð alh-a skepna var
hjartans mál Guðmundar og á því
sviði hafði hann gífurleg áhrif á
bændur héraðsins, fóðrun batnaði til
muna. I starfi sínu valdi hann ásetn-
ingslömb hjá bændum og þótti snjall
og fljótur að ákveða sig. Vann að
sjálfsögðu við sýningahald, bæði
sauðfjár og hrossa.
Hestamaður var hann góður og
laginn tamninga- og reiðmaður. Var
hann oft kallaður sem dómnefndar-
maður til að velja um röðun góðhesta
á hestamannamótum.
Það varð manni undrunarefni hvað
hann tamdi af tryppum og hverju
hann þorði á bak, eftir að hann varð
harðfullorðinn, já, kjarkmikill, kald-
ur.
Það var á þessum vettvangi, við
dómstörf kynbótahrossa og störf hjá
Hrossaræktarsambandi Vesturlands
og Skugga-félaginu, sem kynni okk-
ar Guðmundar hófust. Hann var
raunsannur dómari og kröfuharður á
vissa þætti, þoldi ekki slugsuhátt,
kom framan að hlutunum, ávallt
hreinn og beinn. Er gott að minnast
langra kynna okkar á ferðalögum vítt
og breitt um Vesturland. Þar var
hann alltaf veitandi með fróðleik sín-
um, oft með gamansömu ívafi, kunni
frá mörgu að segja.
Hrossabúið á Gullberastöðum
varð með tímanum álitlegt, margt
kom af ágætum hrossum. Af reið-
hestum sínum hélt Guðmundur mest
upp á Blakk, sem var fjölhæfur, stór-
brotinn gæðingur að viti og þreki og
klárhestinn Álm, frá Einari á Hesti,
mat hann líka mikils.
Af kynbótahryssum í búinu má
nefna fyrst Vogalækjar-Jörp 3218,
sem var mikill gæðingur og falleg
hryssa en náði þó ekki að vera öðluð
fyrir afkvæmi.
Héla 3625 á Gullberastöðum (grá)
Sigrúnar Ámadóttur stóð henni fylli-
lega á sporði og entist betur. Héla
átti 18 afkvæmi, m.a. gi'áan son, arf-
hreinan, sem Klaki (ættb. 914) hét.
Já, það var dáfallegur hrossahópur-
inn á Gullberastöðum og gaman að
koma þar haust eftir haust að mæla
ungviðið, meðan „Skuggafélagið" var
og hét.
Guðmundur gegndi trúnaðarstörf-
um fyrir sveit sína og hérað og
reyndar víðar, því lengi var hann
matsmaður veiðivatna un land allt.
Eftir að Guðmundur hætti sem
ráðunautur áriðl981, bjó hann áfram
til ársins 1988 að þau hættu búskap.
Keyptu hjónin þá hús í Borgarnesi
og fluttu þangað ásamt Sigrúnu
Arnadóttur, en Guðrún lést árið
1990.
Lengi hafði Sigrún, sem er frá
Kistufelli í Lundarreykjadal, unnið
heimilinu, gekk í öll verk, þar sem
húsbóndinn var oft af bæ. Hún átti
nokkuð af kindum, sér til tekna. Sig-
rún er mikill dugnaðarforkur og
samviskusöm heiðurskona og fer létt
með það, sem gera þarf. Hún hlúði að
Guðmundi af stakri prýði, allt til
hinsta dags.
Undirritaður á Guðmundi og Gull-
berastaðaheimilinu þökk að gjalda
fyrir góð kynni og vináttu alla. Gott
er að eiga góðs að minnast, það vekur
bæði hlýju og eftirsjá.
Við hjónin sendum Pétri og fjöl-
skyldu og Sigrúnu Árnadóttur hjart-
anlegar kveðjur í minningu heiðurs-
manns.
Ester og Þorkell Bjarnason.
Elsku Guðmundur afi. Nú hefur
þú kvatt þessa jarðvist. Ég veit að
þér fannst það gott, þú varst orðinn
svo þreyttur á þessu lífi. Hættur að
geta starfað, hættur að geta haft ofan
af fyrir þér en ég veit að þú hættir
aldrei að spyrja um þá sem þér þótti
vænst um. Þú hafðir líka samband
eins oft og þú gast.
Alltaf var ég velkomin á heimilið
ykkar Gunnu og hið sama gilti um
manninn minn og syni þegar þeir
komu til skjalanna. Mörgum stund-
um eyddi ég hjá ykkur Gunnu þegar
ég var lítil stelpa og alltaf vildi ég
vera eftir hjá þér og gera allt eins og
þú, þó þú hnerraðir svo hátt að ég
gréti af hræðslu. Ég veit að strákarn-
ir mínir höfðu ómælda ánægju af að
heimsækja þig í sveitina og alltaf tók-
uð þið hjónin okkur sem ykkar eigin.
Elsku Guðmundur afi, fyrir mína
hönd og strákanna minna þakka ég
þér alla ástúð og umhyggju sem þú
veittir okkur því hverja stund var þér
umhugað um velferð okkar. Megi
friður Guðs fylgja þér í nýjum heim-
kynnum.
Núleggégaugunaftur
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mínverivömínótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
méryfirláttuvaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(S. Egilsson.)
Rósa, Guðmundur, Gissur,
Rúnar og Skarphéðinn.
Lífsins vötn í einum ósi,
öllaðlokumfallaísæ.
Eftir Drottins leiðarljósi,
Htilfleyþarsiglaæ.
Þú varst einn af íslands sonum,
sem öldin bjarta hló í mót.
I austri bjarmi af ungum vonum,
örvabæðihugaogfót.
Hér var mikið verk að vinna,
vormenn tóku hönd í hönd.
Merki starfa og mennta sinna,
máttu sjá um dal og strönd.
Sómakæri, sanni drengur,
saman stilltu um æviskeið.
Harða starfsins heili strengur
og hjartans mýkri tónn um leið.
Er lítur yfir lendur grónar,
með lambær bústnar, hæðum frá.
Þá mun sá er sólin þjónar,
signastörfþínjörðuá.
Kristján Ámason.
Mig langar í nokkrum orðum að
minnast elskulegs föðurbróður míns
sem lést 12. mars sl.
Nú þegar hann er allur leita á hug-
ann margar góðar minningar frá lið-
inni tíð. Því fylgdi jafnan gleði og eft-
irvænting er von var á Guðmundi í
heimsókn að Giljum. Hann sótti okk-
ur heim á hverju sumri og mætti þá á
jeppanum sínum tilbúinn að ferðast.
um landið og skoða allt það sem ís-
lensk náttúra hefur upp á að bjóða.
Guðmundur var víðfróður maður
og hafði ákveðnar skoðanir á hlutun-
um auk þess að vera búinn góðri
kímnigáfu sem gerði það að verkum
að maður fékk aldrei nóg af því að
sitja og ræða við hann. Þær eru
margar ógleymanlegar samveru-
stundir sem við höfum átt með Guð-
mundi og vil ég sérstaklega minnast
hans fyrir hans einstöku tryggð og
hjartahlýju.
Hann var einnig höfðingi heim að
sækja hvort sem það var að Gullbera-
stöðum þegar hann bjó þar eða í
Borgarnes þar sem hann bjó seinni
ár. Mér er sérstaklega minnistæð ein
helgi fyrir nokkrum árum þegar ég
heimsótti hann í Borgarnes og hann
fræddi mig sem mest hann mátti um
öll örnefni og sögu staðarins.
Blessuð veri minning hans.
Sigrún Ólafsdéttir.
Skilafrest-
ur minn-
ingar-
greina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist gi'ein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
BRYNDIS (STELLA)
MA TTHÍASDÓTTIR
+ Bryndís (Stella)
Matthíasdóttir
fæddist, í Hafnarfirði
3. september 1930.
Hún lést á Land-
spítalanum, Fossvogi
26. mars síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði 4.
apríl.
Eitt sinn verða allir
menn að deyja.
Eftir bjartan daginn
kemur nótt
ég harma það, en samt
égverð að segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson.)
Já, sumarið líður alltof fljótt en
eitt vitum við fyrir víst að öll deyjum
við einhvern tímann, en þegar að því
kemur að við missum vin eða ástvin,
þá viljum við ekki trúa því, við hugs-
um sem svo að það geti ekki verið að
hún eða hann sé dáinn og svo fór
fyrir okkur, klúbbsystrum Stellu,
eins og hún var alltaf kölluð, þegar
við fréttum af andláti hennar. Stella
var búin að eiga við mikil veikindi að
stríða síðastliðin tvö ár en maður
hélt alltaf í vonina um að hún kæm-
ist yfir það, við vorum tíu saman í
saumaklúbb til margra ára og nú
eru tvær búnar að kveðja. Það var
alltaf líf og fjör í klúbbnum okkar,
mikið prjónað, heklað og föndrað og
mikið rætt um lífið og tilveruna. En
nú er skarð fyrir skildi og við eigum
eftir að sakna Stellu mikið. Á stund-
Við
um sem þeim þegar
dauðinn ber á dyr
stöndum við berskjöld-
uð gegn staðreyndum
sem enginn getur
breytt. Þá er gott til
þess að vita að algóður
guð styrkir og huggar,
minningin lifir um góða
konu. I spámanninum
eftii' Kahlil Gibran
standa þessi orð: „Þeg-
ar þú ert sorgmæddur,
skoðaðu þá hug þinn
og þú munt sjá að þú
grætur vegna þess sem
var gleði þín.“
klúbbsysturnar kveðjum
Stellu með söknuði og biðjum henni
guðsblessunar í nýjum heimkynn-
um. Kæri Tryggvi, börn, tengda-
börn og barnabörn, góður guð
styrki ykkur og styðji á sorgar-
stund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarimoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Blessuð sé minning Stellu, vin-
konu okkar.
Saumaklúbburinn.
GUÐMUNDUR
PÉTURSSON