Morgunblaðið - 08.04.2000, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARD AGUR 8. APRÍ L 2000 5 7
til þess að veita mér af viskubrunni
þínum og aðstoða mig við grúsk, sér-
staklega þegar við kom náminu. Þú
gast frætt mig um kenningar
Newtons, Hávamálin, stjómmál og
allt þar á milli. A grunnskólaárum
mínum hlýddir þú mér gjaman yfir
fyrir próf og alltaf tókst þér að festa í
minni jafn óspennandi hluti og t.d.
iðnbyltingin er fyrir tíu ára gamlan
krakka, með útúrdúrum og sögum
sem þér datt í hug og tengdust efninu
á einhvem hátt. Ahuga minn og þekk-
ingu á íslensku máli, sögu, bók-
menntum og leikritum þakka ég þér,
elsku afi minn. Að öllum þeim fróðleik
sem þú hefur miðlað til mín mun ég
búa alla ævi, auðga hann og rækta.
Eg á yndislegar minningar um þig
og vega þar þyngst Runuferðimar og
rökræðumar. Sjaldan hef ég glaðst
jafn mikið og í þau skipti sem þú
hringdir í mig meðan á ársdvöl minni í
Hamborg stóð. Þá þegar var það til
umræðu að þið amma flyttuð til okk-
ar. Mér þótti svo vænt um að fá að
búa með ykkur eftir að ég kom að ut-
an og það er mér mjög dýrmætt að
hafa orðið eins náin þér og ég varð
þetta síðastliðna eina og hálfa ár.
Þrátt fyrir að síðustu mánuðimir hafi
verið mjög erfiðir sökum hrakandi
heilsu þinnar, þá á ég ekki orð til að
lýsa söknuði mínum. Strax daginn
eftir að þú fórst á sjúkrahúsið og ef þú
fórst í burtu almennt fannst mér tóm-
legt að vera heima.
í öllum mannfagnaði varst þú
hrókur alls fagnaðar og hvers manns
hugljúfi allt fram á síðasta dag. Þú
varst bam náttúrunnar og elskaðir
lífið. Ég get því að vissu leyti glaðst
fyrir þína hönd að hafa ekki þurft að
eyða lengri tíma lokaður inni á dauð-
hreinsaðri sjúkrastofu. Þú hefðir
frekar kosið að njóta lífsins í sjávar-
loftinu í Runu, þar sem fjöllin þín og
umhverfi skarta sínu fegursta.
Elsku afi minn, það er svo sárt að
þurfa að kveðja þig í hinsta sinn. En
þar sem hvert okkar fyrir sig geymir
minningar um manngæsku þína,
kímnigáfu, mælskuhæfileika og lífs-
kraft, munum við þerra tárin, læra að
lifa með sorginni og horfa fram á við.
Þórunn Gréta.
Það er sárt að horfa á eftir áum sín-
um. Það er eins og æskuminningam-
ar verði huldar draumkenndu skýi og
á vissan hátt ósnertanlegri. Pabbi
sagði nú eftir að afi hélt á vit forfeðra
sinna að mikil viska og þekking hefði
yfirgefið þennan heim. Það er hverju
orði sannara, því afi var afar víðles-
inn. Ég hugsa að hann hafi getað rak-
ið ættir stærstan hluta Islendinga
langt aftur og ég hafði það oft á til-
finningunni að hann kynni mann-
kynssöguna staf fyrir staf.
Afi var mikill sagnamaður og var
alltaf að uppfræða mig um atburði lið-
inna alda. Honum leist nú oft ekki á
fákunnáttu mína í þeim efnum, en
mannkynssagan hefur alltaf verið
mín veika hlið. Reyndar hefur hún
aldrei vakið áhuga minn sérstaklega,
nema þegar hún kom af vörum afa.
Eldmóðurinn og áhugi hans smitaði
áheyrandann og skoðanir hans á
mönnum og málefnum vom rök-
studdar í bak og fyrir. Hann hafði
alltaf svör á reiðum höndum.
Hann afi minn hefði ekki getað
fundið betri konu en mina yndislegu
og hjartahlýju ömmu Gínu sem á
mikla ást að gefa. Það var alltaf vel
tekið á móti okkur systkinunum á
Hjarðarhlíðinni þegar við komum til
sumardvalar til Egilsstaða sem böm.
Þar var alltaf mikill gestagangur og
gestrisnin mikil. Þar var oft ekki
þverfótað fyrir litlum grislingum sem
áttu annað heimili sitt hjá ömmu sinni
og afa. Já, það var mikið líf og fjör á
Hjarðarhlíð 9 og sjaldan dauð stund.
Eftirlætisstaður hans afa var
Borgarfjörður eystra, en þar átti
hann verbúðina Runu og bátinn
Klakk. Hann leiðrétti okkur bama-
bömin alltaf þegar við töluðum um
Runu sem sumarbústað, það mátti
alls ekki. Runa er verbúð og naust.
Þær ylja mér um hjartarætur minn-
ingamar um sjóferðimar með afa
þegar ég var yngri. Við veiddum fisk í
soðið og skoðuðum hinar fallegu
strendur Austfjarða. Það er orðið
langt síðan ég fór út á Kiakki en afi
hafði tekið loforð af mér og flefrum
bamabömum að koma niður í Runu í
sumar og fara með honum á sjó, því
þrátt fyrir heilsubresti neitaði hann
sér ekki um þessa eftirlætis iðju sína.
Elsku afi, þín er sárt saknað og við
sem eftir lifum höldum minningunni
um merkan mann á loft.
Margrét Herdís
Halldórsdóttir.
Mig langar að segja nokkur orð um
hann afa minn, Ama Halldórsson.
Þegar ég hugsa um hann afa minn
hugsa ég alltaf að hann hljóti að hafa
verið gáfaðasti maður í heiminum.
Ef hann var það ekki þá var hann
ótrúlegur. Það skemmtilegasta sem
afi gerði var að fræða mann um eitt-
hvað, þá sérstaklega að kenna manni
þóð. Hann talaði alltaf um það, þegar
hann var hjá okkur í Reykja\fk í byrj-
un mars, að hann ætlaði að fara með
mér til Borgarfjarðar eystra í verbúð-
ina sína, hana Runu, og fara með mér
á Klakk, færeyska fleyið hans. Mér
fannst alltaf gaman að koma á Hjarð-
arhlíð 9 á Egilsstöðum, þar sem afi og
amma bjuggu, en ennþá skemmti-
legra fannst mér að fara niðrí Runu.
Þegar afi var lagður inn á sjúkrahús
hélt ég, að við mundum ekki fara á
Klakk í sumar. Ég var mjög leiður
þegar ég fékk ekki að fara til Norð-
fjarðar að heimsækja afa á sjúkrahús-
ið.
Síðan var honum farið að líða betur
og ég hélt að hann færi bráðum aftur
niðrí Runu. Síðan þegar mamma kom
heim úr vinnunni 31. mars og Gissur
föðurbróðir hringdi og mamma sagði
mér fréttimar varð ég mjög sorg-
mæddur.
Guð láti afa minn, Árna Halldórs-
son, hvíla í friði.
Steinn.
Á undanfömum áratugum hefur
verið mikill straumur fólks af lands-
byggðinni til Reykjavíkursvæðisins.
Þeirra kosta er gjaman getið sem
fylgja búsetu þar og þeir gallar sem
em því samfara að búa úti á landi
tíundaðir. Við heymm minna um þá
kosti sem fylgja búsetu á landsbyggð-
inni umfram þá ókosti að lifa og starfa
í þéttbýli. Það er þó staðreynd að þeir
sem hafa alist upp og búið á fámenn-
ari stöðum landsins, og einhverra
hluta vegna þurft að flytja þaðan,
sakna seiðandi áhrifa kyrrðarinnar og
nálægðarinnar við fagra náttúru.
Þetta á einkum við um þá sem hafa
átt þess kost að eyða æskudögum sín-
um í faðmi heillandi umhverfis þar
sem alltaf er hægt að finna ný við-
fangsefni í leik og starfi.
Ámi Halldórsson var einn þeirra
íslendinga sem fóm ungir að heiman
með fagrar minningar frá uppvaxtar-
árunum frá Borgarfirði eystra en þar
var hann til 18 ára aldurs þegar for-
eldrar hans fluttu til Vopnafjarðar.
Fyrfr Borgfirðinginn lá beint við að
fara í Alþýðuskólann að Eiðum en
yngri bræður hans fóm hins vegar í
Alþýðuskólann að Laugum sem lá
betur við Vopnafirði á þeim tíma. Síð-
an tók við langskólanám og varð lög-
fræði fyrir valinu. Ég hef aldrei feng-
ið skýringu á því af hverju Ámi valdi
hana. Hann var í reynd fræðimaður á
ýmsum sviðum og var ekki síður
sagnfræðingur, íslenskufræðingur og
ættfræðingur. Með þessu er ég ekki
að draga í efa hæfileika hans á sviði
lögfræði því öllum bar saman um að
hann var afburðagóður málflutnings-
maður og áhugi hans á hvers kyns
grúski og fróðleik kom honum vel
þegar hann var að móta málflutning
sinn. Ami var jafnframt einn af fáum
lögfræðingum hér fyrr á ámm sem
kunnu góð skil á skattamálum. Hann
starfaði lengi á Skattstofunni í
Reykjavík og sú reynsla nýttist hon-
um vel þegar hann fór að reka sína
eigin lögmannsstofu. Til hans var iðu-
lega leitað um aðstoð við framtöl og
uppgjör fyrirtækja en það var fremur
óvenjulegt að lögmanni væm falin
slík verkefni á þeim tíma. Hann var
hamhleypa til verka og sat gjarnan
langt fram eftir nóttum við vinnu sína.
Þegar Ami hafði lokið námi í Há-
skólanum hafði hann stofnað heimili í
Kópavogi ásamt eftirlifandi eiginkonu
sinni Kristínu Gissm’ardóttur. Þau
vom meðal frumbyggja þess bæjar
sem hefur vaxið meira en nokkurt
annað byggðarlag á íslandi á stuttum
tíma. Hann gekk því sömu götu og
margir aðrir ungir námsmenn af
landsbyggðinni að koma sér fyrir þar
sem hann taldi líklegast að fá vinnu
við sitt hæfi. En hugurinn vék aldrei
frá Borgarffrði.
Hann og fjölskylda hans tóku þá af-
drifaríku ákvörðun að taka sig upp og
flytja til Egilsstaða þegar hann var
rétt rúmlega fimmtugur. Þar með var
hann kominn í umhverfi sem hann
hafði alltaf dreymt um. Mest af öllu
mat hann nálægðina við Borgarfjörð.
Það þótti mörgum undarlegt að
þessi vel þekkti hæstaréttarlögmaður
færi með allt sitt hafurtask austur á
land. Að sjálfsögðu þurfti hann að
gefa upp nýtt heimilisfang og flytja
áskrift sína að blöðum og tímaritum.
Einhverra hluta vegna gekk honum
afar illa að fá áskriftina að Lögbirt-
ingablaðinu flutta. Hann þuifti að
leggja fram margar beiðnir en að lok-
um tókst það eftir að hanr. hafði skrif-
að bréf sem varð frægt fyrir góðan
stíl og gamansemi og gekk það milli
manna í Stjómarráðinu. í bréfinu bað
hann allranáðarsamlegast um að hin-
um háu yffrvöldum í Reykjavík mætti
þóknast að flytja áskrift sína að þessu
mikilvæga og merMlega blaði til
byggðarlags, sem yfirvöld teldu
greinilega svo aumt að ekM væri teMð
mark á beiðni hans. Því miður sá ég
aldrei þetta bréf en heyrði oft um það.
Bréfið er greinilega lýsandi dæmi um
húmoristann Árna HaUdórsson sem
gat með snilldarlegum hætti gert grín
að alvarlegum málum og sjálfum sér.
Hann var hafsjór sagna um menn
og málefni og gat skemmt fólM með
fróðleik sínum tímunum saman. Hann
var róttækur í skoðunum. Hann
hreifst ungur af skoðunum sósíalista
og gegndi margvíslegum trúnaðar-
störfum fyrir samtök sósíalista á líf-
sleiðinni. Hann var sannur áhuga-
maður um félagsmál og
baráttumaður gegn hvers konar
óréttlæti. En þótt hann vildi fylgja
sínum mönnum að máli þá gagnrýndi
hann þá einnig ótæpilega ef svo bar
undir. Hann sagði skoðanir sínar um-
búðalaust og var óhræddur við dóm
annarra. Ef honum fannst unnið að
málum af ódrengskap hikaði hann
ekM við að fara aðra leið. Við Ami
ræddum sjaldan stjómmál en ég upp-
lifði drengskap hans og heilindi þann-
ig að því mun ég aldrei gleyma.
Árni var bókaormur og átti miMð
og gott bókasafn. Hann var áhuga-
maður um allan þjóðlegan fróðleik og
var afar fróður um íslenska sögu og
menningu. í lífi sínu og starfi tengdi
hann vel saman nútímann og gömul
og þjóðleg gildi. Gamlar og góðar
hefðir kunni hann að meta. Margar
uppfinningar nútímans 1 matargerð
og alls kyns óþarfa vora ekM að hans
skapi. Hann vildi íslenskan mat og ís-
lenskt brennivín og hann stoppaði
gjaman á ferð sinni til að teyga tært
lindarvatnið úti í náttúranni. Hann
var sannur náttúraunnandi. EkM hef
ég trú á því að hann hefði viljað láta
kalla sig umhverfissinna en hann var
náttúrabam í bestu merMngu þess
orðs.
Það vora taugar náttúrabamsins
sem drógu hann til Borgarfjarðar
eystra á nýjan leik. Ægifegurð Borg-
aífjarðar var ævintýraheimur hans
sem bams og hvarf honum aldrei úr
huga. Þorsteinn í Höfn og Magnús
somu- hans vora góðvinir Ama og þar
fékk hann leyfi til að byggja sér ís-
lenskan bæ sem hann nefndi í Runu
en þar var útræði áður fyrr. Frá
Runu sá Arni vel fegurð Borgarfjarð-
ar og var kominn í nálægð við sjóinn
eins og hann hafði alltaf dreymt um.
Þaðan reri hann á færeyska bátnum
Klakk sem hann keypti í Færeyjum.
Hann var miMU aðdáandi Færeyinga
og færeyskrar menningar og þessi
litli farsæli bátur var gott tákn um ást
hans og aðdáun á þessari bræðraþjóð
okkar. Hann var líka kominn á slóðir
forfeðra sinna. Þama slitu þeir Hafn-
arbræður, Jón og Hjörleifiir, bams-
skónum. Ámi vitnaði oft í föður
þeirra, Áma Gíslason í Höfn, sem
kvað:
Þó hann geri þokumuggu
þaðermérenginpín.
Við skulum róa duggu af duggu
ogdrekkabrennivín.
Árni hafði miMa unun af því að
sigla á Klakk, róa til fiskjar og fara í
útsýnisferðir með vini og ættingja.
SJÁNÆSTU SÍÐU
+
Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengda-
faðir og afi,
BJÖRN ÆVAR GUÐMUNDSSON,
Bakkahlíð 31,
Akureyri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðviku-
daginn 12. apríl kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á
Heimahlynninguna á Akureyri.
Halla Sigurðardóttir,
Lísbet Friðriksdóttir,
Unnur Björnsdóttir, Ingvi J. Ingvason,
Guðmundur Björnsson, Margrét Melstað,
Erla Björnsdóttir,
Gréta Björnsdóttir, Ingólfur H. Gíslason
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
PÁLS SIGURÐSSONAR
rakarameistara.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu,
Reykjavík, fyrir góða umönnun.
Brynjar Pálsson, Vibekka Bang,
Kolbeinn Pálsson, Guðrún Jóhannsdóttir,
Vigdís Pálsdóttir,
Sigurbjörg Pálsdóttir, Peter Krumhardt,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
DAGMARAR MARÍU ÁRNADÓTTUR
frá Teigi,
Grindavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar-
heimilinu Víðihlíð fyrir frábæra umönnun og góðvild.
Elvar Jónsson, Margrét Guðmundsdóttir,
Jenný Jónsdóttir, Reynir Jóhannsson,
Svava Jónsdóttir, Benóný Þórhallsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
GUÐBRANDS JÓNS FRÍMANNSSONAR,
Grenihlíð 28,
Sauðárkróki.
Guð blessi ykkur öll.
Hallfríður Rútsdóttir,
Frímann V. Guðbrandsson, Auður Valdimarsdóttir,
Margrét S. Guðbrandsdóttir, Stefán R. Gíslason,
Guðbrandur J. Guðbrandsson, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir
og barnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför móður okkar, systur, tengda-
móður og ömmu,
GUÐRÚNAR KARLSDÓTTUR,
Hnappavöllum, Öræfum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Skjólgarðs fyrir
frábæra umönnun.
Ásdís Gunnarsdóttir,
Gunnþóra Gunnarsdóttir,
Sigurður Gunnarsson,
Hallbera Karlsdóttir
og fjölskyldur.
i