Morgunblaðið - 08.04.2000, Side 66
66 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
X
UMRÆÐAN
/tt*0**»
ífg»90»
9*S9®
ÍIS 8
«4SSí8Si88
%*>«*<«
_ *tav,
mmwkvm.
m
& «#ífe
SKKRflSKKl íí>
s® s§ sgs&ssgissis i
« m m w»*9*
m &is®$
»090
90«
»*«
***
Viltu
tala út?
Nú geturðu hringt oftar
til útlanda og talað
lengur án þess að
hækka símreikninginn.
Íslandssími býður
þér Frímínútur —
millilandasímtöl á
aðeins 18,90 kr./mín.
til okkar helstu
viðskiptalanda.
Sumt breytist ekki...
Þú þarft engan aukabúnað
Þú heldur þínu númeri
- Þú velur 00 fyrir útlönd
...annað til hins betra
Ekkert tengigjald
Sama verð á degi sem nóttu
örugg tenging -
hágæðasamband
Skráníng og
upplýsingar í síma
594 4000
eða á
friminutur.is
c
lusiá
Urval fermingargjafa
DEMANTAHUSIÐ
Nýju Kringlunni, sími 588 9944
Skömmtun innflutningsleyfa -
Skömmtun veiðileyfa
VIÐ sem munum
vöruskortinn og inn-
flutningshöftin á árum
áður þekktum vel að
það eitt að fá gjaldeyris-
leyfi var nánast ávísun á
peninga í vasann. Allt
seldist sem inn var flutt
á skömmum tíma svo að
vaxta- og geymslu-
kostnaður var óveruleg-
ur. Og svartur markað-
ur var í fullum gangi. Á
þeim tíma var gjaldeyr-
isins aflað í stórum stíl
úti á landsbyggðinni en
hann var fluttur til
Reykjavíkur. Þar voru
flestir innflytjendumir
staðsettir og hagnaðurinn af gjald-
eyrisöfluninni fluttist þannig í stórum
stíl frá landsbyggðinni til höfuðstað-
arins. Hann efldist því á kostnað
dreifbýlisins þótt nú virðist það vera
gleymt og graflð.
Bflainnflutningnr
var gott dæmi
Það var mjög eftirsótt að ná í inn-
flutningsleyfi fyrir bfl. Það var auð-
velt að selja slík leyfi eða bílinn fyrir
miklu hærra verð en hann kostaði.
Sjálfur varð ég þessa vís. Eftir marg-
ar tilraunir fékk ég leyfi fyrir bíl. Eg
var ákveðinn í að kaupá
„bjöllu" frá Heklu.
Strax eftir að ég fékk
leyfið byrjuðu bílainn-
flytjendur að hringja.
Ég sagðist vera búinn
að ráðstafa leyfinu. Ég
leyndi því ekki hvaða bíl
ég ætlaði að kaupa. Þá
létu sumir undrun sína í
ljósi. „Ætlar þú að eyða
leyfi á svoleiðis bfl?“ var
sagt.eins og ég væri ein-
hver furðufugl. Ég hafði
einfaldlega ekki fjár-
magn til að kaupa dýran
Páll V. bíl og þar við sat. Þegar
Daníelsson bíllinn var kominn vildu
menn kaupa hann strax
á miklu hærra verði en hann kostaði
en hann var ekki falur fyrr en níu ár-
um síðar að ég skipti um bíl.
Þessi skömmtunarmál voru lag-
færð með því að koma á jafnvægi milli
framboðs og eftirspurnar eftir gjald-
eyri.
Ný höft
Skortur myndar höft. Skortur á
fiski í sjónum varð til að mynda nýtt
hafta- og skömmtunarkerfi. Það
verkar eins og fyrra kerfið. Vissir að-
ilar fá forréttindi. Þeim eru afhent
veiðileyfi. Sá háttur er á hafður að
Höft
Skortur á fiski í sjónum,
segír Páll V. Daníels-
son, varð til að mynda
nýtt hafta- og skömmt-
unarkerfi.
ekkert þarf að greiða fyrir þau. Þessi
leyfi eru verðmæt eins og gjaldeyris-
leyftn áður. Og eigendur þeirra geta
selt leyfin. Framförin frá því sem áð-
ur var er sú að nú þarf ekki að stunda
svartamarkaðsbrask. Það sem áður
var ólöglegt er nú löglegt. Það sem
helst þarf að gæta sín á er að kunna
réttar leiðir í vegakerfi skattheimt-
unnar. Samkvæmt nýjustu fréttum er
búið að selja um 80% af kvótanum.
Mikill gróði
Auðlindin okkar hefur þannig
myndað gegndarlausan gróða. Allur
hefrn' hann lent á sjávarútveginum
sem kostnaður. Sumir telja að mikil
hagræðing hafi orðið í sjávarútvegi.
Ekki hefur verið skilgreint í hveiju
hún liggur. Talað hefur verið um
auknar skuldir sem varla benda til
hagræðingar. Sjávarútvegur var nán-
ast aðalútflutningsgrein landsmanna
og hann er mikilvægur enn. Hann
hefur líka nú um hálfrar aldar skeið,
er ég man, þurft á sérhönnuðu rekstr-
arumhverfi að halda. Hann hefur not-
ið hagstæðari lánafyrh'greiðslu en
flestir aðrir, betra skattaumhverfis
en aðrir, auk beinna styrkja o.fl. Og
þegar á bjátar þá hafa æ ofan í æ ver-
ið gerðar gengislækkanir til að
styrkja útflutningsframleiðsluna og
kostnaðinum þannig velt yfir á al-
menning til að bjarga sjávarútvegin-
um. Til að leysa þetta nýja skömmt-
unarkerfi þarf að koma á jafnvægi í
framboði og eftirspum á veiðileyfum
Einokunaruppbygging
Nú er í tísku að sameina og stækka
fyrirtæki á flestum sviðum og er sjáv-
arútyegurinn þar engin undantekn-
ing. Ég sé ekki betur en að verið sé að
byggja upp fákeppni eða jafnvel ein-
okun sem kemur til með að skipta
þjóðinni, og þjóðum yfirleitt, í auð-
jöfra sem ráða samsteypunum og þar
með launum og verðlagi og í launþega
sem verði að sætta sig við valdið og
vera bundnir á fátæktarbásnum alla
ævi. Hin óhefta markaðshyggja og
samkeppni leiðir ekki til farsældar.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
„Landið fýkur burtu
„LANDIÐ fýkur
burt,“ söng Ríó tríóið
fyrir nokkrum árum.
Þar var sungið um að
landið væri að blása á
haf út og höfðu menn
áhyggjur af. Nú um
aldamót er annar upp-
blástur ekki síður
áhyggjuefni, en þar á
ég við að stór hluti
landsins virðist vera á
leið að fjúka burt úr vit-
und og hugarheimi
þjóðarinnar. I huga
margra landsmanna er
„ísland i dag“ einungis
suðvesturhomið.
Á fróðlegri ráðstefnu
um upplýsingatækni sem haldin var
3. og 4. mars í Háskóla Reykjavíkur
kom fram að ein aðalástæðan fyrir
stórfelldum fólksflutningi frá lands-
byggðinni til Reykjavíkur væri að
fólk í hinum dreifðu byggðum hefði
ekki tækifæri til menntunar á við þá
sem byggju í fjölmennari byggðar-
lögum. Það er ekki einungis ungt fólk
sem skortir menntun í heimahéraði
heldur eru vaxandi kröfur til allra
aldurshópa um stöðuga símenntun.
Ef vilji er fyrir því að halda landinu í
Elsa Sigríður
Jónsdóttir
byggð, sýnist ljóst að
koma verði til móts við
þessar þarfir.
Á áðurnefndri ráð-
stefnu var fjallað um
hvemig tæknin nýttist
við að færa fólki mennt-
un heim í hérað. I máli
fyrirlesara kom fram
að miklar vonir hafa
verið bundnar við
tækninýjungar á hveij-
um tíma. Þegar útvarp-
ið kom til sögunnar
álitu menn að nú yrði
hægt að mennta fjöld-
ann á auðveldan og
ódýran hátt. Sama máli
gegndi um kvikmyndir,
segulbönd og sjónvarp. Reynslan
sýndi að málið var ekki svo einfalt.
Þótt fræðsluefni væri sent út var það
ekki trygging fyrir því að fólk til-
einkaði sér efnið, enda er nám að
verulegu leyti félagslegt ferli sem
byggir á samskiptum fólks en ekki á
einstefnumiðlun. Athyglisvert var að
heyra um velgengni The Open Uni-
versity í Bretlandi en skoski fyrir-
lesarinn Teny Mayes taldi að hana
mætti fyrst og fremst þakka neti
kennara og stuðningsmanna víða um
Fjarnám
Brýnt er, segir Elsa
Sigríður Jónsdóttir,
að stuðningur við
fjarnema í heima-
byggð verði efldur.
veröld og sem nemendur (yfir 200
þúsund) geta nýtt ser.
í Fósturskóla íslands, nú leik-
skólaskor Kennaraháskóla íslands,
hefur verið fjarkennslubraut fyrir
leikskólakennaranema síðan árið
1991.1 fyrstu var um að ræða bréfa-
skóla og samband kennara og nem-
enda byggðist á kennslubréfum og
verkefnavinnslu. Með aukinni tölvu-
tækni hafa aðferðir breyst. Tölvu-
póstur, ráðstefnur og kennsluforrit
ýmiss konar eru nú daglegur veru-
leiki fjarnámsnema. Tæknin auð-
veldar samskipti en þrátt fyrir hana
eru fjamemendur oft einir á báti og
vantar stuðning frá samnemendum
og kennurum.
Leikskólakennaranám er áhuga-
Ny SENDING
ϗlieat
ÚRVAL
LEÐURSDFASETTA
A GQÐU VERDI
d3aSáeu
ÍTALSKT **
3+1+1
•BVART
LEÐURSÓFABE I I | VÍNRAUTT
tVINTýRALEGTVERfl
áöá TM - HÚSGÖGN
vert en erfitt og undanfarið hafa all-
margir nemendur flosnað upp úr
fjarnáminu. Ástæður þess eru marg-
ar og samverkandi, undirbúningur
nemenda er misjafn, margir þeirra
vinna með námi og sjá að auki um lítil
börn og heimili, tölvutæknin reynist
örðug og stuðningur er ekki nægur.
Það er alvarlegt þegar nemandi gefst
upp í námi. Ekki einungis vegna þess
að leikskólinn á staðnum missir af
væntanlegum leikskólakennara og
þar með minnka möguleikar á að
búseta haldist í héraði, heldur frem-
ur vegna þess að um getur verið að
ræða persónulegt skipbrot nema-
ndans. Ef til vill hefði stuðningur í
heimahéraði skipt sköpum.
Brýnt er að stuðningur við fjar-
nema í heimabyggð verði efldur.
Hann gæti verið með tvennum hætti,
annars vegar fræðslumiðstöðvar og
hins vegar net stuðningsmanna. Efla
þarf þær fræðslumiðstöðvar sem nú
þegar eru starfræktar og stofna nýj-
ar. Fræðslumiðstöðvamar hafa oft
yfír að ráða fjarfundabúnaði sem
veitir möguleika til þess að varpa á
tjald fyrirlestrum og öðru kennslu-
efni frá skólum og einnig mun mögu-
legt að senda efni frá þessum mið-
stöðvum. Ef til vill er einnig hægt að
nýta þessar miðstöðvar markvissar
til að vera vettvangur fyrir nemend-
ur í fjamámi til að hittast, vinna
verkefni saman og bera saman bæk-
ur sínar.
Allir fjarnemendur ættu að geta
leitað til stuðningsmanns sem ekki
væri í óhóflegri fjarlægð frá heimili
fjarnemans. Stuðningsmenn í heima-
héraði gætu verið tengdir fræðslu-
miðstöðvunum en í fjarnámi fyrir
leikskólakennaranema tel ég að leik-
skólafulltrúar eða leikskólastjórar
væra heppilegir stuðningsmenn.
Stuðningsmaðurinn er ekki kennari
og hans hlutverk ekki að aðstoða
nemandann við sjálft námið en hann
væri tiltækur til að hlusta á og ræða
við nemandann um ýmislegt það sem
tengist náminu og skipulagi þess. Oft
era fjarnemamir starfsmenn á leik-
skóla og þessi tilhögun efldi því sam-
starf leikskólans og Kennaraháskól-
ans. Með þessu yrði heimafólk
virkari þátttakendur í námi leik-
skólakennaranemans og það gæti
stuðlað að meiri áhuga og vilja nem-
ans til að starfa í heimabyggð að
loknu námi. Hér þurfa ríki, sveitar-
félög og aðrir sem láta sig málið
varða að taka saman höndum og
bæta námsaðstæður fjarnemenda
um allt land.
Höfundur er kennari við
leikskólaskor Kennaraháskóla