Morgunblaðið - 08.04.2000, Síða 80

Morgunblaðið - 08.04.2000, Síða 80
80 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ > Vinningar í happdrætti Slysavarnafélagins Landsbjargar Útdráttur 7. apríi 2 Ferð fyrir fjóra í tvær vikur til Holiands kr. 270.000 21584 32390 51170 65611 91602 32286 33475 58514 88504 119681 Ævintýraferð f. 2 á haustdögum til Kúbu eða Egyptalands kr. 170.000 1668 24003 34810 86392 153907 5049 25975 37197 117126 155876 7038 27861 39659 117429 157554 23752 32592 39937 147584 186080 IBM PC heimilistölva frá Nýherja kr. 160.000 468 12892 39568 78008 156560 1569 22241 45030 87079 160310 4748 25796 55529 91418 161001 12169 35950 77060 109621 166519 Ferð f. 2 í tvær vikur til Rimini kr. 200.000 17118 75296 138000 158049 173985 66815 102493 157591 167298 178413 Ferð fyrir 21 tvær vikur til Mallorka, Benidorm eða Portúgal kr. 180.000 9060 51553 97642 130366 166665 18043 73551 98340 134166 167351 22577 74086 100360 138831 168432 25103 76586 116539 144867 170404 28827 87299 121705 150499 173470 36621 91079 123834 164906 178642 Ferð fyrir 2 í þrjár vikur til Benidorm eða Mallorka kr. 230.000 35001 56793 83582 119631 181175 56098 61218 109846 165688 183450 Ferð fyrir 2 til gleðiborgarinnar Dublin í þrjá nætur kr. 75.000 752 22136 53070 79098 106018 127529 160271 970 24614 54445 79325 108540 128763 160560 1341 27402 58140 80313 108916 130429 160708 1673 29071 59158 81058 112598 131157 160766 2189 30123 59422 82201 110330 131702 161286 3385 30743 59464 82986 113506 132125 162516 5138 31459 59762 83000 113656 133565 162980 6157 32119 62749 84674 113669 135660 163600 6833 32432 63399 85929 115337 136864 164434 7766 32789 64923 86757 114401 136902 166111 7891 33142 65234 87149 114724 139675 168298 8424 33506 65703 88389 115796 141272 170264 8900 33942 66972 89361 116370 142666 170415 8957 36505 68830 90029 119425 142955 171196 10382 37824 70123 93025 119940 143080 172530 10400 39556 70349 95130 120098 143307 175006 11275 40094 72939 95965 120111 147953 176763 14716 40917 73408 96682 122738 150451 178019 15226 41707 73575 97199 123331 150621 178083 16145 41813 74318 97553 123500 150641 178698 16231 42313 74479 99077 123750 151891 179086 18255 43339 75825 99303 123807 152646 181029 16585 45329 76276 100349 124932 154589 182024 18255 45469 76966 100742 125253 155972 186817 18475 46892 77323 102885 125313 156018 187033 18618 47541 77720 103320 126125 157496 187240 19652 47750 78109 104848 126325 159376 188472 20528 49321 78650 105279 126721 159511 22078 52536 79019 105993 127225 159661 VINNINGAR í AUKAÚTDRÆTTI 8., 15., 22. OG 29. MARS 2000 Ferð fyrir tvo til Dublinar kr. 75.000 10986 35019 37575 54618 54824 61641 61916 124367 IBM heimilistölva frá Nýherja kr. 160.000. 17421 49864 61027 132679 SLYSAVfUtNAFBLAGH) LANDSBJÖRG Landssamband björgunarsveita ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þakkir fyrir grein SIGURFINNUR hafði samband við Velvakanda og langaði að þakka fyrir grein sem birtist í Morgun- blaðinu 5. apríl si. Greinin heitir Umhverfisslys í ýms- um myndum eftir Jón Vig- fússon. Eg segi nú bara Island fyrir Islendinga. Bestu þakkir fyrir þessa grein. Ósanngjarn reikningur ÉG ÞURFTI að láta skipta um ca. 10 metra langa skólplögn sem iá undir gólfí í beinni línu, ekki vegna þess að hún væri stífluð heldur tii öryggis þar sem ég var í meiri framkvæmd- umá staðnum. Ég frétti af fyrirtæki í Reykjavík sem gat skipt um lögnina án þess að brjóta gólfið. Þetta fyrir- tæki heitir Hreinsibílar hf. Ég hringdi og spurði um þessa þjónustu og hvort þeir gætu komið. Mér var sagt að þetta myndi kosta um 100.000 kr., því þeir yrðu um 10 tíma með keyrslu fram og til baka ef lögnin væri í lagi og ekki stífluð, en ég gleymdi að spyrja hvort virðisauka- skattur væri innifalinn. Maðurinn spurði um heitt vatn á staðnum. Ég sagði honum að við hituðum vatn- ið með rafmagni og hefðum nóg af heitu vatni fyrir okk- ur. Ég vil geta þess að á bíln- um stendur að þú getir fengið nýja lögn á 6 timum. Bíllinn var kominn um kl. 9- 9.30 næsta dag. Þeir byrj- uðu á að mynda lögnina og sáu óhreinindi í henni og tjáðu mér að þeir hefðu ekki græjur til að hreinsa en að þeir hefðu ráð undir rifi hverju. Þeir notuðu keðju, að mig minnir, til að draga gegnum lögnina og óhreinindin hurfu strax. Þá var komið hádegi og eftir matinn fóru þeir að klæða lögnina með sokk, síðan létu þeir renna heitt vatn gegnum sokkinn til að láta hann harðna. Vatnið klár- aðist fljótlega úr hitakútn- um og mennimir sátu og biðu eftir að vatnið hitnaði aftur, þeir biðu til kl. 23.00 um kvöldið. Mennimir höfðu orð á því að ef þeir hefðu vitað að ekki væri nóg heitt vatn á staðnum hefðu þeir haft með sér tæki til að hita það. Þeir fóm svo suður um kl. 23.00 um kvöldið og skildu tækin eftir sem við áttum að taka af sokknum um morguninn og senda þeim með næsta bíl. Þetta gerðum við. Síðan fékk ég reikning upp á 237.895 kr. Það sem mér finnst óábyrgt hjá þessu fyrirtæki fyrir það fyrsta er að senda mér tvo menn á staðinn sem reynd- ist mér rándýrt og engin þörf á. Þeir höfðu ekki vatnshitunartæki þótt þeir vissu að þeir væm að fara á kalt svæði; og af hverju fóra mennirnir ekki suður fyrr fyrst við gátum tekið tækin af og sent þeim þau? Ég talaði við verkfræðing um þetta vandamál og hann sagði mér, að það þyrfti um það bil eitt baðkar til að fylla 15 metra langa lögn og að 70% heitt vatn myndi vera um 50% heitt þar sem það færi út, en það er ein- mitt hitastigið sem þeir þurftu, 50%. Klaufaskapurinn liggur allur þeim megin, t.d. að láta vatnið renna á fullum krafti í gegnum lögnina en reyna ekki að leysa það mál með skynsemi. Eygló Egilsdóttir, Gistiheimilinu Höfða í Ólafsvík. Þakkir MIG langar að þakka fyrir grein sem birtist í Morgun- blaðinu 2. apríl sl. eftir Magnús Davíð Nordahl og heitir Rasismi og bóndinn í Vatnsnesi. Ég vil lýsa yfir ánægju minni með þessa grein. Einnig langar mig til þess að lýsa yfir ánægju minni með blaðið 24 7. Eg les þetta blað alltaf og finnst það vera mjög gott. Ég vil benda fólki á, sem ekki vill lesa þetta blað, að það er hægt að taka það og henda því. Ásdís. Tapaó/fundið Silfurkúlupenni týndist SILFURKÚLUPENNI af gerðinni Parker týndist fyrir um það bil 14 dögum, í eða við verslanimar á Eið- istorgi. Skilvís finnandi er vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 562-8791. Dýrahald Skógarkettlingur óskast ÓSKA eftir blönduðum skógarkettlingi gefins á gott heimili, heist læðu. Uppiýsingar í síma 567- 0267. Páfagaukurinn Gúggí týndist GÚGGÍ hvarf frá heimili sínu, Spítalastíg 8, sl. mið- vikudag. Þessa vinsæla heimilisgauks er nú sárt saknað, tár streyma og heimilismönnum öllum er tregt tungu að hræra. Það er eðlilegt, því Gúggí þessi hefur skipað öndvegissess á heimilinu, hressust allra kvölds og morgna, sífellt með blístur á goggi, kát í gestaboðum, áköf að smakka allan mat sem á borð er borinn og óspör á að flauta uppáhalds ópems- lagarana sína. Þegar Guggí hvarf frá heimili sínu var hún klædd í gulan fjaðrakjól, með gul- gráan rísandi brúski á höfði og rauðbleikar kinnar. Gúggí er af kyni dísar- gauka, en það em meðal- stórir páfagaukar. Ef Gúggí finnst og kemst aftur til vina sinna hér á heimil- inu mun viðkomandi skilvís finnandi ömgglega ienda í Paradís þegar þar að kem- ur. Það ábyrgjumst við. Með bestu kveðjum, fjöl- skyldan Spítalastíg 8, Reykjavík, símar 552-7082 og 899-0633. Rafpóstur: ohs@mmedia.is Ég skal umorða þetta: Á einn hátt eða annan verður þetta yfirstaðið. Víkverji skrifar... JÓÐARSTOLT Víkverja var sært er hann las á forsíðu Morg- unblaðsins nú í vikunni að McDon- alds-skyndibitakeðjan hefði í auglýs- ingu gert grín að íslenska landsliðinu í knattspymu. í auglýsingunni sáust leikmenn í búningum landsliða ís- lands og Möltu taka þátt í samkeppni McDonalds þar sem miðar á úrslita- keppni Evrópumótsins vom í vinn- ing. Gefið var til kynna að þetta væri eini raunhæfi möguleiki liðanna á að komast í úrslitakeppnina. Ef til vill má til sanns vegar færa að þetta sé eini raunhæfi möguleiki landsliða íslands og Möltu á að kom- ast í úrslitakeppni Evrópumótsins, en það er óþarfi að hafa það í flimt- ingum. Karlalandslið Islands í knatt- spyrnu hefur líka verið að standa sig vonum framar að undanfömu, fyrst undir stjóm Guðjóns Þórðarsonar og svo á Norðurlandamótinu nú nýverið undir stjóm Atla Eðvaldssonar. En lengi lifir í gömlum glæðum og sjálf- sagt emm við íslendingar ekki enn búnir að bíta úr nálinni eftir 14-2-tap; ið gegn Dönum fyrir þrjátíu ámm. í knattspyrnuheiminum er þessi landsleikur Dana og íslendinga nefnilega orðinn eins konar „eilífðar- brandari “, sem sérhver ný kynslóð knattspymuáhugamanna lærir og skemmtir sér yfir. Víkverji var eitt sinn staddur á sól- arströnd í Suðurhöfum og hitti þá hóp af hollenskum knattspymu- áhugamönnum og gaf sig á tal við þá. Þegar Hollendingamir komust að þjóðemi Víkveija var fjandinn laus. Hollendingamir fóm strax að gant- ast með getuleysi Islendinga í knatt- spyrnu og Víkverja er enn minnis- stætt að samræðumar hófust eitthvað á þessa leið: „Þið Islending- ar erað sjálfsagt ágætir inni við bein- ið, en þið bara getið ekkert í fót- bolta“. Þessu fylgdu miklir og stórkarlalegir hlátrar og menn tóku „14-2-leikinn“ við Dani sem dæmi um getuleysi íslendinga á knattspymu- sviðinu og þó vom um tuttugu ár liðin síðan leikurinn fór fram. En þótt íslendingar hafi oft tapað stórt fyrir útlendum knattspymu- mönnum er óþarfi af McDonalds- skyndibitakeðjunni að núa því okkur um nasir í auglýsingum. Raunar eig- um við íslendingar svar við þessari ósvífni amerísku „hamborgararass- anna“. Það er einfaldlega að hætta að versla við McDonalds og snúa sér þess í stað að íslenskum hamborgara- stöðum. Þetta er hvort eð er allt á sömu bókina lært, framreiðslan, kjöt- ið, laukurinn, brauðið og sósurnar. xxx ÍKVERJI gerir sér engar vonir um að íslenskir neytendur nái samstöðu um að sniðganga McDon- alds-hamborgarastaðina vegna ósvífni skyndibitakeðjunnar í garð ís- lenskra knattspymumanna. Dæmin sanna að almenningur á íslandi virð- ist kæra sig kollóttan þótt verið sé að níðast á honum í neytendamálum. Og jafnvel þótt okkur mislíki við stjóm- völd þá kyssum við jafnan vöndinn og kjósum þau aftur. Þrælslundin virð- ist okkur íslendingum í blóð borin. Víkveiji varð til dæmis fjúkandi vondur nú í vikunni þegar sú frétt barst út að það kostaði um 70 þúsund krónum meira að gera út einkabíl nú en fyrir ári. Samkvæmt fréttinni munar þar mest um hækkanir á bensíni og tryggingum. Neytenda- samtökin hafa með veikum mætti reynt að malda í móinn og benda á að tap tryggingafélaganna sé bókhalds- legt en ekki raunvemlegt. Talsmaður samtakanna fullyrti í umræddri frétt að tryggingafélögin skiluðu miklum hagnaði þótt tap væri á bifreiða- tryggingum. Sé það rétt hlýtur það að þýða að aðrar tryggingar em allt of háar, - eða hvað? Það sem fer mest í taugamar á Víkveija er getuleysi, eða eigum við heldur að kalla það viljaleysi, stjórnvalda til að spyma við fótum og koma til móts við hags- muni neytenda í þessum málum og fjölmörgum öðmm, sem beinlínis snerta hag alls almennings í landinu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.