Morgunblaðið - 08.04.2000, Síða 83
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 83
FOLKI FRETTUM
'í
ERLENDAR
06000
Páll Ragnar Pálsson, gítar-
leikari hljómsveitarinnar
Maus, fjallar um Daisies of the
galaxy, nýjustu plötu Eels.
Einlægt uppgjör
„DAISIES of the galaxy" er glæný
plata frá bandarísku hljóm-
sveitinni Eels. Það er reyndar
hálfskrítið að kalla þetta hljóm-
sveit þar sem liðsmenn eru að-
eins tveir, þeir Butch og E; dúett
væri réttara. Sá fyrmefndi leik-
ur á trommur en sá síðarnefndi
leikur á allt annað og semur og út-
setur öll lög. Það er því óhætt að
segja að hann sé meirihlutinn í
bandinu. Þess má geta að E hét
reyndar einu sinni Mark Oliver
Everett en hefur sennilega ekki
fundist það alveg nógu smart, þann-
ig að hann ákvað að breyta því í eitt-
hvað aðeins listamannslegra, E.
Ég ætla ekki að tala um hvert og
eitt lag fyrir sig í þessari grein því
það væri óþarfa langloka sem myndi
bara eyðileggja upplifunina fyrir
þeim sem eiga eftir að hlusta á disk-
inn. Best er að upplifa listina án fyrir-
frammótaðra skoðana sem gefa bara
falskar væntingar. Þó ætla ég að
draga fram nokkra hluti sem mér
finnst vert að nefna.
Líf E hefur ekki verið neinn dans á
rósum síðustu árin en hann missti
bæði systur sína og móður með
stuttu millibili og þótti líðan hans
endurspeglast í síðustu plötu Eels,
„Beautiful freak“, en hún þótti í
þyngri kantinum. Á þessari plötu
kveður þó við annan tón og E segir á
látlausan en persónulegan hátt frá
því í fyrsta lagi plötunnar, „Grace
Kelly Blues", að honum sé nú farið að
líða betur. Svona einlægni dugar allt-
af til að bræða mig og opna eyra mitt
fyrir framhaldinu. Og svo liðast plat-
M.orgum
an rólega af stað. í öðru laginu,
„Packing Blankets", segir hann frá
því að nú sé kominn tími til að skilja
við fortíðina og halda áfram. Það er
bjartsýnistónn í honum og lagið er
glaðlegt. Lagið „Mr. E’s Beautiful
Blues“ sem vinsælt hefur verið í út-
varpi upp á síðkastið er falið á diskn-
um, þ.e. það er ekki nefnt á lagalist-
anum. Framan á umslaginu er
límmiði sem segir að lagið sé að finna
á plötunni en ekki númer hvað. Það
skýrist svo þegar platan á að vera
búin eftir lag nr. 14 en þá kemur það
beint á eftir því, nr. 15. Þetta má
kannski túlka sem skilaboð um að
gefa öllum lögunum gaum en ekki
bara þeim vinsælustu eins og oft vill
verða. Einnig finnst mér vert að geta
þess að tveir gestir eru á plötunni og
ekki af verri endanum, þeir Peter
Buck úr hljómsveitinni REM og
Grant Lee Philips úr Grant Lee
Buffalo. Peter Buck semur lagið
„Estate Sale“ ásamt E og þar má
heyra kunnuglega „slide“-gítar-
hljóma og ýmislegt sem minnir mann
á REM. Textinn í því lagi er einfaldur
og stuttur en segir heilmikið um plöt-
una. Hann er á þessa leið: „These are
the sounds of days that are past?“ Ég
held að í þessum orðum sé megin-
þema plötunnar falið. Hún markar
tímamót og um leið uppgjör við for-
tíðina. Aðrir og vonandi betri tímar
eru í nánd. Textamir eru þó fjöl-
breyttir og ekki allir jafn djúpir held-
ur eru margir þeirra ævintýralegar
frásagnfr og stundum súrrealískar
hugleiðingar. Allavega er þessi plata
mjög persónuleg og mér finnst hún
bera þess merki að hafa verið hugar-
fóstur eins manns en ekki hljómsveit-
ar. Það er einhvern veginn sama
handbragð á allri plötunni, sem bend-
ir til þess. Lögin eru flest í rólegri
kantinum en þó nokkur með smá
sveiflu í líka, svona til þess að maður
sofni ekki. Þó verður platan aldrei
ágeng eða erfið áheyrnar, allt er haft
í mýkri kantinum. Hún er svona stof-
uplata sem gott er að hlusta á þegar
maður er eitthvað að dúlla sér heima.
Hún krefst ekki mikils af hlustandan-
um; þó að á henni séu margir frum-
legir kaflar með lúðrasveitarblæstri,
bjöllum, strengjakvartettum og
Farfisu-orgelum líður hún þægilega
áfram án þess að trufla mann við það
sem maður er að gera.
Mér ftnnst skemmtilegast að
heyra hvað E er góður útsetjari því
hann fer sjaldnast beinustu leiðina til
að ná takmarkinu í lögum sínum.
Hann er þó aldrei að gera neitt nýtt,
heldur aðeins eftir eigin höfði. Lúðra-
sveitarlegir brasshljómar gefa tón-
listinni sætt yfirbragð og ferskan
anda. Það er skemmtilegt að heyra
hvað lögin eru mörg svolítið „kántrí“-
skotin og í þeim njóta tregir brass-
hljómamir sín best. Upphafslag plöt-
unnar er gott dæmi um það. Umslag-
ið er flott. I því eru fallegar myndir,
teknar úr gömlum ævintýrabókum
og þeim gefið nýtt líf. Mér finnst þær
passa vel við innihaldið. I heildina er
þetta bráðskemmtileg plata sem ég
mæli með að fólk kaupi sér. Þetta er
betra en margt annað á markaðnum í
dag, sem er í raun oft frekar inni-
haldslausar pakkningar. í það
minnsta fá hlustendur einlægni og
einhverja hugsun í þessum pakka.
Draugatrúin og tæknin
í VÖXT fer að sýna allskonar
grillumyndir í dagski-á sjónvarpa,
sem virðast eiga að koma í staðinn
fyrir aldagamla þörf Evrópumanna
fyrir draugatrú. Hún er að vísu
nokkuð breytileg eftir löndum og
skipti dálítið um
ham eftir meðalhita
viðkomandi lands.
Hér norðurfrá er
kaldast á byggðu
bóli, þótt enn kaldara kunni að vera
á Grænlandi og í Kanada og Síber-
íu. Miðað við draugagang er heldur
hlýrra á Englandi. En í heitum
löndum gengur draugagangurinn
greiðlegar fyrir sig, enda eru upp-
vakningar sagðir algengir á eyjum í
Karíbahafinu. I helsta framleiðslu-
landi þátta og kvikmynda í íslensku
sjónvarpi, Bandaríkjunum, hafa
hefðir í draugagangi orðið að mestu
eftir í heimalöndum innflytjenda,
en í staðinn er kominn einskonar
tæknivædd veröld annars heims -
auðvelt efni til kvikmyndunar - og
víðsfjarri hugmyndum um Frank-
enstein eða vampírur. Þó fáum við
stöku myndir af þeim fénaði.
Þátturinn Ráðgátur, sem sýndur
er ýmist á Stöð 2 eða Sýn, er gott
dæmi um bandarískar draugasög-
ur. Ekki er alltaf gott að átta sig á
um hvað sögumar eru, en stundum
er vitnað í langlífar hégiljur, eins og
um síðustu helgi þegar byggt var á
sögunni um Bermuda-þríhyrning-
inn. Mulder er látin lenda um borð í
skipi, sem var þama á ferð í stríðs-
byrjun 1939, en nasistar eru í óða-
önn að leggja það und-
C IÁMVADD Á ir siS' Það heitir Qeen
DJvnVnKr M Anne og átti að hafa
LAUGARDEGI týnst í hafi. Skipið er
ferð og siglir
enn a terö og
þvers og kruss um Bermuda-þrí-
hyminginn og komið að aldamót-
um. Til era fleiri sögur úr þessum
þríhymingi, eins og sú að þar hafi
heil flugsveit horfið í lok stríðsins
og hefur verið gerð mynd um það.
Einnig hafa verið gerðar myndir
um hin ýmsu skip, sem horfið hafa í
tímans rás á Þanghafinu, en þrí-
hymingurinn nær fyrir hluta þess.
Flugsveitin og skipin eiga að vera á
eilífu ferðalagi án þess að ná nokk-
urn tíma landi. Ekki var svo sem
hægt að búast við neinum svöram
um hvað varð af Qeen Anne. Hún
sigldi bara áfram sinn Bermudasjó
með nastistana um borð og dauðan
skipstjóra.
Á föstudag sýndi ríkisrásin
myndina Innherjinn, um mann sem
sýndi Stalín og félögum hans í
Kreml kvikmyndir, en þeir kump-
ánar höfðu gaman af kvikmynda-
sýningum. Sýningarmaðurinn var
ákaflega hrifinn af Stalín og þóttist
nú vera kominn til metorða - sam-
neytti sjálfum drottni allsheijai' og
félaga hans Berí og fleiram. Þetta
er sögð sönn saga og víst er að hún
segir frá ýmsu, sem er staðfest í
öðram bókum landhlaupa frá valda-
tíð Stalíns. Sýningarmaðurinn upp-
lifði það í byrjun myndar að granni
hans í Ijölbýlishúsi var gripinn iyrir
einhver svik, stúlkubarn var tekið
af konu hans sem hvarf síðan. Kona
sýningarstjórans vildi gjaran taka
barnið til sín, en varð þá að bera að
hún væri skyldmenni barnsins, sem
kostaði að hún hefði verið tekin og
annaðhvort drepin eða fangelsuð.
Þegar stjórnin, eða hluti hennar,
var fluttur frá Moskvu í stríðinu,
fór sýningarstjórinn og kona hans
ásamt stjórninni austur á bóginn,
þar sem konan lenti í slagtogi við
Beria, en sýningarstjórinn hafði
hennar engin not síðan og sá hana
ekki fyrr en stjómin kom til baka til
Moskvu. Þá var konan komin á
steypirinn og benti ýmislegt til þess
að Beria ætti barnið. Konan hengdi
sig síðan. Þetta er sögð sönn saga,
skrifuð af sýningarstjóranum. Og
enn lifir þetta dýrðai’ríki í hugum
margra m.a. hér á íslandi.
Indriði G. Þorsteinsson
r
KOMATSU 2EN0AH fyrir garðyrkjumanninn
ilÉÉ^
HT2300A Limgerðisklippur
G415AVS Keðjusagir RS5B Eiturdælur
VETRARSOLehi
Hamraboig 1-3, norðanmegin
S. 564 1864 .
Filmundur tekinn
til starfa
KVIKMYNDAKLÚBBURINN Fil-
mundur er tekinn til starfa og
var troðfullt á fyrstu sýningu
hans, myndina „Ghost Dog: The
Way of the Samurai" eftir Jim
Jarmusch í Háskólabíói á fimmtu-
dagskvöld.
I kynningu á klúbbnum í Morg-
unblaðinu 6. apríl láðist að nefna
að stofnendur Filmundar eru
Vikublaðið 24-7 og Háskólabió í
samvinnu við Hreyfimyndafélagið
og er hér með beðist velvirðingar
á þeim mistökum.
Sýningar klúbbsins verða í Há-
skólabíói á fimmtudögum og
mánudögum kl. 22 og mun 24-7
kynna dagskrá klúbbsins í hverri
viku en blaðinu er dreift með
Morgunblaðinu á fimmtudögum.
Jim Jarmusch.
adiÍA*i>t\
HOTELS & RESORTS
Radisson SþS Hótel Saga, sími 525 9900
MIMISBAR
lifandi tónlist
Jersey-
rúmfatasett
2 fyrir 1
Opið loslti(laj»s- laiiiiardaiískvölt 1
www.mbl l.is
J
rAði*
Skólavörðustíg 21, Rvík, sími 551 4050.
Nceturqatinn
Dúndrandi dansleikur með
Þotuliðinu frá Borgarnesi.
Ókeypis aógangur til kl. 24. Sími 587 6080.
HARMONIKUBALL
Dansinn dunar dátt frá kl. 22.00 í kvöld í
ÁSGARÐI, Glæsibæ, við Álfhelma.
Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur leika
fyrir dansi og Ragnheiður Hauksdóttir syngur.
Marserað verður um miðnætfi undir stjórn
Gunnars Þorlákssonar og Kolbrúnar
Hauksdúttur.
Allir velkomnir, ungir sem aldnir.