Morgunblaðið - 08.04.2000, Blaðsíða 92

Morgunblaðið - 08.04.2000, Blaðsíða 92
Netþjónar og tölvur COMPAa Hefur þitt fyrirtæki efni á að eyða tíma starfsfólksins í bið? Þciö er dýrt ad láta starfsfólkið biða! Tölvukerfi sem virkar P|C~] MORCUNBLAÐW,KRINGLUNmi,mREYKJAVtK,Stm5e9im,SÍMBRÉF569im,PÓSTHÓLF3m, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Flugvirkjar gera við- semjendum sínum gagntilboð á fundi í dag 30-40 af '156 flug- virkjum í verkfall Morgunblaðið/Benedikt Jónsson Flettiskilt- ið fegrað ÞAÐ ER ugglaust einmanaleg og einhæf tilvera að vera flettiskilti. Auglýsing um ávexti, auglýsing um pakkamat, auglýsing um ávexti, auglýsing um pakkamat... Þess vegna hlýtur það að vera þægilegt þegar menn eins og Brynjólfur koma og lappa upp á veðurbarðar plöturnar. Úrslitatil- raun um helgina SAMNINGANEFNDIR Verkamannasambands íslands og Samtaka atvinnulífsins hitt- ast á fundi í húsakynnum Ríkis- sáttasemjara klukkan 10 í dag en fundi aðilanna í gær var frestað um klukkan 20. „Það stendur fyrir dyrum úr- slitatilraun núna um helgina varðandi það hvort við getum náð þessu saman eða ekki,“ sagði Ari Edwald, fram- kvæmdastjóri SA, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld. „Ég vil sem minnstu spá um niður- stöðuna. Við göngum til þessara funda með því hugarfari að reyna að ná niðurstöðu innan þeirra marka sem mögulegt er.“ Um það hvort þokast hefði í samkomulagsátt og að hverju þungi viðræðnanna beindist í gærkvöld sagði Aii: „Það er allt undir og ég vil ekki tilgreina neitt sérstakt í því sambandi. Það verður allt undir á þessum fundi, sem ég geri ráð fyrir að standi allan daginn [í dag og á morgun].“ Flest aðildarfélög VMSÍ hafa boðað til verkfalla næstkomandi fimmtudag. FLUGVIRKJAR leggja væntan- lega fram gagntilboð við tilboði Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Flugleiða á samningafundi sem hefst klukkan 13 í dag, að sögn Em- ils Eyjólfssonar, formanns samn- inganefndar Flugvirkjafélags ís- lands. * Flugvirkjar hafa boðað verkfall hjá Flugleiðum að morgni 13. apríl en það nær aðeins til 30-40 af 156 flugvirkjum sem starfa hjá félaginu, að því er fram kom í samtali Morg- unblaðsins við Emil. Verkfallsboðunin snýr eingöngu að vinnu vegna reglulegs flugs á vegum'Flugleiða, en ekki að vinnu á vegum félagsins fyrir þriðja aðila. Að sögn Emils verður áfram haldið vinnu í flugskýlinu á Keflavíkur- flugvelli þar sem verið er að vinna við farþegaþotu spænsks flugfélags. Boðað verkfall hjá Flugfélagi Is- lands að morgni 17. apríl mun hins vegar ná til allra 22 starfandi flug- virkja þess félags. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vildi í gær ekkert segja um stöðuna. Alþingi gefur út rit um kristni á Islandi Kostnaður rúmar 60 milljónir KOSTNAÐUR við útgáfu ritverks- ins Kristni á Islandi, sem kemur út 12. apríl nk., er ríflega 60 milljónir króna. Alþingi gefur verkið út og er það framlag þess til kristnihátíðar. Undirbúningur verksins hófst árið 1990. „Það er gefið út í fjórum bind- um og að hverju þeirra er einn aðal- höfundur ásamt fjölda sérfræðinga. Kostnaður við verkið tfl síðustu ára- móta er rétt um það bil 60 milljónir króna. Á þessu ári bætist við einhver kostnaður við hönnun, umbrot og prentun, svo þetta verða væntanlega "5J,iflega 60 milljónir þegar upp er staðið," segir Karl Kristjánsson, rekstrar- og fjánnálastjóri Álþingis. ■ Kristni á Íslandi/D MITSUBISHI Búr ehf. stefnir að auknum umsvifum í nýju vöruhúsi Oll vöruhúsaþjón- usta verður boðin út BÚR ehf., sameiginlegt innkaupa- og birgðahaldsfyrirtæki Kaupáss, Samkaups, kaupfélaganna, Olíufé- lagsins og fleiri aðila, bauð í gær út alla vöruhúsaþjónustu félagsins. Um er að ræða lokað útboð á birgðahaldi Búrs og er skipafélögunum Eimskip, Samskip og flutningamiðluninni Jónum boðið að taka þátt í útboðinu. „Við teljum að þetta sé hagkvæm lausn vegna þeirrar sérhæfingar sem þeir aðilar, sem munu bjóða í þetta, hafa upp á að bjóða. Menn eru að sérhæfa sig í því að reka vöruhús af þessu tagi og við teljum að okkar starfsemi eigi best heima í slíku samstarfi," segir Sigurður Á. Sig- urðsson, framkvæmdastjóri Búrs. „Við gerum okkur vonir um að með þessu takist okkur að ná hag- kvæmri staðsetningu fyrir vöruhús- ið, meiri gæðum í starfseminni og lægri kostnaði. Eftir að hafa velt þessu mikið fyr- ir okkur ákváðum við að velja þessa leið fremur en að reisa eigið húsnæði og reka þetta sjálfir." Aðspurður um umfang birgða- haldsins segir Sigurður að um sé að ræða vöruveltu að verðmæti um 4 milljarðar á ári og að gert væri ráð fyrir að 2 milljónir svonefndra heild- sölueininga fari í gegnum vöruhúsið á hverju ári. Færa út starfsemina og auka vöruvalið Að sögn Sigurðar verður hlutverk Búrs óbreytt þrátt fyrir þessar breytingar. „Búr verður áfram inn- kaupafyrirtæki en einhver þessara þriggja aðila mun sjá um birgða- haldið fyrir okkur sem verktaki. Þetta er það form sem hefur rutt sér mjög til rúms úti í hinum stóra heimi, þar sem menn eru að gera það sama. Við erum að vona að við verðum komnir inn í nýtt umhverfi fyrir 1. júlí árið 2001,“ sagði hann. „Starfsemi okkar mun fá tækifæri til að stækka í þessu umhverfi. Vöru- val Búrs mun aukast mikið og þetta opnar nýjar leiðir fyrir okkur að ná fram hagræðingu í öðrum vöruflokk- um en þeim sem Búr er að með- höndla í dag og má þar nefna kæli- vöru, frystivöru, ávexti og grænmeti og fleira," sagði hann. Skipafélög undirbúa byggingu stórra vöruhúsa Á undanfömum fjórum árum hafa Samskip séð um birgðahaldið fyrir Búr í Holtagörðum. „Starfsemi okk- ar er nú orðin það yfirgripsmikil að húsnæðið er sprungið og við þurfum því að leita nýrra leiða og ákváðum að fara þessa leið,“ segir Sigurður. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að Eimskip vinnur nú að hag- kvæmniathugun á byggingu 20.000 fermetra vörudreifingarmiðstöðvar í Sundahöfn. Að sögn Sigurðar eru Samskip og Jónar hf. einnig með slík vöruhús á teikniborðinu. Stærsta birgða- og dreifingarstöð fyrir mat- vöru á landinu í dag er vöruhús Að- fanga, innkaupadeildar Baugs, við Skútuvog, sem er 10 þús. fermetrar að stærð. Aukin leiðni í Jökulsá á Sólheimasandi MITSUBISHI - demantar ( untferb HEKLA Sforysiuánýrriöld! AUKIN leiðni hefur mælst í Jökulsá á Sólheimasandi að undanförnu. Leiðnin gefur vísbendingu um að efni myndist í jarðhita og berist í ár- vatnið. Reynir Ragnarsson, lögreglumað- ur í Vík, mælir leiðnina í Jökulsá reglulega. Hann segir að hún hafi numið um 335 S/sm í gær og fyrra- dag, en telur ekki hægt að fullyrða að hin aukna leiðni sé undanfari hlaups. „En það lekur úr einhveijum jarðhitakatli í ána, svo mikið er víst. Venjuleg leiðni er u.þ.b. 150 S/sm, en hlaupvatn er venjulega með leiðni upp á 5-700 S/sm,“ segir Reynir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.