Morgunblaðið - 19.04.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.04.2000, Qupperneq 1
93. TBL. 88. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS 'imiœi, Reuters Sigur hægrimanna á ítalíu Spáð að D’Alema biðjist lausnar óm. AP. ** Gagnrýni vísað ábug ÞÚSUNDIR Kúbverja söfnuðust saman við sendiráð Tékka í Hav- ana í gær til að mótmæla því að Mannréttindaráð Sameinuðu þjóð- anna skyldi á fundi sínum sam- þykkja að gagnrýna stjórn Fidels Castros fyrir mannréttindabrot. „Svikarar! Skósveinar!“ hrópaði fólkið. Tékkar báru tillöguna upp ásamt Pólverjum og sagði sendi- herra Kúbu hjá SÞ, Carlos Amat, að bandarískir embættismenn hefðu enn einu sinni notfært sér strengjabrúður sínar til að ráðast gegn Kúbverjum. Á fundi ráðsins í gær var naumlega felld tillaga um að gagnrýna kommúnista- stjórnina í Kína. ■ Komið í veg/27 LÍKUR voru taldar á því í Róm í gær að Massimo D’Alema, forsætisráð- herra Italíu, myndi í dag á ný biðja Carlo Azeglio Ciampi forseta um að taka við lausnarbeiðni sinni. Stjórn- arflokkar mið- og vinstrimanna biðu mikinn ósigur í héraðs- og sveitar- stjórnarkosningum á sunnudag. Forsetinn hafnaði í gær sams kon- ar beiðni D’Alema en stjórnmála- skýrendur sögðu að sumir liðsmenn stjórnarinnar vildu að fenginn yrði nýr maður til að taka við embætti forsætisráðherra. Ekki voru taldar líkur á að greidd yrðu atkvæði á þingi um vantraust á ríkisstjómina. Sigurvegari kosninganna var einkum flokka- bandalag auðkýf- ingsins og hægri- mannsins Silvios Berlusconis, fyrr- verandi forsætis- ráðherra. Kosningasam- vinna var milli Berlusconis og Norðursambands Umbertos Bossis er vill að hin auðugu norðurhéruð Ítalíu fái fullt sjálfræði í eigin mál- um. Einnig voru málefni innflytj- enda sums staðar ofarlega á baugi í kosningunum. Massimo D’Alema Mugabe eykur enn á óvissuna Segir hvíta bændur óvini þjóðarinnar Harare. AP, AFP. Reuters Starfsmenn Martins Olds, sem myrtur var í Zimbabwe í gær, við brennandi hús hvíta bóndans. ROBERT Mugabe, forseti Zimbabwe, sagðist í sjónvarps- ávarpi í gær vera að reyna að miðla málum til að binda enda á landtöku svartra manna á bújörðum hvítra bænda, en hrós- aði síðar landtöku- mönnum fyrir gjörðir þeirra. 1 gær voru tutt- ugu ár liðin frá því að Zimbabwe, áður Ród- esía, öðlaðist sjálfstæði og var lítið um hátíðar- höld í landinu vegna efnahagsörðugleika og ótta við óeirð- ir. f ræðu á ensku sagðist Mugabe harma þau dauðsföll sem orðið hefðu í átökunum um jarðeignir hvítra og kenndi hann andstöðu hvítra bænda við breytingar á eignarhaldi jarða um blóðsúthellingarnar. Hann sagði síð- ar í sjónvarpsviðtali að litið yrði á hvítu bændurna sem „óvini þjóðar- innar“ nema þeir sættu sig við um- skiptin. Hvítu stórbændurnir vildu koma á tilhögun nýlenduskeiðsins og espuðu verkamenn á búgörðunum gegn ríkisstjóminni, að sögn forset- ans. Ræða á máli innfæddra með öðrum brag í annarri ræðu sem forsetinn flutti á shona, máli innfæddra, þakkaði Mugabe svarta landtökufólkinu fyrir aðgerðirnar að undanfömu. Talsmað- ur helsta stjórnarandstöðuflokksins sagði að Mugabe væri með stuðningi við landtökuna að hræða hvíta bænd- ur og starfsmenn þeirra frá því að styðja stjórnarandstöðuna. Martin Olds, nautgriparæktandi í Matabelelandi í Zimbabwe, var myrt- ur snemma í gærmorgun af landtöku- fólki sem hóf skotárás á heimili hans. Þetta er annað morðið á hvítum jarð- eiganda síðan á sunnudag, en auk þess hefur fimm bændum verið mis- þyrmt. Olds náði að sögn David Hasluck, framkvæmdastjóra samtaka bænda, að hringja á sjúkrabíl áður en hann lést af sámm sínum. Þá særðust tveir starfsmanna hans og vom þeir fluttir á sjúkrahús, en nágranni Olds hófst þegar handa við að flytja á brott. Zimbabwe á nú í sinni verstu efna- hagskreppu til þessa en óðaverðbólga er í landinu, að sögn AP-fréttastof- unnar. Mælist hún um 70% og at- vinnuleysi yfir 50%. Ráðþrota ökukenn- arar París. AFP. UM hundrað ökukennarar í París mótmæltu í gær við sam- gönguráðuneytið stanslausum móðgunum og árásum sem þeir segjast verða fyrir af hálfu óánægðra viðskiptavina er þeir fella. Einn kennaranna sagði að sér hefði verið ógnað með hnífi en samkennari hefði loks komið til hjálpar. Skotið var gúmmíkúl- um á annan og var hann frá vinnu af þeim sökum í 15 daga. Skotmaðurinn hafði fallið í ijórða sinn á ökuprófi. „Nemendur virðast halda að þar sem þeir hafi borgað fyrir að taka prófið eigi þeir skilið að ná því,“ sagði einn viðstaddra. Öku- kennararnir vilja fá að sleppa við að tjá nemendunum niður- stöðuna sjálfir að loknu prófinu. Ný skoðanakönnun um sjálfstæðismál í Færeyjum Leggja áherslu á aðlögunarskeið Þórshöfn. Morgunblaðið. FÆREYSKIR kjósendur álíta að öllu sldpti að landsmenn fái nægileg- an aðlögunartíma í efnahagsmálum ef hugmyndir um sjálfstæði frá Dön- um verði að veruleika. Fjárhagsað- stoð danska rítósins er um tíu millj- arðar íslenskra króna árlega og viija aðeins 29,4% Færeyinga sjálfstæði ef tíminn verður aðeins fjögur ár eins og Poul Nyrup Andersen, forsætisráð- herra Danmerkur, boðaði í viðræðum við færeysku landsstjómina 17. mars. Landsstjóm Færeyja undir for- ystu Anfinns Kallsbergs hefur lagt fram tillögu um sjálfstæði en að áfram verði haft samstarf við Dani. Samkvæmt nýju könnuninni, sem sagt var frá í útvarpinu og dagblaðinu Dimmalætting, vilja 47% aðspurðra sjálfstæði ef aðlögunartímabilið verð- ur lengt í 15 ár. Nær 50% segjast myndu samþykkja tillögu lands- stjórnarinnar ef Danir samþyktó 20 ára aðlögun. Hogni Hoydal fer með sjálfstæðis- málin í stjóminni og er leiðtogi Þjóð- veldisflokksins sem lengi hefúr mælt með fullu sjálfstæði. Hoydal dregur í efa að spuming- arnar hafi verið rétt orðaðar. „Eng- inn veit hvað aukin sjálfsstjóm er. Og þegar rætt er um fuÚveldi er því stillt upp andspænis kostnaðinum sem því muni fylgja." Stjórnarflokkamir hafa 18 af 32 sætum á Lögþinginu en myndu missa meirihlutann ef efnt yrði til kosninga nú. Þjóðveldisflokkurinn bætir stöðu sína um einn af hundraði í könnuninni og fengi 24,8%. Hinir stjórnarflokk- arnir tapa, einkum Sjálfstjórnar- flokkurinn en tap Þjóðarflokks Kalls- bergs yrði minna og sagðist lögmaðurinn sáttur við niðurstöðuna. „Mikill þrýstingur er á lands- stjómina og enn er ektó fyrir hendi nein samningsniðurstaða sem Fær- eyingar geta tekið afstöðu til,“ segir hann. Sambandsflokkurinn og jafnaðar- menn myndu fá alls 17 þingsæti eða samanlagt meirihluta; báðir flokk- arnir vilja halda sambandinu við Danmörku. Markaðirnir Hækkun á Nasdaq New York. AP. MIKIL hækkun varð á fjármála- mörkuðum vestanhafs í gær og eink- um vom það hátæknifyrirtætó á Nasdaq sem réttu úr kútnum. Hækkunin á Nasdaq var 254,4 stig eða 7,2%, sem er næstmesta hækkun sem mælst hefur þar á einum degi og sú mesta frá 1987. Vom það ekki síst hugbúnaðarfyrirtæki eins og Sun Microsystems, Microsoft og Cisco sem bættu stöðu sína. Dow Jones- vísitalan bætti einnig við sig, hækk- aði um 184,9 stig eða 1,7%. Hækkanir urðu einnig á mörkuð- um í Evrópu. ■ Nasdaq/24 MORGUNBLAÐIÐ 19. APRÍL 2000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.