Morgunblaðið - 19.04.2000, Síða 8

Morgunblaðið - 19.04.2000, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Deilur um umhverfismat svínabús: Ákvörðun ráðherra dæmd ógild Slv Friöleifsdóttir Hæstiréttur úr- skuröaöi aö ákvöröun ráö- herra gæti haft í för meö sér um- talsveröa röskun á eignarráöum og atvinnufrelsi. Ég er enginn kvótatittur sem ráðherrar geta pantað dóm yfír. Ég er „Stjörnugrís“, góða. Að lifa í draumi wm Serta er leióandi vorumerki á dýnumarkaðinum i dag og ávisun á hágæóa lúxus dýnu. Fyrirtækið hóf framleiðslu fyrir tæplega 70 árum og í dag hafa áratuga rannsóknir skilað dýnu med einstaka eiginleikum og burði til að veita þeir futtkomna hvíld. Lítið við og fáið faglegar ráðleggingar við dýnukaup og tryggið gæði, þægindi og betri heilsu til framtíðar. HÚSGAGNAHÖLUN 15 ára ábyrgd. Bildshofda, H0 Reykjavík Sími 510 8000 www.husgagnahollin.is Arfur - leiksýning á Sólheimum Sögur af sjálfstæðu fólki Valgerður Pálsdóttir SÓLHEIMUM í Grímsnesi verður haldin leiksýning á morgun, sumardaginn fyrsta. Það er Leikfélag Sólheima sem stendur fyrir þessari sýningu og frumsýnir leikritið Arfur, sögur af sjálfstæðu fólki, sem er frumsamið verk af félögum í umræddu leik- félagi. Leiksýningin hefst klukkan 15 og það eru kaffiveitingar eftir sýn- inguna. Valgerður Páls- dóttir er félagsmálafulltrú Sólheima og hefur sem slíkur komið að starfi við leiksýninguna á morgun. „Ég tek reyndar svolít- inn þátt í þessari sýningu sjálf, svo og dóttir mín átta ára. Um þrjátíu manns alls koma að þess- ari sýningu á ýmsan hátt og flestir þeirra eru íbúar Sól- heima.“ - Um hvað fjallar þetta leikrit? „Það fjallar um nokkra útlaga íslandssögunnar og inn í verkið er fléttað sögu Sólheima, sem á þessu ári eru 70 ára. Það var Sesselja Hreindís Sigmundsdótt- ir sem hóf baráttuna gegn for- dómum í garð þroskaheftra upp úr 1930. Um hundrað íbúar eru á Sólheimum núna en um fjörutíu þeirra eru þroskaheftir, margir þeirra taka þátt í þessari leiksýn- ingu, svo og tveir atvinnuleikar- ar; Skúli Gautason og Brynhildur Bjömsdóttir. Leikstjóri er Gunn- ar Sigurðsson. Um 1930, þegar Sesselja hóf baráttu sína iyrir þroskahefta, var ekki óalgengt að fólki sem bjó við fötlun af ein- hverju tagi væri úthýst úr mann- legu samfélagi, jafnvel geymt í útihúsum með dýrum. En Sess- elja stóð vörð um „útlagana“ og í leikverkinu sem frumsýnt verður á morgun er fjallað um þær hlið- stæður sem þrosaheftir, sem þó getur verið hæfileikafólk á viss- um sviðum, eiga með áðurnefnd- um útlögum fyrri tíma á íslandi. Sesselja hóf baráttuna - margt hefur áunnist en þó ber enn á þekkingarskorti og hræðslu fólks gagnvart þeim sem eru að ein- hverju leyti „öðruvísi“.“ - Hvernig nálgast leikritið söguefnið? „Leikritið er sögur af sjálf- stæðu fólki, það er kaflaskipt, við tökum t.d. fyrir Fjalla-Eyvind og Höllu og fylgjum þeim eftir en fléttum inn aðra þætti á milli um íbúa Sólheima, einnig fjöllum við um aðra útlaga, svo sem Sölva Helgason, á sama hátt. í verkinu koma vel fram þeir menningar- þættir og mannrækt sem Sess- elja lagði frá upphafi áherslu á og við höfum haft að leiðarljósi í starfi okkar hér allar götur frá 1930.“ -Er Leikfélag Sói- heima gamalt í hett- unni? „Já, það var stofnað 1932 svo það er með elstu starfandi áhugamannaleik- félögum á landinu. Það heldur a.m.k. eina sýningu á ári. Starf- semi leikfélagsins einkenndist í fyrstu af uppfærslum á goðsög- um og helgileikjum. Þessar sýn- ingar voru árstíðabundnar og fastur liður í starfsáætlun Sól- heima. Á síðustu tveimur ára- tugum hefur verkefnaval leikfé- lagsins tekið breytingum og fært ► Valgerður Pálsdóttir fæddist 17. nóvember 1961 í Reykjavfk. Hún lauk stúdentsprófí frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti 1981 ogtókjafnframt sjúkraliða- próf 1982. Hún stundaði nám við Háskóla íslands í uppeldisfræði á árunum 1983 til 1986. Þá fór hún til Noregs og stundaði nám þar í uppeldisráðgjöf og lauk prófi 1989. Hún bjó tíu ár í Noregi þar sem hún starfaði aðallega að barnaverndar - og meðferðar- málum unglinga sem áttu í vímu- efnavanda flestir. Frá 1996 hefur Valgerður starfað sem félags- málafulltrúi á Sólheimum f Grímsnesi. Valgerður á eina dóttur, Anju Rún Egilsdóttur, sem er átta ára. sig nær hefðbundnum leiksýn- ingum. Þetta á einkum við um þá leiksýningu sem er árleg og frumsýnd á sumardaginn íyrsta. Hins vegar höldum við samhliða í hina hefðbundnu og árstíða- bundnu helgileiki. Leikfélagið fór í leikferð með sýningu 1984 um Island og Norðurlönd - sú sýn- ing hét Lífmyndir. í tilefni af 60 ára afmæli Sólheima 1990 var hátíðasýning í Borgarleikhúsinu á Ævintýrinu um stígvélaða kött- inn. Nú í ár ætlum við í tilefni af 70 ára aímæli Sólheima að vera með sérstaka hátíðasýningu á Arði í Þjóðleihúsinu 7. júní.“ -Hvað með félagsstarf í Sól- heimum að öðru leyti? „Hér má teljast vera blómlegt félagslíf. Fyrir utan leikfélagið erum við bæði með íþróttafélag og skátafélag og þess má geta að í lok síðasta árs voru stofnuð íbúasamtök Sólheima. Hér eru fjölmargar skemmtanir á ári hverju, skemmtanir sem eru fastir liðir eins og aðventuhátíð, litlu-jól, þrettándagleði, þorra- blót, sumarskemmtun og hlöðu- ball svo eitthvað sé nefnt. Svo eru ýmis- konar skemmtanir aðrar, til að mynda ýmsir tónleikar, brúðuleikhús og aðrar menningaruppákomur. Sólheim- ar ei-u í dag vistvænt byggða- hverfi með um hundrað íbúa alls, eins og íyrr kom fram. Þróunin hefur orðið sú að aukin blöndun hefur átt sér stað í félagslífi hinna fötluðu hér og þeirra ófötl- uðu. Þetta er í góðu samræmi við þá hugsjón Sesselju Sigmun- dsdóttur að fatlaðir sem ófatlaðir skuli lifa og starfa hlið við hlið.“ Sesselja stóð vörð um „út- lagana"

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.