Morgunblaðið - 19.04.2000, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 19.04.2000, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Genealogia Islandorum hyggur á viðamikla bóka- og netútgáfu Netvæðing á stærstu ljósmynda- söfnum landsins FYRIRTÆKIÐ Genealogia Island- orum hf., Gen.is, sem var stofnað á síðasta ári, hefur færst mikið í fang með fyrirhuguðum sögulegum gagnagrunni og myndabanka á Net- inu auk viðamikillar bóka- og netút- gáfu. Jóhann Páll Valdimarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að fram að síðustu áramótum hafi mestur tími farið í undirbún- ingsvinnu. Starfsemin sjálf hófst af krafti í byrjun þessa árs og starfa nú þegar 40 manns hjá fyrirtækinu auk margra verktaka á hinum ýmsu svið- um starfseminnar. I lok síðasta árs gengu sterkir hluthafar til liðs við fyrirtækið og um svipað leyti var Jó- hann Páll ráðinn þar til starfa en hann var stofnandi og framkvæmda- stjóri Forlagsins og forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Máls og menningar eftir sameiningu þess og Forlagsins.Genealogia Islandorum er meðal annars í eigu Burðaráss, Urðar, Verðandi, Skuldar og Sjóvár- Almennra. Verður til í kringum ættfræði- vinnu Þorsteins Jónssonar Jóhann Páll segir að fyrirtækið verði að stórum hluta til í kringum ættfræðivinnu Þorsteins Jónssonar, sem hefur gefið út á annað hundrað ættfræðirit og hefur að auki komið upp stærsta ættfræðigagnagrunni landsins, þar sem er að fínna 750- 800 þúsund nöfn íslendinga. Innan fyrirtækisins starfa einnig bókafor- lögin Sögusteinn og JPV FORLAG. Sögusteinn gefur út ættfræði- og héraðssögurit auk ýmiss konar ábúenda- og félagatala, en JPV FORLAG sinnir útgáfu fagurbók- mennta, ævisagna, alþýðlegra fræði- rita og handbóka fyrir almenning. Unnið er að uppbyggingu íslands- vefs, sögulegs gagna- grunns, sem tengdur verðrn- miklum ætt- fræðiupplýsingum og myndasafni. íslenska myndasafnið er deild innan fyrirtækisins sem mun með eigin myndum og í umboði annarra ljósmynda- safna veita hvers kyns þjónustu með mynd- efni. Markmiðið að kort- leggja ísland og ís- lendinga „Ættfræðigagna- grunnurinn er ákveð- inn kjarni í þessari starfsemi. Á hon- um byggjum við útgáfu ættfræðirita hvers konar, eins og niðjatala, ábúendatala, stéttartala og þess háttar bóka. Markmið okkar er að kortleggja Island og Islendinga, annars vegar í bókaformi, en jafn- framt er í þessum ritum mikill sögu- legur fróðleikur og ítarefni um hreppana í ábúendatölunum og allt endar efnið í stórum sögulegum gagnagrunni á Netinu. Ættfræði- gagnagrunnurinn er ekki einungis nýttur til bókaútgáfu sem síðar verður efni fyrir Netið heldur einn- ig til vísindarannsókna. I burðarliðnum er samningur við Úrði, Verðandi, Skuld sem felur í sér að fyrirtækið kaupii- aðgang að ætt- fræðigagnagrunni okk- ar til þess að stunda sínar vísindarannsókn- ir,“ segir Jóhann Páll. Hann segir að ætt- fræðigrunnurinn verði aðgengilegur almenn- ingi á Netinu. Á vefn- um verði hægt að slá inn eigin nafni og fá upplýsingar um ætt sína. Inni í grunninum verða jafnframt mörg hundruð þúsund mannamyndir og segir Jóhann Páll miklar líkur á því að þegar ættartré komi upp verði þar einnig að finna myndir af ætt- ingjunum. Vilji menn kaupa þessar myndir nægir að smella á þær og fyrirtækið sendir þær heim gegn greiðslu. Jafnframt verður hægt að leita upplýsinga um átthagana og fylgir því ítarefni um sveitina sem hefur orðið til við ritun ábúendatal- anna. í gagnagrunninum verður líka að finna myndir af bæjum forfeðr- anna eða landslaginu sem fóstraði þá. Myndirnar verður hægt að panta í mörgum stærðum. Genealogia Is- landorum keypti í þessu skyni ljós- myndasafn Mats Wibe Lund. í safn- inu eru um 300 þúsund myndir. Jafnframt er fyrirtækið í viðræðum við fleiri ljósmyndasöfn og ljósmynd- ara. Fyrsti alvöru netmynda- bankinn á Islandi „Með Islenska myndasafninu er hugmyndin að koma á fót fyrsta al- vöru myndabankanum á Netinu á íslandi. Erlendis frá þekkjum við stóra myndabanka sem auðvelda út- gefendum, fræðimönnum og öðrum sem á því þurfa að halda að nálgast myndir í milljónatali. Eins og nú háttar til fer mikill tími, vinna og fjármunir útgefenda hérlendis í það að leita að myndum. Við ætlum að safna saman öllum lykilmyndasöfn- um á landinu í íslenska myndasafnið og auðvelda allan aðgang að þessum auði,“ segii- Jóhann Páll. Myndimar verða í lágri upplausn á Netinu. Hægt verður að panta þær í hárri upplausn hjá Gen.is og greiða fyrirtækinu birtingargjald. Gjaldið skiptist síðan milli Islenska mynda- safnsins og höfundarréttarhafa. Jó- hann Páll segir að ljósmyndasöfn hér á landi séu enn skammt á veg komin með skráningu mynda. Gríðarleg vinna sé framundan. Þjóðminjasafn- ið áætli til að mynda að það taki 46 mannár að skrá myndir safnsins þannig að hægt verði að leita að þeim með skipulegum hætti. Þetta er þó aðeins hluti vinnunnar sem er fram- undan því einnig þarf að skanna inn myndirnar og koma þeim í rafrænt form sem gerir mögulega verslun með þær á Netinu. „Þetta er dýrt verkefni en ég efast ekki um að á endanum verður þetta mjög arðbært svo ekki sé talað um þægindin sem allir aðrir munu hafa af þessu. Þetta er menningarsöguleg nauðsyn." Jóhann Páll segir að hluti af Is- lenska myndasafninu verði komið í gagnið á næsta ári. Áframhaldið ráð- ist að miklu leyti af því hvort og hvernig samningar náist við önnur ljósmyndasöfn. Náist samningar við stærstu aðila á þessu sviði stefnir fyrirtækið að því að byggja safnið upp á skömmum tíma. Hann segir að fyrirkomulag af þessu tagi hljóti jafnframt að vera kærkomið fyrir söfnin. Þau þurfi nú þegar að leggja í mikinn kostnað við skráningu ljós- mynda en hafi ekki aðstöðu til að koma þeim auð sem þau búa yfir í verð. Islenska myndasafnið ætli að opna verslun með þessi verðmæti á Netinu. Genealogia eignist ekki myndir safnanna heldur sé miðað að því að fyrirtækið annist eins konar umboðssölu sem gæti aukið tekjur safnanna verulega þegar myndefnið er orðið aðgengilegt með þessum hætti. Jafnframt geti söfnin beitt sér að því að sinna varðveislu mynd- anna. Jóhann Páll Valdimarsson Samvörður 2000 haldinn hér á landi 7.-12. júní Aðgerðir æfðar vegna skips í hafsnauð ALMANNAVARNAÆFINGIN Samvörður 2000 mun fara fram hér á landi dagana 7.-12. júní næstkomandi og snýst atburðarás- in að þessu sinni um björgun í hafsnauð. Samvörður, sem fer fram undir merkjum Samstarfs í þágu friðar, var fyrst haldin hér á landi árið 1997 en markmið æfing- anna er að styrkja og samhæfa sameiginlegar aðgerðir herja ríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) og samstarfsríkja þess, s.s. á sviði friðargæslu og viðbragða við nátt- úruhamförum. Utanríkisráðuneytið, Almanna- varnir ríkisins og Landhelgisgæsl- an munu fara með æfingastjórn á Samverði 2000 en æfingin er tví- skipt. Felst fyrri hluti æfingarinn- ar í fyrirlestrum og málstofu en sá síðari í vettvangsæfingu sem fara munu fram dagana 10. og 11. júní. Að sögn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra munu rúmlega 400 íslenskir sjálfboðaliðar taka þátt í vettvangsæfingunni, auk lög- reglu, slökkviliðs og björgunar- sveita. Fulltrúar fjölda erlendra ríkja munu taka þátt í umræðum um björgun til sjós í málstofuhlut- anum en á vettvangsæfingunni munu sveitir frá íslandi, Banda- ríkjunum, Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Danmörku, Póllandi, Austurríki og Rússlandi taka þátt. Rússar taka þátt í æfingunni Samvörður 2000 er fyrsta friðar- samstarfsæfingin sem Rússar taka þátt í síðan þeir frystu samskipti sín við NATO í kjölfar aðgerða bandalagsins í Kosovo síðastliðið vor. Rússar tóku hins vegar þátt í Samverði 1997 og var það fyrsta friðarsamstarfsæfingin sem þeir tóku þátt í. „Eins og allir vita er- um við ekki með eigin her,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblað- ið. „Rússar hafa þess vegna verið mjög fúsir til að taka þátt í æfing- um hér á íslandi og við og önnur Atlantshafsbandalagsríki höfum lagt mikið upp úr því.“ Á vettvangsæfingunni verða æfðar björgunaraðgerðir vegna skemmtiferðaskips í hafsnauð. Skólaskipið Sæbjörg, gamla Akra- borgin, verður í hlutverki skemmtiferðaskipsins en um borð verða 150 sjálfboðaliðar. Verða tekin fyrir viðbrögð við háska um borð í farþegaskipi, s.s. slökkvi- störf, reykköfun, varrúðarráðstaf- anir vegna eiturefna, aðhlynning slasaðra, flutning slasaðra og óslasaðra frá borði í land, móttöku og umönnun slasaðra í landi. ÞRJÁR rekstrarein- ingar sem starfa að ferðaþjónustu í Snæ- fellsássamfélaginu á Hellnum á Snæfells- nesi, þ.e. Gistiheimilið Brekkubær, Ferða- þjónustan Leiðarljós og Tjaldstæðið á Brekku- bæ hafa gerst aðilar að sjálfbærri umhverfis- áætlun Green Globe 21. Samtökin Green Globe 21 voru stofnuð í framhaldi af Ríó-ráð- stefnunni árið 1992 með það í huga að koma sjálfbærri þróun inn í ferðamál í heiminum og veita þeim sem vinna að sjálfbærri ferðaþjónustuvottun. Er þetta í fyrsta sinn sem íslenskir aðilar ger- ast aðilar að umhverfisáætlun GreenGlobe 21, að sögn Guðrúnar G. Bergmann, sem er ásamt öðrum rekstraraðili að tveimur af þessum fyrirtækjum á Hellnum. Samtökin Green Globe 21 eru að sögn Guðrúnar formlega studd af 27 ferðaþjónustu- og landsstjórnarsam- tökum víða um heim, þar á meðal World Trade & Tourist Council og hafa þau gefið út vottunarstaðal og merki fyrir sjálfbæra ferðaþjónustu í þeim tilgangi að að hjálpa fyrirtækj- um og samfélögum að auka gæði í umhverfi sínu. Guðrún segir að samfélagið á Hellnum hafi unnið eftir sjálfbærri umhverfisstefnu allt frá árinu 1995 sem þau nýlega samræmdu við Stað- ardagskrá 21og þurftu því ekki á ráð- gjöf frá Green Globe 21 að halda til að móta sína stefnu. Á næstu 2 árum geta fyrirtækin síðan fengið fulla vottunarúttekt hjá Green Globe 21. Við það kemur hak í Green Globe 21 táknið, sem áður var minnst á, til merkis um að úttekt sé lokið. Það þýði þó ekki að þau séu laus allra mála heldur komi eftir- litsaðilar á vegum sam- takanna til með að fylgjast með því að fyr- irtækin sem hlotið hafi vottunina sofni ekki á verðinum. Guðrún upplýsir að Stefán Gíslason verk- efnisstjóri Staðardag- skrár 21 á landsvísu komi líklega til með að verða úttekt- araðili Green Globe hér á landi. Vistvæn málning á veggjum Að sögn Guðrúnar geta öll ferða- þjónustufyrirtæki tekið þátt í um- hverfisáætlun Green Globe 21 en þó með því skilyrði að þau láti gera hjá sér formlega vottunarúttekt eigi síð- ar en 2 árum eftir að þau gerastaðilar að áætluninni. Á þeim tímaeigi fyrir- tækin að geta aðlagað sig að kröfum Green Globe 21 um sjálfbærni og fest umhverfisstefnu sínaí sessi. Ferðaþjónustan á Hellnum hefur unnið eftir sjálfbærri umhverfis- stefnu í um þrjú ár en hún felst m.a. í því að einungis er notuð vistvæn málning áveggi innanhúss, öll brauð og kökur eru bakaðar á staðnum úr lífrænt ræktuðu mjöli, hluti af græn- metinu er ræktað á staðnum með líf- rænum aðferðum og allt sorp sem til fellur er flokkað og lífrænn úrgangur unninn í jarðvegsgerð, svo dæmi séu nefnd. Ríkisstjórnin veitir eina milljón króna til Eþíópíu RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum á mánudag að veita Hjálparstofnun kirkjunnar 1 milljón króna í neyðaraðstoð til Eþíópíu. Ákvörðunin var tekin í kjölfar erindis, sem stofnunin sendi Hall- dóri Ásgrímssyni utanríkisráð- herra í síðustu viku, en í erindinu er vakin athygli á langvarandi þurrkum og skelfilegum afleið- ingum þeirra í Austur- Afríku. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Atla Ás- mundsson, upplýsinga- og kynn- ingarfulltrúa utanríkisráðuneytis- ins. í erindi Hjálparstofnunar kirkjunnar kemur fram að sam- kvæmt nýrri skýrslu Matvæla- stofnunar Sameinuðu þjóðanna þarfnist yfir 15 milljónir manna í Eþíópíu, Eretríu, Sómalíu, Súd- an, Keníu, Úganda, Búrúndí, Rúanda og Tansaníu aðstoðar. „Ástandið er verst í Suður- og Austur-Eþíópíu, Sómalíu og norðurhluta Keníu,“ segir í erind- inu. „í Eþíópíu eru yfir 8 milljón- ir manna sem þarfnast aðstoðar og nú berast fréttir af dauða fjölda barna og gamalmenna." ACT, alþjóðarneyðarhjálp kirkna, hefur sent út neyðar- beiðni upp á 32 milljónir dollara °g byggjast kirkjur eða hjálpar- stofnanir á Norðurlöndunum senda skipsfarm af korni til Eþíópíu sem allra fyrst. Ferðaþjónustan á Hellnum V ottun um sjálfbæra um- hverfísstefnu Guðrún Bergmann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.