Morgunblaðið - 19.04.2000, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000
HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Minjar um elstu hafnarmannvirki í Reykjavrk
Grjóthleðslan falli inn í
hönnun nýja hússins
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Hleðslan kom í ljós þegar húsin milli Gauks á Stöng, Glaumbars og
Kaffi Reykjavíkur voru rifin.
vík“ og var hafnarstjóra falið
að ræða við borgarminjavörð
og framkvæmdaaðila til að
kanna hvort minjarnar gætu
fallið inn í fyrirhugaðar
framkvæmdir. Þannig er nú
stefnt að því að láta hleðsluna
falla inn í hönnun þess nýja
húss sem þarna á að rísa.
Á síðasta fundi hafnar-
stjórnar var lögð fram bókun
þess efnis að stjórnin tæki
þátt í uppbyggingu og vernd-
un hleðslunnar en upplýsing-
ar um kostnað vegna málsins
verða lagðar fram á seinni
stigum.
Hluti stofu í kjallara við-
byggingar veitingahúss
Jón segir að Eimskipafé-
lagið, sem er eigandi hússins,
hafi verið í viðræðum við
hafnarstjórn um hvernig
haga mætti frágangi hússins
þannig að grjóthleðslan
kæmi fram. Hann segir að
arkitektum hafi verið falið að
endurskoða teikningar að
nýbyggingunni við Gauk á
Stöng og að settar hafi verið
fram hugmyndir um að
hleðslan yrði hluti af frá-
gangi innanhúss.
Þannig yrði hleðslan sýni-
leg innandyra í kjallara nýrr-
ar viðbyggingar veitinga-
hússins, þar sem til stendur
að hafa setustofu. Þannig
myndi hún blasa við þegar
horft yrði inn eftir kjallaran-
um og verða hluti af rýminu.
TIL stendur að varðveita
grjóthleðslu sem fannst við
hlið veitingahússins Gauks á
Stöng og er hluti af elstu
hafnarmannvirkjum Reykja-
víkur, þannig að hún falli inn
í hönnun þess nýja húss sem
þar á að rísa.
Grjóthleðslan fannst þegar
byrjað var að grafa við hlið
húss Gauks á Stöng, en þar
er verið að byggja við og
stækka núverandi húsnæði
veitingahússins.
Jón Þoivaldsson, forstöðu-
maður tæknideildar hjá
Reykjavíkurhöfn, segir talið
að grjóthleðslan sé frá því
um lok 19. aldar og að hún sé
hluti af þeim hleðslukanti
sem afmarkaði gamla hafnar-
garðinn í Reykjavík. Þá hafi
Hafnarstræti, eins og nafnið
gefur til kynna, verið sú gata
sem lá meðfram höfninni og
fjörulína borgarinnar legið
þar sem nú er Tryggvagata.
Allt land fyrir norðan
Tryggvagötu sé því byggt á
uppfyllingum sem smám
saman hafi verið komið fyrir
til að stækka hafnarsvæðið.
Hafnarstjórn stuðlar að
verndun minjanna
Þegar í ljós kom að grjót-
hleðslan var þetta heiíleg
þarna í grunninum var sam-
þykkt tillaga sjálfstæðis-
manna í hafnarstjórn
Reykjavíkur þess efnis að
reynt yrði að „vernda þessar
nýfundnu minjar um elstu
hafnarmannvirki í Reykja-
Orkuveitan staðfestir að grunnvatnsmengun frá jarðhitavökva
á Nesjavöllum valdi útfellingum í hitaveituvatni
Vandanum eytt með niður-
dælingu sem hefst í sumar
Nesjavellir
ORKUVEITA Reykjavíkur
mun hefja niðurdælingu af-
fallsvatns 1-2 árum fyrr en
ætlað var í kjölfar kvartana
um útfellingar í vatni frá
Nesjavöllum. Guðmundur
Þóroddsson, forstjóri Orku-
veitunnar, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að út-
fellingarnar mætti liklega
rekja til þess að jarðhita-
vökvi hafi blandast í vatns-
uppsprettur í Grámel.
Morgunblaðið greindi í
gær frá því að Kópavogsbær
hygðist leita skýringa og
bóta frá Orkuveitunni vegna
þess að útfellingar hafi dreg-
ið úr afkastagetu forhitara,
varmaskiptis við Sundlaug
Kópavogs, og víða í sveitar-
félögunum sunnan Reykja-
víkur þar sem kynt er með
vatni fró Nesjavöllum hafi
hlotist vandræði í rekstri
hitakerfa af útfellingum í
vatni. Jafnframt sagði
Hrefna Kristmannsdóttir,
jarðefnafræðingur og deild-
arstjóri hjá Orkustofnun, að
styrkur áls og fosfats í vatn-
inu þyrfti skýringa við og
hún velti fyrir sér hvort það
skýrðist af mengun.
Guðmundur Þóroddsson
staðfesti að starfsfólk Orku-
veitunnar hefði orðið vart
við kvartanir vegna stíflaðra
sía og minnkaðra afkasta í
varmaskiptum í vetur, þar á
meðal í Sundlauginni í Kópa-
vogi. „Við teljum að líkleg-
asta orsökin sé sú að það
hafi blandast jarðhitavökvi
við vatnið sem tekið er upp á
Nesjavöllum, sérstaklega
þegar lágt er grunnvatn. Við
höfum verið að rannsaka
þetta síðan við heyrðum af
þessu sjálfir og í samstarfi
við Háskólann, Orkustofnun
og fleiri. Við vorum búnir að
ákveða að flýta niðurdæl-
ingu á jarðhitavökvanum frá
því sem ætlað var um eitt
eða tvö ár. Það verður boruð
niðurdælingarhola í sumar
og við reiknum með að dæla
vökvanum niður í jarðhita-
geymana aftur í sumar eða
haust þannig að þetta endur-
taki sig ekki.“
150-200 m.kr. kostnaður
Guðmundur sagði að vitað
hefði verið að jarðhitavökv-
inn mundi blandast grunn-
vatninu. „En við sjáum að á
ákveðnum árstímum hækkar
styrkurinn meira en við
gerðum ráð fyrir. Það var á
áætlun að dæla vatninu nið-
ur eftir 1-2 ár, en þegar það
kom upp í vetur að við sáum
einhver áhrif var ákveðið að
ílýta því.“
Guðmundur sagði talið að
kostnaður við borholuna í
sumar, svo hægt verði að
hefjast handa við niðurdæl-
inguna, væri áætlaður 150-
200 milljónir króna.
Heitavatnsframleiðslan á
Nesjavöllum fer þannig fram
að grunnvatni er dælt úr
lindum við Grámel og það
hitað upp með jarðgufu frá
háhitasvæðinu á Nesjavöll-
um. Niðurdæling felur í sér
að affallsvatnið, jarðhita-
vökvinn, sem hefur til þessa
runnið ofan jarðar eftir að
framleiðsluferlinu er lokið,
verður settur ofan í borholu
á háhitasvæðinu.
Guðmundur sagði að það
væru fyrst og fremst um-
hverfissjónarmið sem köll-
uðu á niðurdælinguna og það
að hindra að jarðhitavökvinn
blandaðist vatninu í Grámel.
Niðurdælingin hefði ekki
það markmið að halda uppi
þrýstingi á háhitasvæðinu.
Slík sjónarmið ættu síður við
á Nesjavöllum en á Svarts-
engi og við Kröflu.
En hver er afstaða Orku-
veitunnar til þeirrar bókun-
ar bæjarráðs Kópavogs að
krefja hana bóta vegna
þeirra skakkafalla sem orðið
hafa í rekstri sundlaugar
bæjarins vegna útfellinga í
heita vatninu? Er það mál
prófsteinn á það hvort fyrir-
tækið sé bótaskylt gagnvart
öðrum notendum sem orðið
hafa fyrir tjóni vegna útfell-
inga?
„Við skoðum það í hverju
tilfelli og höfum ekki tekið
beinlínis afstöðu til þess.
Þetta er tiltölulega nýtt mál,
það eru ekki nema um þrjár
vikur síðan þeir komu hing-
að sundlaugarmenn úr
Kópavogi með sín vandamál.
Ef niðurstaðan er að okkur
beri að bæta skaðann gerum
við það,“ sagði Guðmundur.
Rannsóknir Hrefnu Krist-
mannsdóttur benda til þess
að fosfat finnist í Nesjavalla-
vatninu án þess að hún hafi
skýringar á því. Hefur orku-
veitan skýringu á fosfati í
vatninu?
„Við höfum svo sem ekki
skýringar á því heldur, en
fosfat getur verið merki um
lífræn efni, sem geta vel ver-
ið samverkandi við það að
leið jarðhitavökvans liggur í
gegnum lífrænt svæði. En
þetta hringir engum sér-
stökum bjöllum hér,“ sagði
Guðmundur og vísar þar til
þess að leið affallsvatnsins
ofan í vatnsbólin í Grámel
liggur af yfirborðinu í gegn-
um jarðlög og gróður sem í
þeim er að finna.
Rannsóknir Hrefnu leiddu
einnig í ljós hækkandi styrk
á áli í vatninu og Guðmund-
ur sagði að ástæðu þess
mætti e.t.v. rekja til jarð-
hitavökvans en ástæðurnar
gætu verið fleiri.
„En við erum búnir að
panta holu fyi-ir niðurdæl-
ingu og búumst við að gera
það í ágúst," sagði hann.
Fyrir fund borgarráðs í
gær var lagt minnisblað frá
Orkuveitunni þar sem greint
er frá áformum um að flýta
niðurdælingu í ljósi fyrr-
greindra kvartana og að
meginorsök vandans sé talin
íblöndun jarðhitavökva í
lindirnar í Grámel, sem leiði
til aukins kísilstyrks upphit-
aða vatnsins, sem sent er frá
Nesjavöllum. íblöndun sé
helst vandamál á veturna
þegar grunnvatn er lægst og
jarðhitavökvi mestur. Orku-
veitan vonist til að vanda-
málið muni ekki endurtaka
sig næsta vetur.
Alfreð Þorsteinsson, for-
maður stjórnar Orkuveit-
unnar, lét bóka í borgarráði
að unnið verði að frekari
rannsókn málsins.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Skíðafúlk notar frídag-
ana og gúða veðrið á
skíðasvæðunum á höfuð-
borgarsvæðinu.
Skíða-
veður
Bláfjöll
SKÍÐAFÓLK tekur björtu og
fallegu veðri í dymbilvikunni
fagnandi og fjölmennir á
skíðasvæðin, sem eru opin
frá klukkan 10 að morgni til
10 að kvöldi. Aðstæður voru
eins og þær gerast bestar í
Bláfjöllum og Skálafelli í
gær, nokkuð frost en hægur
vindur, mikill snjúr og gott
skíðafæri. Að vísu er færið
nokkuð hart að morgni en
mýkist þegar líður á daginn
og súlin hækkar á lofti.
I Skálafelli er nú meiri
snjúr en verið hefur síðastlið-
in tíu ár og í Bláfjöllum er
jafn mikill snjúr og um miðj-
an vetur í meðalári.
Ein-
stefnu-
kafli á
*
Asvalla-
götu
Vésturbær
BORGARRÁÐ hefur, í kjöl-
far áskorunar frá íbúum, sam-
þykkt að koma á einstefnu-
akstri til vesturs á Ás-
vallagötu milli Hofsvallagötu
og Bræðraborgarstígs.
Ibúar á þessum kafla Ás-
vallagötu söfnuðu undirskrift-
um sín á meðal í febrúar í því
skyni að fá samþykktan ein-
stefnuakstur í götunni, líkt og
í öðrum götum sem liggja
milli Hofsvallagötu og
Bræðraborgarstígs.
I bréfi sem fylgdi undir-
skriftarlistunum sem sendir
voru skipulags- og umferðar-
nefnd borgarinnar segir að 93
íbúar eldri en 17 ára hafi lög-
heimili á þessum kafla og hafi
61 þeirra ritað nafn sitt á und-
irskriftalistana en gengið var
með hann milli húsanna milli
klukkan 16 og 21 á einum
degi.
I bréfinu er lagt til að leyfð
verði einstefna til austurs
vegna þess að við aðrar götur
milli Hofsvallagötu og
Bræðraborgarstígs sé ein-
stefna til vesturs. Á undir-
skriftalistanum er jafnframt
lagt til að á þessum hluta göt-
unnar verði sett skásett bif-
reiðastæði sunnan megin göt-
unnar og gangbraut að
norðanverðu verði fjarlægð.
Skipulags- og umferðar-
nefnd borgarinnar sendi er-
indi íbúanna til umferðarör-
yggisnefndar, sem er undir-
nefnd skipulagsnefndar, og
þar var samþykkt að setja
einstefnu til vesturs á kaflann
enda væri það í samræmi við
umferðarskipulag. Jafnframt
að gerð verði samsíða stæði
beggja vegna götunnar. Talið
var að einstefna til austurs
mundi auka umferð um göt-
urnar samsíða og norður af
Hringbraut og að gatan væri
ekki nægilega breið fyrir ská-
stæði. Með því að gera sam-
síða bílastæði beggja vegna
götunnar væri hægt að koma
u.þ.b. 40 stæðum fyrir að
sunnanverðu en um 25 stæð-
um að norðanverðu.
Skipulags- og umferðar-
nefnd samþykkti þessa af-
greiðslu þann 10. þessa mán-
aðar.
Daginn eftir lagði borgar-
verkfræðingur samþykkt
nefndarinnar fyrir borgarráð
sem lagði blessun sína yfir
framkvæmdina.
Miðborgin