Morgunblaðið - 19.04.2000, Page 18

Morgunblaðið - 19.04.2000, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI TILBOÐSVERÐ Kr. 19.900.“ Pantanir óskast sóttar. Lítið á mörg önnur góð húsgagnatilboð. SÓFABORÐ: 120x70x45 sm mtAlw Sending komin! TILBOÐ: Borð og 6 stólar. Borð 100 x 160 sm og 6 stólar Kr. 69.900.- Borð 100 x 190 sm og 6 stólar Kr. 79.900.- Borð 100 x 220 sm og 6 stólar Kr. 89.900.- Öll borðstofuborð á tilboði sporöskjulöguð eða köntuð. 3 gerðir stóla. Nokkur lítið gölluð húsgögn á TOMBÓLUVERÐI! Faxafeni sími: 568 4020 HÚSGAGNADEILD Fasteignir á Netinu ^mbl.is Helmingur af veltu Kaupþings komi utan frá innan 5 ára Grunnur o g kjarni Kaupþings á Islandi „Draumsýn Kaupþings er að alþjóð- leg umsvif okkar aukist, nemi helm- ingi af veltunni eftir fimm ár eða svo og síðan kannski enn meir, þó grunn- urinn og kjarni fyrirtækisins verði áfram á Islandi," sagði Sigurður Ein- arsson forstjóri Kaupþings á blaða- mannafundi í Lúxemborg í gær í til- efni af opnun Kaupthing Bank Luxembourg. A blaðamannafundin- um var einkabankaþjónusta Kaup- þings kynnt, en þar er lögð áhersla á þjónustu við einstaklinga. Með opnun bankans í Lúxemborg og skrifstofu í New York, Stokkhólmi og Færeyjum verður hægt að sinna betur þjónustu við Islendinga erlendis, en einnig að laða frekar að erlenda fjárfesta. Um 200 manns vinna nú hjá Kaupþingi, þar af sinna 40 prósent starfsmanna erlendum umsvifum. Guðmundur Hauksson sparisjóðs- stjóri SPRON og formaður stjómar Kaupþings sagði á blaðamannafund- inum að á síðasta aðalfundi Kaup- þings hefði stjóminni verið falið að athuga hugsanlega skráningu fyrir- tækisins á hlutabréfamarkaði, en hvenær það yrði og þá hvar væri of snemmt að segja um. Um það hvort vöxtur með kaupum á öðmm fyrir- tækjum væri í bígerð sagði Guð- mundur að ekkert væri útilokað í þeim efnum. I gær var einnig haldin móttaka til að kynna opnun bankans. Ólafur Ragnar Grímsson flutti ávarp, þar sem hann nefndi meðal annars að það færi vel á að fyrsti íslenski bankinn opnaði í Lúxemborg, þar sem Cargo- lux hefði verið stofnað á sínum tíma. Kuran Swing skemmti við opnunina og gestir vom leystir út með geisla- diski Kuran Swing, „Music to my ears“, sem Kaupþing hefur látið gera. Kostnaður en ekki áhætta A fundinum í gær sagði Hreiðar Már Sigurðsson, aðstoðarforstjóri Kaupþings, sem mun stýra skrifstof- unni í New York að þar yrði opnaður fyrsti íslenski vogunarsjóðurinn (hedge fund) sem yrði þar með enn ein viðbótin við önnur fjárfestingar- tilboð Kaupþings. I New York verður lögð sérstök áhersla á fyrirtækja- þjónustu. Þegar stoðtækjafyrirtækið Össur keypti nýlega bandarískt fyrirtæki og varð þar með annar stærsti fram- leiðandi stoðtækja í heimi vai- Kaup- þing fjárfestingabanki Össurar og sá um ráðgjöf í því sambandi. Kaupþing leggur nú vaxandi áherslu á slíka þjónustu. En um leið og íslensk fyrir- tæki era studd til útrásar er einnig áhugi á að aðstoða erlenda fjárfesta til að fjárfesta á íslandi. Fulltrúar Kaupþings á fundinum í gær lögðu áherslu á að það sem gerði þeim kleift að færa út kvíarnar erlendis væri sterk staða þeirra heima fyrir. Hreið- ar Már benti einnig á að sama ætti við um önnur íslensk fyrirtæki, sem gengið hefðu vel erlendis, til dæmis Marel. I þessum tilfellum væri það undirstaða útrásarinnar að fyrirtæk- in hefðu náð góðri stöðu og áunnið sér þekkingu heima fyrir, sem nýttist þeim erlendis. Sigurður Einarsson sagði að vissu- lega kostaði það mikið að setja upp starfsemi erlendis. „Við tökum eitt skref í einu og höfum augun opin fyr- ir því að ef við þyrftum að loka ein- hverri af skrifstofum okkar úti, sem ekkert bendir til eins og stendur, þá hefur það ekki úrslitaáhrif á vel- gengni fyrirtæksins. Áhættan sem við tökum með þessu er ekki slík.“ Ferlið í átt að frumskráningui hafið „Hugsunin er til staðar,“ sagði Guðmundur Hauksson er spurningin um hvort Kaupþing stefndi á að fara á markað kom upp. Hann sagði að í þessu sambandi væri að mörgu að hyggja, bæði kostum og göllum. Kostimir væm að ef fyrirtækið færi á markað fengist bæði inn aukið fé og eins þekking frá eigendum, sem bættust í hópinn. Á hinn bóginn væm sparisjóðimir nú einu eigendurnir og það væri því nýtt skref sem tekið yrði með skráningu á Verðbréfaþingi Is- lands. Tök núverandi eigenda yrðu þá ekki þau sömu og áður. Þar sem ferlið í átt að framskráningu er hafið er það ekki síst aukið fjármagn inn í fyrirtækið, sem lokkar. Aðspurður sagði Guðmundur að stjómin væri heldur ekki fráhverf þeirri hugsun að Kaupþing yxi með því að kaupa önn- ur fyrirtæki. „Kaupþing hefur hingað til fyrst og fremst vaxið innan frá. Kaup em þó einnig þáttur, sem kem- ur til greina og í þessum efnum er ekkert útilokað," sagði Guðmundur. ----------------------- Urvalsvísitala VÞÍ hækkar um 2% ÚRVALSVÍSITALA Aðallista Verðbréfaþings íslands hækkaði í gær um 2,07% og endaði í 1.731 stigi. Viðskipti á þinginu námu alls 895 milljónum króna. Viðskipti með hlutabréf námu 346 milljónum króna, en viðskipti með húsbréf námu 295 milljónum. Mest urðu viðskipti með hlutabréf Samherja hf., fyrir 40 milljónir króna, og lækkaði gengi bréfanna um 1,3%. 40 milljóna kr. viðskipti urðu sömuleiðis með bréf Trygg- ingamiðstöðvarinnar og hélst gengi þeirra bréfa óbreytt. Þá urðu 35 mil- ljóna viðskipti með bréf Baugs og lækkaði gengi bréfanna um 3,1%. Viðskipti með bréf Flugleiða námu 33 milljónum króna, en verð þeirra bréfa lækkaði um 3,9%. Aðrar helstu breytingar dagsins vora þær að bréf Skýrr hækkuðu um 22,1%. Hækkun varð einnig hjá SÍF, 9,8%, og Búnaðarbankanum, 7,5%. Bréf Islenskra aðalverktaka lækk- uðu hins vegar um 5,6%. Maestro ÞITT FÉ HVAR SEM ÞÚ ERT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.