Morgunblaðið - 19.04.2000, Side 24

Morgunblaðið - 19.04.2000, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Bandarískir hlutabréfamarkaðir að rétta úr kútnum eftir mikla lækkun Nasdaq „beygður markaður“ SKIPTAR skoðanir eru um það í Bandaríkjunum hvort lækkunar- hrinan sem dunið hefur yfir á bandarískum hlutabréfamörkuðum sé liðin hjá og ástandið sé orðið stöðugt. Margir hlutabréfasérfræðingar í Bandaríkjunum eru þeirrar skoð- unar, að ekki sé ástæða til að ör- vænta. Ekkert bendi til að fall Nasdaq-vísitölunnar muni hafa áhrif á bandaríska markaðinn í heild, heldur miklu frekar áhrif á verð bréfa í tæknifyrirtækjum. Þeir benda á að þrátt fyrir lækk- unina á Nasdaq-vísitölunni í síð- ustu viku, hafi hún einungis lækk- að um 18% frá áramótum, og hafi frá sama tímapunkti á árinu 1999 stigið um 42%. Hún hafí einnig eft- ir lækkunina á föstudag verið enn yfir því sem hún var 15. desember. sl., eða fyrir fjórum mánuðum. Jafnframt segja þeir að hér sé á ferðinni leiðrétting á verði tækni- fyrirtækja. Slíkt hafi margoft áður gerst á bandarískum mörkuðum og þeir komist fljótt aftur í samt horf. Við lokun Nasdaq-markaðarins á föstudaginn síðasta hafði vísitala hans lækkað á einum degi um 9,67% og 34,2% frá 10. mars sl., þegar hún náði sögulegu hámarki. Dow Jones-iðnaðarvísitalan lækk- aði um 5,66% þennan dag og hafði þá fallið um tæp 9% frá því á þriðjudag. Nasdaq-vísitalan hækkaði um 6,6% í fyrradag og Dow Jones- vísitalan um 2,5%. Hækkunin hélt áfram í gær, en um miðjan dag hafði Nasdaq hækkað um 5% og Dow Jones hafði einnig hækkað. Líkt við aðdraganda hrunsins mikla Sumum hefur þótt lækkunar- hrinan nú minna um margt á að- draganda hruns bandaríska hluta- bréfamarkaðarins árið 1929 og hrunsins sem varð 19. október 1987. Fróðlegt er að rifja upp hver aðdragandi þessara tveggja verðhruna var og hversu mikil lækkun varð. Frá aldamótum fram til hruns- ins 1929 var ekki óalgengt að bandaríski markaðurinn lækkaði um 40-50% frá fyrra hámarki. Arðgreiðslur voru reyndar hærri en nú gerist og milduðu þessi áhrif eitthvað. Árið 1923 hófst langt skeið hækkana og á því tímabili Reuters fimmfölduðust hlutabréfin í verði. Vel áraði í efnahagslífi í Banda- ríkjunum á þessum tíma, miklar framfarir urðu í framleiðslu, bíla- eign varð almennari og það fjölg- aði í miðstéttinni. Snemma árs 1929 fór ví rkárari mönnum að hætta að lítas! á blik- una, en spákaupmenn hristu það af sér og markaðurinn flaug enn hærra og stóð í hámarki í byrjun september 1929, í 382 stigum. Hann seig næstu vikurnar, en bjartsýni var þó ríkjandi. Slæmar fréttir bárust þetta haust og sveiflurnar jukust. Mið- vikudaginn 24. október 1929 féllu bandarísku hlutabréfin í Dow Jon- es-vísitölunni um nærri 7%. Dag- inn eftir, hinn svarta fimmtudag, 25. október, voru spákaupmenn á nálum og framan af deginum voru hlutabréf í frjálsu falli. Þá reyndu bankar í New York, með J.P. Morgan fremstan í flokki, að styðja við markaðinn með kaupum og þeim tókst að endurvekja traust fjárfesta og rétta markað- inn af. En eftir helgina héldu menn áfram að selja, mánudagurinn var mjög slæmur, en þá féllu hlutabréf í Dow Jones-vísitölunni um 13% og þriðjudaginn 29. október var sett nýtt viðskiptamet í kauphöllinni á Wall Street. Þá varð algjört hrun fram eftir degi enda orðið augljóst að bjargvættirnir í bönkunum lögðu ekki í að setja meiri peninga í að styðja við markaðinn. Það varð 12% fall og við lok dagsins stóð vísitalan í 230 stigum. Dow Jones lækkaði um 22,6% á einum degi 1987 Árið 1987 varð mikið verðfall á bandarískum hlutabréfum, m.a. lækkuðu þau um heil 22,6% á að- eins einum degi, 19. október. Þetta olli ekki neinni kreppu, enda gripu bandarísk peningamálayfirvöld snarlega inn í og greiddu fyrir við- skiptum á peningamarkaðnum. 10% lækkun er leiðrétting Erlendis tala margir sérfræð- ingar um það að 10% lækkun á hlutabréfavísitölum sé leiðrétting á verði bréfa, en þegar markaður er dottinn niður um meira en 20% frá toppi tala menn um það sem á ensku er kallað „bear market“. Margeir Pétursson, framkvæmda- stjóri MP Verðbréfa, þýðir þetta hugtak og kallar „beygðan mark- að“ í grein á vefsíðu fyrirtækisins. 5,7% lækkunin á Dow Jones- vísitölunni á föstudaginn síðasta var mesta gengislækkun sem orðið hefur á vísitölunni á einum degi. Þessi staðreynd getur þó gefið vill- andi mynd af ástandinu. Prósentu- breytingin á vísitölunni, sem hefur meira gildi, var einungis sú 40. mesta frá upphafi. Og það sem meira er, að prósentubreytingin á föstudaginn var, bliknar í saman- burði við þá 22,6% lækkun sem varð á vísitölunni 19. október 1987. Dow Jones hefur lækkað um 12% frá því meti sem sett var í janúarmánuði og því er talað um að hlutabréfaverð á Wall Street hafi tekið leiðréttingum með þess- um lækkunum. Samkvæmt skil- greiningunni telst Nasdaq hins vegar „beygður markaður" eftir lækkanirnar í síðustu viku. Til vitnis um það er 34,2% lækkunin frá hámarki vísitölunnar hinn 10. mars. Nasdaq-markaðurinn hefur frá stofnun, 1971, verið „beygður“ í alls níu skipti. Síðasta skipti sem hann náði því marki var 20. júlí 1998, er lækkunin nam 29,6%. Auglýsing þessi er eingöngu birt í upplýsingaskyni. Hlutabréf Kögunar hf. á Verðbréfaþing íslands Stjórn Verðbréfaþings íslands hefur ákveðið að taka öll hlutabréf Kögunar hf., alls kr. 90.000.000, á skrá Aðallista enda hafi skilyrði skráningar verið uppfyllt. Bréfin verða skráð fimmtudaginn 27. apríl nk. Kaupþing hf. hefur umsjón með skráningunni og er hægt að fá skráningarlýsinguna í afgreiðslu Kaupþings, Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Einnig er hægt að nálgast skráningarlýsinguna á vef Kaupþings; www.kaupthing.is. ÍS KAUPÞING Kaupþing hf. • Ármúla 13A • Reykjavík sími 5151500 • fax 5151509 • www.kaupthing.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.