Morgunblaðið - 19.04.2000, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Erfða-
breyttur
lax á
markað
innan árs
London. Morgunblaðið
ERFÐABREYTTUR lax kann
að verða kominn á borð manna
innan árs, ef bandaríska mat-
vælaeftirlitið og stjórnvöld,
sem fara með erfðabreytingar
matvöru, leyfa framleiðslu
hans til manneldis. Laxinn
hefur verið gæddur flyðrugeni,
sem gerir það að verkum að
hann vex sex sinnum hraðar
en náttúrulegur lax.
Léttari á fóðrum
Það er bandaríska fyrirtæk-
ið AF Protein, sem hefur hafið
framleiðslu á erfðabreytta lax-
inum á Prince Edward eyju í
Kanada. Fjölmiðlar hafa eftir
talsmönnum fyrirtækisins, að
laxinn sé mun ódýrari í fram-
leiðslu, en sá náttúrulegi og
umhverfisvænni að því leytinu
að hann neyti minni fæðu. Þá
sé heilbrigði minna vandamál.
Laxinn sé ófrjór og því stafi
öðrum laxastofnum ekki hætta
af honum.
Greenpeace hefur hafið mót-
mæli gegn erfðabreyttum laxi
og segir hann ógnun við lífrík-
ið og náttúrulega laxastofna.
Ein undantekning frá ófrjó-
seminni sé nóg til þess að
valda stórspjöllum. Skozkir
laxaframleiðendur hafa þegar
mótmælt framleiðslu erfða-
breytts lax.
Verði framleiðsla laxins
leyfð, verður hann fyrsta
erfðabreytta dýrið sem leyft
er að framleiða til manneldis.
Hitastilltir ofnlokar
• Fínstilling "með einu handtaki"
■ Auðvelt að yfirfara stillingu
• Lykill útilokar misnotkun
• Minnstu rennslisfrávik
• Hagkvæm rennslistakmörkun
Heimeier - Þýsk nákvæmni
flliiiQnig>
T€f1GI
Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur
Simi: 564 1088 • Fax: 5641089 • tengi.is
TZSemmfei/iúsið
DEMANTAHÚSI
Nýju Kringlunni, sími
Fundi Alþjóðagjaldeyrissjdðsins og Alþjóðabankans lauk í Washington í gær
Mótmælahóparnir sam-
einast um nýjan óvin
Reuters
Hópur mótmælenda á götu í Washington. Krafa þeirra var að hinum alþjóðlegu fjármálastofnunurn yrði lokað,
enda væru þær andvígar vinnandi fólki og fátæklingum.
Peir, sem söfnuðust
saman í Washington til
að mótmæla vorfundi
Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins, IMF, og Alþjóða-
bankans, voru fulltrúar
fyrir margvísleg sjónar-
mið og stundum hin
ólíklegustu. Sumir yst
til vinstri í hinu pólitíska
litrófí, aðrir yst til hægri
en þessir hópar allir
virðast nú hafa fundið
sér einn sameiginlegan
óvin, sem eru alþjóðleg-
ar fjármálastofnanir.
MARGIR hópanna, sem komu sam-
an í Washington, eiga aðild að ein-
um regnhlífarsamtökum, sem kall-
ast „Baráttan fyrir réttlæti um
allan heim“, en að öðru leyti virðast
þeir eiga fátt sameiginlegt. I mót-
mælunum var baráttuhópur fyrir
auknum réttindum dýra saman
kominn á einu götuhomi og þeir,
sem sökuðu stofnanimar um að
eiga sína sök á alnæmisvandanum,
á öðm. Annars staðar vom þeir,
sem segja stofnununum um að
kenna skuldabasl þróunarríkjanna,
og fulltrúar verkalýðsfélaga, sem
telja hagsmunum sínum ógnað með
alþjóðavæðingunni, vom ekki langt
undan. Umhverfisvemdarmenn létu
sig heldur ekki vanta og stjómleys-
ingjar, liðsmenn í samtökum, sem
kalla sig „Svarta kassann“, voru
ekki komnir til að lýsa skoðunum
sínum með orðunum einum.
„Niður með rautt kjöt“
„Réttindi dýra, réttindi manna.
Ein barátta, eitt stríð“ hrópuðu
dýravinimir í sama mund og um-
hverfisverndarmennirnir, sumir
klæddir upp eins og væm þeir tré
og aðrir með „fiðrildavængi" á
baki, lögðu upp í sína göngu.
Skammt þar frá var annar hópur
og baráttumál hans var, að þjálfun-
arbúðum bandaríska hersins fyrir
liðsmenn í stjómarherjum ríkja í
Rómönsku Ameríku yrði lokað. Var
því haldið fram, að í búðunum væri
kennt að pynta fólk og kúga.
Slagorðin vora af öllu tagi og
endurspegluðu áhugamálin. „Niður
með rautt kjöt“ og „Niður með
kapítalismann“ voru borin saman
og verkamenn í stáliðnaði komu
saman til næturvöku. Fólk af suð-
ur-amerískum uppmna mótmælti
því, að einhverjir úr þess hópi
höfðu verið bomir út, og samtökin
Frjálst Burma efndu til hádegis-
verðar. Önnur samtök efndu til
námskeiðs í borgaralegri óhlýðni.
Tækifæri fyrir
stjórnleysingja
Lögreglan í Washington var með
mikinn viðbúnað vegna mótmæl-
anna og ekki síst vegna hugsan-
legra átaka við félaga í „Svarta
kassanum“, samtökum stjórnleys-
ingja. Þegar fundi Heimsviðskipta-
stofnunarinnar í Seattle var hleypt
upp í desember sl. vom þeir
fremstir í flokki þeirra, sem stóðu
fyrir óeirðum og skemmdarverk-
um, og þegar þeir komu til Wash-
ington létu þeir það verða sitt
fyrsta verk að vopnast stálrömm
og öðmm bareflum, sem þeir stálu
á byggingarlóð í borginni. Eink-
unnarorð þessa hóps er „Hverra
stræti?- Okkar stræti“ og í mót-
mælunum á sunnudag köstuðu þeir
öllu, sem þeir komu höndum yfir,
út á göturnar, dagblaðarekkum og
tunnum og drógu til bíla. Leiðtogar
hópsins segjast vera að stofna til
alheimshreyfingar og halda því
fram, að fólk í þriðjaheiminum
megi ekki vatni halda af gleði yfir
því, að þeir skuli loksins hafa tekið
af skarið. Þegar þeir eru spurðir
hvers vegna þeir ástundi alla þessa
eyðileggingu segja þeir, að það sé
vegna þess, að stjórnleysið sé í
raun kjarni og aðal hvers samfé-
lags!
Fjármálastofnunum
kennt um aukna fátækt
Mótmæli og athugasemdir við
stefnu og starfsemi Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins og Alþjóðabankans
em í sjálfu sér eðlileg enda er um
að ræða mjög valdamiklar stofnan-
ir. Þær krefjast þess af lántakend-
um, að þeir beiti sér íyrir umbótum
í efnahagslífinu, t.d. einkavæðingu
og minni ríkisútgjöldum og afnemi
hömlur á ítökum útlendinga, og
stefnan er almennt sú, að öll ríki
eigi að lúta þeim reglum, sem gilda
á hinum alþjóðlega fjármálamark-
aði. Fyrir tugmilljónir manna í
Afríku, Asíu, Rómönsku Ameríku,
Austur-Evrópu og Sovétríkjunum
fyrrverandi hefur þessi stefna haft
alvarlegar afleiðingar og henni er
kennt um upplausn samfélaga og
vaxandi fátækt. Gagnrýnendur
þessa efnahagskerfis, sem nú er að
leggja undir sig lönd og álfur,
halda því líka fram, að það hafi í
för með sér vaxandi misskiptingu.
Benda þeir á í því sambandi, að
auður 475 ríkustu manna í heimi sé
jafn mikill og árlegar tekjur rúm-
lega helmings jarðarbúa, fólks, sem
verður að láta sér nægja um 150
ísl. kr. á dag.
Talsmenn alþjóðastofnananna
hafa brugðist hart til varnar þeim
og alþjóðavæðingunni. Þeir halda
því fram, að alþjóðavæðingin sé öfl-
ugasta tæki, sem til er, í barátt-
unni fyrir bættum lífskjörum og
gegn fátækt. Suðaustur-Asíuríkj-
unum hefði t.d. ekki tekist að rísa
upp úr öskustónni nema vegna
hennar. Vissulega sé það fylgifisk-
ur alþjóðavæðingar, að fjármagnið
leiti þangað, sem það gefur bestan
arð, t.d. þar sem vinnuaflið er
ódýrast, en um leið sé verið að
bæta kjör fólksins á þessum svæð-
um. Það leiði fljótt til þess, að laun-
in hækki og samkeppnisstaðan
jafnist. Um leið verði til nýr mark-
aður, t.d. fyrir vörur frá Vestur-
löndum.
Ótti og andstaða við
þjóðfélagslegar breytingar
Andstaða verkalýðsfélaganna,
t.d. AFL-CIO í Bandaríkjunum,
byggist aðallega á þessu, það er, að
með alþjóðavæðingunni sé verið að
taka frá þeim vinnuna og flytja
hana til annarra heimshluta. Með
þeim röksemdum börðust þau gegn
NAFTA, fríverslunarsamningi Am-
eríkuríkjanna, og þau hafa farið
mikinn í baráttunni gegn nýjum
viðskiptasamningi við Kína. Boð-
uðu þau til fundar um þau mál 12.
apríl sl. og þótti málflutningurinn
þar fyrst og fremst einkennast af
þjóðrembu og andkommúnisma.
Var einn ræðumannanna Patrick
Buchanan, öfgafullur hægrimaður,
sem reynt hefur fyrir sér með litl-
um árangri innan Repúblikana-
flokksins en verður hugsanlega for-
setaframbjóðandi lítils flokks,
Bandaríska umbótaflokksins.
Buchanan er ákafur andstæðing-
ur alþjóðlegra stofnana og mál-
flutningur annarra á AFL-CIO-
fundinum var í sama dúr. Hafa
margir af því áhyggjur, að þessum
öflum, sem em andsnúin hvers
kyns þjóðfélagslegum breytingum,
muni takast að stela baráttunni og
kæfa um leið alla eðlilega gagnrýni
á starfsemi Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins, Alþjóðabankans og Heimsvið-
skiptastofnunarinnar.
Skuldir þróunarríkjanna
Önnur veigamikil gagnrýni á
fjármálastofnanirnar er, að þær
hafi átt sinn þátt í skuldabasli
margra þróunarríkja með lánveit-
ingum sínum og beri því að afskrifa
skuldirnar að mestu eða öllu leyti.
Sem dæmi um það er nefnt, að fá-
tæku ríkin sunnan Sahara skuldi
þrisvar sinnum meira en nemur
samanlögðum útflutningstekjum
þeirra. Þessar skuldir em raunar
aðeins að hluta við fyrrnefndar
stofnanir en talsmenn þeirra viður-
kenna, að oft hafi þeim orðið á mis-
tök í lánveitingum sínum og þá
kannski helst þau að hafa ekki
fylgst nægilega vel með ráðstöfun
fjárins. Oft hafi það runnið að hluta
í vasa stjórnarherranna eða í eitt-
hvað annað en að bæta kjör lands-
manna. Þeir benda hins vegar á, að
til dæmis hafi ríkin sunnan Sahara
lítið sem ekkert verið að greiða af
þessum skuldum og ólíklegt sé, að
þau muni nokkru sinni gera það.
Óvinurinn fundinn
Eins og fyrr segir em mótmælin
gegn Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og
Alþjóðabankanum af margvíslegum
rótum runnin og beinast jafnvel
oftar en ekki að einhverju allt öðru
en stofnanirnar standa fyrir. I tvo
eða þrjá áratugi eða frá því í Víet-
namstríðinu og stúdentauppreisn-
unum hefur verið lítið um skipu-
lögð mótmæli á Vesturlöndum en
nú telja sumir, að mótmælahóparn-
ir, svo sundurlausir sem þeir eru,
hafi fundið sér sameiginlegan óvin,
íyrmefndar fjármálastofnanir.
Þeim sé unnt að kenna um flest,
sem aflaga fer.