Morgunblaðið - 19.04.2000, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Réttað
yfír
Kosovo-
Albönum
RÉTTARHÖLD hófust í gær í borg-
inni Nis í Júgóslavíu yfír 145 Kos-
ovo-AIbönum sem sakaðir eru um
hryðjuverk gegn serbneskum örygg-
islögreglumönnum. Mennirnir voru
handteknir í Djakoviea í Kosovo í
fyrra meðan loftárásir flugvéla
Atlantshafsbandalagsins stóðu yfir.
Peir eru m.a. sagðir hafa myrt þrjá
lögreglumenn og geta hlotið allt að
15 ára fangelsi ef þeir verða fundnir
sekir. Natasa Kandic, leiðtogi mann-
réttindasamtaka í Belgrad, sagði að
sögn AP að um óbreytta borgara
væri að ræða er ekki hefðu gert neitt
af sér. „Þetta eru pólitísk réttar-
höld,“ sagði hún.
BNFL í Bretlandi
Ráða-
menn í
Sellafíeld
reknir
BRESKA kjamorkueldsneytis-
fyrirtækið BNFL skýrði í gær
frá því að gripið yrði til aðgerða
á næstu tveim árum til að herða
öryggisráðstafanir í Sellafield-
endurvinnslustöðinni og nokkr-
um af æðstu stjómendum þar
yrði vikið úr starfi. Stjómvöld á
Irlandi og á Norðurlöndunum
óttast sjávarmengun írá stöð-
inni og hafa krafist þess að end-
urvinnslu kjamorkuúrgangs
verði hætt í Sellafield vegna
þess að öryggi hefur reynst
ábótavant.
Endurvinnslustöðin varð fyr-
ir miklu áfalli í febrúar er birt
var skýrsla þar sem upplýst var
að starfsmenn hefðu falsað
skýrslur um öryggiseftirlit og
mun ástæðan hafa verið að þeir
nenntu ekki að sinna eftirliti
með framleiðslunni. Japanar
sem keypt hafa plúton frá
verksmiðjunni hafa hætt við-
skiptum við hana vegna þess að
varan reyndist gölluð.
Að sögn The Irish Times
verða yfirmenn starfsmanna-
stjómar og íjármála meðal
þeirra sem taka pokann sinn.
Skipað verður í nýja stöðu yfir-
manns heilbrigðismála, öryggis
og umhverfisvemdar til að fylgj-
ast með öryggisaðgerðum á
staðnum.
Að sögn netútgáfú BBC álíta
írska stjómin og umhverfissam-
tökin Greenpeace ekki að um-
bætumar nægi og halda fast við
kröfuna um lokun. Störf þús-
unda manna eru í hættu ef Sella-
field-stöðin verður lögð niður.
IpRáTTIH
■t»f tyrlr «taf.
Reuters
Nokkrir Kosovo-mannanna í fylgd serbneskra varða á leið í dómsalinn.
„Kristur“
kross-
festur
/
á Italíu
ÍBÚAR þorpsins Tor Lupara á
ítah'u setja hér á svið krossfest-
ingu Jesú Krists sem hluta af há-
tíðarhöldum sem fram fóru í
bænum sl. sunnudag.
Á hverju ári taka þorpsbúar
þátt í að setja á svið þrjá síðustu
dagana í lífi Jesú og leika þeir
allt frá síðustu kvöldmáltíð Krists
til upprisu hans. Hundruð svip-
aðra hátiða eru haldnar á hverju
ári víðsvegar um Italíu dagana
fyrir páska.
Reuters
Dómi yf-
ir Sharif
áfrýjað
VERJENDUR Nawaz Sharifs, fyrr-
verandi forsætisráðherra Pakistans,
og saksóknari áfrýjuðu í gær lífstíð-
ardómi sem Sharif var úrskurðaður í
fyrir flugrán og hryðjuverk. Verj-
endur Sharifs
vilja fá dóminum
aflétt en saksókn-
ari krefst dauða-
refsingar.
„Við erum ekki
sátt við úrskurð-
inn og teljum
ekki að dómari
hafi veitt full-
nægjandi skýr-
ingu á því af
hverju hann hafi mildað dóminn,"
sagði Raja Quereshi, aðalsaksóknari
í máli Sharifs, í gær, en hann vill við-
halda sinni fyrri kröfu um dauða-
dóm.
Það var í október á síðasta ári að
Sharif var ákærður fyrir landráð og
samsæri um að myrða Pervez Mush-
arraf hershöfðingja. Herinn tók
völdin í Pakistan í sínar hendur
nokkrum klukkustundum síðar og
lét þá fangelsa Sharif, en Musharraf
lýsti sig leiðtoga ríkisins.
Dómari sérstaks hryðjuverka-
dómstóls fann í kjölfarið Sharif sek-
an um flugrán og hryðjuverk, en úr-
skurðaði hann saklausan af ákæru
um morðtilraun og mannrán. Sharif
sjálfur hefur hins vegar allan tímann
haldið fast fram sakleysi sínu.
Málaferlum kann
að seinka
Aætlað er að réttarhöld hefjist að
nýju 2. maí nk., en áðm- verða dóm-
arar að úrskurða hvort þeir eigi að
verða við ósk lögfræðinga Sharifs
um að hindra að eignir hans verði
gerðar upptækar, líkt og fyrri dóm-
urinn kveður á um, á meðan mála-
ferlin standa yfir. Slíkt er talið
kunna að seinka málsmeðferð um
nokkrar vikur.
Falli lögfræðingum Sharifs síðan
ekki úrskurður dómaranna tveggja,
sem í málinu dæma á áftýjunarstigi,
geta þeir farið með málið fyrir
hæstarétt.
Vinnuhópur á vegum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna mun á næstu mánuð-
um ræða breytingar á framkvæmd efnahagslegra refsiaðgerða
Markmiðið skilvirkari og
mannúðlegri refsiaðgerðir
Sameinuðu þjóðunum. AP, AFP.
VINNUHÓPI á vegum öryggis-
ráðs Sameinuðu þjóðanna hefur
verið falið að athuga, hvernig
breyta megi framkvæmd efnahags-
legra refsiaðgerða þannig að þær
skili betri árangri. Að sögn Lloyds
Axworthy, utanríkisráðherra Kan-
ada, sem nú fer með formennsku í
ráðinu, er markmiðið ekki einungis
að auka skilvirkni aðgerða heldur
einnig að reyna að koma í veg fyrir
að þær bitni fyrst og fremst á
óbreyttum borgurum.
A málþingi á mánudag, sem
haldið var í New Ýork á vegum Al-
þjóðlegu friðarakademíunnar (IPA)
varaði Kofi Annan, framkvæmda-
stjóri SÞ, við því að vaxandi and-
stöðu gætti meðal almennings
vegna efnahagslegra refsiaðgerða.
Nú eru í gildi efnahagslegar
refsiaðgerðir gegn þremur ríkjum,
írak, Líbýu og Júgóslavíu.
Annan sagði á málþinginu, þar
sem sendiherrar flestra ríkja er
eiga aðild að öryggisráðinu voru
viðstaddir, að refsiaðgerðirnar er
voru samþykktar gegn Irak að
loknu Persaflóastríðinu árið 1990
hefðu að margra mati haft hrikaleg
áhrif á líf almennra borgara, þótt
sú hefði ekki verið ætlunin.
í nýrri skýrslu um refsiaðgerðir
SÞ á síðasta áratug kemur fram að
frá árinu 1990 hafi verið samþykkt-
ar refsiaðgerðir gegn 12 ríkjum en
einungis gegn 2 ríkjum síðustu 45
árin á undan. Ber skýrslan heitið
„Refsiaðgerðaáratugurinn".
Skýrslan var lögð fram á mánudag
og rædd ítarlega í öryggisráðinu
að loknu málþingi IPA.
Eiga að vera hvati
ekki einungis refsing
Sendiherra Frakka hjá SÞ,
Jean-Daniel Levitte, sagði er hann
ávarpaði ráðið að refsiaðgerðir
ættu í eðli sínu ekki fyrst og
fremst að refsa heldur að hvetja
ríki til að breyta hegðun sinni. Því
væri nauðsynlegt að ákveða fyrir-
fram, hvaða skilyrði ríki yrðu að
uppfylla til að aðgerðum yrði af-
létt. Lagði hann einnig til að refsi-
aðgerðum yrði markaður ákveðinn
tímarammi.
James Cunningham, fulltrúi
Bandaríkjanna í umræðum í ráð-
inu, sagði hins vegar að ef aflétta
ætti refsiaðgerðum yrði að liggja
fyrir staðfesting á því að viðkom-
andi ríki hefði breytt hegðun sinni.
Hann sagði aðgerðir af þessu tagi
vera valdbeitingu er menn ættu
ekki að skammast sín fyrir enda
nauðsynlegar til að binda enda á
„óviðunandi hegðun" einstakra
ríkja.
Jafnt Levitte sem Axworthy
tóku undir að refsiaðgerðir væru
réttlætanlegar í sumum tilvikum
enda hefðu þær stundum sannað
gildi sitt. Nefndi Levitte sérstak-
lega dæmi Suður-Afríku í því sam-
bandi sem og að Líbýustjórn hefði
ákveðið að framselja mennina, er
grunaðir eru um að hafa staðið að
baki Lockerbie-tilræðinu.
Levitte sagði það vera skoðun
Frakka að aðgerðirnar gegn írak
hefðu skilað verulegum árangri en
að þær hefðu verið víkkaðar það
mikið út að hinn mannlegi kostnað-
ur væri orðinn meiri en hugsanleg-
ur árangur á öðnim sviðum rétt-
lætti.
Sendiherrar þeirra fimmtán
ríkja, er aðild eiga að ráðinu, sam-
þykktu samhljóða að loknum um-
ræðum að stofna vinnuhóp til að
móta tillögur að breyttri fram-
kvæmd refsiaðgerða. Er honum
ætlað að skila skýrslu fyrir 30.
nóvember.
Nýsjálendingar
vilja breytingar
Ríkisstjórn Nýja-Sjálands
greindi frá því í gær að hún teldi
rétt að endurskoða refsiaðgerðirn-
ar gegn írak. Phil Goff, utanríkis-
ráðherra Nýja-Sjálands, sagði
Saddam Hussein vera grimman
einræðisherra og að allt sem hægt
væri yrði að gera til að koma í veg
fyrir að Irakar kæmu sér upp gjör-
eyðingarvopnum. Hins vegar væri
ljóst að það væri almenningur í
landinu er bæri þungann af refsi-
aðgerðunum á meðan valdastéttin
lifði áfram í vellystingum. „Við höf-
um komist að þeirri niðurstöðu að
það verði að gera einhverjar breyt-
ingar á refsiaðgerðunum,“ sagði
Goff.