Morgunblaðið - 19.04.2000, Page 38

Morgunblaðið - 19.04.2000, Page 38
38 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 39 PlínrgmittliXtóili STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÞJOÐMENNINGAR- HIJS HANNES Hafstein var aðalhvatamaður að byggingu Safnahússins svokallaða í upphafí aldarinnar. Húsið ber vitni um mikinn stórhug. Danski arkitektinn Johannes Magdahl Nielsen teiknaði húsið sem er afar fallegt en hann hannaði einnig dönsku konungsbókhlöðuna í Kaupmanna- höfn. Einungis þrjú ár tók að reisa húsið en framkvæmdir stóðu frá 1906 til 1908 og ári síðar var það opnað almenningi. Ekki voru allir sammála um að reisa þyrfti hús sem þetta yfir Landsbókasafnið og Þjóðskjalasafnið og var Hannes gagnrýndur fyrir að leggja of mikið fé til framkvæmdanna. Engum blandast hugur um þetta nú. Safnahúsið hefur komið að góðum notum eins og sést best á því að það hýsti lengi vel fjögur helstu söfn þjóðarinnar en í því var Náttúrugripa- safninu og Þjóðminjasafninu einnig fenginn staður vegna húsnæðisvandræða. Safnahúsið hefur sömuleiðis verið ein glæsilegasta bygging Reykjavíkurborgar og verðugur minn- isvarði um menningarlegan stórhug þjóðarinnar í upphafi aldarinnar. Nú hefur húsinu verið fengið nýtt hlutverk þó að enn sé því fyrst og fremst ætlað að þjóna sögu Islands og menn- ingararfi. Þar verður Þjóðmenningarhúsið opnað á morgun eftir endurbætur á byggingunni. Stórhugur hefur einnig einkennt þá endurnýjun en hún er eitt umfangsmesta verk- efni af því tagi sem lagt hefur verið í hér á landi. Gert hefur verið við húsið að utan og innan með fullu tilliti til friðunar þess. í samtali við Morgunblaðið í dag segir Ögmundur Skarphéðinsson, aðalhönnuður endurnýjunarinnar, að fram- kvæmdirnar marki tímamót í friðun húsa hérlendis. í Þjóðmenningarhúsinu verða ekki söfn, eins og hingað til, heldur verður það opinbert sýningar- og fundarhús, vett- vangur kynningar á íslenskri sögu og menningararfi. Nokkr- ar hugmyndir voru uppi um það hvernig nýta ætti húsið um miðjan áratuginn er Landsbókasafnið hafði verið flutt í Þjóðarbókhlöðuna. Árið 1996 tók ríkisstjórnin af skarið og samþykkti tillögu Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra um Þjóðmenningarhús. Með því hefur þessari glæsilegu byggingu, sem alltaf hefur verið full af sögu, verið fundið verðugt hlutverk. Hún verður áfram tenging almennings við sögu sína og menningararfleifð en um leið mun húsið verða almennur sem og opinber fundarstaður. Það er sérstök ástæða til að fagna því hversu vel hefur tek- izt að endurnýja safnahúsið og við mótun hugmynda um hlutverk þess. Erfítt er að sjá að betur hefði mátt gera og er þetta framtak allt þeim sem fyrir því hafa staðið til mikils sóma. LISTASAFN f HAFNARHÚSI FYRSTI áfangi húsakynna Listasafíis Reykjavíkur í Hafnar- húsinu verður tekinn í notkun í dag. Þetta er tvímælalaust mikilsverð viðbót við starfsemi Listasafns Reykjavíkur í fram- tíðinni. Rými safnsins eykst til mikilla muna sem gerir því kleift að gera listaverkaeign þess betri skil en hingað til. Safnið getur nú gegnt hinu sögulega hlutverki sínu betur þar sem rými verð- ur íyrir fasta yfírlitssýningu sem almenningur getur gengið að. Safnið heful• heldur ekki alltaf getað haft verk úr hinum miklu listaverkagjöfum Kjarvals og Errós á veggjum. Á þessu verður nú breyting. Kjarval verður alltaf til sýnis á Kjarvalsstöðum og Erró verður alltaf uppi í Hafnarhúsinu. En eins og Guðrún Jónsdóttir, formaður menningarmála- nefndar Reykjavíkurborgar, benti á í samtali við Morgunblaðið á sunnudag mun þessi viðbót við safnið einnig hafa mikla þýð- ingu fyrir íslenska samtímalist. Auknir möguleikar á sýningar- haldi veita ekki aðeins aðgang að sögunni sem hún er sprottin úr heldur eru þeir gluggi út í hinn alþjóðlega myndlistarheim þar sem auðveldara verður nú að fá erlenda listamenn til að setja upp sýningar hér. Með þessu eignumst við alþjóðlegra sam- tímalistasafn sem getur opnað nýja möguleika fyrir íslenska myndlist. Burt séð frá þessu má einnig gera ráð fyrir að listasafn í Hafn- arhúsinu muni hafa mikla þýðingu fyrir miðbæ Reykjavíkur. Þar mun hið nýja safnahús í Tryggvagötu, sem hlotið hefur nafn- ið Grófarhús, einnig hafa áhrif til góðs. Þessi starfsemi mun færa nýtt líf í miðbæinn enda leita margir eftir þeirri þjónustu sem söfnin veita. Má segja að með þessu sé kominn góður grundvöll- ur fyrir öflugan menningarkjama í miðbæ Reykjavíkur. Opnun Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi markar tímamót í sögu safnsins. Ástæða er til þess að fagna þessum áfanga sér- staklega. Sveitarfélögin á Snæfellsnesi vinna saman að uppbyggingu svæðisins Samvinna um að auka þjónustuna Forystumenn sveitarfélaganna á norðan- verðu Snæfellsnesi eru sammála um að standa saman að uppbyggingu svæðisins. Þeir hafa ekki látið landlægan ríg trufla sig en vinna saman að því að auka þjónustu við íbúana með sameiginlegri skóla- og félags- þjónustu og framhaldsskóla. I grein Helga Bjarnasonar kemur fram að hugmyndir bæj- arstjórans í Stykkishólmi um könnun á hag- kvæmni sameiningar sveitarfélaganna ná ekki fram að ganga að sinni. Morgunblaðið/Jón Eggertsson Þeir eru í forystu í Snæfellsbæ; Kristinn Jónasson bæjarstjóri og Ásbjörn Óttarsson, forseti bæjarstjórnar. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Óli Jón Gunnarsson bæjarstjóri fyrir framan Ráðhús Stykkishólms. Sveitarfélög á Snæfellsnesi Hellis- Rif sandgr* • Olafsvik Stykkishólmur#, - ff' s,ei* :• r Dalabyggð Snæfeiisbær *Búðir Arnarstapi Hellnar Grundárfjörður 20 30 Eyja- og Miklaholts- Kolbpins- hreppur staða- : í hreppur I 2 v V Borgar- byggð SVEITARFÉLÖGIN á norð- anverðu Snæfellsnesi hafa aukið samvinnu sín í milli á undanförnum mánuðum. Þau eru að setja upp sameiginlega skóla- og félagsþjónustu og sam- vinna í sorpmálum er í athugun. Þá vinna sveitarfélögin saman að því að fá framhaldsskóla á svæðið. Eru þessi verkefni til marks um ákveðna hugarfarsbreytingu meðal forsvars- manna sveitarfélaganna því land- lægur rígur milli staðanna og sam- keppni hefur verið meira áberandi en samstarfsandi. Aukin þjónusta er lykillinn íbúum hefur fækkað á Snæfells- nesi í heild á undanförnum árum þótt þróunin sé misjöfn milli ein- stakra sveitarfélaga. Alvarlegust hefur íbúaþróunin verið í Snæfells- bæ (Ólafsvík, Hellissandur og sveitir á utanverðu Nesinu) þar sem íbúum fækkaði um 13,8% á árunum 1988 til 1998. Lítils háttar fækkun varð í Stykkishólmi á þessum tíma en íbú- um í Eyrarsveit þar sem flestir búa í Grundarfirði fjölgaði um 17%. Á síð- asta ári fækkaði enn, nú mest í Stykkishólmi. Um síðustu áramót voru íbúar í sveitarfélögunum fjór- um á norðanverðu Snæfellsnesi, það er að segja í Stykkishólmi, Helga- fellssveit, Eyrarsveit og Snæfellsbæ, 3.942. Samkvæmt nýjustu tölum frá Hagstofunni hafa litlar breytingar orðið síðan. Þó hafa heldur fleiri flutt í Snæfellsbæ en fóru þaðan en fleir-i farið úr Grundarfirði en fluttu þangað. Húsnæðisekla er alvarlega farin að há íbúaþróun. Biðlistar eru eftir leigu á félagslegum íbúðum sem áð- ur voru tómar og búið er að gera upp fjölda gamalla húsa. Þá er verið að skipuleggja ný íbúðarsvæði. Næg atvinna er á öllum stöðunum en frekar fábreytt. Þannig eru tugir eða hundruð útlendinga í fiskvinnslu á svæðinu. Á Snæfellsnesi, eins og víðar, hefur verið unnið að því að gera atvinnulífið fjölbreyttara. Með- al annars hefur verið aukning í ferðaþjónustu. Má geta þess að tvö eða þrjú hótel eru í byggingu í Snæ- fellsbæ og fram fer athugun á mögu- leikum á nýtingu heita vatnsins í Stykkishólmi til heilsubaða. Forystumenn sveitarfélaganna eru þó farnir að líta meira til auk- innar þjónustu, í þeim tilgangi að halda í fólkið og fá nýtt. Þannig hef- ur farið fram myndarleg uppbygg- ing í skólamálum í Grundarfirði, verið er að byggja íþróttahús í Ól- afsvík og í Stykkishólmi er komin ný sundlaug og verið að leggja hita- veitu, svo dæmi séu tekin. Nú hafa sveitarfélögin ákveðið að vinna saman að verkefnum sem auka þjónustuna við íbúana enn frekar. „Menn eru orðnir sammála um það í þessum sveitarfélögum að við verðum að byggja þau upp sam- eiginlega. Einungis þannig er unnt að mynda mótvægi við önnur svæði,“ segir Ásbjörn Óttarsson, forseti bæjarstjórnar Snæfellsbæjar. Sameiginleg skóla- og félagsþjónusta Alltaf hefur verið ákveðið sam- starf meðal sveitarstjórnanna á Nes- inu. Nýtt skref var tekið með því að fyrir tveimur árum var ákveðið að stofna sameiginlega barnaverndar- nefnd. Samstarfið á þeim vettvangi hefur gengið vel og síðastliðið haust létu sveitarfélögin gera úttekt á fyr- irkomulagi skólaskrifstofu. Leiddi það til þess að þau ákváðu að setja upp sameiginlega skóla- og félags- þjónustu og sögðu sig úr Skólaskrif- stofu Vesturlands. Unnið er að því að ráða forstöðumann skrifstofunnar og hann mun síðan ráða aðra starfs- menn og koma starfseminni af stað. Tilgangurinn með stofnun sameig- inlegrar skóla- og félagsþjónustu er að sögn Óla Jóns Gunnarssonar, bæjarstjóra í Stykkishólmi, að færa sérfræðiþjónustuna nær skólunum og auka um leið stórlega félags- þjónustuna á svæðinu. „Við teljum að þetta svæði eigi mikla möguleika til vaxtar. Atvinna er næg. Hér hefur hins vegar skort félagsþjónustu og framhaldsskóla. Með því að koma upp þessari þjón- ustu getum við byggt upp samfélag sem er vel samkeppnisfært við það svæði sem allir vilja fara til, höfuð- borgarsvæðið,“ segir Kristinn Jón- asson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ. Framhaldsskóli er mikilvægt byggðamál Hugmyndir um framhaldsskóla á Snæfellsnesi hafa stundum komið til umræðu í héraði. Nú virðist mikil al- vara vera í sveitarstjórnarmönnum að láta drauminn verða að veruleika. Áður þegar hugmyndin hefur komið hefur byrjað togstreita um staðsetn- ingu. Stykkishólmur er stærsti þétt- býlisstaðurinn og hefur Hólmurum þótt eðlilegt að hafa skólann þar. Nú hjuggu þeir hins vegar á hnútinn með því að gera ekki kröfu um stað- setningu í Stykkishólmi. Gerðu sveitarfélögin fjögur með sér sér- stakt samkomulag um staðsetningu stofnana. Það felur í sér að skóla- og félagsþjónustan verður með aðal- stöðvar í Snæfellsbæ og framhalds- skólinn verður í Grundarfírði. Hins vegar verður næsta sameiginlega verkefni sveitarfélaganna með höf- uðstöðvar í Stykkishólmi. Kristinn Jónasson segir að forsendan fyrir þessu samkomulagi sé að ákaflega gott samstarf hafi tekist á milli þeirra einstaklinga sem eru í forystu fyrir sveitarfélögin og að fullkomið traust ríki á milli þeirra. Rökin fyrir því að leggja til að framhaldsskólinn verði í Grundar- firði er sú að ætlunin er að ung- mennin geti búið heima hjá sér en verði keyrð í skólann að morgni og aftur heim að kvöldi. Er því mikil- vægt að staðsetja hann sem mest miðsvæðis. Þess má geta að nú eru 26 kílómetrar á milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur og 46 kílómetrar milli Grundarfjarðar og Stykkishólms, þar af 12 km malarvegur um Kol- grafarfjörð. I því máli og öðrum samstarfs- verkefnum sveitarfélaganna skipta samgöngurnar miklu máli. Þannig má segja að vegabætur um Búlands- höfða, milli Grundarfjarðar og Ólafs- víkur, hafi opnað augu sveitarstjórn- armanna og íbúa fyrir samstarfs- möguleikum. Það þykir til dæmis ekki lengur tiltökumál að sækja persónulega þjónustu milli staðanna. Vegurinn yfir Hraunsfjörð, milli Grundarfjarðar og Stykkishólms, hafði einnig góð áhrif á sínum tíma. Með sama hætti benda sveitar- stjórnarmenn á að nýr vegur um Kolgrafarfjörð á sömu leið sé mikil- væg forsenda fyrir daglegum skóla- akstri og aukinni samvinnu sveitar- félaganna. Er það síðasti kaflinn í tengingu byggðanna á norðanverðu Snæfellsnesi. Sveitarstjórnarmenn vilja fá vegtengingu yfir fjörðinn, bæði til að stytta leiðina og losna við sviptivindasaman kafla. Sigríður Finsen, formaður hreppsráðs í Grundarfirði, segir að erfitt sé til þess að hugsa að á hverju ári flytji margar fjölskyldur í burtu af þeirri ástæðu einni að börn- in þurfi að sækja framhaldsskóla annars staðar. Því sé stofnun fram- haldsskóla á svæðinu mikið byggða- mál. Þá segir hún að komið hafi í ljós að hlutfallslega mun færri ung- menni á þessum stöðum fari í fram- haldsskóla en þar sem skólinn sé nær auk þess sem brottfall sé meira. Stofnun framhaldsskóla sé því mikil- væg einnig af þeirri ástæðu að jafna ■ Morgunblaðið/Helgi Bjamason Björg Ágústsdóttir, sveitarstjóri í Grundarfirði, er formaður undirbúningsnefndar að stofnun framhaldsskóla á Snæfellsnesi. Ahugi á að stofna Framhaldsskóla Snæfellinga í Grundarfírði „Fyrst er að vilja“ aðstöðu nemenda til náms. „Þessir staðir verða að hafa jafn vel mennt- að fólk og aðrir til þess að dragast ekki aftur úr við tækniþróunina sem er að verða í atvinnulífinu," segir Sigríður. Sveitarfélögin á Snæfellsnesi hafa verið að athuga möguleika á sam- starfi á fleiri sviðum. Umræður hafa verið um að standa sameiginlega að sorpmálum en ekki hefur náðst sam- komulag um það. Hugmyndir eru um samstarf á fleiri sviðum en um- ræður komnar styttra á veg. Þá er rætt um að vinna sameiginlega að málefnum fatlaðra þegar þau koma til kasta sveitarfélaganna og gera það í gegnum skóla- og félagsþjón- ustuna. Ekki samstaða um könnun á hagkvæmni sameiningar Hreppsnefnd Helgafellssveitar hefur óskað eftir viðræðum við bæj- arstjórn Stykkishólms um samein- ingu. Eru líkur á að greidd verði at- kvæði um það í tengslum við næstu sveitarstjórnarkosningar. Á sameiginlegum fundi sveitar- stjórnanna í vetur, þar sem verið var að ræða um aukið samstarf sveitarfélaganna á Snæfellsnesi, varpaði Óli Jón Gunnarsson, bæjar- stjóri í Stykkishólmi, fram þeirri hugmynd að könnuð yrði hag- kvæmni þess að stíga skrefið til fulls með því að sameina sveitarfélögin fjögur í eitt. Var þetta rætt í sveit- arstjórnunum og kom fram að vilji væri til slíki-ar athugunar í Snæ- fellsbæ og Stykkishólmi en ekki var samstaða um það í sveitarstjórninni í Grundarfirði. Óli Jón segir að þróunin sé öll í þá átt að sveitarfélögin verði að vera fjölmennari og öfiugri til þess að takast á við verkefni sín. Stofnuð eru byggðasamlög um samstarfs- verkefni sveitarfélaga. Segir Óli Jón að það sé engan veginn nógu góð leið. Það taki miklu lengri tíma að ákveða hlutina, nema þá að sveitar- stjórnarvaldið verði framselt í ríkari mæli. Eftir að samkomulag náist í byggðasamlagi þurfi ákvörðunin að fara fyrir fjórar sveitarstjórnir og vilji einhver gera breytingar þurfi ákvörðunin að fara annan hring. Þá þurfi að gera sérstakar samþykktir fyrir hvert verkefni. Þetta yrði allt óþarft og unnt að afgreiða með einni ákvörðun í sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags. Óli Jón hefur reynslu af báðum leiðum en hann var bæjarstjóri í Borgarnesi og síðar Borgarbyggð eftir að flest sveitarfélögin í Mýra- sýslu sameinuðust eftir nokkrar til- raunir. Hann óttast nú að Snæfell- ingar muni tapa ýmsum tækifærum með því að draga það á langinn að hefja undirbúning sameiningar. „Mér þykir það miður að menn skuli ekki vilja kanna hagkvæmnina. Eftir slíka athugun vita menn betur hvað verið er að ræða um,“ segir Óli Jón. Sjálfstæðisflokkurinn hefur meiri- hluta í bæjarstjórnum Snæfellsbæj- ar og Stykkishólms. Virðist hafa verið vilji til könnunar á sameiningu í báðum bæjunum þótt ekki hafi reynt á það með formlegum hætti. Sjálfstæðismenn og framsóknar- menn mynda meirihluta í hrepps- nefnd Eyrarsveitar. Sjálfstæðis- menn voru jákvæðir í garð könnunar en framsóknarmenn ekki. Minnihlut- inn tók einnig fremur illa í hug- myndina. Málið strandaði því þar. „Ég er ekki á móti sameiningu sveitarfélaganna, en ég vil ekki fara í hana með neinum láturn," segir Guðni E. Hallgrímsson, oddviti hreppsnefndar í Grundarfirði, en hann er fulltrúi Framsóknarflokks- ins. „Óli Jón varpaði þessari hug- mynd fram á fundi þegar verið var að ræða allt aðra hluti. Þetta kom snöggt upp á og ég tel að það sé ekki tímabært að ræða málið. Ég tel rétt að sveitarfélögin þrói betur samstarfið og athugi síðan mögu- leika á sameiningu ef það verður tal- ið öruggt að það skili raunveruleg- um ávinningi," segir Guðni. Sigríður Finsen, formaður hreppsráðs í Grundarfirði og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist hafa ver- ið fylgjandi því að skoða hagkvæmni sameiningar sveitarfélaganna en tekur fram að framboðið hafi ekki markað neina stefnu í því hvort stefna ætti að sameiningu. Hún tel- ur að flestir sjái fyrir sér að þessi sveitarfélög sameinist í framtíðinni, það sé einungis spurning um tíma. Ásbjörn Óttarsson, forseti bæjar- stjórnar Snæfellsbæjar, segir að ef sveitarstjórnunum gangi vel að vinna saman að þeim verkefnum sem þau hafa þegar sameinast um og jafnvel fleirum muni það leiða til þess að eitt sveitarfélag verði síðar til á svæðinu. Rígurinn að minnka Ávallt hefur verið rígur milli sjáv- arplássanna á norðanverðu Snæ- fellsnesi. Sveitarstjórnarmenn telja að hann hafi minnkað og aukið sam- starf sé til marks um það. „Ég er ekki viss um að það sé svo mikill rígur milli staðanna, hann hefur allt- af verið magnaður upp,“ segir Ás- björn Óttarsson í Snæfellsbæ. Segir hann að menn séu einfaldlega orðnir sammála um það í sveitarfélögunum þremur að árangursríkt sé að standa saman að uppbyggingu svæðisins. Nýtt fólk er komið til forystu í öll- um sveitarfélögunum, fólk sem virð- ist eiga auðvelt með að vinna saman, og á það áreiðanlega sinn þátt í við- horfsbreytingunni. FULLTRÚAR sveitarfélaganna á norðanverðu Snæfellsnesi gengu ný- lega á fund Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra og lögðu fyrir hann greinargerð um óskir sveitar- félaganna um stofnun Framhalds- skóla Snæfellinga í Grundarfirði. Líta þeir svo á að með þessum fundi hafi verkefninu verið ýtt úr vör. Ráð- herra sagðist myndu láta skoða mál- ið. I greinargerðinni kemur fram sú skoðun að með því að leggja áherslu á góða menntun í heimabyggð sé ver- ið að stíga eitt veigamesta skrefið til eflingar byggðar á Snæfellsnesi. „Snæfellingar eiga þann draum að unga fólkið geti dvalist heima og not- ið góðrar menntunar, að samfélagið njóti þessa aldurshóps sem virkra þátttakenda, að fjölskyldur og þar með samfólagið allt þurfi ekki að reiða af hendi umtalsverða fjármuni til að kosta unga fólkið til náms og að ungt fólk þurfi ekki að verða af námi sökum fjárskorts," segir m.a. í grein- argerðinni. Sveitarfélögin eru aðilar að Fjöi- brautaskóla Vesturlands og starf- rækir hann framhaldsdeildir fyrir eitt til tvö ár í Stykkishólmi og eitt ár í Snæfellsbæ. Þá er í vetur tilrauna- verkefni um ijarnám á framhalds- skólastigi í Grundarfirði. Fram kem- ur að fáir nemendur fara í fram- haldsnám í Fjölbrautaskólanum á Akranesi og er þeirri skoðun lýst að reynslan sýni að framhaldsskóli í heimabyggð auki líkur á að nemend- ur stundi nám eftir gi-unnskóla. Sjálfstæður fjölbrautaskóli Fram kemur að fbúar í sveitar- félögunum á norðanverðu Snæfells- nesi voru 3.942 um síðustu árainót og að nemendur á grunnskólaaldri eru að meðaltali 75 í árgangi en heldur færri ef tekið er meðaltal allra bama undir 15 ára aldri. Undirbúnings- nefndin gerir ráð fyrir að 7 af hverj- um 10 nemendum sem útskrifast úr grunnskólum Snæfellsness sæki nám í fyrstu árgöngum skólastarfsins og að það dugi til að skólinn nái að hasla sér völl. Nefndin leggur til að Framhalds- skóli Snæfellinga verði sjálfstæður fjölbrautaskóli og að miðað verði við að námsframboð henti sem flestum nemendum af svæðinu og jafnvel víð- ar að. Námsbrautaval verði því bók- nám til stúdentsprófs (málabraut, náttúrufræðibraut og félagsfræði- braut), listnámsbraut, starfsnáms- braut, almenn námsbraut og starfs- braut nemenda með sértæka erfiðleika. Einnig er lögð áhersla á að skólinn taki mið af þörfum ann- arra íbúa, svo sem með því að bjóða upp á endurmenntun, fullorðins- fræðslu og námskeiðahald ýmiss konar. Vakin er athygli á því að skól- inn eigi kost á að móta sérstöðu sína með sérhæfðu námsframboði sem taki mið af samfélagi, náttúru og um- hverfi Snæfellsness og Breiðafjarðar og nefnd ýmis dæmi um það. Loks leggur nefndin mikla áherslu á að við mótun á sérstöðu skólans verði tekið mið af þróun upp- lýsingatækni við nám og kennslu og á hagnýtingu tölvu- og upp- lýsingatækni til að bjóða nemendum fíarnám í sérhæfðum námsáföngum sem kenndir eru í öðrum fram- haldsskólum. Sér nefndin fyrir sér að fjarnám verði eðlilegur hluti skóla- starfs. Ljóst er að áframhaldandi fram- gangur málsins er háður afstöðu menntamálaráðherra, ríkisstjórnar og Alþingis því það er á verksviði rfkisins að reka framhaldsskóla. Með frumkvæði sínu er þó ljóst að sveitar- félögin eru að lýsa vilja til að leggja sinn hfut af mörkum við upp- byggingu skólans í Grundarfirði. Þar þarf að byggja yfir skólann eigi hann að verða að veruleika. Undirbúnings- nefndin, sem starfar undir forystu Bjargar Ágústsdóttur, sveitarstjóra í Grundarfirði, gerir sér grein fyrir því að greinargerð þeirra er aðeins * upphaf ferilsins og leggur áhcrslu á að málið fái góða umfjöllun og undir- búning en leggnr jafnframt ríka áherslu á að það komist á fram- kvæmdastig. I þeim anda lýkur nefndin greinargerð sinni með því að vitna í Kristnihald undir Jökli, þar sem segir: „Fyrst er að vilja, afgáng- urinn cr tækni.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.