Morgunblaðið - 19.04.2000, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 43^
fyrir mig. Pegar ég hugsa til baka er
svo margt skemmtilegt sem ég gæti
sagt frá, sumt jafnvel svo skemmti-
legt að ekki er hægt að segja frá því
hér.
Fyrir mér var hann ekki bara
pabbi minn heldur einn af mínum
bestu vinum, og ég veit að hann leit á
okkur börnin sín sem bestu vini sína.
Einn vin átti pabbi sem var honum
kærari en aðrir, það er mamma mín,
betri vini en þau er ekki hægt að
hugsa sér. Samband þeirra var ein-
stakt, byggðist upp af virðingu og
ást, það tvennt saman og þeirra létta
lund er sennilega besta uppskriftin
að góðu hjónabandi ef hún er á annað
borð til. Hver man ekki eftir því þeg-
ar hann horfði á hana og sagði „0,
hvað ég er skotinn í þér“ smellti ein-
um kossi á hana, fór síðan í vinnuna
sína eða út í kofa að flokka kartöflur.
Pabbi vann mikið alla sína ævi, en
samt hafði hann svo mikinn tíma til
að rækta fjölskylduna sína og vini.
Heima í Skarði var oft margt um
manninn, frændfólk og vinir komu í
heimsókn, sumir á dagsferðalagi en
aðrir til að vera yfír eina og eina
helgi. í minningunni finnst mér eins
og það hafi alltaf verið gestir hjá
okkur, yfir sumartímann voru systk-
inabörn mömmu og pabba hjá okkur
í nokkra daga, svona í sveitaorlofi
eins og það var kallað, á haustin
komu vinnumenn að hjálpa til við að
taka upp kartöflurnar, eftir það
komu svo gæsakarlarnir eins og við
kölluðum þá, en það voru vinir pabba
frá Vestmannaeyjum sem komu til
að skjóta gæsir. Pabbi átti svo gott
með að umgangast fólk, hvort sem
um börn, unglinga eða fullorðna var
að ræða, allir gátu talað við hann um
flest sem þeim lá á hjarta því pabbi
var hafsjór af fróðleik og fáir þekktu
landið sitt betur en pabbi, hann hafði
mjög gaman af því að ferðast og naut
sín vel þegar hann var að segja okk-
ur frá náttúruperlum landsins. Veik-
indi settu mark sitt á pabba síðastlið-
in 10 ár, hann tók þeim af
karlmennsku, en svo kom að því að
hann gat ekki meir, þrekið var búið,
hann lést í faðmi fjölskyldu sinnar og
vina á Vífilsstaðaspítala miðvikudag-
inn 12. apríl sl.
Elsku mamma, Egill, Kiistbjörg,
Jóhannes, Sigrún, tengdabörn og öll
barna- og barnabarnabörnin Guð
gefi okkur styrk í sorginni.
Elsku pabbi, megi englamir varð-
veita þig að eilífu. Eg þakka þér fyrir
allt sem þú hefur gert fyrir mig.
Þín
Marta.
Elsku pabbi.
Heljarreip
komu harðlega
sveigð að síðum mér.
Slítaegvildi,
enþauseigvoru.
Létterlausaðfara.
Hérviðskiljumst
oghittastmunum
á feginsdegi fira.
Drottinn minn
gefidauðumró,
hinum lflai, er lifa.
(úrSólarljóðum)
Guð blessi minningu þína.
Egill.
Jæja afi minn, þá er komið að því.
Það var svo skrítið hinn 12. apríl sl. á
afmælisdeginum hennar mömmu,
þegar biðin var á enda og mér til-
kynnt að þú elsku afi minn værir
sofnaður. En það skrítna var að ég
beið aðeins lengur, því ég hélt að
síminn myndi hringja aftur og mér
yrði sagt að allt væri í lagi eins og svo
oft áður í þínum veikindum. En þeg-
ar ég áttaði mig á því að ekki myndi
verða af því fóru minningarnar að
streyma um hugann. Það sem mér
var efst í huga var það hvernig þú
varst alltaf til í að spila og þegar ég
kom nálægt þér var byrjað að pína
mann og síðan hlegið þessum yndis-
lega hlátri sem mér þótti svo vænt
um. Ekki má gleyma sönglinu þínu
sem alltaf var eins. En í dag, 19. ap-
ríl, verður þú afí minn jarðsettur á 18
ára afmælisdegi mínum, þá mun ég
geta kvatt þig, því ég áttaði mig á því
hvað það er langt síðan ég sá þig síð-
ast. Hér eftir á afmælisdegi mínum
verður mér hugsað til þín afi minn og
mun ég rifja upp allt það sem við
gerðum saman, bryggjurúntana í
Eyjum, Ólsen ólsen spihn, sögumar
úr Eyjum og þegar við hlógum sam-
an, þótt þú hafir verið svona veikur.
Eg bið góðan Guð að passa ömmu í
þessari miklu sorg og ég mun aldrei
gleyma þér elsku afi minn.
Þinn alnafni,
Grettir Jóhannesson.
Elsku besti afi og tengdapabbi.
Sá dagur rennur upp hjá okkur
öllum að við kveðjum þetta líf. Lífið
sem Guð gaf okkur, lífið sem hann
ætíð leiddi okkur í gegnum og var
okkur nálægur bæði í gleði og sorg.
En þó að lífið taki enda heldur sóhn
samt áfram að skína á himninum.
Takk fyrir allar góðu stundirnar sem
við áttum saman.
Elsku besta amma, tengda-
mamma og aðrir ástvinir, megi al-
góður Guð styrkja ykkur.
Aðalheiður Guðlaug
og Jóhann.
Nú er elsku afi Grettir dáinn.
Elsku karlinn átti orðið svo bágt
undir það síðasta og því var tilfinn-
ingin skrítin þegar allt var búið. Það
er erfitt að lýsa því þegar maður
finnur íyrir svo miklum sársauka og
líka fyrir smá létti, því þetta var orð-
ið svo erfitt fyrir alla og vonin um
bata orðin svo lítil. Það er gott að vita
að þjáningar afa heyra nú sögunni
til. Samt beið maður nú alltaf innst
inni eftir því að allt færi að lagast og
að hann fengi að fara heim til ömmu.
Það hafði jú gerst áður þegar maður
átti ekki á von á því. Hann afi Grettir
var nefnilega alveg ótrúlega seigur
og lífsviljinn mikill. Eg trúi því í
hjarta mínu að honum líði nú betur
og að vel sé hugsað um hann.
Afi Grettir var einstakur. Hann
var svo hress og skemmtilegur og al-
veg með eindæmum stríðinn. Maður
fékk sko að finna fyrir því þegar
hann skellti glasinu sínu svo fast í
borið að allir stukku upp til handa og
fóta. Þó maður væri farinn að þekkja
þessa iðju hans tókst honum samt
nær alltaf að fá mann til að hoppa til í
stólnum. Afi var líka einstaklega fær
í að fá mann til að góla aðeins þegar
hann gaf manni selbita eða boraði
nöglunum í ftngurna á manni. Það
gerði hann nú síðast við mig tíu dög-
um áður en hann dó, orðinn mikið
veikur og máttfarinn. Hann fékk mig
samt til að veina og þá var takmarki
hans náð og hann hló. Ég fór með för
eftir neglur hans á þumalputtanum
út af Vífilstöðum þann daginn. Eitt
af takmörkum afa var að koma norð-
ur í sumar að heimsækja okkur Ak-
uryrarliðið eins og hann sagði. Það
tókst ekki síðasta sumar en það átti
að takast núna, þetta talaði hann um
í hvert skipti sem við töluðum saman.
Þegar hann var orðinn sem veikastur
og nær útséð um að hann kæmist
norður næsta sumar þá sagðist hann
samt ætla að koma norður, hvort
sem það yrði sem maður eða engill.
Það er nú ekki slæmt að fá svona
engil í heimsókn og ég veit að hann
stendur við orðsín.
I hverri Reykjavíkurferð kom
aldrei annað til greina en að kíkja við
hjá ömmu og afa í Gullsmáranum,
bara til að spjalla og fá sér nokkrar
ömmur-pönnsur. Frá þeim fór mað-
ur alltaf út með bros á vör því það var
alveg brandari að hlusta á samskipti
ömmu og afa. Afi stríddi ömmu svo
en alltaf var hún amma með svörin á
reiðum höndum. Þau voru svo skotin
hvort í öðru að það hálfa hefði verið
nóg eins og maður segir svo oft. I
lyftunni á leiðinni niður hugsaði mað-
ur æði oft: Vá, svona vil ég hafa það
hjá mér eftir 45 ára hjónaband.
Loks er dagsins önn á enda,
úti birtan dvín.
Byrgðu fyrir blökkum skugga
björtu augun þín.
Eg skal þerra tár þíns trega,
tendrafalinneld,
svo við getum saman vinur
syrgt og glaðst í kveld.
Lífið hefur hendur kaldar,
hjartajjúfurminn.
Mrberasorgísefa,
sárinblæðainn.
Tárin falla heit í hljóði,
heimureiþausér. '
Sofna, vinur, svefnljóð
meðan syng ég yfir þér.
Þreyttir hvílast, þögla nóttin
þaggar dagsins kvein.
Felur brátt í faðmi sínum
fagureygðan svein.
Eins og hljóður engill friðar
yfir jörðu fer.
Sofþúværan,vinur,
égskalvakayfirþér.
(Kristján frá Djúpalæk.)
Elsku amma mín, ég veit að þú átt
alveg ofsalega erfitt núna, en þú átt
svo marga góða að sem vilja hugga
þig og styðja á þessum erfiða tíma.
Ég vona að Guð styrki okkur öll sem
syrgjum hann svo sárt.
Guð blessi minningu þína elsku afi
minn.
Fanney.
Hann Grettir afi var góður maður,
hann var mikilmenni og frábær afi.
Og sérstakur maður.
Hann afi var mikill maður, einstök
manneskja og eiginkona hans er líka
góð manneskja. A Vífilsstaðaspítala
lá maður sem var afi.
Afi minn. Guð blessi þig afi.
Þitt bamabarn
Egill Liljar.
Okkur langar í fáeinum orðum að
minnast okkar yndislega Grettis afa.
Það var alltaf gaman að koma í heim-
sókn til ömmu og afa.
Þegar maður hugsar aftur í tím-
ann er efst í huga manns hvað hann
var alltaf stríðinn, honum þótti alltaf
gaman að gefa manni selbita og
troða nöglunum í puttana á manni.
Þegar allir sátu í rólegheitunum
og drukku kaffi og borðuðu pönns-
umar hennar ömmu skellti hann oft
kaffiglasinu sínu svo fast niður í
borðið að allir hmkku í kút.
Hann hafði einstakt lag á því að
koma fólki í gott skap og það þýddi
sko ekki að vera með fýlusvip þar
sem hann var.
En þetta em bara yndislegar
minningar sem maður á aldrei eftir
að gleyma.
Að fæðast er ferð úr myrkri
inn í furðulegt vilhdjós;
þú dafnar til þess að deyja
eins og dulítil afskorin rós.
Einstaka flýgur sem fuglinn
og fagnar við nýjan dag:
aðrir heitastvið heiminn
og hata þitt ljúflingslag.
Efharpaþínþagnar
hjarta þitt kólnar
myrkvastsjálfsólin
himinninn rignir
hagli úr gleri
vindurinnkveinar
vötninþaudeyja
ogvisnarhvertblóm
Kaldlyndið kemst upp í vana;
hvareruauguþínhlý?
Sorginbýrsálinnibana
sorgin er þung eins og blý.
(Ólafur Haukur Símonarson.)
Biðjum Guð um að blessa ömmu
og alla fjölskylduna okkar.
Guðný, Hjördís
og Egill Liljar.
Elsku afi langi. Það er svo erfitt að
skilja dauðann þegar maður er bara
að verða fimm ára, en ég veit að þú
ert farinn frá mér. Það var alltaf svo
gaman að koma til þín og ömmu, þú
varst alltaf að stríða mér og það þótti
mér sko ekki leiðinlegt. Mér þótti
alltaf svo gott að koma til þín á
sjúkrahúsið, gefa þér nammi og
borða það svo allt frá þér. Mér þótti
líka svo gott að skríða upp í rúm til
þín, knúsa þig og segja þér hvað ég
elskaði þig mikið.
Guð blessi þig, elsku afi langi.
Þín
Unnur Lijja.
Látinn er bróðir, mágur og vinur,
öðlingurinn Grettir Jóhannesson,
fyrrum bóndi að Skarði í Þykkvabæ.
Sá sem leit heiminn fyrst í Vest-
mannaeyjum árið 1927, en gat ein-
ungis eytt þar fáum árum sem barn,
sökum fráfalls móðurinnar. Fjöl-
skyldan sundraðist, slíkt hlutskipti
er ávallt erfitt, hver sem í hlut á.
Auðvitað var það Gretti erfitt að
hverfa frá kærum föður og stórum
systkinahópi til fólks og umhverfis
sem var honum lítt kunnugt en pilt-
urinn var snemma harðger og þeim
kostum búinn að hann bar sig vel og
tók því sem lífið rétti að honum með
því hugarfari að standa sig.
Þessi fátæklegu orð eiga ekki að
vera neinskonar lofgerðarrolla, slíkt
væri ekki við hæfi, og alls ekki af
þeim sem þekktu Gretti eins vel og
við gerðum, við vitum að hann myndi
biðjast undan slíku. Þessi orð eiga
einungis að tjá þakklæti til hans fyrir
samfylgdina, þakklæti til hans fyrir
allt sem hann var okkur, fyrir allt
sem hann miðlaði til okkar af mann-
kostum sínum og manngæsku.
Allstaðar þar sem Grettir kom,
sýndi það sig hverjum mannkostum
hann var búinn. Hann var hvers
manns hugljúfi, harðduglegur, og
trúr yfir hverju því sem honum var
faiið, í hvaða mynd sem það var. Hlut
sinn lét hann samt ekki fyrir neinum,
hann stóð á sínu, en með þeim hætti
að allir máttu vel við una og enginn
fór sár af vettvangi. Maðurinn var
rammur að afli og kunni ekki að hlífa
sér, enda þurfti hann oft á því að
halda við þá erfiðleika sem bóndinn á
oft við að stríða. En e.t.v. hefur þessi
ósérhlífni og kraftur orðið til þess að
ævikvöldið varð styttra en við hugð-
um að það yrði.
Lífsförunaut og raunar gæfu sína
sótti Grettir austur í Þykkvabæ, að
Skarði. I nóvember árið 1955 kvænt-
ist hann heimasætunni þar, Málfríði
Fanneyju Egilsdóttur og hófu þau
búskap í Skarði í félagi við foreldra
Fanneyjar, þau Friðbjörgu og Egil.
Var sá búskapur báðum til hagsæld-
ar, enda dugnaður og ráðvendni
ávallt í fyrirrúmi. Þau Fanney og
Grettir áttu barnaláni að fagna. Þau
eignuðust fimm mannvænleg börn:
Egil, Kristbjörgu, Mörtu, Jóhannes
og Sigrúnu. Þau, ásamt móður og af-
komendum, syrgja nú ástríkan eigin-
mann og foður, sem allt vildi leggja í
sölurnar til að gera veg þeirra sem
mestan.
Megi Guð veita þeim styrk í sorg
þeirra og megi hinn sami Guð veita
Gretti brautargengi í þeim heimi
sem hann nú er horfinn til.
Við, systir og mágur, þökkum
samfylgdina manni sem var „dreng-
ur góður“.
Jóhanna Jóhannesdóttir,
Arnþór Ingólfsson.
Okkur langar í örfáum orðum að
minnast Grettis frænda. Öll munum
við og gleymum aldrei ferðum okkar
að Skarði til að heimsækja Gretti
frænda, eins og við kölluðum hann,
Fanneyju, Böggu, Egil og krakkana.
A þessum tíma voru þessar ferðir
alltaf mikið tilhlökkunarefni því að
allir vita sem þangað komu hvernig
móttökurnai- voru þegar gesti bar að
garði. Við gætum skrifað mai-gar
bækur um ailt það skemmtilega sem
við gerðum og framkvæmdum í þess-
um heimsóknum. Það vita allir sem
þekktu Gretti frænda hvaða æringja
hann hafði að geyma og munum við
ávallt í hugskoti okkar varðveita frá-
bærar stundir sem við áttum við eld-
húsborðið í Skarði. Þótt Grettir hafi
unnið nánast allan sólarhringinn við
bústörf jafnt sem önnur störf, sem
voru æði mörg, fundum við aldrei
fyrir því að hann væri upptekinn eða
þreyttur því hann gaf sér alltaf tíma, V
til að sinna okkur krökkunum úr
Kópavoginum, fara út á fjörur, út í
fjós, út í hiöðu o.s.frv. Þá má ekki
gleyma fjölmörgum ferðum hans á
stóra flutningabílnum í Birkihvamm-
inn. Þvílík upplifun að fá Gretti
frænda á stóra bílnum í heimsókn
þegar hann hoppaði út úr bflnum og
kom skælbrosandi á móti okkur og
inn í mat hjá mömmu. Okkur finnst
við hafa verið heppin að hafa fengið
að eiga Gretti íýrir frænda og kynn-
ast þeim mannkostum sem hann
hafði að geyma. Eftir að við systkinin
urðum fullorðin og Grettir frændi og; V
Fanney löngu flutt úr sveitinni,
minnumst við fjölmargra stunda með
þeim í borðstofunni í Birkjó. Elsku
Grettir frændi, okkur þótti óskap-
lega vænt um þig og fundum alla tíð
að þér þótti vænt um okkur. Nú er
þrautagöngu þinni lokið og við vitum
að nú líður þér vel og að þú ert sátt-
ur. Elsku Fanney, Egill, Krissa, Jói,
Marta og Sigrún Jóna. Við biðjum
Guð og allar góðar vættir að styrkja
ykkur og fjölskyldu ykkar.
Sigurgeir, Friðbjörg,
Margrét og Elín Inga.
Hinn 12. apríl sl. kvaddi þennan
heim Grettir Jóhannesson eftir lang-4
varandi veikindi. Það verður skrítið í
framtíðinni að þú og amma Fanney
komið ekki saman til Eyja. Þér þótti
svo vænt um Eyjarnar, þú varst
sannkallaður Eyjapeyi. Það var
gaman að hlusta á sögumar hjá þér
um gömlu dagana hér og hvað þú
varst minnugur um menn og staði í
Vestmannaeyjum. Við vitum að andi
þinn svífur yfir þeim. Söknuðurinn
er mikill hjá okkur öllum, en mestur
verður hann hjá þér elsku Fanney,
þú vaktir yfir velferð hans alla daga^
Megi góður Guð styrkja þig og fjöl-
skylduna í sorginni.
Far þú í friði
friðurGuðsþigblessi
hafðu þökk fyrir allt og allL
(V. Briem)
Yndislega Eyjan mín,
ó, hve þú ert morgunfógur.
Uðaslæðan óðum dvín,
eins og spegili hafið skín
yfir blessuð björgin þín
breiðir sólin geislakögur.
Yndislegaeyjanmín,
ó, hve þú ert morgunfógur.
Sólu roðið sumarský,
svífur yfir Helgafelli.
Fuglar byggja hreiður hlý. ( v
Himindöggin fersk og ný
glitrar blíðum geislum í,
glaðleg anga blóm á velli.
Sólu roðið sumarský
svífur yfir Helgafelli.
Yndislega Eyjan mín,
ó, hve þú ert morgunfögur.
Líti ég til lands, mér skín
Ijómafógurjökulsýn,
sveipar glóbjört geislalín
grund og dranga, sker og ögur.
Yndislega Eyjan mín,
ó, hve þú ert morgunfögur.
(Sigurbjöm Sveinsson.)
Við kveðjum elskulegan íöður,
tengdafoður og afa.
Jóhannes, Elín, Grettir, , v-
Leifur og Guðrún Ósk.
+
Elskuleg unnusta mín, dóttir okkar og systir,
ÁSLAUG ÓLADÓTTIR,
lést 15. apríl.
Alexander Mavropulo,
Elín Guðjónsdóttir, Óli Þór Valgeirsson,
Ásta Óladóttir, Dorsett David Poul Dorsett,
Valgeir Ólason, Sólveig B. Borgarsdóttir,
Elín María Óladóttir, Örlygur Ö. Örlygsson.