Morgunblaðið - 19.04.2000, Page 48
48 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
KARL KRISTINN
* KRISTJÁNSSON
Mér verður um hjarta svo heitt og kalt
í hvamminum, þar sem urðin valt.
Hér dvelur mín sál, hér dreymir mig allt,
sem drottinn oss gaf - til að unna.
(Binar Ben.)
+ Karl Kristinn
Kristjánsson
fæddist á Akranesi
17. febrdar 1979.
Karl lést af slysför-
um 10. apríl síðastlið-
inn. Foreldrar hans
eru Kristján Sveins-
son, f. 6. maí 1949,
svæðissljdri Olíufé-
lagsins á Vestur-
landi, og Sigrún
Halla Karlsdóttir, f.
30. júlí 1951, sjúkra-
liði, búsett á Akra-
nesi. _ Systkini Karls
eru Áinúldur, ferða-
fræðingur hjá SL, f. 15. desember
1975, og Sveinn, f. 7. desember
1984, nemi. Unnusta Karls er Guð-
rún Hjörleifsdóttir, f. 2. desember
1982, nemi. Foreldrar Kristjáns
voru Sveinn Kr. Guðmundsson, fv.
bankaútibússljóri á Akranesi, og
Guðrún Þórey Ornólfsdóttir, hús-
móðir á Akranesi. Foreldrar Sig-
rúnar eru Álfhildur Ólafsdóttir,
búsett í Bandaríkjunum, og Karl
Sigurðsson, fv. kaupmaður á
Akranesi. Stjúpmóð-
ir Sigrúnar er Krist-
ín Sigurðardóttir.
Karl byijaði ung-
ur að æfa bæði
knattspyrnu og
sund. Hann vann til
fjölda verðlauna á
sundferli sínum,
varð Akranesmeist-
ari í sundi í nokkur
ár og setti einnig fs-
landsmet í baksundi
1994.
Karl útskrifaðist
sem stúdent af hag-
fræðibraut frá Fjöl-
brautaskóla Vesturlands vorið
1999, var skólaráðsfulltrúi nem-
enda í stjórn FVA og var bóksölu-
stjdri í skólanum. Sat í miðstjórn
og framkvæmdanefnd NFFA og
var formaður Viskuklúbbs skdl-
ans. Karl tók einnig þátt í ræðu-
keppnum framhaldsskólanna fyr-
ir hönd skólans.
Útför Karls Kristins fer fram
frá Akraneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Hinsta kveðja foreldra
-,;.t og systkina
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér,
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Ben.)
Hann Kalli okkar var strax sem
barn óvenjulega ijúfur og bóngóður
drengur. Þessi þáttur í fari hans var
__ mjög einkennandi, auk þess sem
greiðasemi og hjálpsemi voru honum
í blóð borin. Það sama gilti um
hressileikann, hreinskiptnina og ein-
lægnina.
Hann gat verið fastur fyrir en
hann fór vel með það og oft var hann
einstaklega laginn við að leiða mál
farsællega til lykta.
Hann var alltaf tilbúinn að rétta
hjálparhönd þegar hann taldi að það
mætti að gagni koma og hann ein-
faldlega sóttist eftir að vemda þá
sem á einhvern hátt áttu undir högg
að sækja.
Við sem næst honum stóðum
undruðumst oft hve þetta var ein-
lægur þáttur í persónuleika svo ungs
manns.
j*. Það var stolt fjöiskylda sem fylgd-
ist með árangrinum sem hann náði í
sundinu og þeim verkum sem hann
tók sér fyrir hendur á þeim vett-
vangi.
Keppni var hluti af lífinu án þess
þó að yfirskyggja nokkum tíma hið
eiginleg markmið um uppbyggilegt
líferni.
Heilbrigt líferni var honum í blóð
borið og misnotkun á lífsins gæðum
og lystisemdum var honum ekki að
skapi.
Honum var mikið í mun að ná
þeim þroska sem honum var mögu-
legt og gekk jafnvel í gegnum
gelgjuskeiðið á ótrúlega yfirvegaðan
hátt.
Fyrir nokkra hafðirðu tekið stefn-
una á Samvinnuháskólann á Bifröst
og í því tilliti skyldi fetað í fótspor
pabba. Undirstöðum undir seinni
námsáfanga hafði verið komið fyrir
og stefnan að flestu leyti mörkuð.
Við voram stolt að hlusta á þig flytja
hátíðarræðuna í Akraneskirkju 17.
júní 1999 er þú fluttir fyrir hönd
nýstúdenta. Þú komst inn á í ræðu
þinni að þið nýstúdentar værað á
krossgötum í lífi ykkar, nú eftir
margra ára skólagöngu myndi leiðir
ykkar sumra skilja því þið yrðuð að
fara að ákveða hvað þið ætluðuð að
"*.gera og verða í framtíðinni. En þú
hafðir ákveðið þig, og við voram inni-
lega stolt af þinni ákvörðun. Lokaorð
þín í þessari ræðu eru okkur sérstak-
lega minnisstæð, en þar sagðir þú;
„Það er bjart framundan hér á ís-
landi þegar við nálgumst nú á hrað-
flugi tuttugustu og fyrstu öldina.
_ Framtíðin er björt og tækifærin hafa
‘•'áldrei verið fleiri og betri. Höldum
því fast í trúna, höfum trú á sjálfum
okkur, sýnum náunganum kærleika
og góðvild, höfum trúna og vonina að
leiðarljósi. Við búum í yndislegu
landi þar sem allt er mögulegt. Ver-
um því hamingjusöm, njótum þess að
vera til því lífið brosir við okkur.“
Við vitum hve afskaplega lánsöm
við voram að fylla með þér fjöl-
skylduhópinn á Kirkjubraut 5 og
fjölmargar yndislegar minningar um
þig ylja okkur nú, þegar syrtir að.
Þinn þáttur í samheldni okkar var
mikill og það skarð sem nú er fyrir
skildi verður ekki fyllt.
A svipstundu blasir raunveruleik-
inn í öllum sínum helkulda við. Fyr-
irætlanimar og draumsýnimar sem
við áttum sameiginlega munu ekki
rætast, heimurinn eins og við þekkt-
um hann er um margt hraninn og
engin svör fást við áleitnum spurn-
ingum.
Við treystum á að einhver máttur,
mannlegum skilningi æðri, leiði okk-
ur áleiðis og gefi okkur þann þroska
sem við svo sannarlega þurfum á að
halda.
Trú, von og kærleikur era hugtök
sem enduróma í hugskoti okkar for-
eldra þinna og systkina í dag og við
reynum af fremsta megni að standa
keik af virðingu við minningu þína,
eins og við vitum að þú hefðir gert í
okkar sporam.
Söknuðurinn er sár og því sárari
þar sem skilninginn skortir og mátt-
urinn er ekki mikill til að takast á við
framtíðina án þín.
Kærleikurinn hefur umlukt okkur,
því ótölulegur fjöldi fólks hefur sýnt
minningu þinni svo ómælda virðingu
með heimsóknum, blómasendingum
og ljúfum gerðum, að orð fá vart lýst.
Vonin um að þú sért nú í öruggri
höfn í hæstu hæðum og að þar munum
við að endingu hittast á ný er nokkuð
sem við einfaldlega treystum á.
Trúin á það að Guð almáttugur
hafi byggt þennan heim og haldi
honum við er eina svarið sem við höf-
um við yfirþyrmandi sorg, skilnings-
leysi á örlögum þínum og söknuði.
í þá trú höldum við öllsömul og
minningin um þig, elsku Kalli, lifir á
meðan við drögum andann.
Megi almáttugur góður Guð
blessa þig um alla eilífð. Hafðu heila
þökk elsku drengurinn fyrir þá fyrir-
mynd sem þú varst okkur öllum á
alltof stuttu æviskeiði.
Allir sem kynntust þér einfaldlega
auðguðust af því og það voru okkur
mikil forréttindi að fá að njóta sam-
vistanna.
Við biðjum almáttugan Guð að
blessa Guðrúnu, ástina í lífi þínu,
fjölskyldu hennar og alla þá fjöl-
mörgu sem sýnt hafa minningu son-
ar okkar og bróður svo stórkostlega
virðingu sem raun ber vitni.
Hvort vikna og döggvast bjargsins brár,
eða blinda mér sýn mín eigin tár
við sumarmorgunsins unga ár
og ilm vorra seigu runna?
Hamma, pabbi,
Álfhildur og Sveinn.
Mér fmnst ég varla heill né hálfur maður
og heldur ósjálfbjarga því er ver.
Bf værir þú hjá mér vildi ég glaður
verðabetrien éger.
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt
Ég harma það, en samt ég verð að segja,
að sumarið h'ður alltof fljótt.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson.)
Eftir að mér hafði verið tilkynnt
sú harmafregn að bróðursonur minn
Karl Kristinn hefði látist í hörmu-
legu vinnuslysi vora þessar fallegu
ljóðlínur stanslaust í huga mér,
vöktu mig upp af svefni og héldu íyr-
ir mér vöku tímunum saman. I
kjölfarið reikar hugur manns aftur,
allt aftur til þess tíma þegar hann lá í
vöggu og við Kristján bróðir létum
Kalla og Ingibjörgu dóttur mína
liggja saman, sátum undir þeim, lét-
um mynda þau og grobbuðum okkur
af þessum yndislegu bömum okkar.
Allt frá þessum fyrstu mánuðum
mynduðust tengsl á milli þeirra sem
aldrei bar skugga á og hafa þau alltaf
verið líkt og systkini síðan.
í æsku var Kalli ekki mikið gefinn
fyrir athyglina. I fimm ára afmælinu
hans rann hann undir borð og vildi
hverfa þegar afmælissöngurinn hans
var sunginn. Ungur fór Kalli að tefla
skák og æfði það á tímabili og tefldi
þá gjarnan við afa sinn og vann. Eftir
að hann fór að keppa í sundinu
spurði ég hann stundum hvemig
gengi og var svarið yfirleitt það
sama, „ágætlega“. Hann var ekkert
að segja manni frá því að hann hefði
unnið til verðlauna. Eitt sinn kom
hann af sundmóti og foreldrar hans,
sem alltaf fylgdust vel með honum í
sundinu, spurðu hvernig hefði geng-
ið, sama látlausa svarið kom, „ágæt-
lega“, en eftir helgina birtust myndir
af honum efstum á verðlaunapalli.
Þó svo að hann bæri titilinn sund-
maður Akraness um tíma og eða
setti Islandsmet í baksundi 1994 þá
tók því ekkert að vera að segja frá
því og frændfólk hans frétti þetta
einhvern veginn eftir öðram leiðum
en frá honum. Kalli tók líka þátt í því
að synda írá Reykjavík til Ákraness
með félögum sínum í Sundfélagi
Akraness. Einhvern tímann spurði
ég hann að því hvað hann ætti marga
verðlaunapeninga. Hann gerði lítið
úr og nefndi enga tölu en dætur mín-
ar sögðu mér að það væri vel á annað
hundraðið, flestir geymdir niðri í
skúffu, og þær vora stoltar af þess-
um frábæra frænda þegar þær
sögðu frá þessu.
Kalla gekk alla tíð vel í skóla, var
vinmargur og vinsæll. Hann tók
virkan þátt í félagslífinu og keppti
m.a. fyrir hönd FBV í ræðukeppni
framhaldsskólanna.
Kalli lauk stúdentsprófi af hag-
fræðibraut frá Fjölbrautaskóla
Vesturlands vorið 1999. Að stúdents-
prófi loknu hóf hann að vinna á höf-
uðborgarsvæðinu og bjó hann þá hér
hjá fjölskyldu minni um skeið.
Snemma í júní bað mamma hans mig
að ýta við honum um að undirbúa sig
vel, því hann ætti að flytja hátíðar-
ræðu nýstúdenta í Akraneskirkju 17.
júní. Ég bað frænda að drífa þetta nú
af og ýtti oft við honum. Hinn 16.
hafði ég ekki enn séð staf á prenti en
hann taldi mér trú um að hann væri
eiginlega búinn að semja ræðuna í
huganum og myndi setja þetta niður
á blað um kvöldið. Eftir að hann
hafði lokið hátíðarræðunni frétti ég
að vel hefði tekist til, eins og með allt
annað er hann tók sér fyrir hendur.
Kalli var hnyttinn í tilsvöram og er
margar skemmtilegar sögur hægt að
segja af svöram hans og setningum
sem við fjölskylda hans geymum í
huga okkar um ókomna tíð.
Kalli átti unnustu, Guðrúnu Hjör-
leifsdóttur, sem hann var ákaflega
stoltur af og fallega brosið hans var
enn stærra og innilegra er hann tal-
aði um hana og sagði okkur frá
henni.
Elsku Stjáni, Sigrún, Álfhildur,
Sveinn og Guðrún. Oll vitum við að
sorgin er mikil og missir ykkar er
mestur, en við vitum líka og verðum
að trúa, að þessum yndislega dreng
sé ætlað eitthvað ennþá mikilvægara
hlutverk en hann hafði hér á meðal
okkar. Við Dagbjört og börnin vott-
um ykkur okkar dýpstu samúð og
biðjum Guð að styrkja ykkur í sorg-
inni og þökkum fyrir þær eftirminni-
legu og góðu stundir sem við áttum
saman.
Far þú í friði elsku frændi, þú
munt aldrei gleymast.
Sigurbjörn Sveinsson.
Sártervinaraðsakna,
sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna,
svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta,
húmskuggi féll á brá,
lifir þó ljósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta,
vinur þó falli frá.
Góðar minningar geyma
gefúrsyrgjendumfró.
Til þín munu þakkir streyma.
Pér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höf.ók.)
Elsku Kalli minn, ég trúi því varla
ennþá að þú sért farinn. Hvernig
getur lífíð verið svona ósanngjarnt?
Eg verð víst að trúa þvi að þér hafi
verið ætlað annað og meira hlutverk
á öðram stað. Á stundu sem þessari
reika minningar um hugann, minn-
ingar um yndislegan frænda sem átti
svo margt gott að gefa. Þú varst allt-
af brosandi og stutt var í stríðnina.
Svo varstu líka alltaf svo óspar á að
taka utan um þá sem þér þótti vænt
um, enda ólst þú upp við mikla ást og
umhyggju foreldra þinna og syst-
kina.
Elsku Kalli, ég hef alltaf verið svo
stolt af því að eiga þig sem frænda.
Þú hefur ávallt verið svo stór hluti af
þeim minningum sem ég á frá því að
ég bjó á Akranesi. Allar stundirnar
sem við áttum heima hjá ömmu og
afa, þegar við lágum úti í garði á
sumrin á litlu rauðu sólbeddunum,
hjálpuðum ömmu og afa í garðinum,
gerðum kastala í sandkassanum og
snjóvirki á vetuma. Og þegar við
fengum að sofa hjá þeim gátum við
ekki verið sitt hvoram megin í hjóna-
rúminu, því þá var allt of langt á milli
okkar, heldur sváfum við bæði ömmu
megin. Þú varst besti vinur minn og
ég óskaði þess oft að þú værir tví-
burabróðir minn.
Mér fannst þú alltaf svo heppinn
að eiga dótabúð og eru ófáar stund-
imar sem við eyddum þar og lékum
okkur eftir lokun. Svo áttir þú svo
mikið af He-Man-dóti sem við dund-
uðum okkur oft með og varst þú þá
auðvitað He-Man og ég var She-Ra.
Ég hlakkaði svo til þegar við mynd-
um byrja í Brekkubæjarskóla sam-
an, svo ílutti ég suður og það breytt-
ist. Sambandið hélt samt áfram að
vera gott þótt það breyttist töluvert.
Það var ávallt tilhlökkunarefni
þegar von var á þér í bæinn. Þú
komst oft yfir helgi og gistir þá hjá
Svenna. Þið komuð þá alltaf heim og
við fundum okkur eitthvað að gera.
Ég man á tímabili þegar við voram
alltaf að fara í sund saman. Okkur
fannst svo gaman að fara á stökk-
brettið í Sundhöllinni, þar sem hinar
ýmsu kúnstir voru reyndar. Ég man
líka vel þegar við fóram í Laugar-
dalslaugina og þið Svenni tókuð upp
á því að hnoða snjóbolta, troða þeim í
sundskýluna, hlaupa svo út í heita
pottinn og láta snjóinn bráðna. Svo
veltumst við um af hlátri.
Þegar ég hélt upp á 17 ára afmælið
komst þú og varst hjá mér yfir helg-
ina og áttum við yndislega stund
saman. Þú fórst með mér í fyrsta
bíltúrinn eftir að ég fékk ökuskírt-
einið. Á sunnudeginum keyrði ég þig
niður á Akraborg, þú sóttir töskuna
þína í skottið, sást æfingaaksturs-
merkið og skelltii- því aftan á bílinn.
En þú hlóst svo mikið þegar ég
kvaddi þig að það komst upp um þig.
Þetta er aðeins brot af þeim yndis-
legu minningum sem ég á um þig,
Kalli minn, og ég mun geyma þær í
hjarta mínu um ókomin ár.
Elsku Sigrún, Stjáni, Álfhildur og
Sveinn, megi Guð vera með ykkur og
veita allan þann styrk sem þið þurfið
á að halda í sorg ykkar.
Þín frænka,
Ingibjörg.
Þínum anda fylgdi glens og gleði
gamansemin auðnu þinni réði.
Því skal halda hinum megin
með himnaríldsglens við mjóa veginn.
Ég vona að þegar lífi mínu lýkur,
ég líka verði engill gæfuríkur.
Þá við skoðum skýjabreiður saman
og skemmtum okkur, já það verður
gaman.
(LýðurÆgisson.)
Elsku Kalli, það er erfitt að sætta
sig við þessa staðreynd. Að þú svona
ungur og lífsglaður strákur sért fall-
inn frá í blóma lífsins. Það eru svo
margar góðar minningar sem koma
upp í huga manns um ýmislegt sem
við höfum brallað saman í gegnum
árin.
Þær voru ófáar stundirnar sem þú
komst og dvaldir hjá mér yfir helgi
og var þá ýmislegt fundið sér til
dundurs. Sérstaklega er mér minnis-
stætt sundtímabil okkar frændsyst-
kinanna. Lengi vel var Sundhöllin í
einstöku uppáhaldi hjá okkur. Ég
man sérstaklega eftir þegar ég ætl-
aði að fara að reyna fyrir mér á stóra
stökkbrettinu. Þú manaðir mig til að
láta mig svífa, sem ég og gerði, og
má segja að lendingin hafi verið
mjög sársaukafull. Þegar ég hugsa
til baka sé ég þig ennþá fyrir mér
upgi á bakkanum skellihlæjandi.
Ég á líka mjög góðar og skemmti-
legar minningar frá heimsóknum
mínum á Skagann og tengist þú þeim
flestöllum. Nú þegar þú ert farinn
verður skrýtið að koma á Skagann
og hugsa til þess að maður fái aldrei
að sjá þig aftur.
Elsku Kalli, ég þakka þér fyrir all-
ar góðu stundirnar sem við áttum
saman og minningin um góðan
frænda mun lifa í hjarta mínu.
Ég bið góðan Guð að styrkja fjöl-
skyldu þína, unnustu og vini á þess-
um erfiðu tímum. Megir þú hvíla í
friði.
Þinn frændi,
Sveinn Kristinn.
Elsku Kalli frændi.
Á stundum sem þessari streyma
minningamar í gegnum hugann og
það fyrsta sem kemur upp, er við
minnumst þín, er brosið þitt og hlát-
urinn. Hjá þér var alltaf svo gaman
og stutt í brosið. En þegar svona slys
ber að höndum að ungt fólk eins og
þú deyr í blóma lífsins, þá á maður
virkilega erfitt með að sætta sig við
staðreyndir, af hverju góða fólkið
eins og þú fær ekki að lifa í þessum
heimi. En við verðum að trúa því að
þér hafi verið ætlað mikilvægara
hlutverk annarstaðar og svo deyja
þeir ungir sem guðirnir elska. Við er-
um hinsvegar ekki í vafa um að
þarna „hinumegin“ hafi verið virki-
lega vel á móti þér tekið og megi þeir
þar njóta þíns yndislega persónu-
leika.
Takk fyrir allar þær ógleyman-
legu stundir sem við áttum með þér
og mun minning þín lifa í hjörtum
okkar um ókomna tíð.
Þínar frænkur,
Eva Mjöll og Guðrún Þórey.
Harmi sleginn kveð ég vin minn
Kalla. Við höfum fylgst að frá frum-
bernsku, jafnaldrar og nábúar. Vart
hefur liðið sá dagur frá því að við
vorum agnarsmáir að ekki væri haft
samband og alltaf gott samband.
Heilbrigðari og heilsteyptari pilt-
ur var vandfundinn.
Svo laus við vandamál, svo kapps-
fullur við hvert það verkefni sem
leysa þurfti. Sama hvað hann tók sér
fyrir hendur, skólinn, vinnan, íþrótt-
irnar.
Já, hann Kalli var svo dæmalaust
laus við allt vesen sem ég var snill-
ingur að koma mér í. Alltaf stóð hann
með mér og var tilbúinn að leysa
vanda fordómalaust bæði varðandi
mig og vini sína. Hjálpsemi var hon-
um svo eiginleg og sjálfsögð og jafn
eðlileg og að draga andann.