Morgunblaðið - 19.04.2000, Síða 49

Morgunblaðið - 19.04.2000, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 4' Honum gekk allt vel sem hann tók sér fyrir hendur enda brosti lífið við honum og hann svo sannarlega brosti mót lífinu. Foreldrar Kalla gátu alltaf verið stolt af stráknum sínum og hann átti góða foreldra og góð systkini. Heim- ili Sigrúnar og Kristjáns hefur alltaf verið mér opið og þau hjónin urðu ósjálfrátt félagar og velgjörðarmenn mínir til margra ára. Svo ósanngjarnt og meiningar- laust finnst manni lífið oft vera. Hann sem stráði birtu og gleði í kringum sig, hann sem naut hvers dags, hverrar stundar, jákvæður og bjartsýnn, alltaf tilbúinn að berjast fyrir nýjum sigrum, nýjum ævintýr- um, er nú kallaður burt fyrirvara- laust. Það er erfitt að sætta sig við þá köldu staðreynd að lífshlaupi hans sé lokið. Eftir standa ástvinir með minn- ingar um góðan dreng, dreng sem var samferðamönnum sínum svo mikils virði og eftir standa spurning- ar sem enginn svör fást við, en líka þakklæti fyrii- það sem hann var okkur. Guð blessi minningu hans. For- eldrum, unnustu og systkinum votta ég mína innilegustu samúð. Isólfur Haraldsson. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga tárin eru beggja orð. (Ólöf frá Hlöðum.) Kæri vinur. Sú harmafregn barst okkur að kvöldi 10. aprfl að þú hefðir látist í vinnuslysi fyrr um daginn. Stórt skarð er því höggvið í þann góða vinahóp sem þú og sonur okkar hafið tilheyrt í mörg ár. Maður fer ósjálfrátt að hugsa um þær góðu stundir sem þið áttuð sam- an hér á heimilinu. Til dæmis þegar þið sátuð í eldhúsinu hjá okkur og rædduð ýmis mál sem ykkur lá á hjarta. Eða þegar við vorum vinsam- lega beðin um að fara snemma að sofa, því það var NBA-leikur í sjón- varpinu og þið þyrftuð nauðsynlega að horfa á hann. Og stuðningsapdann sem í þér bjó á körfuboltaleik ÍA, þar sem þú slóst trommuna í gríð og erg okkar mönn- um til hvatningar. Alltaf var gaman að gantast við þig þegar þú komst í heimsókn. Og oft gerði ég grín að þér eftir að þú fékkst gemsann. Þá hringdir þú úr innkeyrslunni til að athuga hvort Trausti væri heima. Svona hugsanir hafa sótt á mann og hve sárt það er að fá þig ekki oftar í heimsókn og segja „Sælt veri fólk- ið“. Megi Guð geyma þig og styrkja fjölskyldu þína og unnustu á þessari sorgarstundu. Sigríður Þórarinsdóttir og Jón Traustason. Elsku besti vinur, þegar hlið Himnaríkis opnuðust fyrir þér sló þögn á veröldina. Hafðu ávallt þökk fyrir að hafa gert heiminn að betri stað. Þú lifir ævinlega í minningunni. Að heyra að minn ástkæri vinur og skólabróðir til fjölda ára, Karl Krist- inn Kristjánsson, hefði látið lífið í hræðilegu slysi var eitthvað sem ekki gat staðist og aldrei verður fylli- lega hægt að sætta sig við. Það gat ekki verið. Kalli, sem alltaf var hress og vildi öllum vel, hann gat ekki verið dáinn. En hin bitra staðreynd er þó sú að hann er farinn. Líf hans endaði í ban- vænu slysi sem enginn gat komið í veg fyrir en á því leikur enginn vafi að hann hefur verið kallaður burt til æðri verka, verka sem við sem eftir stöndum munum ekki skilja fyrr en okkar eigin tjöld falla í þessari til- veru. Einhver hlýtur tilgangurinn að vera. Ekkert í mannlegu valdi getur að fullu lýst þeim tilfinningum sem vakna þegar slíkur atburður á sér stað, en góðu minningamar um frá- bærar stundir með Kalla munu með tíð og tíma milda sorgina. Hann talaði oft um hversu mikil- vægt honum þótti að eiga góða vini og naut sín alltaf vel þegar við hitt- umst. Hann fór heldur ekkert leynt með það hversu vænt honum þótti einfaldlega um alla þá sem að honum stóðu. Það að kynnast Kalla strax í barn- æsku og að eiga vináttu hans í gegn- um árin er nokkuð sem ég mun ávallt vera þakklátur fyrir. Minningarnar um hann eru fjölmargar, oftast nær var hann hress og kátur og miðlaði gleðinni til annarra í kringum sig en eins og öðrum gat honum líka mislík- að hlutirnir og þá sagði hann hreint út sína meiningu. Ég sagði það kannski aldrei við hann en það var margt í fari Kalla sem ómetanlegt verður að muna og læra af honum. Hann var opinn og einlægur, hafði mikinn metnað fyrir sig og sína og stóð sig alltaf vel í hverju sem hann tók sér fyrir hendur. Hann gat skynjað þegar einhver átti bágt og gerði alltaf sitt besta til að bæta úr. Þegar við sjáum nú á eftir Kalla er það fullljóst að mín mesta blessun er að hafa kynnst honum, þannig blasir allt við á þessum tímapunkti þegar veröldin hefur misst svo ungan og efnilegan son. Ég held ég geti sagt að betri ást- vinar en Kalli var geti enginn mann- eskja óskað sér og hann mun alltaf lifa í minningu sem er björt og fögur, minningu um góðan dreng og merk- an persónuleika sem var svo vinsæll meðal allra þeirra sem báru gæfu til að kynnast honum að leitun er að öðru eins. Það er sagt að enginn viti hvað átt hefur fyrr en misst hefur og vissu- lega á það við á þessari stundu þegar veröldin hefur snúist svo harkalega við. Þó er víst að þeir sem voru svo lánsamir að eiga Kalla að ættingja og vini vissu að hann var einn af þeim sem aldrei brugðust og hafði til að bera hlýju og næmi sem okkur er öll- um til fyrirmyndar. Ég veit líka með vissu að honum var Ijóst hversu elsk- aður og dáður hann var af öllum þeim sem voru svo lánsamir að kynn- ast honum. Aannað var hreinlega ekki hægt. Deyrfé, deyja frændur, deyrsjálfuriðsama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Ur Hávamálum) Þótt þessi orð séu margra alda gömul lýsa þau því samt svo vel hvað Kalli skilur hér eftir handa þeim sem eftir lifa. Viðhorf sem ómetanlegt er að muna og enn ómetanlegra að lifa eftir. Það er svo margt sem átti eftir að segja og svo margt sem átti efir að gera. Sú tilhugsun að geta ekki framar hitt Kalla og gert eitthvað skemmtilegt með honum, sagt hon- um hversu vænt okkur öllum þótti um hann, er óbærileg. En það vill til að ég veit að Kalli lifði hamingjusam- ur með yndislegri fjölskyldu og ást- vinum öllum allt frá sinni fyrstu stund til þeirra hinstu. Minningarnar um góðan dreng sem öllum vildi vel og öllum þótti vænt um lifa alltaf í sálum okkar og þannig mun Kalli vera áfram með okkur. Myndin sem ég á af honum í hjartanu mínu verður það síðasta sem ég læt af hendi í þessu lífi. Ég sé Kalla fyrir mér á stað þar sem gleði og hamingja ræður ríkj- um, þar nýtur hann sín vel í himn- eskri sælu. Hann getur áfram gert það sem hann langar til og þegar sá tími kemur tekur hann á móti okkur hinum opnum örmum. Hversu lengi ég kem til með að lifa veit ég svo sem ekki, en hafi ég áður óttast dauðann geri ég það ekki lengur því ég veit að hinum megin á ég einstakan vin sem býður mig velkominn og segir aftur eins og svo oft í þessu lífi: „Blessaður Bjarki minn.“ Þá fyrst mun ég öðlast skiining. Elsku þið öll sem unnuð Karli Kristni Kristjánssyni svo heitt, sam- úð minni og minnar fjölskyldu verð- ur vart lýst með orðum, söknuðurinn og sorgin virðast óyfirstiganleg en á meðan við munum hans einstaka bros og hjartahlýju mun sorgin aldrei að fullu ná tökum á okkur. Elsku Kalli minn, nú þegar ég kveð þig að leiðarlokum þessa lífs vil ég segja við þig, að við sjáumst aftur, hvar sem það kann að verða. Þú lifir þó þú sért farinn. Hjarta mitt er brostið, tilveran verður aldrei söm án þín. Takk fyrir að hafa kvatt mig í draumi nóttina eftir að þú fórst, það segir mér það að þú ert enn og verð- ur alltaf sá einstaki vinur sem ég átti og hef þrátt fyrir allt ekki glatað að fullu. Vinátta sem nær út yfir gröf og dauða er meira en nokkur maður getur farið fram á. Þér er ætlað að skilja leyndardóma tilverunnar á undan okkur hinum. Með Karli Kristni Kristjánssyni hverfur hluti af mér, en ég fékk ann- að og betra í staðinn, ég fékk að eiga besta vin í heimi. Ég man þig. Hvíl í guðs friði, þinn vinur alla tíð, Bjarki Þór Jónsson. Elsku Kalli okkai’. Það er svo sárt að horfast í augu við þá staðreynd að nú sért þú far- inn. Farinn yfir í annan og betri heim þar sem einhver hefur þurft á þér að halda. Nú þegar við setjumst hér niður og hugsum til baka er það fyrsta sem kemur upp í huga okkar hversu kát- ur, hress og jákvæður þú varst alltaf og alltaf tilbúinn að rétta hjálpar- hönd ef þess þurfti. Þegar þið Guðrún „litla“ systir okkar byrjuðuð saman urðum við strax hrifnar af þessum sæta og lífsglaða strák sem heillaði okkur upp úr skónum. Þú varst því strax tekinn eins og einn af okkur. Enda geislaði hamingjan af ykkur þegar þið voruð saman. Ykkur fannst erfitt fyrir rúmum tveimur mánuðum þegar þið þurftuð að kveðjast, þar sem Guðrún var að fara sem skiptinemi til Suður-Ameríku. En þið voruð dugleg að halda sam- bandi í gegnum tölvupóst og síma og létuð fjarlægðina ekki hafa áhrif á tilfinningar ykkar hvors til annars, enda varstu staðráðinn í því að bíða eftir henni Guðrúnu þinni. En nú hafa örlögin gripið í taumana og nú ert þú lagður af stað í þína hinstu ferð. Minningin um yndislegan dreng sem elskaði og naut lífsins verður alltaf í hjarta okkar og í huga okkar. „Skoðaðu hug þinn vel þegar þú ert glaður og þú munt sjá að aðeins það sem valdið hefur hryggð þinni gerir þig glaðan, Þegar þú ert sorg- mæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Kahil Gibr- an.) Elsku Sigrún, Kristján, Álfhildur, Sveinn, Guðrún og aðrir ættingjai’. Megi Guð vera með ykkur og styðja ykkur á erfiðum tíma. En þegar fram líða stundir munu fallegar minningar koma í stað sársaukans. Jóhanna, Lisbet og fjölskyldur. Það dró ský fyrir sólu hjá okkur ístaksmönnum þann 10. apríl sl. þeg- ar það hörmulega slys varð sem leiddi til andláts Karls. ístak hóf störf við stækkun álversins að Grundartanga í febrúarmánuði sl. og var Karl með fyrstu starfsmönnum sem hófu störf á staðnum. Fram- kvæmdir voru komnar á gott skrið þegar þessi atburður varð sem markað hefur djúp spor á okkur vinnufélaga Karls. Karl Kristjáns- son hóf störf hjá ístaki hf. við bygg- ingu Hvalfjarðarganga. Fyrst starf- aði hann eingöngu á sumrin í skólafríum, en nú í vetur starfaði hann í fyrsta sinn á þessum árstíma. Karl var rólegur piltur sem allir kunnu vel við og vann störf sín af samviskusemi og alúð. Við vinnufélagamir hjá ístald sendum foreldrum Karls og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð- arkveðjur um leið og við í dag kveðj- um góðan dreng. Starfsfélagar hjá fstaki við Grundartanga. Kalli setti skemmtilegan svip á skólann, í tímum, í frímínútum og í öllu félagslífi. Alltaf hress og kátur eins og hver dagur væri skemmtilegt nýtt viðfangsefni og það væri meira að segja gaman að vera í skóla. Hann hafði sérstaklega jákvæða sjálfs- ímynd en átti um leið auðvelt með að gera grín að sjálfum sér því hann hafði ágæta klmnigáfu. Þegar við hittumst á göngum Fjölbrautaskól- ans vom föst orðaskipti okkar á milli „Þú ert alltaf jafn brattur Kalli“ og hann svaraði hlæjandi „Full ástæða til og þú ert alltaf jafn stjórnsöm Ingunn“. Kannski væri honum best lýst með því að nota orðtakið „hið ljúfa og létta jafnaðarmannageð" sem löngum hefur þótt eiga við pabba hans. Nú er þessi indæli drengur allur og grætur hann heilt bæjarfélag. Þegar ég á sínum tíma varð um- sjónarkennari Kalla í Brekkubæjar- skóla fylgdi sú umsögn bekknum hans að í honum væm einstaklega góðir foreldrar, foreldrar sem styddu vel við bakið á börnum sínum og væra jákvæðir gagnvart skóla- starfinu. Þessi lýsing átti mjög vel við Sigrúnu og Stjána, foreldra Kalla. Núna þegar harmur þeirra er hve mestur vona ég að þau geti sótt huggun í þá vissu að þau vora honum yndislegir foreldrar. Ingunn Anna Jónasdóttir. Þegar okkur vinunum er hugsað til Kalla, kemur okkur íyrst í huga hversu frábær og traustur félagi hann var. Hann kom fram við aðra eins og hann vildi láta koma fram við sig. Karl var einstakur keppnismað- ur jafnt í námi og íþróttum sem og í öllu sem hann tók sér fyrir hendur í lífinu. Ávallt var hann sá áreiðanlegi í hópnum og þurfti oftar en ekki að hafa vit fyrir okkur hinum. Við höfð- um notið vináttu Kalla allt frá yngstu bekkjum grunnskóla til dagsins í dag, vinskapurinn á eftir að lifa í minningu okkar um ókomin ár. Margar góðar stundir áttum við félagarnir saman með Karli og minn- ist maður einna helst útskriftarferð- ar sem við fóram til Benidorm í maí á síðasta ári, þar sem við skemmtum okkur konunglega. Einnig kemur upp í huga okkar þau ófáu skipti sem við áttum fyrir framan sjónvarpið og fylgdumst með íþróttaviðburðum á ýmsum sviðum og voram við alltaf velkomnir heim til Kalla sama hversu seint það var. Við viljum þakka þær stundir sem við áttum með Karli Kristni og munu þær stundir lifa í minningu okkar allra. Við vottum foreldram og fjöl- skyldu hans alla samúð okkar og þökkum þeim allan þann stuðning sem þau hafa veitt okkur á þessum erfiðu tímum. Hinsta kveðja, Gunnar Már, Helgi, Pálmi og Trausti Freyr. Hljómur klukkunnar, sem stýrir hinu mikla lífslögmáli, hefur kallað til sín ungan og efnilegan dreng, sem átti alla framtíðina fyrir sér. Við stöndum hljóð og skiljum ekki til- gang lífsins á slíkum stundum. Sundfélag Akraness átti því láni að fagna að hafa einstakan dreng innan sinna raða, Karl Kristin Krist- jánsson. Hann æfði og keppti með Sundfélagi Akraness í mörg ár. Ekk- ert félag er sterkara en innviðir þess era og því var mikill fengur í slíkum dreng sem Kalli var. Hann var mikill keppnismaður og var baksundið hans besta grein. Hann keppti við fremstu sundmenn landsins einbeitt- ur á svip og lagði sig allan fram. í fé- lagahópnum var hann sú fyrirmynd sem við kjósum að hafa. Hann hvatti félaga sína til dáða, í lauginni og þar fyrir utan. Öll hans lund var þannig að hann hafði góð áhrif á umhverfi sitt. Jákvæði, lífskraftur og gleði vora aðalsmerki þessa unga félaga okkar. Þótt Kalli hætti að æfa sund var hann aldrei langt undan ef styrkja þurfti hópinn fyrir bikar eða synda yfir Faxaflóann. Það var gott að leita til hans því við vissum oftast hvaða undirtektir við fengjum og það var r Blómctbúðiit ^ öauðskom k v/ Fossvogskirkjngarð . V Sími: 554 0500 jr alltaf eins og hann hefði aldrei hætt. Hann féll inn í hópinn á hvaða stundu sem var. Að baki Kalla stóðu foreldrar hans og naut Sundfélagið góðs af þein® stuðningi sem þar var. Þau vora ávallt tilbúin að veita okkur lið ef á þurfti að halda og enn í dag er Krist- ján faðir hans einn af dyggustu stuðningsmönnum félagsins. Við eigum góðar endurminningar um góðan dreng sem ávallt mun eiga stað í hjarta okkar. Slíkur var hann Kalli. Við kveðjum vin okkar í hinsta sinn með söknuð og trega í hjarta og biðjum að algóður guð blessi hann og varðveiti. Við vottum foreldram, systkinum og öðram ástvinum okkar dýpstu samúð og biðjum þeim guðs blessun^- ar. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíílega, óháð því sem kemur í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki - (Tómas Guðm.) Sundfélag Akraness. Það er undarlegt þetta líf, svo sjálfsagt en samt ekki. Lífið er sjálf- sagður hlutur íyrir fólk á okkar aldri uns það er skyndilega tekið frá ein- um okkar, bekkjarfélaga og vini, áfs^, fyrirvara. Við trúum því varla ennþá að hann Kalli skuli ekki vera lengur á meðal okkar, en kaldur raunvera- leikinn blasir samt við. Hann er far- inn og kemur ekki aftur í þessu lífi. Mestan hluta ævinnar höfum við þekkst, allt frá því að við byrjuðum í bamaskóla hafa leiðir okkar legið saman í lífi og starfi utan og innan veggja skólans. Minningar hlaðast upp, úr skólanum, sundinu, fótbolt- anum, ferðalögum eða skemmtun- um. Segja má að fátt bjóði upp á nán- ari kynni en nær daglegar samvistir í" skólanum, við æfingar eða á keppnis- ferðalögum árum saman. Á síðustu áram hafa leiðir skilist að einhverju leyti eins og gengur þegar hver og einn velur sér stefnu á lífsleiðinni, en engu síður höfðu tengslin ekki rofn- að, vináttan var til staðar, haldið var áfram að hittast öðra hverju. Hvar sem við vorum var Kalli allt- af áberandi á meðal okkar. Það var aldrei nein lognmolla í kringum hann, hann var ávallt hrókur alls fagnaðar og sjaldan fór það á milli SJANÆSTU SIÐU Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tældfæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. t. OSWALDS SÍMI 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AÐALSl lUfl‘1 -tB • 101 RLYKJAYÍK Díivíd Inger Oldfiir Útfnrarsj. I 'tfn nrst j. I hftirttrstj, LÍKIvl STU VIN N U STO FA EYVINDAR ÁRNASONAR &&&& 1899 smi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.