Morgunblaðið - 19.04.2000, Side 52

Morgunblaðið - 19.04.2000, Side 52
2 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ^Verksvið lyíjafræð- inga í lyfjabúðum INGI Guðjónsson lyfsali skrifar grein sem birtist í Morgun- blaðinu 4. april síðast- liðinn. Þar fjallar hann um verksvið lyfjatækna í ljrfjabúð- um. í greininni segir j*fhann eins og rétt er að lyfjafræðingar búi yfir mjög traustri og víðtækri þekkingu á lyfjum og öllu sem viðkemur lyfjameð- ferð. Ingi talar einnig um aðra stétt sem starfar fyrst og fremst í apótekum, en það eru lyfjatæknarn- ir. Lyfjatæknar eru eins og nafnið bendir til tæknimenntuð stétt á sviði lyfjamála. Um er að ræða fólk sem hefur fengið menntun, áð- ur fyrr í Lyfjatækniskólanum, en undanfarin ár á Lyíjatæknabraut Fjölbrautaskólans í Armúla. Lyfjatækn- um hefur fjölgað mjög þau 25 ár eða svo sem liðin eru frá því að þeir fyrstu útskrifuð- ust. Það er skoðun mín að í apótekum ætti að starfa í'yrst og fremst sérmenntað fólk, lyfjafræðingar og lyfjatæknar. Hjúkrunarfræðingar, næringarfræðingar, tannfræðingar og aðr- ir sérmenntaðir heil- brigðisstarfsmenn geta líka haft góð áhrif á þjónustu apót- ekanna. Það er reyndar skoðun mín að í apótekum ættu fyrst og fremst að vera á boðstólum lyf, hjúkrunarvörur og aðrar vörur sem samkvæmt faglegu mati telj- ast eiga þar heima. Þannig er Lyfjaafgreiðsla s Eg deili ekki þeirri trú Inga, segir Finnbogi Rútur Hálfdanarson, að tæknin leysi faglegt mat vel menntaðs lyfjafræð- ings á lyfseðlinum af hólmi í fyrirsjáanlegri framtíð. reyndar staðan í Danmörku. Hér á Islandi er þetta ekki raunhæft markmið við núverandi aðstæður. Hörð samkeppni milli apóteka og strangt aðhald hins opinbera hafa leitt til þess að margir eigendur apóteka álíta það nauðsynlegt að hafa margt annað til sölu. Þá jafn- vel hluti sem ýmist myndu ekki standast faglegt mat sem vörn gegn sjúkdómum eða alls óskyldar vörur. Það er því á sama hátt óraunhæft markmið að í apótekun- um starfi fyrst og fremst menntað heilbrigðisstarfsfólk. Ingi opinberar trú sína á tækni- framförum sem samkeppnin leiðir af sér. Afgreiðsluforritin kanni hvort læknirinn hafi gert mistök við útskrift lyfseðilsins. Tækni- framfarir síðustu ára hafa vissu- lega auðveldað vinnuna í apótek- unum og aukið öryggi við afgreiðslu lyfja. Ég deili þó ekki Byggingaplatan WÖK@(S® sem allir hafa bedið eftir VIROC*byggingaplatan er fyrir veggi, loft og gólf VlROC®byggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi VIROC® byggingaplötuna er hægt að nota úti sem inni j, -VIROC® byggingaplatan er umhverfisvæn VIROC*byggingaplatan er platan sem verkfræðingurinn getur fyrirskrifað blint. PP &CO Leitið frekari upplýsinga Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 S: S53 8640 & S68 6100 Finnbogi Rútur Hálfdanarson ★★★PASKA MATSEÐILL • BERJALÆRI (Takmarkað magn) • LAMBAKASTALI v • ENTRECÖTE • NAUTA SIRLOIN • SVÍNASTEIKUR PtLUN SÆL^ GRENSÁSVEGI 48 þeirri trú Inga að tæknin leysi faglegt mat velmenntaðs lyfja- fræðings á lyfseðlinum af hólmi í fyrirsjáanlegri framtíð. Reyndar hljómar framtíðarsýn hans í fljótu bragði eins og að vel útbúinn sjálf- sali geti leyst apótekið af hólmi, þó svo að ég ætli alls ekki að gera honum upp þá skoðun. Ingi talar um að í Danmörku hafi lyfsalar heimild til að fela lyfjatæknum ábyrgð og umsjón á afgreiðslu lyfseðilskyldra lyfja og ekki sé farið fram á að lyfjafræð- ingar sjái um hverja einstaka af- greiðslu. I Danmörku eru aðstæður sennilega eins ólíkar þeim sem hér eru, eins og hægt er að hugsa sér í hinum vestræna heimi. Lyfja- tæknanám er byggt á mjög gama- lgrónum grunni. Stúdentsprófs eða ígildis þess frá öðrum fram- haldsskólum er krafist til inntöku í námið. Hvergi þar sem ég þekki til er samkeppni milli apóteka jafn fjarlæg og í Danmörku. I bæjum með um 50 þúsund íbúa er ekki talin ástæða til að hafa nema eitt apótek. í bæjum á íslandi með 15- 20 þúsund íbúa duga yfirleitt ekki minna en 3-4 apótek. Að framansögðu ætti öllum að vera ljóst að það er skoðun mín að ekki sé tímabært að huga að því að sleppa eftirliti lyfjafræðinga við afgreiðslu lyfseðla. Ég tel að við getum ekki miðað okkur við Dani vegna ólíkra aðstæðna. Ég hef ekki heyrt um það rætt annars staðar frá að tímabært teljist að slaka á kröfunum. I allri umræðu um breytta háttu í lyfjadreifingu á íslandi var tekið fram að öryggi við lyfjaafgreiðslu yrði ekki skert. Þetta verður ætíð að hafa í huga þegar ný skref til sparnaðar við dreifingu lyfja eru stigin. Það er varla nein tilviljun að Ingi kemur fram með skoðanir sín- ar á breyttu verksviði lyfjatækna núna þegar samningar lyfjafræð- inga við apótekin eru lausir og við- ræður samningsaðila standa yfir. Einnig er frumvarp til breytinga á lyfjalögum til umræðu á Alþingi þessa dagana. Þar er m.a. gert ráð fyrir að lögfesta reglugerðar- ákvæði um að a.m.k. tveir lyfja- fræðingar skuli vera starfandi í apótekum á almennum afgreiðslu- tíma og á álagstímum þar fyrir ut- an. Ég ætla ekki að efna til lang- vinnra deilna við Inga eða aðra sem deila skoðunum hans hér á síðum Morgunblaðsins. Það þýðir þó ekki að ég sé á neinn hátt mót- fallinn umræðum um þessi sem og önnur mál sem snerta okkar sam- eiginlega fag, lyfjafræðina. Ég mun beita mér fyrir því að um- ræða um þessi mál verði tekin upp í félagi okkar, Lyfjafræðingafélagi Islands. Ég efast ekki um að Lyfjatæknafélag Islands hafi full- an hug á að taka þátt í þeirri um- ræðu. Þó svo að ég undirriti þessa grein sem formaður Lyfjafræð- ingafélags Islands þýðir það ekki að félagið hafl gefið út ákveðna stefnu í þessu einstaka máli. Ég álít þó að margir lyfjafræðingar geti tekið undir sjónarmið mín í þessari grein og að þau séu í sam- ræmi við markmið og stefnu fé- lagsins. Höfundur er lyfjafræðingur og for- muður Lyfjafræðingafélags íslands. Innfluttar kýr og innlend þvæla Umræðuþáttur Morgunblaðsins hinn 29. mars sl. hýsir m.a. svargrein Sigurðar Sig- urðarsonar við grein minni sem birtist í Mbl. 25. mars þar sem ég agnúast mikið út í ósannindi og rang- færslur sem fram koma í grein Sigurðar 15. jan- úar. Lesendum til glöggv- unar þá fara fram skoð- anaskipti um hvort flytja megi sæði eða fósturvísa úr erlendum kúakynjum inn til Is- lands í tilraunaskyni. Þessi svargrein Sigurðar ber þess keim að hann sé hálfsár út í mig. Segir allt sem standi í janúargrein hans vera samkvæmt hans bestu vit- und. Mér virðist samt vandvirknin í skrifum hans skána lítið. Leyfi ég mér að vitna í orð Sigurðar til þess að útskýra hvað undirritaður á við. Byrjum á einni kostulegri yfirlýs- ingu; Sigurður segir: „Auk þess voru greinar mínar bornar undir marga aðila fyrir birtingu og þess óskað að athugasemdir væru gefnar. Þær fékk ég ýmsar, bæði frá mönnum sem voru sammála mér og ósammála um innflutninginn en þó engar frá Sveini mínum“. Ég get frætt lesendur á því að Sigurður hefur hvorki sent mér jan- úargrein sína né uppkast að henni (ég hef allavega ekki fengið neitt, hafi hann sent það). Það sem ég fékk frá Sigurði fyrir utan vinsamlega jólakveðju var fyrirspurn um að- ferðir til þess að drepa Salmónellur í haughúsi! Hvað um það, starfsbróð- ir okkar beggja fræddi mig á því að Sigurður hefði sent 25 dýralæknum öðrum en undirrituðum uppkast að greininni í tölvupósti, hinn 29.des. sl. Þá þætti mér gaman að vita hvaða sérfræðingstitil Sigurður ætlar eig- inlega að nota. Hann segir: „Ég tók að vísu fram í Morgun- blaðsgrein 15. janúai- að ég væri eini sérfræð- ingurinn í nautgripa- og sauðfjársjúkdómum á íslandi og í Noregi.“ Ég hef marglesið þessa grein Sigurðar sem ég fékk beint frá Mbl. og ég get hvergi fundið þessa yfirlýsingu; þar stendur „eini sérfræð- ingur landsins í naut- gripasjúkdómum á Is- Olandi og í Noregi“. Er stríðinn prentvillupúki á ferðinni? Sigurður ætiar sér greinilega að sýna á sér Kýr Eg hef fengist og fæst við, segir Sveinn Helgi Guðmundsson, smitsjúkdóma á Islandi ogí Noregi. mynd föðurlega ábyrgs sérfræðings. Næst þetta:...Sveinn, sem er bús- ettur í Noregi. Hann er þar laus und- an ábyrgð á því að verja ísland gegn smitsjúkdómum". Nei takk, Sigurð- ur. Ég hef fengist og fæst við smit- sjúkdóma á Islandi og í Noregi. Sem fagaðili í forvömum og rannsóknum þá ber ég mikla ábyrgð, bæði laga- lega og siðferðilega, á að hindra út- breiðslu smitsjúkdóma hvort sem landið heitir ísland eða eitthvað ann- að. Vonast til að sjá eitthvað sem minnir á umijöllun sérfræðings næst þegar Sigurður tekur upp á því að skrifa samkvæmt „sinni bestu vit- und“._________________________ Höf. er dýralæknir við rannsókna- stofu og hefur nautgripi sem sérsvið. Sveinn Helgi Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.