Morgunblaðið - 19.04.2000, Side 67

Morgunblaðið - 19.04.2000, Side 67
MORGUNB L AÐIÐ _________________________________MIBVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 67a FÓLK í FRÉTTUM Daniel Nolgárd og Stórsveit Reykjavíkur í Kaffileikhúsinu í kvöld Meiri áskorun í lög- unum hans Sigga DANIEL NolgSrd er kominn í bæinn, og stendur sveittur yfir Stór- sveit Reylqavíkur niðri í Kaffileikhúsi að æfa lög Sigurðar Flosasonar sem Daniel hefur útsett í stórsveitarbún- ing. Tónleikamir verða haldnir á sama stað kl. 20.30 í kvöld og verkefn- ið er sérstaklega styrkt af Norræna menningarsjóðnum. fslendingar eru frábærir tónlistarmenn Petta er ekki í fyrsta skipti sem Daniel kemur til íslands, hann hefur bæði stjómað Stórsveitinni áður og kennt við Tónlistarskóla FÍ H. „Hann er aíburðafær á stórsveitar- sviðinu," segir Sigurður Flosason. „Það efast enginn um sem hefur heyrt til hans. Hann er engin stórstjarna í Svíþjóð en er mjög iðinn og virtur. Hann hefur unnið með öllum atvinnu- stórsveitunum þar sem treysta hon- um fyrir stórum verkefnum, eins og útsetningum og hljóðritunum. Daniel er langbesti æftngastjórinn sem við höfum haft, einstaklega fær í því að ná formi á tónlistina.“ - En hvemig ætli Daniel Gnnist að koma til íslands? „Mér ftnnst það frábært og mig langar að læra tungumálið. Ég keypti setningabók í gær. „Ég tala mjög litla íslensku," segir hann með þessum fína framburði. „íslendingar eru svo skemmtilegir og ekki síst strákamir í þessu bandi. Þetta em frábærir tónl- istarmenn. Við Siggi erum orðnir býsna góðir vinir, og við voram að spjalla saman um álit evrópskra tónl- istarmanna á íslenskum tónlistar- mönnum og málið er að fólk gerir sér ekki grein fyrir hversu góðir tónlist- armenn era á íslandi." Sérstakur flutningur - Virkar tónlistin hans Sigga fyrir stórveit? „Mér finnst þetta frábær tónlist og I fremstu víglínu eru saxófónleikararnir Ólafur Jónsson, Stefán S. Stefánsson, Sigurður Flosason og Jóel Pálsson. eðlilegt að ég hlusti eftir því, þetta er mitt svið. Þetta er öðruvísi tónlist en ég myndi skrifa og hefur annað tón- mál, sem gerir það meiri áskorun að útsetja hana og laga að stór- sveit. En hún kemur mjög vel út, betur en ég vonaði. Líklega með bestu verkum sem ég hef útsett,“ segir Daniel og hefur áhyggjur af því að hann sé að monta sig. „Ég er stoltur af þessari tónlistarlegu heildarmynd. Manni gefst ekki oft tækifæri til að vera með tólf lög, heila efnisskrá, með sama þema. Þegar ég er að útsetja aðgengi- legri lög, þá er það oftast eitt lag í einu, svo þetta er stórt verkefni fyrir mig sem skiptir mig máli.“ - En hvemig Ust þér á KaÆ- leikhúsið fyrir stórsveitartón- leika? „Mjög vel. Þetta verður hátt en hljómurinn er frábær. Og það er nokkuð merkilegt, og eitthvað til að skrifa um, að við spilum ekki með þegar ég heyrði hana fyrst hjó ég ein- neina hljóðnema eða önnur hljóð- mitt eftir því að hún gæti verið fín í hjálpartæki á tónleikunum í kvöld og stórhljómsveitarútsetningu. Það er það er mjög sérstakt." Morgunblaðið/Jim Smart Daniel Nolgárd einbeittur í góðri sveiflu á stórsveitaræfingu. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. NY 1 NÝ NÝ 4. 6. 2. 3. 5. 7. 3 2 9 5 2 Ný Ný 3 Ný 15 Stuart Little Dogma Story' of us Beíng John Malkovich American Beauty Scream 3 Man on the Moon Toy Story 2 The Whole Nine Ynrds : Columbio Tri-Star ! Miromox : Wamer Bros | Miromax Mutuol Film Intern. ÍBVi : Franchise Pictures 11. 9. 2 The Green Mile :upi 12. 13. 6 Englar Alheimsins : ísl. kvík.somst. 13. NÝ 3 Snow falling on Cedars ‘;UIP 14. 11. 4 Girl Interrupted ; Columbio TrFStar 15. 18. 10 Sleepy Hollow jUIP 16. 16. 20 The Cider House Rules ; Miramox 17. 14. 14 The Beach ÍFox 18. 15. 23 Flawless : United Artists 19. 12. 10 Fíaskó : ísl.kvik.samst 20. 8. 17 The End Of The Affair : Columbia Tri-Stor Regnboginn, Bíóhöllin, Egilsst., Patreki Bíóhöll, Kringlubíó, Nýja Bíó Akureyri Hóskólabíó , - jStjörnubíó ntiii i i i m i niuiirrrrrrtiTTiTnii i um 111 im Stjörnub., Laugarósb., Nýja Bíó Kef., Borgarbió Ak., Bíóhöll Bíóhöll, Bíóborg, Kringlubíó, Nýja Bíó Kefl., Nýja Bíó Ak. Regnboginn Bíóhöll, Bíóborg Hóskólabíó Hóskólabíó Regnboginn, Borgorbíó Ak., Höfn, Laug^úslvík Bíóhöll, Kringlubíó, Nýja Bíó Akureyri, AkJ Bíóh., Bíób., Kringlub., Regnb., Nýja I Hóskólabíó Hóskólabíó Hóskólobíó Stjörnubíó Bíóhöll ■ r\ STÚART litli hefur gífurlega per- sónutöfra, það sannaðist um helg- ma en myndin um hann dró marga í bíó. „Litla krílið Stúart gerði það svo sannarlega gott um helgina. Orð- sporið af Stúart litla er mjög gott þannig að við getum með sanni sagt að hann hafi heillað litla ís- land. Það vilja allir sjá hana,“ sagði Christof Wehmeier markaðs- °g kynningarstjóri Columbia Pict- ures/Skífunnar. Margur er smár... En það eru fleiri en Stúart sem fá fólk í bíó, vinirnir Matt Damon og Ben Affleck eiga dyggan aðdá- endahóp sem á væntanlega stóran hlut í því að mynd þeirra Dogma fór beint í þriðja sæti listans. Þau Michelle Pfeiffer og Bruce Willis eru tvær skærustu stjörnur hvíta tjaldsins og leika saman í Story Of Us sem fór beint í fjórða sæti listans, en myndin er að hluta til tekin á Ítalíu. Snow Falling on Cedars fjallar um dómsmál og árekstra ólíkra kynstofna á eyju við Bandaríkin. Myndin er gerð eftir samnefndri skáldsögu en með aðalhlutverk í myndinni fara Ethan Hawke, Youki Kudob og Max von Sydow. Morgunblaðið/Ásdís Siggi Hall er ánægður með nýja veitingastaðinn sinn á Óðinsvéum. Siggi Hall á Óðinsvéum opnar í kvöld Ferskleikinn stjórnar bragðinu í KVÖLD opnar matreiðslumaður- inn vel þekkti Siggi Hall veitinga- stað á Hótel Óðinsvéum. „Þetta er góður dagur ýmissa tímamóta: þetta er síðasti vetrar- dagur, sumarið að koma, páskarnir að ganga í garð, árið 2000 og verið að opna nýjan veitingastað,“ segir Siggi. „Og það er opið fyrir alla, gesti og gangandi.“ - Er gamall draumur að rætast? „Þetta er ekki draumur heldur nokkuð sem var vitað mál að kæmi að einn daginn. Ég hef haft meira en nóg að gera og tekið þessu ró- lega. Mikið skoðað húsnæði og velt þessu fyrir mér, og þegar hug- myndin um Óðinsvé kom upp féll ég kylliflatur fyrir henni. Mér fínnst þetta aðlaðandi staður og fúilkomin staðsetning. Þetta er í bænum en samt úr kantinum við ölt Iætin. Við ákváðum að taka staðinn al- veg í gegn og fengum Ólöfu Örv- arsdóttur, sem er ungur og einkar hæfileikaríkur arkitekt, til að teikna staðinn, sem er mikil ánægja með.“ - Hvað á að bjóða upp á? „Ég er reyndur í þessu fagi, sigldur og er kominn í hring. Ég er kominn til baka í klassíska matar- gerð, þótt hún sé undir sterkum áhrifum frá minum uppáhaldslönd- um sem eru Spánn, Italía og Frakk- land. Ég skal segja þér að ég býð upp á íslenskan mat hér. Hvar er besti fiskur í heimi?“ - Á íslandi! „Er það ekki? Hvaða lambakjöt er best í heimi?“ - íslenska lambakjötið! „Já, og þetta verð ég með á boð- stólum. Núna eru allir voða hrifnir af þessari „fusion“-matreiðslu sem ég fékk leið á fyrir tíu árum. Þar ræður kryddið ferðinni en hjá mér verður það ferskleiki hrávörunnar sem á að stjórna bragðinu og ég legg mikla áherslu á að vera með úrvalsmat, þ.á m. töluvert af salt fiskréttum af því að ég varð fyrir himneskri upplifun þegar ég lærði á saltfiskinn úti á Spáni og sá að íslenski saltfiskurinn var dýr- asta hráefnið sem til var á matvör- umarkaðinum í Barcelona. Svo verð ég auðvitað með valinn vínseðill, þannig að hvort sem það er vín mánaðarins, eins og við er- um með og er á góðu verði, eða eitthvað mun dýrara, þá er það val- ið vín og hægt að treysta því að það sé gott. Þetta er heimspekin hjá okkur. Eftir tvær bækur og 240 matreiðsluþætti var ég ekki í vand- ræðum með að setja saman seðil- inn.“ - Sem samanstendur af þínum uppáhaldsréttum ? „Ég er með tvenns konar seðla. Einn a la carte-seðil sem breytist aldrei og er alltaf eins og á honum eru réttir frá mínum 25 ára kokka- ferli, eins og „lambahryggur með bláberjum og blóðbergi eins og í Þingvallasveitinni", sem ég elda í útlöndum til að kynna íslenskt lambakjöt. Síðan er annar stærri seðill sem verður breytilegur; skipt verður út á mánaðarfresti eða hann ár- stiðabundinn, það fer eftir hvað fæst. Ég ætla t.d. að vera með mik- inn lax í sumar.“ - Hvernig er verðlagið? „Meðalverð. Matur verður að -. > kosta það sem hann kostar, en aðal- atriðið er að fá verðmæti fyrir pen- ingana sína. Ég vii að gestirnir séu ánægðir með matinn. Þetta á að vera eftirminnileg kvöldstund, ilm- urinn, anganin, bragðið á að fylgja þeim í nokkra daga, sem gerir að verkum að fólk kemur aftur til okkar,“ segir Siggi Hall að lokum um nýja veitingastaðinn á Óðins- véum, og bendir á að „þetta er kvöldverðarstaður, örlítið spari, en alls ekki snobbaður. Hér verður líf- legt og fólki á ekki eftir að leiðast". " Nceturqatinn í kvöld kveðjum við veturinn og fögnum sumri með hinni frábæru hljómsveit Stefáns P. og Péturs Sími 587 6080. Dansleikur gömlu og nýju dansarnir í Glæsibæ í kvöld, síðasta vetrardag, 19. apríl kl. 22—3. Guðmundur Haukur og Kristbjörg Löve sjá um fjörið. Dönsum saman inn í sumarið! Allir velkomnir. Danssporið — klúbbur dansáhugafólks.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.