Morgunblaðið - 19.04.2000, Blaðsíða 68
£8 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Buttercup leikur í Skothúsinu Keflavík, miðvikudagskvöld, Bíó-
kaffí, Siglufirði, föstudaginn langa, Hlöðufelli, Húsavík, laugar-
dagskvöld og á Egilsbúð, Neskaupstað, sunnudagskvöld.
■ ALLINN, SPORTBAR, Siglufirði:
Hljómsveitin Terlín frá Sigluiirði og
plötusnúðurinn Skugga-Baldur mið-
vikudagskvöld til kl. 5 árdegis.
Ljósadýrð og skemmtileg tónlist síð-
ustu 50 ára. Léttklæddar erótískar
dansmeyjar. Miðaverð 1.000 kr.
■ ÁLFOSS FÖT BEZT: Hljómsveit-
in Gildran leikur órafmögnuð mið-
vikudags- og fóstudagskvöld. Al-
durstakmark 20 ára. Einn stór fylgir
aðgangseyri. Miðav. 800 kr.
■ BÍÓSALURINN, Siglufirði:
Hljómsveitin 8-villt með unglinga-
dansleik fimmtudagskvöld. Hljóm-
sveitin Sóldögg leikur fóstudags-
kvöld til kl. 4.
■ BREIÐIN, Akranesi: Hljómsveitin
Papar leika íyrir dansi fóstudags-
kvöld til 4. Skítamórall og Mono 87,7
á ferð um landið laugardagskvöld.
Farið verður vítt og breitt og á veg-
um Mono verða stjórnendur morg-
unþáttarins sjö-tíu þeir Simmi og Jói
og Gummi Gonzalez, en hann hitar
upp fyrir Skítamóral.
■ BÆJARBARINN, ÓLAFSVÍK:
Diskótekið og plötusnúðurinn
Skugga-Baldur leikur sunnudags-
kvöld. Boðið er upp á ljósadýrð og
skemmtilega tónlist síðustu 50 ára.
Miðaverð 500 kr.
■ CAFÉ AMSTERDAM: Dj. Birdy
sér um tónlistina miðvikudags- og
fimmtudagskvöld. Hljómsveitin Úl-
rik leikur pönk, salsa, diskó o.fl. laug-
ardags-og sunnudagskvöld.
■ CAFÉ RIIS, Hólmavík: Diskótekið
og plötusnúðurinn Skugga-Baldur
leikur fostudagskvöld. Boðið er upp á
ljósadýrð og skemmtilega tónlist síð-
ustu 50 ara. Miðaverð 500 kr.
■ CAFÉ ROMANCE: Lifandi tónlist
öll kvöld. Breski píanóleikarinn Sim-
one Young leikur. Hann leikur einnig
íyrir matargesti Café óperu.
■ DÁTINN, Akureyri: Skítamórall
og Mono 87,7 fimmtudagskvöld. Dj.
Gummi Gonzalez hitar upp fyrir
hljómsveitina.
■ EGILSBÚÐ, Neskaupstað: Vil-
hjálms- og Ellýjarkvöld á vegum
Brjáns. Miðaverð 500 kr. 18 ára ald-
urstakmark föstudagskvöld. Bjössi
og Milli á barnum Iaugardagskvöld.
18 ára aldurstakmark. Miðaverð 500
kr. Okeypis inn fyrir miðnætti, húsið
opnað kl. 23. Hljómsveitin Sóldögg
leikur fyrir dansi sunnudagskvöld.
18 ára aldurstakmark. Miðaverð
1.500 kr.
■ FÉLAGSHEIMILIÐ, BOLUNG-
ARVIK: Hljómsveitin Á móti sól leik-
ur fyrir dansi laugardagskvöld.
■ FJARAN, Vestmannaeyjum:
Hljómsveitin Sixties leikur fyrir
dansi miðvikudagskvöld.
■ GAUKUR Á STÖNG: Atóm #4 -
teknó-kvöld miðvikudagskvöld kl. 22
til 3. Eins og fyrri daginn eru þessi
teknó-kvöld haldin í samvinnu við
Undirtóna. Plastikman ásamt er-
lendum brjálæðingi eru aðal númer
kvöldsins að ógleymdum dj. Frí-
manni og dj. Grétari. Forsala miða er
í Japis og Þrumunni og kostar mið-
inn 1.000 kr. en 1.500 kr. við hurðina.
Bein útsending á cocacola is. Hljóm-
sveitin O.fl. leikur fyrir dansi föstu-
dagskvöld til 3. Þeir félagar hafa séð
um að flytja helstu rokklög síðustu
ára ásamt einhverju frumsömdu efni.
Hljómsveitin Irafár leikur laugar-
dags- og sunnudagskvöld.
■ GRANDHÓTEL REYKJAVÍK:
Tónlistarmaðurinn Gunnar Páll leik-
ur og syngur öll fimmtudags-, fostu-
dags- og laugardagskvöld. Gunnar
leikur hugljúfa og rómantíska tónl-
ist. Allir velkomnir.
■ GRANDROKK REYKJAVÍK:
Tjarnarbúðarkvöld með hljómsveit-
inni Eik miðvikudagskvöld. Tjarnar-
búð hafði mikla sérstöðu í skemmt-
analífi á 8. áratugnum. Eikin lék þar
um hverja helgi í rúmt ár og verður
reynt að skapa þá stemmningu á
Grandrokk sem var í Tjarnarbúð.
Dixielandssveit Árna ísleifssonar
verður með tónleika fimmtudags-
kvöld. Sveitin er skipuð níu þraut-
reyndum hljóðfæraleikurum og er
áhersla lögð á hamingjusveiflu frá
New Orleans.
■ GULLÖLDIN: Jón forseti leikur
fyrir dansi miðvikudags-, fimmtu-
dags-, fóstudags- og laugardags-
kvöld.
■ HARD ROCK CAFÉ: Sítrónuk-
völd fimmtudagskvöld til 23:30. Boð-
ið verður upp á diskótekaraveislu og
það eru sem fyrr tónlistargúrúrar
27/7 sem sjá um skemmtanastjórn.
Boogi Nights-diskóstemmning laug-
ardagskvöld til 23:30.
■ HLÖÐUFELL, Húsavík: Hljóm-
sveitin 8-villt leikur miðvikudags-
kvöld. Hljómsveitin Sóldögg leikur
fyrir dansi laugardagskvöld.
■ HÓTEL SELFOSS: Hljómsveitin
Buttercup og Sálin leika mánudags-
kvöld. Lag hljómsveitarinnar Búinn
að fá nóg situr nú í 10. sæti íslenska
listans.
■ HÓTEL STYKKISHÓLMUR:
Hljómsveitin Buttercup leikur fyrir
dansi fostudagskvöld. Lag hljóm-
sveitarinnar Búinn að fá nóg situr nú
í lO.sæti íslenska listans.
■ HÖFÐINN, Vestmannaeyjum:
Hljómsveitin 8-villt leikur fyrir dansi
sunnudagskvöld.
■ INGÓLFSKAFFI, Ölfusi: Hljóm-
sveitin A móti sól leikur fyrir dansi
miðvikudagskvöld.
■ KAFFI AKUREYRI: Diskótek -
frjáls opnunartími miðvikudags-
kvöld. Rut Reginalds ásamt Magnúsi
Kjartanssyni skemmta frá miðnætti
fostudags- og laugardagskvöld.
Diskóstemmning sunnudagskvöld til
kl.l.
■ KLAUSTRIÐ: San Miquel-sumar-
djamm miðvikudags-, fóstudags-,
laugardags- og sunnudagskvöld.
Salsaið verður á sínum stað. „Chillið“
verður í kjallaranum og svo verða
Svali og Bigfoot við dansgólfið með
réttu blönduna af R&B, salsa o.fl.
■ KRINGLUKRÁIN: Þeir Grétar
Örvarsson og Bjami Arason leika
miðvikudags- og fóstudagskvöld. Á
laugardags- og sunnudagskvöld leik-
ur hljómsveitin Léttir sprettir. Á
mánudagskvöld leikur síðan G.R.
Lúðvíksson. _
■ KRÚSIN, fsafirði: Hljómsveitin Á
móti sól leikur fyrir dansi
sunnudagskvöld.
■ LEIKHÚSKJALLARINN: Skíta-
mórall og Mono 87,7 á ferð um landið
sunnudagskvöld. Farið verður vítt og
breitt og á vegum Mono verða stjórn-
endur morgunþáttarins sjö-tíu þeir
Simmi og Jói og Gummi Gonzalez, en
hann hitar upp fyrir Skítamóral.
■ MIÐGARÐUR, Skagafirði: Skíta-
mórall og Mono 87,7 á ferð um landið
miðvikudagskvöld. Farið verður vítt
og breitt og á vegum Mono verða
stjórnendur morgunþáttarins sjö-tíu
þeir Simmi og Jói og Gummi Gonz-
alez, en hann hitar upp fyrir Skíta-
móral.
■ NAUSTIÐ: Liz Gammon leikur
fyrir matargesti kl. 22 til 3. Naustið
er opið alla daga frá kl. 18. Stór og
góður sérréttaseðill. Hin frábæra
söngkona og píanóleikari Liz Gamm-
on skemmtir alla páskahelgina.
■ NJÁLSBÚÐ, Landeyjum: Skíta-
mórall, Dead Sea Apple og Mono
87,7 mánudagskvöld. Dj. Gummi
Gonzalez hitar mannskapinn upp.
■ NÆSTI BAR: Lueky leikur balk-
an-tónlist frá kl. 22. Frítt inn mið-
vikudagskvöld.
■ ODD-VITINN, Akureyri: Bítla-
kvöld miðvikudags- og fimmtudags-
kvöld. Fram koma Karlakór Akur-
eyi'ar/Geysir og hljómsveitin Bítlar
ásamt ýmsum valinkunnum ein-
söngvurum, þar á meðal Pálmi Gunn-
arsson, Heíena Eyjólfs o.fl. Stjórn-
andi er Roar Kvam. Hljómsveitin
Bylting leikur fyrir dansi frá mið-
nætti föstudagskvöld til kl. 4. Hljóm-
sveit Geirmundar Valtýssonar leikur
laugardagskvöld til kl. 3. Hljómsveit-
in Bylting leikur sunnudagskvöld til
kl. 3.
■ PIZZA 67, Eskifírði: Siggi Þor-
bergs sér um tónlistina fóstudags-
kvöld til kl. 4.18 ára aldurstakmark.
Miðaverð 500 kr. inn eftir miðnætti.
Arnar Guðmundsson trúbador leikur
sunnudagskvöld til kl. 4. Miðaverð
500 kr. Okeypis inn fyrir kl. 1.18 ára
aldurstakmark.
■ ROYAL, SAUÐÁRKRÓKI:
Hljómsveitin 8-villt leikur föstudag-
skvöld.
■ SJALLINN, Akureyri: Skítamór-
all og Mono 87,7 á ferð um landið
Hljómsveitin Sóldögg leikur á
síðdegisballi í Skautahöllinni
á miðvikudag.
föstudagskvöld. Farið verður vítt og
breitt og á vegum Mono verða stjóm-
endur morgunþáttarins sjö-tíu þeir
Simmi og Jói og Gummi Gonzalez en
hann hitar upp fyrir Skítamóral.
Hljómsveitin Papar leikur fyrir
dansi laugardagskvöld.
■ SJALLINN, Isafirði: Hljómsveitin
Á móti sól leikur órafmagnað
fimmtudagskvöld og fyrir dansi
föstudagskvöld.
■ SKOTHÚSIÐ, Keflavík: Hljóm-
sveitin Sóldögg skemmtir miðviku-
dagskvöld.
■ SÓLON ÍSLANDUS: Últrafönk
föstudagskvöld. Últrafónk verður á
efri hæðinni. Steini og Daði hræra
upp í liðinu með diskófónki. Últra-
fönk laugardagskvöld. Últrafönk
verður á efri hæðinni. Ámi og Hrönn
taka höndum saman og særa upp
fönk-anda á /ólki. Últrafónk sunnu-
dagskvöld. Últrafönk verður á efri
hæðinni. Steini og Daði hræra upp í
liðinu með diskófönki.
■ SPORTKAFFI: Hljómsveitin
Buttercup leikur fyrir dansi sunnu-
dagskvöld. Lag hljómsveitarinnar
Búinn að fá nóg situr nú í 10. sæti ís-
lenska listans.
■ TÝSHEIMILIÐ, Vestmannaeyj-
um: Hljómsveitin 8-villt leikur fyrir
dansi laugardagskvöld.
■ ÚTLAGINN, Flúðum: KK og
Magnús Eiríksson spila frá kl. 21.30
miðvikudagskvöld.
■ VALASKJÁLF, EGILSSTÖÐUM:
Hljómsveitin Papar leikur fyrir
dansi miðvikudagskvöld.
■ VARÐSKIPIÐ THOR, Hafnar-
fjarðarhöfn.: Heiðursmenn og Kol-
brán leika miðvikudags-, fimmtu-
dags-, föstudags-, laugardags- og
sunnudagskvöld.
■ VÍKIN, Höfn: Hljómsveitin Sixties
leikur fyrir dansi föstudagskvöld.
Teknómeistarinn Richie Hawtin spilar á Gauknum í kvöld
Plastmaðurinn
Richie Hawtin, einnig kunnur sem Plastik-
man, er einn af þekktari boðberum fram-
sækinnar dans-/raftónlistar. Hann spilar
á Gauki á Stöng í kvöld og því ákvað Arnar
*- Eggert Thoroddsen að fá listamanninn
í notalegt kvöldspjall.
sjö drykki en aðrir þættir hafa
hjálpað til og munar þar mest um
alla þá heimsfrægu plötusnúða sem
ólmir hafa viljað kíkja á klakann.
Alltaf á leiðinni
„Já, það er bara kominn nettur
ferðahugur í mig. Það hefur staðið
til í fimm ár að koma en einhverra
hluta vegna hefur það ávallt dottið
upp fyrir.“
En þekkir þú eitthvað til ís-
lenskrar neðanjarðartónlistar,
raftónlistar?
„Nei, ég þekki nú voðalega lítið
til íslenskrar tónlistar verð ég að
viðurkenna, fyrir utan Björk og
Gus Gus. En það er nú ein ástæðan
fyrir komu minni hingað, að kynna
mér landið og menninguna. Ég
HAWTIN hefur alið manninn
í mekka teknósins, Detroit,
og nýtur virðingar sem
framúrskarandi og frumlegur
plötusnúður en ekki síður sem leit-
andi lagasmiður sem er alls
óhræddur við að kanna nýjar lend-
ur í heimi raftónlistarinnar.
Blaðamaður vill lýsa því yfir sem
opinberri staðreynd: alla langar að
koma til Islands! Ekki skrýtið enda
eiga íslendingar ægifagra náttúru,
hreinasta vatn í heimi að ógleymdu
fjölskrúðugu og frábæru skemmt-
analífi. Islendingar skemmta sér
fram á rauða nótt þótt þeir séu með
hettusótt og gaman þykir þeim að
dansa.
k Reyndar skekja þeir helst ekki
skrokkinn fyrr en eftir einn, tvo,
reyni eins og ég get að fara á staði
sem ég hef aldrei komið til áður.“
Plata þín „Consumeder afar
naumhyggjuleg (e. minimalist) og
umhverfð (e. ambient) ognýja plat-
an, „Decks, Efx & 909“ er naum-
hyggjuleg og köld eins og stálið.
Telur þú að almenn þróun teknó-
tónlistar sé sú að hún sé að verða
tormeltari og sé aftur á leið í neð-
anjarðargöngin ?
„Það átti engin von á því þegar
við byrjuðum í þessu hjakki að tón-
listin sem við vorum að búa til yrði
vinsæl. Mér finnst að danstónlist
eigi að snúast um að gera eitthvað
nýtt, þróast, svo þegar tónlistin
verður vinsæl er eins og henni sé
eðlislægt að verða aftur að neðan-
jarðarfyrirbæri og síðan skiptist
hún á að fara niður og koma upp.“
Hvað með samtímalistamenn
eins og t.d. Aphex Twin, Autechre
og Pan Sonic. Fylgist þú með því
sem þeir eru að gera og hefur þú
orðið fyrir einhverjum áhrifum frá
þeim?
„Ég fylgist sannarlega með því
sem þeir eru að gera og því sem er
að gerast almennt í raftónlist en ég
er ekki mikið að spá í það fyrir
mína tónlist.
Ég er ekki mikill raftónlistarheili
í vissum skilningi og ég reyni næst-
um markvisst að slíta mig frá henni
þegar ég er sjálfur að semja.“
En á hvað hlustar þú þá helst?
„Ég fer í gegnum alls konar
tímabil eins og flestir. Hlusta
kannski lengi á afríska trumbu-
slagara eða þá jazz o.s.frv. o.s.frv.
Auðvitað hlusta ég líka á dans- og
raftónlist en ég vil ekki vera niður-
njörvaður af henni. Ég tel það mið-
ur heillavænlegt að fólk sem er að
búa til raftónlist hlusti bara á raf-
tónlist. Það verður ekki mikil þró-
un á þeim bænum.“
Það virðist vera gjá á milli þeirra
sem hlusta á rokkVpopptónlist
annars vegar og þeirra sem hlusta
á raf-/danstónlist hins vegar. Getur
þetta ekki leitt til fáránlegra
flokkadrátta og að fólk fari hrein-
legu að snobba fyrir ákveðnum teg-
undum tónlistar?
„Já, það er alveg rétt að þessi
gjá er til staðar. Og því fleira sem
er af fólki í heiminum því meiri er
hættan á þröngsýni. En það er vel
skiljanlegt að þetta gerist því það
virðist mannskepnunni eðlislægt að
vilja vera kunn fyrir að tilheyra
ákveðnum stíl eða stefnu."
Það virðist líka vera algengara
að þeir sem hlusta á rokk vilji
fylgjast með danstónlistinni en þeir
sem eru í dansinum vilji helst ekk-
ert af rokkinu vita!
„Jú, þetta er líka rétt. Ég held að
þetta geti átt rætur að rekja til
þess að viðfang danstónlistarinnar
er fyrst og fremst framtíðin á með-
an það er ekki endilega svo í rokk-
inu. Þess vegna þykir danshausum
oftast nær tilgangslaust að fylgjast
með rokktónlist á meðan framfara-
sinnaðir rokkáhugamenn fylgjast
með danstónlistinni því þar er allt-
af eitthvað að gerast."
Hvað er svo í deiglunni hjá þér?
Einhver stór verkefni?
„Vissulega. Fullt af stórum verk-
efnum. En einmitt núna er ég á
kafi í að smíða mér nýtt hljóðver
þannig að mestur tíminn fer í það
um þessar mundir."
Hönnun umbúða utan um útgáf-
urnar þínar hefur vakið verðskuld-
aða athygli.
Telur þú að það sé nauðsynlegt
að þetta fylgist að, góð tónlist og
góð hönnun? „Mér finnst þetta
vera lykilatriði. Margir halda að
það sé nóg að tónlistin sé góð, en
við megum ekki gleyma því að
maðurinn hefur fleiri skynfæri en
heyrnina og það ber að taka tillit til
þess í allri listsköpun."
Þannig að þú stjórnar listrænu
deildinni í viðbót við þá tónlistar-
legu?
„Ég ER listræna deildin."