Morgunblaðið - 18.05.2000, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Sjópróf foru fram í gær eftir að Hannover var dreginn að bryjafgju í Reykjavfk
Y erulegar
skemmair á
skipinu af
reyk og sóti
TOGARINN Hannover, sem áður
hét Guðbjörg IS, var dreginn inn í
Reykjavíkurhöfn af grænlenska
togaranum Polar Natoralik
skömmu fyrir hádegi í gær en eldur
kom upp í togaranum á Grænlands-
hafi sl. sunnudag. Sjópróf voru svo
haldin í Héraðsdómi Reykjavíkur
síðdegis í gær að lokinni lögreglu-
rannsókn.
Þar voru nokkrir skipverjar tekn-
ir til yfirheyi'slu ásamt skipstjóra
grænlenska togarans.
Þorsteinn Már Baldvinsson,
framkvæmdastjóri Samherja, en
Hannover er í eigu dótturfyrirtækis
Samherja í Þýskalandi, sagði að nú
væri það dómara að ákveða fram-
hald málsins.
Að sögn Höskuldar Einarssonar,
aðstoðarvarðstjóra Slökkviliðisins í
Reykjavík, var ástandið í skipinu
ekki eins slæmt og búist var við,
þegar slökkviliðsmenn komu um
borð í skipið í gærmorgun, miðað við
lýsingar þegar skipið var yfirgefið
þar sem verulegur reykur hafði bor-
ist um skipið og upp í brú þess. „Við
reiknuðum því með að það væri
kominn eldur mun víðar um skipið
og við bjuggum okkur undir það
þegar við fórum út,“ sagði hann.
Höskuldur sagði að hins vegar
hefði komið í Ijós að verulegar
skemmdir hefðu orðið á skipinu og
viðkvæmum búnaði, bæði af völdum
eldsins, og vegna reyks og sóts sem
barst um skipið.
Eldurinn breiddist ekki út
Þorsteinn Már sagði að loknum
sjóprófum í gær að komið væri í ljós
að eldurinn hefði komið upp í stjórn-
herbergi í vélarrúmi skipsins. „Eld-
urinn breiddist aftur á móti ekki um
skipið. Allar hurðir héldu en aftur á
móti fór reykur og sót um skipið,
aðallega eftir loftræstistokkum.
Skemmdir í sjálfu vélarrúminu eru
litlar. Allt rafmagnskerfið er ónýtt
og það er alveg Ijóst að íbúðir og
fleira er stórskemmt af sóti og
reyk,“ sagði Þorsteinn. „Ég tel að
áhöfnin hafi brugðist rétt við,“ sagði
Þorsteinn ennfremur.
Þurftu að komast fyrir
ammoniaksleka um borð
Fimm slökkviliðsmenn fóru til
móts við skipið á sjöunda tímanum í
gærmorgun til að kanna aðstæður
og ganga úr skugga um hvort enn
væri eldur í skipinu áður en óhætt
var talið að draga það til hafnar í
Reykjavík. Slökkviliðsmennirnir
fóru með reykköfunartæki, efna-
mælitæki og hitamyndavélar um
borð og fundu glæður í stjórnrými
vélarrúms skipsins, þar sem eldur-
inn kom upp. Skipið var síðan dregið
að bryggju í Sundahöfn um kl. ellefu
í gærmorgun.
Urðu slökkviliðsmenn varir við-
ammoníaksleka á millidekki skips-
ins, sem fyrst þurfti að ná tökum á
en aðgerðir gengu öðru leyti vel, að
sögn Höskuldar Einarssonar. Reyk-
ræsti slökkviliðið skipið, dældi vatni
úr vistarverum og bjargaði verð-
mætum.
Brunavarnir skipsins héldu
Höskuldur sagði að í ljós hefði
komið að eldurinn hefði ekki borist
út fyrir stjórnrýmið. „Brunavarnir
skipsins héldu. Stálhurðir sem eru á
stjórnrýminu, annars vegar inn í
vélarrúm og hins vegar stigagang-
inn upp á næsta dekk fyrir ofan
héldu og einnig hélt þrefalt gler sem
er í stjómrýminu. Hins vegar fór
mikill reykur meðfram öllu og alla
leið upp í brú. Það eru skemmdir
alla leið þangað upp,“ sagði hann.
Fagmannleg viðbrögð áhafnar
Jón Viðar Matthíasson, vara-
slökkviðliðsstjóri í Reykjavík, sagð-
ist í samtali við Morgunblaðið í gær
telja aðdáunarvert hversu fagmann-
lega áhöfn skipsins hefði brugðist
við í baráttunni við eldinn. Höskuld-
ur tók undir það og sagði greinilegt
að menn úr áhöfninni hefðu barist
við eldinn á meðan stætt var. „Síðan
lokuðu þeir öllu, hleyptu kolsýru-
kerfinu á og héldu svo öllu lokuðu
þar til við komum,“ sagði hann.
Engar upplýsingar voru fáanleg-
ar í gær um hugsanlegar orsakir
eldsvoðans. „Þarna var allt brunnið
sem brunnið gat og við gátum illa
áttað okkur á því sem þarna var,“
sagði Höskuldur.
Þorsteinn Már sagði að lögregla
hefði farið með forræði yfir skipinu í
gærdag en eigendur skipsins
myndu skoða skemmdirnar ásamt
fulltrúum tryggingarfélags á næstu
dögum.
Skip alltaf í hættu þegar
eldur kemur upp um borð
Aðspurður hvort hann teldi að
skipið hefði verið í hættu þegar eld-
urinn braust út sagðist Þorsteinn
ævinlega líta svo á að skip væri í
hættu ef eldur væri um borð í því.
Auk þess hefði verið nokkuð þungur
sjór þegar þessir atburðir áttu sér
stað.
Hann var spurður hvort hann ætti
von á flóknu uppgjöri vegna trygg-
ingarmála, björgunarlauna o.fl. þar
sem Hannover siglir undir erlendu
fána. „Nei, þetta er þýskt fyrirtæki
og ég sé engan mun á því hvort fyr-
irtækið er þýskt eða íslenskt. Þetta
er bara alþjóðlegt umhverfi sem við
störfum í. Það eru til samþykktir
sem varða slíka aðstoð eins og þessa
og það fer í ákveðinn farveg sam-
kvæmt samkomulagi, sem kennt er
við London, sem tryggingafélögin
hafa gert sín á milli,“ sagði Þor-
steinn Már.
Morgunblaðið/Júlíus
Hafnsögubátur Reykjavíkurhafnar dró Hanover að bryggju í Sundahöfn skömmu fyrir hádegi í gær.
Nefnd um samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Aðeins sameining skil-
ar verulegu hagræði
ENDURSKOÐUNARNEFND Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgar-
svæðinu telur að veruleg hagræðing náist aðeins fram með sameiningu
sveitarfélaga. Sexmenningarnir í nefndinni vilja að ítarlega verði kannað
að sameina öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu í eitt eða tvö sveitar-
félög eða lögbinda sameiginlegt svæðisskipulag sveitarfélaganna. I fram-
haldi af því er lagt til að efnt verði til atkvæðagreiðslu meðal íbúanna á
svæðinu um ofangreindar tillögur vorið 2001. Kosið verði samkvæmt nið-
urstöðunum við reglulegar sveitarstjórnarkosningar vorið 2002.
Tvö
é
Á blaðamannafundi í Gerðarsafni í
Kópavogi kom fram að stjóm SSH
hefði samþykkt að skipa sex manna
nefnd stjómarmanna hinn 26. nóvem-
ber sl. Nefndinni var ætlað að endur-
skoða hlutverk SSH og gera tillögur
um framtíðarsamstarf sveitarfélag-
anna á höfuðborgarsvæðinu.
Skilvirkara og
gegnsærra samstarf
Hjá nefndarmönnum kom fram að
við vinnuna í endurskoðunamefnd-
inni hefði nefndarmönnum orðið bet-
ur ljóst hve samvinna sveitarfélag-
anna væri mikil og hve ört hún færi
vaxandi. Hluti af þessari samvinnu
færi fram á vettvangi SSH en vem-
legur hluti hennar færi fram á mán-
aðarlegum fundum framkvæmda-
stjóra sveitarfélaganna. Fram kom
að þessi aukna samvinna sýndi í
reynd þörfina fyrir sameiningu sveit-
arfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.
„Mestur hluti núverandi samvinnu
fer fram í formi ýmiss konar byggð-
arsamlaga (slökkvilið, akstur fatl-
aðra, rekstur hjúkrunarheimila
o.s.frv.),“ segir í niðurstöðum nefnd-
arinnar og tekið er fram að nefndin
telji að nokkra hagræði megi ná fram
með byggðarsamlögum en veraleg
hagræðing náist ekki fram nema með
sameiningu sveitarfélaganna. „Sam-
eining sveitarfélaganna myndi gera
samstarfið skilvirkara og gegnsærra,
sérstaklega í skipulagsmálum.“
Endurskoðunamefndin leggur til
Með því að nýta sér þjónustu Heimilislínu og Heimilisbankans á Netinu, má ná fram hagstæðari
vaxtakjörum og umtalsverðum sparnaði í þjónustugjöldum - og það kostar ekkert að gerast áskrifandi.
Þar með tryggir þú þér hærri innlánsvexti, lægri útlánsvexti, sparar kostnað af færslum, millifærslum
og reikningsyfirlitum, auk þess að spara tíma.
®BÚNAÐARBANKINN
HEIMILISLÍNAN
Traustur banki
www.bLis
að þrír möguleikar verði kannaðir
ítarlega. Að öll sveitarfélögin á höfuð-
borgarsvæðinu verði sameinuð í eitt
eða tvö sveitarfélög. Tvær tillögur
era gerðar um skiptingu sveitarfé-
laganna upp í tvö stór sveitarfélög.
Annars vegar er gert ráð fyrir að
Kjósarhreppur, Mosfellsbær,
Reykjavík og Seltjamarnes myndi
eitt sveitarfélag og Kópavogur,
Garðabær, Bessastaðahreppin- og
Hafnarfjörður annað. Hins vegar er
gertráð fyrirað Kjósarhreppur, Mos-
fellsbær, Reykjavík, Seltjarnames
og Kópavogur myndi eitt sveitarfélag
og Garðabær, Bessastaðahreppur og
Hafnarfjörður annað. Eini munurinn
er því á því hvora sveitarfélaginu
Kópavogur tilheyrir. Þriðji möguleik-
inn felst í því að lögbundið verði að
sveitarfélögin hafi sameiginlegt
svæðisskipulag. Gert er ráð fyrir að
kosið verði um tillögumar vorið 2001.
Nokkrir helstu kostimir við sam-
einingu allra sveitarfélaganna era að
svæðið verði skipulagt sem ein heild
og samkeppni um fjármuni og þjón-
ustu ríkisins minnld. Sérstaklega er
tekið fram að engin landfræðileg rök
séu fyrir því að skipta svæðinu upp
eins og nú sé gert. Ibúar sæki þjón-
ustu eftir því sem þeim henti best.
Fram kemur að eitt sveitarfélag geri
höfuðborgarsvæðið samkeppnishæf-
ara við útlönd og ágreiningur um not-
endagjöld og skattlagningu veitu-
mannvirkja myndi minnka og jafnvel
hverfa. Ókostir við sameiningu í eitt
sveitarfélag era taldir vera að sveit-
arfélagið verður langstærst alfra
sveitarfélaga og því mótvægi við rík-
ið, sveitarfélagið verði ekki saman-
burðarhæft við neitt annað sveitarfé-
lag og valdið færi fjær fólkinu.
Kostimir við sameiningu sveitarfé-
laganna í tvö sveitarfélög væru þefr
sömu og sameining í eitt sveitarfélag
nema hagræðing yrði hugsanlega
minni. Til staðar yrðu tvö sveitarfélög
sem yrðu samanburðar- og keppnis-
hæf. Hins vegar yrði ekki jafn auðvelt
að skipuleggja svæðið sem eina heild
enda þyrfti að ná samstöðu á milli
sveitarfélaganna tveggja.