Morgunblaðið - 18.05.2000, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000
MORGUNBL 4ÐIÐ
FRÉTTIR
Dómsmálaráðherra setur 29. Evrópuþing Interpol í Reykjavík
Alþjóðleg lögreglusamvinna
lykilatriði á breyttum tímum
Frá setningu Evrópuþingsins, frá vinstri: Björn Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins, Hara-
Idur Johannessen rfkislögreglustjóri, Raymond Kendall, aðalframkvæmdasljóri Interpol, Sólveig Pétursdóttir
dómsmálaráðherra og John Abbott fundarstjóri.
Fulltrúar 43 aðildarlanda Interpol sitja þingið og er það metþátttaka á
Evrópuþingi Interpol.
SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmálar-
áðherra setti 29. Evrópuþing al-
þjóðasakamálalögreglunnar Interpol
á Grand hóteli í Reykjavík í gær.
Metþátttaka er á Evrópuþinginu að
þessu sinni. Það er nú haldið á Isl-
andi í fyrsta sinn. 140 fulltrúar 43 að-
ildarlanda sitja þingið að meðtöldum
áheymaríúlltrúum frá ýmsum stofn-
unum sem tengjast löggæslustofn-
unum. Fjórir áheyrnarfulltrúar
ríkislögreglustjóra sitja þingið, en
auk Haraldar Johannessen ríkislögr-
eglustjóra sitja þingið Þórir Oddsson
vararíkislögreglustjóri, Jón H.
Snorrason saksóknari og Smári Sig-
urðsson í alþjóðadeild.
í máli dómsmálaráðherra við setn-
ingarathöfn þingsins kom fram að
Interpol hefði reynst íslendingum
vel á liðnum árum og samvinna lög-
regluliða milli landa væri lykilatriði í
baráttu gegn alþjóðlegum glæpum.
Interpol kom mjög við
sögu stóra fíkniefnamálsins
Haraldur Johannessen ríkislögr-
eglustjóri sagði í ávarpi sínu að sag-
an sýndi að gagnlegt væri að halda
stóra fundi hérlendis og minntist í
því samhengi leiðtogafundarins í
Höfða árið 1986. Hann sagði á blaða-
mannafundi að lokinni setningarat-
höfninni að Interpol hefði komið
rikulega við sögu í rannsókn stóra
fíkniefnamálsins svonefnda og að
innkoma Interpol hefði haft þýðingu
fyrir framgang rannsóknar málsins.
Tveir sakborninganna voru eftirlýst-
ir í gegnum Interpol og handteknir í
Danmörku viku eftir að málið varð
opinbert 10. september.
Raymond Kendall aðalfram-
kvæmdastjóri Interpol hefur oftar
en einu sinni lýst yfir ánægju sinni
með að þingið skuli haldið hérlendis
að þessu sinni og hefur ekki síður
lýst yfir ánægju sinni persónulega
með dvöl sína á Islandi. Hann heim-
sótti m.a. Árnastofnun og Þingvelli á
miðvikudag og hitti forseta íslands,
ríkislögreglustjóra og dómsmálaráð-
herra. Kendall ítrekaði þá skoðun í
ávarpi sínu við þingsetninguna að
Interpol ætti ekki að vera sérstök
stofnun innan Sameinuðu þjóðanna
en eiga hins vegar gott samstarf við
SÞ. Interpol fékk áheyrnaraðild að
allsherjarþingi SÞ árið 1996 og
Kendall telur eflingu tengslanna við
SÞ mikilvægustu þróunina i starf-
semi Interpol á síðustu árum.
John Abbott fundai'stjóri Evrópu-
þingsins sagði á blaðamannafundin-
um að glæpamenn virtu engin landa-
mæri og það væri hlutverk Interpol
að koma í veg fyrir það með öllum til-
tækum ráðum að þeir stunduðu
glæpi sína óhindrað þótt ekkert sam-
félag væri ónæmt fyrir glæpum.
Mikill vilji íslenskra yfirvalda
fyrir alþjóðalögreglusamstarfi
Berlega kom í ljós að vilji íslenskra
yfirvalda til að eiga hlutdeild í hinu
alþjóðlega lögreglusamfélagi er mik-
ill enda lýsti Sólveig Pétursdóttir því
yfir að ef árangur í baráttunni gegn
ííkniefnavandanum og fleiri glæpum
ætti að nást, væri alþjóðleg lögreglu-
samvinna grundvallaratriði. „Þessi
samvinna skiptir líka máli fyrir af-
brotavarnir," sagði Sólveig og minnt-
ist á samvinnu Islands og Noregs á
þessu sviði í gegnum Schengen-sam-
komulagið. „Það skiptir okkur mjög
miklu máli að fá allar mögulegar
upplýsingar um þróun í afbrotum,
tíðni þeirra og gerð.“ Sólveig taldi að
til þess að móta opinnbera stefnu í
þessum málum þyrftu staðreyndir
um þau að liggja fyrir.
í ávarpi sínu sagði Sólveig að ís-
lendingar hefðu fundið fyrir þeim
breytingum sem orðið hafa á aðferð-
um og vinnubrögðum glæpamanna
sem sífellt yrðu skipulagðari í starf-
semi sinni og þróaðri á tæknilega
sviðinu. „Þrátt fyrir ómælda vinnu
og fjármagn sem sett hefur verið í
baráttuna gegn fíkniefnaglæpum er
þó enn á brattann að sækja. Það er
grundvallaratriði að við tökum hönd-
um saman gegn fíkniefnavandanum.
Samfélögum okkar stendur ógn af
fíkniefnunum og það munum við ekki
líða.“
Sólveig minntist í ávarpi sínu einn-
ig á útgáfu og dreifingu ólöglegs efn-
is á Netinu, sem komið hefur til kasta
íslenskra lögregluyfirvalda og ólög-
legan innflutning fólks sem skipu-
lagður er af glæpasamtökum. Um
netglæpina sagði Raymond Kendall
á blaðamannafundinum að Interpol
hefði ekki mikla burði til að uppræta
þá, enda væri lagagrundvallar vant.
Um ólöglegan innflutning fólks
sagði Sólveig í ávarpi sínu að á síð-
ustu árum hefði glæpum af því tagi
fjölgað mikið og væri talið að slíkir
glæpir veltu jafnvel meiri fjármun-
um en fíkniefnaviðskipti.
Sólveig minntist ennfremur á al-
þjóðlega verslun með fólk, sérstak-
lega börn í klámiðnaðinn og sagði að
slíkir glæpir væru lögreglu erfiðii-
viðfangs. og krefðust náinnar alþjóð-
legrar samvinnu. „Þess vegna eru
lögregluaðgerðir sem beint er gegn
glæpum í nokkrum löndum samtímis
að verða æ mikilvægari og Interpol
hefur sannarlega sannað gildi sitt
með því að samræma slíkar aðgerð-
ir.“
Sólveig sagði að ríkisstjórnir
þyrftu að greiða fyrir milliríkjasam-
starfi lögreglu með ýmiss konar
lagasamræmingu og einföldunum og
gat þess að Norðurlandasamstarf á
þessu sviði hefði tekist vel og gæti
orðið öðrum þjóðum til fýrirmyndar.
Evrópuþingið stendur yfir í dag,
fimmtudag og á morgun þegar því
verður slitið fyrri hluta dags.
Á þinginu mun vinnuhópar lög-
reglumanna Interpol skila af sér nið-
urstöðum margvíslegra verkefna
sem fjalla m.a. um samræmingu og
geymslu fingrafara, notkun lög-
regluhunda, nýtingu DNA rann-
sókna, löggæslu í Bosníu-Herzegó-
vínu ogvopnaleit.
íslendingar hafa verið aðilar að
Interpol síðan 1971 en enginn ís-
lenskur lögreglumaður hefur þó tek-
ið þátt í þeirri skýrsluvinnu sem er
að Ijúka á þinginu, einkum vegna
kostnaðar sem af því hlýst.
Tillögurum
skipulags-
mál ræddar
í miðstiórn
ASI
I
DRÖG að tillögum um framtíðar- j
skipulag Alþýðusambands íslands
voru til umræðu á miðstjórnarfundi
ASÍ í gær. Tillögurnar verða svo
kynntar á sambandsstjómarfundi
ÁSÍ sem haldinn verður 26. maí nk.
Er gert ráð fyrir að þær verði síðan
teknar til afgreiðslu sem ný lög Al-
þýðusambandsins á þingi ÁSÍ, sem
haldið verður um miðjan nóvember
næstkomandi.
Samþykkt var á sambandsstjóm-
arfundi ASI í nóvemnber í fyrra að
fela forsetum ASÍ að vinna að til-
lögugerðinni fram á vorið og kynna
þær í landssamböndum og stærri að-
ildarfélögum sambandsins. Grétar
Þorsteinsson sagði að um væri að
ræða samfellda vinnu við undirbún-
ing að breytingum á lögum og starfs-
háttum ASÍ.
Aðspurður hvort samkomulag
lægi fyrir um tillögurnar sagðist
hann hafa fulla trú á að sátt væri um
efni þeirra. „Eg vona að okkur takist
á sambandsstjómarfundinum að
gera málið þannig úr garði að það sé
þokkalega góð sátt í hreyfingunni
um þær tillögur tU breytinga sem við
verðum með. Ég hef á þessu augna-
bliki ekki ástæðu til að ætla annað en
að svo verði,“ sagði hann.
-----------------
Ólíklegt að
straumur inn-
flytjenda
beinist hingað
JÚRGEN Storbeck, forstjóri Euro-
pol, sem staddur er hérlendis sem
áheyrnarfulltrúi á 29. Evrópuþingi
Interpol, telur að ísland sé ekki hátt
á óskalista innflytjenda og því ólík-
legt að straumur þeima beinist hing-
að í framtíðinni.
Storbeck hélt fyririestur fyrir ís-
lensku lögregluna á þriðjudag um
starfsemi Europol og sagði í lok fyr-
irlestur sfns í fyrirspurnartíma að
þrátt fyrir góðan efnahag hefði ís-
land ekki mikið að bjóða innflytjend-
um. Spáði hann því að þróunin yrði
e.t.v. á þann veginn að leið innflytj-
enda lægi í gegnum landið áleiðis til
annarra landa.
Europol er löggæslustofnun
Evrópu og tók að fullu til starfa á síð-
asta ári. Starfsumboð Europol bein-
ist m.a. að því að fyrirbyggja og
vinna gegn skipulögðum innflutningi
fólks frá öðram löndum, eiturlyfja-
verslun, barnaklámi, hryðjuverka-
starfsemi og peningafölsun.
Fjölbreytt úrval
korta í kortadeild
Eymundsson
Eyiiuindssoii
Kringlunni • simi: 533 1130 • fax: 533 1131
Atkvæðagreiðsla um lögleiðingu ólympískra hnefaleika
Klauf flesta flokka
ALLIR þingflokkar Alþingis utan
einn klofnuðu í afstöðu sinni til
framvarps um lögleiðingu hnefa-
leika sem féll á einu atkvæði í at-
kvæðagreiðslu á laugardag. Frum-
varpið hlaut stuðning meirihiuta
þingmanna Sjálfstæðisflokksins;
sextán þehra greiddu því atkvæði
sitt en sex voru á móti. Átta þing-
menn Samfylkingarinnar voru and-
vígir frumvarpinu. Sex þingmenn
Framsóknarflokks lögðust gegn
frumvarpinu og þingflokkur Frjáls-
lyndra klofnaði. Þingflokkur Vinstri
hreyfingarinnar greiddi hins vegar
allur atkvæði á móti frumvarpinu.
Eftirtaldir 26 þingmenn greiddu
framvarpinu um lögleiðingu ólymp-
ískra hnefaleika atkvæði:
Sjálfstæðismennirnir, Arnbjörg
Sveinsdóttir, Árni Johnsen, Ámi M.
Mathiesen, Ásta Möller, Davíð
Oddsson, Drífa Hjartardóttir, Einar
K. Guðfinnsson, Einar Oddur Krist-
jánsson, Geir H. Haarde, Gunnar
Birgisson, Guðjón Guðmundsson,
Halldór Blöndal, Sign'ður Anna
Þórðardóttir, Sólveig Pétursdóttir,
Vilhjálmur Egilsson og Þorgerður
K. Gunnarsdóttir.
Samfylkingarþingmennirnir Ein-
ar Már Sigurðarson, Gísli S. Einars-
son, Lúðvík Bergvinsson, Sighvatur
Björgvinsson, Svanfríður Jónas-
dóttir og Össur Skarphéðinsson.
ísólfur Gylfi Pálmason, Kristinn
H. Gunnarsson og Valgerður Sverr-
isdóttir, þingmenn Framsóknar-
flokks, og Guðjón A. Kristjánsson
þingmaður Frjálslynda flokksins.
Þessir 27 þingmenn lögðust gegn
framvarpinu: Arni R. Árnason,
Guðmundur Hallvarðsson, Hjálmar
Jónsson, Katrín Fjeldsted, Pétur H.
Blöndal og Sturla Böðvarsson, þing-
menn Sjálfstæðisflokks.
Ásta R. Jóhannesdóttir, Bryndís
Hlöðversdóttir, Guðrún Ógmunds-
dóttir, Jóhann Ársælsson, Jóhanna
Sigurðardóttii-, Kristján L. Möller,
Rannveig Guðmundsdóttir og Sig-
ríður Jóhannesdóttir, þingmenn
Samfylkingarinnar.
Framsóknarþingmennirnir Hall-
dór Ásgrímsson, Ingibjörg Pálma-
dóttir, Jónína Bjartmarz, Jón Krist-
jánsson, Páll Pétursson og Siv
Friðleifsdóttir.
Árni Steinar Jóhannsson, Jón
Bjarnason, Kolbrún Halldórsdóttir,
Steingrímur J. Sigfússon, Ögmund-
ur Jónasson og Þuríður Backman,
þingmenn Vinstrihreyfingarinnar -
græns framboðs, og Sverrir Her-
mannsson Frjálslynda flokknum.
Guðni Ágústsson Framsóknar-
flokki sat hjá við atkvæðagreiðsl-
una. Aðrir þingmenn höfðu ýmist
leyfi eða voru fjarstaddir.