Morgunblaðið - 18.05.2000, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 1 3
FRÉTTIR
Morgunblaðð/Jón Einar Gústafsson
Harley Jonasson, forseti Islendingadagsins, Lenore Good, fjallkona
ársins 2000, og Guðrún Ágústsdóttir sendiherrafrú við krýningu fjall-
konunnar í Gimli í síðustu viku.
Lenore Good með kórónuna, sem fylgir búningi fjallkonunnar í
Manitoba, ásamt Guðrúnu Ágústsdóttur sendiherrafrú við krýningu
fjallkonunnar í Gimli í síðustu viku.
Nýfjallkona
krýnd í Gimli
Gimli, Manitoba. Morgjunblaðið.
ÍSLENDIN GAD AGURINN í Gimli
kynnti nýlega íjallkonu þessa árs.
Fyrir valinu varð Lenore Good, en
hún hefur verið virkur þátttakandi í
starfi Vestur-íslenska samfélagsins
í Winnipeg og Gimli undanfarin ár.
Guðrún Ágústsdóttir kynnti fjall-
konuna að þessu sinni og bar saman
fjallkonur á Islandi og í Manitoba,
þar sem að fjallkonan er valin úr
hópi kvenna sem hafa lagt sitt af
mörkum fyrir Vestur-íslenska sam-
félagið. Fjallkonan f Manitoba hefur
skyldum að gegna allt árið, eða þar
til fjallkona næsta árs er krýnd.
Hennar stærsta hlutyerk er að taka
þátt f hátfðahöldum íslendinga-
dagsins fyrstu helgina í ágúst, en
meðal gesta íslendingadagsins í
sumar verður forseti Islands.
Foreldrar Lenore voru Hall-
grímur og Ellen Borgfjörð, en þau
bjuggu nálægt bænum Árborg í
norðurhluta Nýja Islands.
Þrávirk efni hugsanlega
notuð í tjöruhreinsi
KVEÐIÐ er á um að dregið verði úr
notkun efnanna nónýlfenóletoxýlöt.í
svokölluðu OSPAR-samkomulagi,
(OSLO-PARIS) sem íslendingar
eiga aðild að. Neikvæð áhrif nónýl-
fenóla, sem eru eitt niðurbrotsefna
nónýlfenóletoxýlata, og nónýlfenó-
letoxýlatanna sjálfra á lífríkið eru
vel þekkt. Sem dæmi má nefna að
rannsóknir vísindamanna hafa leitt
það í ljós að bæði nónýlfenól og jafn-
vel nónýlfenóletoxýlöt hafi svipuð
áhrif og kvenhormóninn estrogen
og geta þau þannig haft alvarleg
áhrif á frjósemi dýra og manna. Nið-
urbrotsefnin nónýlfenól eru þrávirk
og safnast fyi-ir í fæðukeðjunni og
geta þau borist í menn t.d. við
neyslu ýmissa sjávarafurða.
Bannað í Svíþjóð
Ásgeir Ivarsson, efnaverkfræð-
ingur hjá Sjöfn, segir að nónýlfenó-
letoxýlöt hafi verið notuð langt fram
á 10. áratuginn í ýmiskonar hreinsi-
efni, aðallega til iðnaðarnota en
einnig til heimilisnota, en nú séu
velflestir hættir að nota efnin. Hann
telur líklegt að enn sé verið að nota
nónýlfenóletoxýlöt í tjöruhreinsa
sem hér eru seldir í verslunum og
eru mikið notaðir við bílþvotta, eink-
um á veturna. Ásgeir kveðst ekki
hafa staðfestingu á notkun efnisins
en þegar litið sé á verð á tjöru-
hreinsiefnum út úr verslunum megi
draga þá ályktun að nónýlfenólet-
oxýlöt séu notuð. Tæknilega sé efnið
mjög áhrifaríkt og ódýrt. Peir sem
nota það geta boðið tjöruhreinsi á
lægra verði en þeir sem nota um-
hverfisvænni efni. Sænska þingið
samþykkti í byrjun 10. áratugarins
að öll notkun nónýlfenóletoxýlata
sem leiddi til þess að efnin bærust
út í náttúruna yrði hætt fyrir síð-
ustu áramót. Ásgeir segir undarlegt
til þess að hugsa að íslendingar,
sem byggja mikinn hluta afkomu
sinnar á hafinu, skuli ekki fylgja for-
dæmi Svía. Þá hafi umhverfisráðu-
neytið ekki séð sig knúið til að beita
sér í málinu. Á sama tíma sé OSPAR
bókunin óspart notuð í umræðunni
um kjarnorkuverið í Sellafield.
Samkvæmt upplýsingum frá Holl-
ustuvernd er notkun nónýlfenólet-
oxýlata ekki enn bönnuð, þó svo að
nónýlfenól flokkist með þrávirkum
efnum. Á vettvangi OSPAR, sem
ísland er aðili að, eru í gildi tilmæli
til aðildarríkjana um að efnunum
verði smám saman skipt út úr efna-
framleiðslu. Þetta átti að gerast íyr-
ir 1995 úr almennum vörum, en fyrir
árið 2000 úr iðnaðarvörum. Ljóst er
að þessi markmið hafa ekki náðst.
Þess vegna er nú í vinnslu hjá ESB
tilskipun sem mun skylda framleið-
endur til að hætta notkun efnisins.
Samkvæmt Hollustuvernd geta eft-
irlitsaðilar ekki gripið inn í og skipt
sér af tjöruhreinsi eða öðrum efna-
vörum sem innihalda efnið fyrr en
sú tilskipun tekur gildi.
Samkvæmt upplýsingum frá um-
hverfisráðuneytinu er fjallað um
nonylfenóletoxylat í tilmælum sem
gert var á vegum Parísarsamkomu-
lagsins um varnir gegn mengun
sjávar frá landi nánar tiltekið
ParCOM Recommendation 92/8.
ÓLAFUR Örn Haraldsson, alþing-
ismaður og foi-maður umhverfis-
nefndar Alþingis, segir að Aðalheið-
ur Jóhannsdóttir, lögfræðingur og
sérfræðingur í umhverfisrétti,
verði, að sínu mati, að styðja betur
mál sitt þegar hún láti hafa eftir sér
í Morgunblaðinu að hún efist um að
ný lög um mat á umhverfísáhrifum
standist EES-rétt. Aðalheiður sagði
einnig í viðtalinu sem birtist í Morg-
unblaðinu í gær að hún væri þeirrar
skoðunar að málið hefði verið frekar
gróft unnið, sem geti komið niður á
lögskýringu síðar meir ef reynir á
lögin, t.d. í dómsmáli.
,Aðalheiður verður að tala skýrar
en hún gerir í þessari grein þegar
hún gagnrýnir frumvarpið og laga-
setninguna um lögin um mat á um-
Þessi tilmæli eru eins og önnur til-
mæli ekki lagalega bindandi. Þau
hafa ekki verið sett hér inn í reglu-
gerð enn, þar sem ekki hefur verið
talið hægt að útiloka innflutning
vöru sem inniheldur þetta efni frá
löndun á evrópska efnahagssvæð-
inu. Efnið er ekki bannað þar, þó
svo að tilmælin gildi þar líka. Engin
viðurlög eru við brotum á tilmælum,
utan álitshnekkir að ekkisé farið eft-
ir þeim.
Samkvæmt þeim upplýsingum
sem Hollustuvernd ríkisins hefur
fengið í hendur þá er efnið komið
inn á þann lista sem á að banna með
formlegum hætti á evróska efna-
hagssvæðinu. Því er talið að það
verði einungis spurning um nokkra
mánuði þangað til að tillaga að form-
legu banni verði lögð fram.
Fyrirtæki sem geta nú framleitt
vöru sem uppfylla tilmælin munu þá
standa betur að vígi en önnur.
hverfisáhrifum. Aðalheiður hefur
reynst okkur mjög vel í undirbún-
ingi þessarar lagasetningar og við
eimm henni þakklát fyrir hennar
framlag. En í þessari grein get ég
ekki komið auga á nein efnisatriði
sem hún setur fram máli slnu til
stuðnings. Umhverfisnefnd var
mjög sammála í sinni niðurstöðu og
skilaði einu áliti sem ég tel sýna það
að menn vildu ná þarna saman bæði
pólitískt og málefnalega. Það var
unnið mjög mikið í þessu máli og við
fengum til liðs við okkur sérfræð-
inga í lögum og á sviði umhverfis-
mála. Umsögn Aðalheiðar var sömu-
leiðis borin undir slíka sérfræðinga.
Það kemur mér mjög á óvart ef lög-
in standast ekki EES-rétt,“ segir
Ólafur Örn.
Formaður umhverfísnefndar um
gagnrýni á ný lög um umhverfísmat
Aðalheiður verður
að tala skýrar
I
Fyrsta flokks gönguskór frá Þýskalandi
- EINSTÖK GÆÐI, DÖMU- OG HERRASTÆRÐIR,
GORETEX ÖNDUNAREIGINLEIKAR
Einstakur gönguskór, tilvalinn til
fjallaferða, f veiðiferðina, í vinnu til
fjalla, í útileguna og að sjálfsögðu í
allar iengri og styttri gönguferðir.
Sérstaklega vatnsvarinn og þolir vel
bleytu og raka.
Veitir góða vörn á grófu undiriagi
s.s. hrauni eða grjóti.
VIBRAM-FOURA-gúmmísólinn gefur
gott grip í fjallaferðum.
Innleggið má taka úr og þvo, það hrindir
frá raka og er fljótþornandi. Innleggið er
bakteríudrepandi.
Öflugur gúmmfkanntur (grjótvörn) hlífir
Sólinn er með Haix-MSL tækni sem dreifir Ifkamsþunganum á réttan hátt.
Sérstök tækni heldur sveigjanleika í tánni og kemur í
veg fyrir særindi (blöðrur) þegar gengið er. Sama
tækni heldur sveigjanleika í hælnum.
Sérstök tækni heldur sveigjanleika í hæl og
kemur t veg fyrir særindi (blöðrur) þegar
gengið er. Sama tækni heldur
sveigjanleika f tánni.
Engir saumar á hliðum tryggja vatns-
heldni, lengri endingu og skórinn
heldur betur lögun.
Tæknilega háþróaður gönguskór með GORETEX-einangrun og öndunar-
eiginleika. Samkvæmt gæðastaðli EN 347 WRU SB Cl. Skórinn er vatnsþolinn.
WIICR0-DRY innrabyrði ásamt Haix Climate System, heldur iíkamshitanum í
jafnvægi með útgufun svita og vatnsfráhrindandi ytrabyrði.
Hágæða NABUK-LEÐUR, olfuborið og vatnsvarið samkvæmt staðli EN 345.
Rakinn (sviti) á greiða leið út úr skónum en bleyta kemst síður inn.
Reimar eru kröftugar og vatnsfráhrindandi.
Millisólinn (MEM0RY) er traustur og heldur lögun sinni vel.
Hann kemur í veg fyrir að þú finnir fyrir ójöfnum og grjóti í gegnum sólann.
POSTSENDUM SAMDÆGURS
Grandagarði 2, Rvík, sími 580-8500. Opið virka daga 8-18 og laugardaga 10-14