Morgunblaðið - 18.05.2000, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000
HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Fjölmenn 70 ára afmælishátíð
Klébergsskóla
Uppgötvunar-
miðstöðin
A-ha á
Kjalarnesi
Kjalarnes
NUVERANDI og fyrrver-
andi nemendur, kennarar,
foreldrar, embættismenn og
velunnarar Klébergsskóla
fjölmenntu á 70 ára afmælis-
hátíð sem haldin var laugar-
daginn 13. maí sl. í íþrótta-
miðstöðinni á Klébergi,
Kjalarnesi.
Flutt var Qölbreytt tónlist
auk þess sem ræður voru
haldnar. M.a. sagði Sigrún
Magnúsdóttir, formaður
fræðsluráðs Reykjavíkur, að
stefnt væri að því að taka
fyrstu skóflustungu að nýrri
viðbyggingu skólans við
skólaslit í vor. Með þeirri við-
byggingu yrði Klébergsskóli
eitt fullkomnasta skólahús í
Reykjavík.
Sýning opin almenningi
Nemendur höfðu undir-
búið viðamikla sýningu um
sögu skólans í fortíð og nútíð
auk þess sem spáð var í
framtíðina.
Einnig gátu afmælisgestir
skoðað Uppgötvunarmið-
stöðina A-ha sem sett hefur
verið upp í íþróttamiðstöð-
inni á Klébergi. Um er að
ræða sýningu sem að hluta
Morgunblaðið/Guðni
Sigþór Magnússon skólastjóri (t.v.) kallaði gamla nemend-
ur og fyrrverandi skólastjóra Klébergsskóla á svið.
Morgunblaðið/Guðni
Uppgötvunarsýningin vakti mikla athygli, ekki síst hjá
yngri kynslóðinni. Drengurinn dregur gjörðina upp úr
polli af sápuvatni og myndast við það gegnsær sápuvatns-
veggur.
er fengin að láni frá Discov-
ery Center í Halifax í Kan-
ada. Þar er um að ræða
Stjömuvölundarhús og
Stærðfræðigaman. Auk þess
voru fjölmargir sýningar-
hlutar gerðir hér á landi.
Lögð er áhersla á að gestir
prófi sýningargripina, at-
hugi og geri ýmsar tilraunir.
Uppgötvunarsýningin
verður opin almenningi fram
í miðjan júnf á sama tfma og
íþróttamiðstöðin. Þess er
óskað að hópar bóki heim-
sóknir hjá skrifstofu Klé-
bergsskóla. Nánari upplýs-
ingar er að finna á vefsíðu
skólans http://klebergs-
skoli.ismennt.is/.
Bókasafn Hafnarfjarðar verður flutt á Strandgötu 1
Nútínialegt bókasafn
í hjarta miðbæjarins
Hafnarfjördur
HAFNARF JARÐARBÆR
hefur keypt hlut íslandsbanka
í húsi númer 1 við Strandgötu
og verður bókasafn Hafnar-
fjarðar flutt í húsnæðið, sem er
um 1.500 fermetrar, á næsta
ári.
Bærinn átti fyrir 40% hlut í
húsinu og er félagsmiðstöðin
Vitinn þar til húsa ásamt hluta
af bæjarskrifstofum Hafnar-
fjarðar. Sigurður Haraldsson,
forstöðumaður byggingar-
deildar Hafnarfjarðarbæjar,
segir bæinn hafa keypt 60%
hlut Islandsbanka í húsinu á
um 70 milljónir króna. Bærinn
fái húsnæðið afhent hinn 15.
júm' og upp úr því hefjist fram-
kvæmdir sem aðallega muni
fari fram innandyra.
Sigurður segir að þær bæj-
arskrifstofur sem séu í húsinu
og starfsemi Vitans verði fljót-
lega flutt úr því, bæjarskrif-
stofumar verði fluttar í
Strandgötu 6 þar sem aðal-
skrifstofur bæjarins eru til
húsa og stefnt sé að því að
starfsemi Vitans verði flutt í
núverandi húsnæði bókasafns-
ins við Mjósund.
Starfsemi bókasafnsins,
Mormjnblaðiö/boJli
Ilafnaríjarðarbær hefur keypt hlut Islandsbanka í húsinu
við Strandgötu 1 og verður bókasafn Hafnarfjarðar flutt í
allt húsið á næsta ári.
sem nú er í um 600 hundruð
fermetra húsi, mun aukast
mikið við flutningana og segir
Sigurður að framkvæmdir við
húsið muni miðast við að það
henti sem best undir nútíma-
legt bókasafn. Knútur Jeppe-
sen arkitekt sé búin að gera
grunnmyndir af öllum hæðun-
um þremur og kjallara og
framkvæmdir við verkið verði
boðnar út þegar teikningamar
hafi verið samþykktar af bygg-
ingamefnd bæjarins. Sigurður
segir að herbergjaskipan verði
meðal annars breytt, stigi tek-
inn og lyfta sett, en ætlunin sé
að fatlaðir hafi góðan aðgang
að öllu safninu. Sigurður segir
að gert sé ráð fyrir að heildar-
kostnaður við framkvæmdir
verði um 120 milljónir.
Fjölbreyttar deildir bóka-
safnsins fá aukið rými
í nýja húsnæði bókasafnsins
mun gefast aukið rými fyrir
hinar ýmsu deildir þess. Marín
Hrafnsdóttir, menningarfull-
trúi Hafiiarfjarðarbæjar, segir
að á fyrstu hæð hússins verði
tölvu- og upplýsingaver. „Þó
að flestir séu lfldega komnir
með tölvur inn á heimili sín þá
em það ekki allir og þetta er
meðal annars hugsað til að
brúa það bil,“ segir Mai-ín.
Hún segir að tónlistardeild-
in fái einnig vel að njóta sín,
þar sé gert ráð fyrir nútíma-
legri aðstöðu með góðum
tölvukosti og muni gestir
safnsins áfram hlusta á plötur
og geisladiska. Eins verður
lagt upp úr því að gera vel við
böm og unglinga og segir
Marín að sérstakar deildh- ætl-
aðar þeim fái gott pláss og
búnað. Lestraraðstaða verður
á tveimur stöðum í húsinu og
segir hún þær meðal annars
hugsaðar fyrir hafnfirska há-
skólanemendur. Að sjálfsögðu
verði bækur á öllum hæðum og
einnig verði góð deild með
tímaritum.
Jóhann Guðni Reynisson,
forstöðumaður upplýsinga- og
kynningarmála Hafnarfjarð-
arbæjar, segir að ein áhuga-
verð nýjung í bókasafninu
verði miðstöð í upplýsinga-
tækni.
„Við eram að vona að hér
geti orðið til svona gerjunar-
pottur fyrir frumkvöðla, eða
fólk með nýjar hugmyndir sem
vantar aðstöðu og búnað til að
vinna þær. Þetta er ekki síst
ætlað ungu fólki og einnig er
hugsunin að eldri borgarar
geti komið hér inn með sín
hugðarefni og tengst upplýs-
ingatækninni. Við leggjum
upp með það að fólk geti fengið
einhverja aðstoð, án þess að
það verði bein kennsla."
Jóhann Guðni segir mjög
spennandi að verið sé að bæta
aðstöðu bókasafnsins á þenn-
an hátt og eins muni vera þess
í Strandgötunni koma til með
að lífga upp á miðbæinn.
„Það hefur verið mjög mikill
vöxtur í starfsemi bókasafns-
ins og með því að færa það
héma niður í miðbæinn er ver-
ið að bæta aðgengi að því. Um
leið fjölgar því fólki sem á er-
indi í miðbæinn og þar með er
verið að auka lífið í miðbæn-
um,“ segir Jóhann Guðni.
Grasi
lagt
Austur-
stræti
Miðbær
SVO gæti farið að Aust-
urstræti yrði grasi lagt
frá Lækjargötu að Póst-
hússtræti frá 1. til 30.
júlí í sumar, en miðborg-
arstjórn hefur mælt með
því við Borgarráð að gef-
ið verði leyfi fyrir um-
hverfislistaverki af
þessu tagi, að því gefnu
að hugmyndin verði
skoðuð í samráði við
verslunareigendur og
aðra rekstraraðila við
Austurstræti.
Aðdragandi málsins
er sá að oneoone gallerí
lagði fram erindi við
miðborgarstjórn þar
sem kynnt var hugmynd
að stóra umhverfislista-
verki eftir Ólaf Elíasson
sem sett yrði upp í mið-
borg Reykjavíkur. Hug-
myndin var sú að akrein
Laugavegs yrði lögð
grasi frá Barónsstíg að
Bankastræti ailan júlí-
mánuð. Erindið var tek-
ið fyrir á fundi miðborg-
arstjórnar og taldi
stjórnin erfitt að koma
því við að þökuleggja svo
stóran hluta Laugaveg-
ar, en taldi heppilegra að
listaverkið yrði sett upp í
Austurstræti. Lögð var
áhersla á að fyrirtæki
við Austurstræti gæfu
samþykki sitt fyrir upp-
setningu verksins en
næsta skref era viðræð-
ur aðstandenda oneoone
viðþá.
Hafnarfjörður
ÞEGAR framkvæmdir við
Strandgötu 1 hefjast í sumar,
til að undirbúa flutning bóka-
safns Hafnarfjarðar þangað,
mun starfsemi félagsmið-
stöðvarinnar Vitans verða
flutt úr húsinu og er stefnt að
því að Vitinn fái eldra hús-
næði bókasafnsins við Mjó-
sund til ráðstöfunar.
Vitinn þjónar tveimur skól-
um í Hafnarfirði, Lækjaskóla
og Víðistaðaskóla, ásamt því
að vera miðstöð þegar um
sameiginleg verkefni félags-
miðstöðvanna í Hafnarfirði
er að ræða. Arni Guðmunds-
son æskulýðs- og tómstunda-
fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar
Vitinn flytur í
Mjósund
segir starfsemi Vitans verða
flutta til bráðabirgða í skól-
ana tvo, Lækjaskóla og Víði-
staðaskóla, þangað til að
bókasafnið verði flutt úr hús-
næði sínu við Mjósund.
„Húsnæðið við Mjósund er
ágætt. Það þarf varla að
breyta neinu og nánast hægt
að flytja beint þangað inn,“
segir Arni.
„Þetta verður smá rask
þarna næsta vetur en við ger-
um bara það besta úr því. Við
ætlum að gera tilraun með að
færa starfsemi Vitans í skól-
ana tvo því bókasafnið verður
auðvitað áfram í Mjósundi
þangað til framkvæmdunum
við Strandgötuna lýkur.“
Hann segir ljóst að Vitinn
muni halda áfram að vera
sameiginleg miðstöð þegar
um stærri verkefni er að
ræða.
„Við höfum álitið að það
væri mikilvægt að vera með
eina stofnun sem getur verið
miðlæg í þessum stæm mál-
um og Vitinn er í raun að
hluta til nokkurs konar ungl-
ingamenningarhús hér.“
Arni segist ánægður með
að bókasafnið sé að fá þetta
góða umgjörð og telur hann
að unglingarnir muni nýta
sér safnið í enn meira mæli
eftir stækkunina og breyt-
ingarnar.
„Við höfum stungið upp á
að við fengjum að halda uppi
merki Vitans á Strandgötu 1
með því að hafa þar marg-
miðlunartölvu sem væri sér-
staklega ætluð unglingum og
hún fengi þá að heita Vita-
tölvan eða eitthvað svoieiðis.
Það var tekið mjög vei í þess-
ar hugmyndir," segir Arni.
Morgunblaðið/Ómar
Um helgina hópuðust íbúar Engihjallans út að sópa, mála
og fegra umhverfið á hinum árlega hreingerningardegi
íbúasamtaka götunnar.
Hreinsunardagur í
Engihjalla
götunnar. Nokkuð margir
létu til sín taka og voru
gangstéttar sópaðar, veg-
kantar og bílastæðamerk-
ingar málaðar og umhverfið
þannig fegrað.
Kópavogur
ÍBÚAR í Engihjalla í Kópa-
vogi tóku til hendinni um síð-
ustu helgi á árlegum hreins-
unardegi íbúasamtaka