Morgunblaðið - 18.05.2000, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
Ráðstefna Amerísk-íslenska verslunarráðsins um fískveiðar og sjávarafurðir
• /
Hafsjór
tækifæra
Fjölmenni var á ráðstefnunni Hafsjór tækifæranna sem Amerísk-íslenska
verslunarráðið hélt á Hótel Loftleiðum í gær.
Morgunblaðið/Kristinn
STJÓRNUN fískveiða og staða sjáv-
arútvegs í heiminum var til umræðu
á ráðstefnunni Hafsjór tækifæranna
sem Amerísk-íslenska verslunarráð-
ið stóð fyrir á Hótel Loftleiðum í gær.
Friðrik Pálsson, formaður Amer-
ísk-íslenska verslunarráðsins og
stjómarformaður SIF, opnaði ráð-
stefnuna og sagði að eins og í gegn-
um tíðina væri hafið enn hafsjór
tækifæra en menn væru orðnir sér
meðvitandi um að það þarf að ganga
vel um hafið til þess að tryggja
áframhaldandi nýtingu auðlindarinn-
ar. Friðrik sagði einnig að það væri
markmið ráðstefnu sem þessarar að
undirstrika það og koma fólki í skiln-
ing um að fiskiðnaðurinn starfi eftir
umhverfisskyldum sem að honum
snúa og stuðli að sjálfbærri þróun.
Tækifæri á nýrri öld
Árni M. Mathiesen, sjávarútvegs-
ráðherra, sagði að sjálfbær þróun
væri nauðsynleg fyrir þjóð eins og ís-
lendinga og ábyrgð á svo stórum
hluta hagkerfis okkar krefðist bæði
varfæmi í ákvörðunum og skyldu til
að tryggja áframhaldandi nýtingu
auðlindarinnar.
Ami sagði að á nýrri öld væm
mörg tækifæri og nefndi hann að
með bættri stjómun og tæknifram-
fömm yrði hægt að framleiða meiri
og betri vöra úr sama hráefnismagni.
Lykillinn að þessu væri vöraþróun
og tækniframfarir en það væra þætt-
ir sem íslensk fyrirtæki væra farin að
leggja meiri áherslu á. Viðskipti með
sjávarafurðir færa vaxandi og væri
sífellt stærri hluti aflans fluttur út,
en aukinn útflutningur byggði á
góðri stjómun auðlindarinnar.
Einnig væra miklir möguleikar á
vexti í stoðgreinum sjávarútvegsins
en hér á íslandi væru til staðar mikil
tækniþekking og þjónusta sem sneri
að greininni.
Miklar breytingar framundan
Guðbrandur Sigurðsson, fram-
kvæmdarstjóri Utgerðarfélags Ak-
ureyringa, lagði í erindi sínu áherslu
á hversu mikilvægu hlutverki fisk-
iðnaðurinn gegnir hér á íslandi en
frá honum koma 15% heildarþjóðar-
tekna, 70% af útflutningstekjum og
um 11% vinnuafls vinna við fiskiðnað.
Guðbrandur sagði jafnframt að fram-
undan væra miklar breytingar sem
ættu eftir að hafa mikil áhrif á fisk-
iðnaðinn og nefndi hann þær helstu
sem að hans mati kæmu til með að
hafa áhrif í framtíðinni.
Guðbrandur sér fyrir sér breyting-
ar á reglum, jafn innlendum sem er-
lendum, sem munu gera fiskveiði-
stjórnun markvissari, stuðla að betri
nýtingu fjárfestinga og afnema ríkis-
styrki við sjávarútveg. Tæknibreyt-
ingar munu einnig hafa mikil áhrif á
greinina en með sífelldum tækni-
breytingum koma sífellt færri hend-
ur að framleiðslunni. Umhverfismál
munu einnig skipta mun meira máli í
framtíðinni heldur en þau hafa gert
áður, bæði vegna varðveiðslu auð-
lindarinnar og eins vegna neytenda
sem eru sér sífellt betur meðvitandi
um þau.
Markaðir fyrir afurðir okkar taka
sífelldum breytingum og er mikið
starf óunnið í markaðsmálum í fram-
tíðinni. Nú er fiskur einn dýrasti
próteingjafi sem völ er á og verður
því að markaðssetja hann markvisst
til að réttlæta þetta háa verð í hugum
neytenda, sagði Guðbrandur. Eins
eru neysluvenjur sífellt að breytast
yfir í skyndifæði og því er nauðsyn-
legt að taka mið af því í framleiðslu.
í máli hans kom fram að fyrirtæki
munu nota Netið meira í viðskiptum
sínum og þá fyrst og fremst til að
skiptast á upplýsingum við viðskipta-
vini sína erlendis með minni tilkostn-
aði en áður. Stofnað verður til við-
skiptasambanda eins og áður en eftir
að fyrirtæki hafa gert með sér samn-
inga munu fyrirtækin skiptast á upp-
lýsingum yfír Netið.
Fiskeldi hefur vaxið gríðarlega á
síðustu árum og er eldisfiskur farinn
að keppa við villtan fisk á flestum
mörkuðum. Mikilvægasti liðurinn í
samkeppni eldisfisks við villtan fisk
er kostnaðurinn en ef hægt verður að
ala kílóið af þorski undir 80 til 100 kr.
er eldisfiskurinn orðinn fyllilega
samkeppnishæfur við villtan fisk.
Eldisfiskur samkeppni
eða viðbót?
Dr. Trond Bjorndal, prófessor í
fiskihagfræði við viðskiptaháskólann
í Bergen í Noregi, fjallaði um hvort
fiskeldi væri samkeppni eða viðbót
fyrir hefðbundnar fiskveiðar en það
byggist fyrst og fremst á sambandi
milli tegunda. Bjprndal sagði að
fiskmarkaðnum væri hægt að skipta í
nokkra markaðshluta. Þannig skiptir
magn eldisfisks á markaði aðeins
máli ef hann er í sama markaðshluta
og fiskurinn sem er veiddur. Ef þeir
era í sama markaðshluta þá mun
aukið magn eldisfisks valda verð-
lækkun en ef þeir eru ekki í sama
markaðshluta þá er ekkert samband
á milli magns og verðs þeirra og því
hefur eldisfiskurinn engin áhrif á
markað veidda fisksins.
Bjorndal benti á að aðstæður í
heiminum komi til með að breytast í
framtíðinni vegna mikillar fólksfjölg-
unar og hærri tekna í þróunarlönd-
unum. Þetta leiðir af sér aukna eftir-
spum eftir fiski en þessari auknu
eftirspurn verður fyrst og fremst
mætt með eldisfiski þar sem aukning
í almennum fiskveiðum er lítil.
Jaf nvægi í framboði og eftirspurn
Magnús Gústafsson, forstjóri
Coldwater í Bandaríkjunum, fjallaði
um markaðsmál í erindi sínu og þró-
un framboðs og eftirspumar á fiski
undanfarin ár. Sagði hann að neysla
sjávarfangs væri aðeins 0,7% af
heildarneyslu í Bandaríkjunum og
9% af próteinneyslu en stæði fyrir
35-40% af kostnaðnum. Ef ætlunin
væri að auka neyslu sjávarfangs yrði
að tryggja stöðugra framboð og
verðlag á fiski en það yrði aðeins gert
með auknum magni fisks, bæði villt-
um fiski og eldisfiski. Nauðsynlegt
væri að tryggja stöðug gæði og auka
gildi sjávarfangs í hugum neytenda.
Magnús sagði einnig að rík til-
hneiging hefði verið fyrir því að
mæta skammtíma ójafnvægi á mörk-
uðum með verðbreytingum en verð-
hækkanir skiluðu engu til lengri tíma
nema með auknum gæðum. Þessum
hugsunarhætti yrði að skipta út fyrir
langtíma markaðshugsun sem
stefndi að því að auka gæði fisks í
hugum neytenda.
Dr. Gordon R. Monro, prófessor í
hagfræði við háskólann í Bresku Kól-
umbíu í Kanada, fjallaði um fiskveiði-
stjórnun og þau vandamál sem henni
fylgja. Hann lagði áherslu á að nauð-
synlegt væri að bæta fiskveiðistjórn-
un og sagði að ef það yrði ekki gert
myndi afli minnka verulega á næstu
áratugum.
Monro sagði að undanfarið hefði
verið tilhneiging um allan heim til að
stjórna fiskveiðum með aflaheimild-
um en þó væru margir vankantar á
því sem eftir væri að leysa úr en
flestir þeirra snera að nýtingu auð-
lindarinnar.
Kvótakerfí hefur kosti o g galla
VEGA þarf og meta kosti og galla kvótakerfis
áður en þeim er komið á til að stýra fiskveið-
um. Þetta kom fram í erindi Richards E. Gutt-
ings, forstjóra National Fisheries Institute,
sem eru hagsmunasamtök sjávarútvegsfyrir-
tækja og markaðsfyrirtækja á sviði sjávar-
afurða í Bandaríkjunum, á ráðstefnu Amerísk-
íslenska verslunarráðsins um sjávarútveg í
gær.
Gutting benti á að ólíkir hópar með ólík
markmið og hagsmuni tækjust á um fiskveiðar
Bandaríkjamanna. Það væri því erfitt að
stjórna veiðunum á skilvirkan en um leið
sanngjarnan hátt. Stjórnmálamenn hefðu áður
forðast að taka ákvarðanir um skiptingu aflans
en látið útgerðirnar þess í stað keppa sín á
milli. Slíkt kapphlaup heyrði hins vegar senn
sögunni til. Lokað hefði verið fyrir aðgang að
veiðunum og víða væri farið að gera tilraunir
með að stjórna þeim með kvótakerfi, til dæmis
hefði 57 smábæjum í Alaska verið úthlutað
kvóta sérstaklega. Hann sagði kosti kvótakerfis
óumdeilanlega, til dæmis til að koma í veg fyrir
ofveiði og varasamt kapphlaup um fiskinn.
Þannig yrðu gæði aflans meiri, meðafli minni
og átök á miðunum fátíðari.
Ýmsir ókostir
„Ókostirnir eru hins vegar líka augljósir.
Þannig verður réttmæti upphaflegrar úthlutun-
ar alltaf umdeilt, eins neikvæð áhrif á framleið-
endur, aukinn kostnaður fyrir nýliða í greinina,
samþjöppun auðs og minni þörf fyrir vinnuafl.“
Gutting sagði að meðal annars vegna þessa
hefði allsherjarþing Bandaríkjanna ákveðið að
banna upptöku kvótakerfis í fiskveiðum. Bannið
væri nú að renna út og senn yrði tekin ákvörð-
un um hvort það yrði framlengt, sett yrðu ný
skilyrði eða kvótakerfum leyft að þróast undir
núgildandi lögum. Benti Gutting á að ýmsir
möguleikar væru fyrir hendi, svo sem að fyrir-
tæki skiptu á milli sín leyfilegum heildarafla á
ákveðnum svæðum.
Ógn af ofveiði
Gutting sagði að viðskiptum með sjávar-
afurðir stafaði ógn af ofveiði víðsvegar í heim-
inum. Gerðir hefðu verið ótal alþjóðlegir samn-
ingar varðandi þessi mál en erfiðlega hefði
gengið að koma þeim í framkvæmd. Stjórnvöld
í Bandaríkjunum hefðu þannig lagt til að aðild-
arþjóðir í alþjóðlegum fiskveiðinefndum kæmu
í veg fyrir viðskipti með fisk frá skipum sem
ekki veiða samkæmt samningum.
Eggjabakka-, svamp-,
latex- og springdýnur
og margt fleira með
15-30% afslaetti!