Morgunblaðið - 18.05.2000, Page 24

Morgunblaðið - 18.05.2000, Page 24
24 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Þorskstofnar við Nýfundnaland sýna fá batamerki þrátt fyrir 8 ára veiðibann Framtíð strand- byggðanna í húfí Þorskstofnar við Nýfundnaland eru enn í mikilli lægð og sýna fá batamerki, þrátt fyrir að nánast ekkert hafí verið sótt 1 þessa stofna undanfarin 8 ár. Nokkur uppsveifla hefur hins vegar verið í skelfískveiðum á þessu svæði og verðmæti fískafla Nýfundnalands hefur aldrei verið meiri en á síðasta ári. Framtíð sjávarútvegsins veltur hins vegar á því hvernig þorskstofnunum reiðir af á komandi árum, að mati Leslie Dean, aðstoðarsjávarútvegsráðherra Ný- fundnalands og Labrador. Hann sagði Helga Mar Arnasyni af ástandi fískistofna og stjórnun fískveiða á svæðinu. Morgunblaðið/Kristinn Leslie Dean, aðstoðarsjávarútvegsráðherra Nýfundnalands og Labrador. ALGERT hrun varð í þorskveiðum við Nýfundaland í upphafi 10. áratug- arins og veiðibann sett á helstu þorsk- stofna árið 1992. Fyrir árið 1988 var heildarafli fiskiskipa á Nýfundnalandi um 580 þúsund tonn, þar af voru um 75% heildaraflans botnfiskur. A síð- asta ári var heildaraflinn um 260 þús- und tonn, þar af var botnfiskur ríflega 60 þúsund tonn. Verðmæti aflans hef- ur hins vegar aldrei verið eins mikið og á síðasta ári eða um 75 miHjarðar króna. Krabbi og rækja eru nú mikil- vægustu tegundimar við Nýfundna- land. Leslie Dean, aðstoðarsjávarút- vegsráðherra Nýfundnalands og Labrador, var staddur hér á landi vegna ráðstefnu Amerísk-íslenska verslunarráðsins um sjávarútveg og framboð sjávarafurða í framtíðinni sem fram fór í gær. Hann segir stærsta þorskstofninn, fyrir austur- strönd Nýfundnalands og Labrador, enn ekki hafa sýnt nein batamerki og vísindamönnum hafi ekki tekist skýra hvers vegna stofninn hefur ekki náð sér á strik, þrátt fyrir átta ára veiði- bann. „Nýliðun í stofninum hefur ver- ið afar lítil á undanfornum árum. Á síðasta ári voru veidd aðeins um 9.000 tonn úr þessum stofni en fyrir árið 1992 fór aflinn allt upp í 260 þúsund tonn á ári. Sumir benda á að sela- stofnar við Nýfundnaland hafi stækk- að mjög ört á undanfömum árum og það gæti meðal annars verið orsök þess að þorskstofninn nær sér ekki á strik á ný. Rannsóknir sýna að land- selastofninn í Norðvestur-Atlantshafi telur nú vel á sjöttu milljón dýra. Á síðasta ári var leyfilegt að veiða um 275 þúsund seli og var kvótinn nánast fullnýttur. Vegna sveiflna á skinna- markaðnum verða hins vegar ekki veidd nema um 100 þúsund dýr á þessu ári.“ Aðrir þorskstofnar einnig í lægð Annar og aðskilinn þorskstofn, sem finnst undan suðurströnd Nýfundna- lands, hefur hins vegar ekki orðið eins illa úti. Sá stofn er nokkuð minni en engu að síður mjög mikilvægur sjáv- arútvegi Nýfundnalands. Settar vom verulegar hömlur á veiðar úr þessum stofni fyrir um þremur ámm. Á síð- asta ári var leyfileg heildarveiði úr stofninum um 30 þúsund tonn en á þessu ári hefur kvótinn verinn skor- inn niður um 10 þúsund tonn. í upp- hafi 9. áratugarins var árleg meðal- veiði úr þessum stofni um 45 þúsund tonn. „Stofninn hefur því ekki verið nærri eins mikið veiddur og stærri stofninn. Það olli því talsverðum von- brigðum þegar kvótinn var skorinn niður á þessu ári,“ segir Dean. I St. Lawrence-flóa, á vesturströnd Nýfundnalands, finnst einnig mikil- vægur þorskstofn en veiðar úr honum hafa farið upp í allt að 90 þúsund tonn á ári. Undanfarin tvö ár hafa hins vegar verið stundaðar mjög takmar- kaðar veiðar úr þessum stofni og er kvótinn á þessu ári aðeins um 7 þús- und tonn. Þá hefur vemlega dregið úr veiðum úr úthafsþorskstofninum en N orðvestur-Atlantshafsfiskveiðiráð- ið, NAFO, stjómar veiðum úr þessum stofni. Siæmt ástand í ödrum stofnum Nokkur hefð var fyrir skarkola- veiðum við Nýfundnaland fyrir fáum ámm og þær mjög mikilvægar sum- um byggðarlögum, árlegur afli var á bilinu 40-50 þúsund tonn. Stjómvöld hafa hins vegar stöðvað veiðar úr þessum stofni. Þá var einnig veitt talsvert af lúðu eða um 20-25 þúsund tonn á ári. Á síðasta ári vom hins veg- ar aðeins leyfðar veiðar á um 7 þús- und tonnum úr þessum stofni og um 10 þúsund á þessu ári. Grálúðustofn- inn hefur hins vegar sýnt ákveðin batamerki að undanförnu að sögn Dean en hann er mikilvægur sjávar- útvegi Nýfundnalands. Kvótar hafa lítillega verið auknir á undanfömum ámm og em nú um 35 þúsund tonn. Mikil áhrif á strandbyggðimar Hmnið í þorskstofnunum og öðr- um botnfisktegundum hefur vissu- lega markað djúp spor í byggðir þessa strjálbýla lands. „Þessi mikla breyting og hmn í botnfiskveiðum hefur vitanlega haft mikil áhrif á minni byggðarlög á Nýfundnalandi sem byggðu afkomu sína á veiðum og vinnslu á botnfiski. Hins vegar geng- ur nú vel hjá þeim sem hafa leyfi til skelfiskveiða og rækjuverksmiður em miðpunktur atvinnulífs margra byggðarlaga. En hvorki vinnsla á krabba né rækju krefst eins mikils vinnuafls og botnfiskvinnsla. Þrátt fyrir að við höfum náð metverðmæti fyrir fiskafla okkar á síðasta ári eiga þær útgerðir sem áður byggðu á botnfiskveiðum enn við mikinn vanda að etja. Þar er einkum um að ræða út- gerðir minni skipa, auk þess sem ætla má að allt að 10 þúsund verkamenn hafi misst vinnuna eða orðið fyrir verulegri tekjuskerðingu. Fyrstu sjö árin eftir að veiðar á botnfiski vora nánast bannaðar styrktu stjómvöld þá sjómenn sem byggðu afkomu sína að mestu eða eingöngu á botnfisk- veiðum. Þessar styrkveitingar hafa hins vegar verið lagðar af. Ibúamir era því skiljanlega mjög áhyggjufullir eins og íbúar stærri útgerðarstaða sem hafa orðið harkalega fyrir barð- inu á hmni í úthafsveiðum. Undan- farin áratug hefur atvinna verið af skornum skammti og fólk flutt unn- vörpum brott af svæðinu, einkum til þéttari byggða og borga. Hins vegar dró nokkuð úr fólksflutningum á síð- asta ári. Stjómvöld hafa lagt ríkari áherslu á aðrar iðngreinar, svo sem ferðamannaiðnaðinn, og reynt þannig að koma í veg fyrir að fólk flytjist af svæðinu,“ segir Dean. Kvótakerfi án framsals Stjómvöld í Kanada stjóma fisk- veiðum við Nýfundnaland en Dean segir náið samstarf milli ríkisstjóm- arinnar og fylkisstjómarinnar á Ný- fundnalandi um fiskveiðistjómunina. Veiðamar era kvótabundnar en kvót- inn er hins vegar ekki framseijanleg- ur líkt og á Islandi. Kvótanum er í staðinn úthlutað árlega á einstök skip. Það tryggir að sögn Dean betri nýtingu á auðlindinni og sanngjama úthlutun á kvótanum milli útgerðar- flokka. „Við teljum að með þessum hætti komum við í veg fyrir óþarfa kapphlaup um fiskinn. Þannig skap- ast einnig líka svigrúm fyrir útgerð- armenn til íjárfestinga og til að skipu- leggja rekstur sinn á sem hag- kvæmastan hátt. Það era hins vegar margir talsmenn þess að taka beri upp kvótakerfi með framseljanlegum kvóta á Nýfundnlandi. Þeir telja að einstaklingar og fyrirtæki ættu að hafa frjálsar hendur í viðskiptum með kvóta. Við hins vegar teljum að auð- lindin sé almenningseign og hana eigi að nýta sem slíka. Við teljum okkur FISKAFLI landsmanna síðastliðinn aprílmánuð var 55.864 tonn en var 54.313 tonn í aprflmánuði árið 1999. Þetta er óveruleg breyting á milli ára. Botnfiskaflinn dróst lítillega saman, fór úr 50.003 tonnum 1999 í 48.822 tonn nú. Séu einstakar tegundir botnfisks skoðaðar sést að veiðar á ufsa og steinbít jukust lítillega en smávægi- legur samdráttur varð í öðmm teg- undum. Skel- og krabbadýraafli dróst einnig saman, fór úr 3.728 tonnum í aprfl 1999 í 2.117 tonn nú. Aftur á móti varð gífurleg aukning í ná flestum markmiðum okkai- með kvótakerfi án framsalsréttar því þannig geta stjómvöld haft um það að segja hvemig gengið er um auðlind- ina. Það teljum við í hag almennings. Með framsalsrétti gengur kvóti kaup- um og sölum án nokkurra afskipta stjórnvalda. Almenningi er líka um- hugað um að sh'ta ekki tengshn milli þeirra sem veiða fiskinn og þeirra sem vinna hann í land og það teljum við best tryggt með því kerfi sem við rekum í dag.“ Aðgangur takmarkaður með veiðileyfum Aðgangur að fiskistofnunum er hins vegar takmarkaður með sérstök- um veiðileyfum sem bundin em við einstök skip. Nú hafa um 4.500 til 5.000 skip slík leyfi en ekki em gefin út ný. Þeir sem þannig vilja hefja út- veiði á kolmunna sem var 4.469 tonn síðastliðinn aprílmánuð en 280 tonn í aprfl 1999. Fiskaflinn það sem af er árinu er ríflega 100.000 tonnum meiri en á sama tíma árið 1999, eða 972.908 tonn á móti 844.599 tonnum, sem skýrist að langmestu leyti af auknum loðnuafla á þessu ári. Botnfiskaflinn hefur á sama tímabili dregist saman um rúm 17 þús. tonn og skel- og krabbadýraafli um rúm 3 þús. tonn. Veiðar á kolmunna hafa aftur á móti aukist mikið á þessu ári frá sama tíma í fyrra. gerð þurfa því að kaupa sér shkt leyfi af einhverjum sem er að hætta. Af heildarfjöldanum era um 750 skip sem em á bilinu 10 til 20 metrar en flest em minni en 10 metra löng. Þá hafa um 300 skip leyfi til rækjuveiða. Nýhðar í greininni þurfa einnig að fá sérstaka löggildingu sem atvinnu- sjómenn samkvæmt sérstökum lög- um sem nýverið hafa verið sett. Verð á einstöku veiðileyfi er mjög breytilegt að sögn Dean. „Það fer vit- anlega eftir því hvað umrætt skip er stórt, til hvaða veiða leyfið gildir og hversu mikill kvóti fýlgir skipinu hverju sinni. Rækjuveiðileyfi era þannig mun dýrari en botnfiskleyfi eins og sakir standa. Annars er mjög erfitt að segja til um hvert verðið er þvi kaupandi og seljandi semja um það sín á milli.“ Lög í Nýfundnalandi koma í veg fyrir að risafyrirtæki geti átt fiskiskip undir 20 metmm. „Það era hins vegar mjög fá fiskiskip í Nýfundnalandi sem em lengri en 20 metrar og hafa reyndar aldrei verið mörg. Um 98% fiskiskipaflotans em því í eigu fiski- mannanna sjálfra. Hins vegar má búast við að í framtíðinni færist í vöxt að stærri fyrirtæki aðstoði fiskimenn- ina við að fjármagna skipakaup en í staðinn skuldbindi fiskimaðurinn sig til að selja afla sinn til viðkomandi fyrirtækis.“ Samkvæmt áðumefndum lögum hafa útgerðarmenn htla möguleika á að stækka skip sín eða breyta þeim á nokkum hátt. „Lögin setja þeim þröngar skorður í þessum efnum. Skipin sækja hins vegar sífeht lengra og því er viðbúið að slakað verði á þessum reglum í öryggisskyni. Fiski- mönnunum verður þá heimilt að eiga lengri skip, til að skapa ömggari vinnuskilyðri og til að bæta gæði afl- ans. Ég á samt ekki von á því að í framtíðinni fjölgi skipum yftr 30 metr- um í fiskiskipaflota okkar. Ég tel því að í framtíðinni muni minni ísfisk- toguram fjölga og meiri áhersla verði lögð á að koma með hágæðahráefni að landi. Fram til þessa hefur áherslan verið meira á magnið en gæðin en með minnkandi stofnum er nauðsyn- legt að auka gæði aflans, til dæmis með bættri meðferð og betri veiðar- fæmm. Það hefur mikið áunnist í þessum efnum á undanfömum ámm.“ Framtíðin byggist á uppbyggingu þorskstofnanna Framtíð sjávarútvegs á Nýfundna- landi byggist á því hvemig uppbygg- ing fiskistofnanna tekst að mati Dean. Hann segir fiskveiðar vera mjög mikilvægar í strandhéraðunum landsins og því verði að fara mjög varlega í þessum efnum. „Núna em til dæmis teikn á lofti um að heldur dragi úr krabbaafla á þessu ári en sveiflur em vel þekktar í krabbaveið- um. Við höfum hins vegar þegar grip- ið til aðgerða og skorið krabbakvót- ann umtalsvert niður eða um 20%. Ljósið í myrkrinu er hinsvegar að rannsóknir sýna að rækjustofnar okkar em í mjög góðu ástandi. Hins vegar er enn ótal mörgum spuming- um ósvarað. Sjómenn hafa krafist þess að meira fé verði varið til rann- sókna á botnfiskstofnum og vonandi sjáum við einhver batamerki þar á allra næstu ámm, enda er framtíð ótal strandbyggða á Nýfundnalandi í húfi,“ segir Leshe Dean. Heildarafli íslenskra skipa úr íslenskri lögsögu Fiskaflinn í aprfl sá sami og í fyrra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.