Morgunblaðið - 18.05.2000, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 27
ERLENT
AP
Hillary
útnefnd
í New
York
DEMÓKRATAFLOKKURINN í
New York útnefndi á þriðjudag
Hillary Clinton, forsetafrú
Bandaríkjanna, sem frambjóð-
anda flokksins til setu í öld-
ungadeild Bandaríkjaþings fyrir
flokkinn. Alls voru 11.500 full-
trúar saman komnir á flokksþingi
þar sem útnefningin fór fram og
fagnaði mannfjöldinn ákaft er
Hillary og eiginmaður hennar,
Bill Clinton, stigu á sviðið í lok
þingsins.
Þakkar eiginmanni
veittan stuðning
„Ég er himinlifandi yfir að for-
setinn er hér í kvöld og ég er
mjög þakklát fyrir stuðning
hans,“ sagði Hillary í ræðu sinni
á þinginu. „Ég stæði ekki hér í
kvöld ef hans hefði ekki notið við
og alls þess sem hann hefur gert
fyrir mig.“
Hillary vék í ræðu sinni að
þörfinni á endurbótum í skóla-
kerfi New York-ríkis, aðgerðum
til að örva yöxt í efnahagslífi í
norðurhluta ríkisins, nauðsyn
þess að draga úr kostnaði við
heilsugæslu, hækkun lægstu
launa, og hertu eftirliti með
vopnaeign.
Þúsundum blaðra rigndi yfir
þingfulltrúa eftir ræðu for-
setafrúarinnar og sést hún hér
leika sér að einni þeirra.
FIMMTUDAG TJL SUNNUM6S
30 Stjupur
í bakka
„999
Blandaðir iifrir
IBLA
jföm
Heppilegur
Blákornsskammtur
fylgir hverjum
stjúpubakka