Morgunblaðið - 18.05.2000, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 2S
ERLENT
Átökin í Austur-Afríku
u N
Afstaða tekm til
vopnasölubanns
Samcinuðu þjdðunum, Asmara, Addis Ababa. AFP, AP.
HARÐIR bardagar geisuðu í gær á
landamærum Erítreu og Eþíópíu og
hélt sókn Eþíópíuhers inn á yfirráða-
svæði andstæðinganna áfram. Tals-
menn Eþíópíustjórnar sögðu í gær
að hersveitir stefna á að halda inn í
vesturhluta Erítreu á næstunni og
afvopna þær hersveitir sem fyrir
yrðu. Á þriðjudag lögðu Bandaríkin
fram tillögu í öryggisráði SÞ um að
sala vopna til ríkjanna yrði bönnuð
skilyrðislaust og í gær var talið að
samkomulag myndi nást um tillög-
una í ráðinu þar eð Rússar, sem selt
hafa báðum ríkjum mikið magn
vopna á undanförnum árum, höfðu
látið af andstöðu sinni. Vill Rúss-
landsstjórn þó að vopnasölubannið
verði aðeins látið standa í ákveðinn
tíma en Bandaríkin og Bretland hafa
lýst því yfir að þau séu aðeins fylgj-
andi því að fyrirhuguðu banni verði
aflétt ef samkomulag næst um var-
anlegan frið á svæðinu.
Bæði Eþíópíu- og Erítreustjórn
saka hvora aðra um að hefja bardaga
og segja að algert bann við vopna-
sölu muni verða til þess að fórnar-
lömbum stríðsins sé refsað. Stjórn-
völd beggja ríkja hafa í orði
samþykkt friðartillögur Einingar-
samtaka Airíkuríkja (OAU), en eru
ekki á sama máli um hvernig standa
beri að framkvæmd þeirra. Erítreu-
stjórn vill að vopnahléi verði komið
á, áður en öðrum þáttum þættir sam-
komulagsins verði hrint í fram-
kvæmd en Eþíópíustjórn hefur sak-
að Erítreu um að krefjast skilyrða á
sama tíma og raunverulegur friðar-
vilji sé ekki fyrir hendi.
Simon Nhongo, fulltrúi Samein-
uðu þjóðanna í Erítreu, sagði í gær
að átökin á Badme-svæðinu hafi leitt
til þess að um 300.000 manns hafi
orðið að flýja flóttamannabúðir sem
komið hafði verið á fót eftir átök ríkj-
anna á liðnu ári.
Þá sögðust talsmenn Matvælaað-
stoðar Sameinuðu þjóðanna (WFP) í
Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu,
hafa miklar áhyggjur af þróun átak-
anna þar sem í grennd við átaka-
svæðin séu búðir sem hýsa um
270.000 flóttamenn sem eru alger-
lega háðir hjálpargögnum.
Andofsmönnum
sleppt á Kúbu
Havana. AP, AFP.
YFIRVOLD á Kúbu hafa sleppt
tveimur af fjórum þekktustu póli-
tísku föngum landsins og líklegt
þykir að það verði til þess að Vest-
urlönd dragi nokkuð úr þrýstingi
sínum á kommúnistastjórn lands-
ins.
Marta Beatriz Roque, ein af
föngunum fjórum, var leyst úr
haldi á mánudag og þremur dögum
áður veittu kúbversk yfirvöld and-
ófsmanninum Felix Bonne Care-
asses „skilorðsbundið frelsi".
Fjórmenningarnir voru hand-
teknir í júlí 1997 fyrir „uppreisn-
aráróður" en ekki dæmdir fyrr en
á síðasta ári. Páfagarður, Evrópu-
sambandið, Kanada og Bandaríkin
höfðu mótmælt fangelsisdómunum.
Búist er við að þriðji fanginn,
lögfræðingurinn Rene Gomez
Manzano, verði einnig leystur úr
haldi á næstunni. Ólíklegra þykir
hins vegar að Vladimiro Roca,
fyrrverandi flugmaður í flugher
Kúbu og sonur virts forystumanns
í kommúnistaflokknum, verði lát-
inn laus. Hann var álitinn foringi
fjórmenninganna og dæmdur í
fímm ára fangelsi.
Elizardo Sanchez, sem berst fyr-
ir mannréttindum á Kúbu, kvaðst
telja að fangarnir hefðu verið
leystir úr haldi vegna þess að mál
þeirra hefði varpað skugga á tengsl
landsins við önnur ríki.
N □ A □ * U N
NÚATÚN117 • R0FABÆ 39 • HÓLAGARÐI • HAMRAB0RG 14 KÓP. • HVERAFOLD • FURUGRUND 3, KÓP
• ÞVERH0LTI 6, MOS. • JL-HÚSI VESTUR I BÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI, HAALEITISBRAUT 68
Á
Á 7
r
M ■
"T-i -
Við höfum
frá kl. 10.00
i sumar
21.00
á fimmHidögum!
Þessar verslanir verða með opið á sunnudögum:
Habitat, Nanoq, Byggt og búið, Nýkaup, Skífan, Leikfangabúðin Vedes.
Stjörnutorg og aðrir veitingastaðir eru með opið alla sunnudaga.
KrÍKq(c<K
Þ H R 5 E M/h J R R T R fl 5 LIT R
UPPLÝSINGASÍMI 588 7788 SKRIFSTOFUSÍMI 568 9200