Morgunblaðið - 18.05.2000, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 18.05.2000, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Utanrfldsráðherra Þýzkalands fjallar um framtíð Evrópusamrunans Lokatakmarkið verði „sambandsríki þjóðríkja“ Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýzkalands, lýsti í ræðu sem hann flutti í Humboldt-háskólanum í Berlín á föstudag stefnumótandi hugmyndum um framtíð Evrópusamrunans. Auðunn Amórsson hlýddi á ræðuna og fylgdist með viðbrögðum við henni. NANOQ+ -\0ð er fáímtw! Handboltinn á Netinu £tTTH\SAO f'J'ÝrTT~ ROMANO Prodi, forseti fram- kvæmdastjómar Evrópusambands- ins (ESB), fagnaði í gær þeim hug- myndum sem þýzki utanríkis- ráðherrann Joschka Fischer lýsti í ræðu sinni fyrir helgina, en stjóm- málamenn í Þýzkalandi og öðram að- ildarríkjum ESB tóku misjafnlega tillögum hans um myndun „kjarna- hóps“ ESB-ríkja, sem hefði forystu um að ganga lengra í pólitískum sam- rana. Lokatakmark Evrópusamran- ans yrði síðan evrópskt „sambands- ríki“ með eigin ríkisstjóm, þing og stjómarskrá. í þessari stjómarskrá Evrópusambands framtíðarinnar ætti, að sögn Fischers, að vera skýrt kveðið á um afmörkun valdsviðs sam- bandsríkisstjómarinnar og þjóðríkj- anna, sem áfram yrðu pólitískar grunneiningar álfunnar. Fischer tók skýrt fram í ræðunni, að hann kynnti þessar hugmyndir um framtíð Evrópusamranans sem sínar persónulegu hugleiðingar, ekki sem opinbera stefnu utanríkisráð- herrans. Sagði Fischer nauðsynlegt að ný umræða færi fram um það hvert vera ætti lokatakmark Evr- ópusamranans. Sé það ekki gert, nú þegar til stendur að fjölga aðildar- ríkjum upp í allt að 30, skapist hætta á að ESB lendi í e.k. blindgötu; sam- bandið muni ekki lengur geta starfað með skilvirkum hætti og ímynd þess meðal borgaranna spillast svo alvar- lega að það gæti liðast í sundur. Svar- ið við þessari hættu er að hans sögn að gefa sambandinu stjómarskrá, þar sem skýrt yrði kveðið á um hvert væri valdsvið og hlutverk sambands- ríkisyfirvaldanna og þjóðríkjanna. Sagðist hann gera ráð íyrir að þjóð- ríkin hefðu meira vægi í þessu evrópska stjómskipunarkerfi fram- tíðarinnar en þýzku sambandslöndin hafa innan stjómskipunar þýzka sambandsrQdsins. Í»»*ís Mrki „Embla" 90-125sm 899 Birki bakki 35 stk. k 970 VerÖ ábvr kr.T59Q Verb ábur kr. T29Q Stjúpur 30 stk. 999 " Blákorn fylgir stjúpubakkanum Plöntusalan Fossvogi Fossvogsbletti 1 ( Fyrir neðan Sjúkrahús Reykjavíkur) 'r— . ‘*L‘ ^4 8 |J|§|||jjfe ..... Reuters Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýzkalands, hefur kynnt hugmynd- ir um nánari pólitískan samruna í Evrópu. Grundvöllur breiðrar umræðu Jonathan Faull, talsmaður Prodis, sagði í Brussel að þessar hugmyndir væra vel til þess fallnar að mynda grundvöll breiðrar umræðu um framtíð Evrópu. í Bretlandi og smærri aðildarríkjum sambandsins vora viðbrögðin hins vegar frekar neikvæð, en þrátt fyrir það sagði Faull framkvæmdastjómina tilbúna að taka undir „Kjama-Evrópu“-hug- myndir Fischers. Sérstaklega þessi hugmynd, um að nokkur aðildarríki sem tilbúin væra að ganga lengra í samranaátt en önn- ur gerðu það, uppskar gagnrýni. Hugmyndinni hefur reyndar verið hreyft áður - mesta athygli vakti hún í formi tiliagna sem þýzku kristilegu demókratamii- Karl Lamers og Wolfgang Scháuble lögðu fram um sama leyti og umræðan um Maast- richt- sáttmála ESB stóð sem hæst. Errki Tuomioja, utanríkisráðherra Finnlands, sagði í viðtali við þýzka blaðið Weít am Sonntag að það væri „mjög ljóst“ að hans land hafnaði slíkri „deildaskiptingu“ þátttöku- ríkja Evrópusamranans. Talsmenn ríkisstjóma írlands og Austurríkis höfðu svipuð gagnrýnisorð um hug- myndina. Þýzka stjómarandstaðan virtist vera óviðbúin þessum yfirlýsingum Fischers; viðbrögð talsmanna henn- ar vora nokkuð misvísandi. Sagði Edmund Stoiber, forsætisráðherra Bæjaralands og formaður CSU, að ræða Fischers skildi eftir fleiri spumingai- en svör. Friedrich Merz, þingflokksformaður kristilegu flokk- anna (CDU/CSU) á sambandsþing- inu í Berlín, sagði að hætta væri á að „Kjarna-Evrópu“-hugmyndirnar féllu ekki í góðan jarðveg hjá ná- grannaríkjunum í Mið- og Austur- Evrópu, sem biðu inngöngu í sam- bandið. Hins vegar sagði Karl Lam- ers, sérfræðingur þingflokksins í utanríkismálum, að hugmyndin væri sín og lagði áherzlu á að hvers konar „Kjama-Evrópa“ yrði ávallt að vera opin öðram ESB-ríkjum. Fréttaskýrandi dagblaðsins Die Welt segir eitt það merkasta í ræðu Fischers, að í henni hugsar hann ekki Evrópu „út frá Brassel" heldur á grandvelli þjóðríkjanna. Með þessari viðui-kenningu á varanlegri þýðingu þjóðríkjanna í Evrópusamrananum sé hann að brjóta eina „græningja- hefðina“ enn, en á þeim bæ hafi menn lengi haldið því fram að þýzkir stjórnmálamenn mættu ekki hafa „þýzka hagsmuni" að leiðarljósi held- ur aðeins „evrópska". „Evrópa“ ætti að taka við Þýzkalandi sem rammi þýzkra stjórnmála. A Evrópuþinginu í Brussel var ræðunni annars vegar fagnað - hún sögð bera vott um hugrekki og víðsýni - en íhaldsmenn í röðum Evrópuþingmanna gagnrýndu vissa þætti hennar harkalega. Fjarstæðu- kennd væri tillaga Fischers um að Evrópuþinginu yrði skipt í tvær deildir, þar sem neðri deildin væri skipuð þingmönnum af þjóðþingum aðildarríkjanna. Hans-Gerd Pötter- ing, þýzkur formaður þingflokks miðju-hægrimanna á Evrópuþinginu (EPP), sagðist hafa staðið í þeirri trú að slíkar hugmyndir væra úreltar frá því byrjað var að kjósa beint til Evrópuþingsins lyrir 21 ári. „Hulunni svipt af evrópska ofurríkinu“ í Bretlandi urðu viðbrögðin að mestu með þeim hætti sem Fischer sjálfur hafði spáð við flutning ræð- unnar, þ.e. þau einkenndust af tor- tryggni. I brezka stjórnarráðinu var „Kjama-Evrópu“-hugmyndunum hafnað. Talsmaður ríkisstjórnarinn- ar í Lundúnum sagði slíkar hug- myndir til þess fallnar að skapa „tveggja hraða Evrópu", þ.e. deilda- skiptingu milli aðildarríkjanna, og slíkt væri ekki óskandi. Auk þess ýtti ræða Fischers undir ótta Blair- stjómarinnar um að Þjóðveijar og Frakkar byndust enn sterkari bönd- um. Slíkt vekti upp gamlar áhyggjur um bandalag stórþjóðanna á megin- landinu, sem Bretar gætu ekki annað en talið sig útilokaða frá. Eins og við mátti búast brást stjómarandstaða brezkra íhalds- manna enn harkalegar við. „Fischer hefur loksins svipt hulunni af evrópska ofurríkinu," sagði Francis Maude, sem fer með utanríkismál í skuggaráðuneytinu. Og Michael Portillo, sem fer með fjármál í skuggaráðuneytinu, sagði ræðu Fischers sanna einu sinni enn, „að yf- irgnæfandi meirihluti stjói-nmála- manna á meginlandinu vill sjá Efna- hags- og myntbandalagið þróast í fullt pólitískt bandalag, sem endaði í nýju ríki sem ber heitið Evrópa." I franska utanríkisráðuneytinu var hugmyndum Fischers aftur á móti vel tekið. Frönsk stjórnvöld væru til- búin til að styðja við þessa framtíðar- sýn þýzka utanríldsráðherrans með ráðum og dáð. Frakkar taka við for- mennsku í ráðherraráði ESB um mitt árið. í Póllandi og Tékklandi mátti hins vegar heyra gagnrýnisraddir. Pólski forsetinn, Aleksander Kwasniewski, nýkominn heim úr íslandsheimsókn- inni, sagði um „Kjania-Evrópu“-hug- myndina, að sumir stjómmálamenn ESB-ríkjanna vildu reyna .Jlótta fram á við“. Slíkt myndi hins vegar skapa nýjar klofningslínur í álfunni. Sérstak- lega gagnrýninn var tékkneski stjórnarandstöðuleiðtoginn og forsæt- isráðherrann fyrrverandi, Vaclav Klaus. í viðtali við pólskt dagblað sagðist hann vilja til dauðadags bera á sér tékkneskt vegabréf en ekki ein- hvers evrópsks framtíðarríkis. Sagði hann núverandi ríkisstjóm í Prag stefna of hröðum skrefum inn í ESB.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.