Morgunblaðið - 18.05.2000, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Utanrfldsráðherra Þýzkalands fjallar um framtíð Evrópusamrunans
Lokatakmarkið verði
„sambandsríki þjóðríkja“
Joschka Fischer, utanríkisráðherra
Þýzkalands, lýsti í ræðu sem hann flutti í
Humboldt-háskólanum í Berlín á föstudag
stefnumótandi hugmyndum um framtíð
Evrópusamrunans. Auðunn Amórsson
hlýddi á ræðuna og fylgdist með
viðbrögðum við henni.
NANOQ+
-\0ð er fáímtw!
Handboltinn á Netinu
£tTTH\SAO f'J'ÝrTT~
ROMANO Prodi, forseti fram-
kvæmdastjómar Evrópusambands-
ins (ESB), fagnaði í gær þeim hug-
myndum sem þýzki utanríkis-
ráðherrann Joschka Fischer lýsti í
ræðu sinni fyrir helgina, en stjóm-
málamenn í Þýzkalandi og öðram að-
ildarríkjum ESB tóku misjafnlega
tillögum hans um myndun „kjarna-
hóps“ ESB-ríkja, sem hefði forystu
um að ganga lengra í pólitískum sam-
rana. Lokatakmark Evrópusamran-
ans yrði síðan evrópskt „sambands-
ríki“ með eigin ríkisstjóm, þing og
stjómarskrá. í þessari stjómarskrá
Evrópusambands framtíðarinnar
ætti, að sögn Fischers, að vera skýrt
kveðið á um afmörkun valdsviðs sam-
bandsríkisstjómarinnar og þjóðríkj-
anna, sem áfram yrðu pólitískar
grunneiningar álfunnar.
Fischer tók skýrt fram í ræðunni,
að hann kynnti þessar hugmyndir
um framtíð Evrópusamranans sem
sínar persónulegu hugleiðingar, ekki
sem opinbera stefnu utanríkisráð-
herrans. Sagði Fischer nauðsynlegt
að ný umræða færi fram um það
hvert vera ætti lokatakmark Evr-
ópusamranans. Sé það ekki gert, nú
þegar til stendur að fjölga aðildar-
ríkjum upp í allt að 30, skapist hætta
á að ESB lendi í e.k. blindgötu; sam-
bandið muni ekki lengur geta starfað
með skilvirkum hætti og ímynd þess
meðal borgaranna spillast svo alvar-
lega að það gæti liðast í sundur. Svar-
ið við þessari hættu er að hans sögn
að gefa sambandinu stjómarskrá,
þar sem skýrt yrði kveðið á um hvert
væri valdsvið og hlutverk sambands-
ríkisyfirvaldanna og þjóðríkjanna.
Sagðist hann gera ráð íyrir að þjóð-
ríkin hefðu meira vægi í þessu
evrópska stjómskipunarkerfi fram-
tíðarinnar en þýzku sambandslöndin
hafa innan stjómskipunar þýzka
sambandsrQdsins.
Í»»*ís
Mrki „Embla"
90-125sm
899
Birki bakki
35 stk.
k 970
VerÖ ábvr kr.T59Q
Verb ábur kr. T29Q
Stjúpur
30 stk.
999
"
Blákorn fylgir
stjúpubakkanum
Plöntusalan Fossvogi
Fossvogsbletti 1 ( Fyrir neðan Sjúkrahús Reykjavíkur)
'r—
.
‘*L‘ ^4
8
|J|§|||jjfe
.....
Reuters
Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýzkalands, hefur kynnt hugmynd-
ir um nánari pólitískan samruna í Evrópu.
Grundvöllur
breiðrar umræðu
Jonathan Faull, talsmaður Prodis,
sagði í Brussel að þessar hugmyndir
væra vel til þess fallnar að mynda
grundvöll breiðrar umræðu um
framtíð Evrópu. í Bretlandi og
smærri aðildarríkjum sambandsins
vora viðbrögðin hins vegar frekar
neikvæð, en þrátt fyrir það sagði
Faull framkvæmdastjómina tilbúna
að taka undir „Kjama-Evrópu“-hug-
myndir Fischers.
Sérstaklega þessi hugmynd, um að
nokkur aðildarríki sem tilbúin væra
að ganga lengra í samranaátt en önn-
ur gerðu það, uppskar gagnrýni.
Hugmyndinni hefur reyndar verið
hreyft áður - mesta athygli vakti hún
í formi tiliagna sem þýzku kristilegu
demókratamii- Karl Lamers og
Wolfgang Scháuble lögðu fram um
sama leyti og umræðan um Maast-
richt- sáttmála ESB stóð sem hæst.
Errki Tuomioja, utanríkisráðherra
Finnlands, sagði í viðtali við þýzka
blaðið Weít am Sonntag að það væri
„mjög ljóst“ að hans land hafnaði
slíkri „deildaskiptingu“ þátttöku-
ríkja Evrópusamranans. Talsmenn
ríkisstjóma írlands og Austurríkis
höfðu svipuð gagnrýnisorð um hug-
myndina.
Þýzka stjómarandstaðan virtist
vera óviðbúin þessum yfirlýsingum
Fischers; viðbrögð talsmanna henn-
ar vora nokkuð misvísandi. Sagði
Edmund Stoiber, forsætisráðherra
Bæjaralands og formaður CSU, að
ræða Fischers skildi eftir fleiri
spumingai- en svör. Friedrich Merz,
þingflokksformaður kristilegu flokk-
anna (CDU/CSU) á sambandsþing-
inu í Berlín, sagði að hætta væri á að
„Kjarna-Evrópu“-hugmyndirnar
féllu ekki í góðan jarðveg hjá ná-
grannaríkjunum í Mið- og Austur-
Evrópu, sem biðu inngöngu í sam-
bandið. Hins vegar sagði Karl Lam-
ers, sérfræðingur þingflokksins í
utanríkismálum, að hugmyndin væri
sín og lagði áherzlu á að hvers konar
„Kjama-Evrópa“ yrði ávallt að vera
opin öðram ESB-ríkjum.
Fréttaskýrandi dagblaðsins Die
Welt segir eitt það merkasta í ræðu
Fischers, að í henni hugsar hann ekki
Evrópu „út frá Brassel" heldur á
grandvelli þjóðríkjanna. Með þessari
viðui-kenningu á varanlegri þýðingu
þjóðríkjanna í Evrópusamrananum
sé hann að brjóta eina „græningja-
hefðina“ enn, en á þeim bæ hafi menn
lengi haldið því fram að þýzkir
stjórnmálamenn mættu ekki hafa
„þýzka hagsmuni" að leiðarljósi held-
ur aðeins „evrópska". „Evrópa“ ætti
að taka við Þýzkalandi sem rammi
þýzkra stjórnmála.
A Evrópuþinginu í Brussel var
ræðunni annars vegar fagnað - hún
sögð bera vott um hugrekki og
víðsýni - en íhaldsmenn í röðum
Evrópuþingmanna gagnrýndu vissa
þætti hennar harkalega. Fjarstæðu-
kennd væri tillaga Fischers um að
Evrópuþinginu yrði skipt í tvær
deildir, þar sem neðri deildin væri
skipuð þingmönnum af þjóðþingum
aðildarríkjanna. Hans-Gerd Pötter-
ing, þýzkur formaður þingflokks
miðju-hægrimanna á Evrópuþinginu
(EPP), sagðist hafa staðið í þeirri trú
að slíkar hugmyndir væra úreltar frá
því byrjað var að kjósa beint til
Evrópuþingsins lyrir 21 ári.
„Hulunni svipt af
evrópska ofurríkinu“
í Bretlandi urðu viðbrögðin að
mestu með þeim hætti sem Fischer
sjálfur hafði spáð við flutning ræð-
unnar, þ.e. þau einkenndust af tor-
tryggni. I brezka stjórnarráðinu var
„Kjama-Evrópu“-hugmyndunum
hafnað. Talsmaður ríkisstjórnarinn-
ar í Lundúnum sagði slíkar hug-
myndir til þess fallnar að skapa
„tveggja hraða Evrópu", þ.e. deilda-
skiptingu milli aðildarríkjanna, og
slíkt væri ekki óskandi. Auk þess ýtti
ræða Fischers undir ótta Blair-
stjómarinnar um að Þjóðveijar og
Frakkar byndust enn sterkari bönd-
um. Slíkt vekti upp gamlar áhyggjur
um bandalag stórþjóðanna á megin-
landinu, sem Bretar gætu ekki annað
en talið sig útilokaða frá.
Eins og við mátti búast brást
stjómarandstaða brezkra íhalds-
manna enn harkalegar við. „Fischer
hefur loksins svipt hulunni af
evrópska ofurríkinu," sagði Francis
Maude, sem fer með utanríkismál í
skuggaráðuneytinu. Og Michael
Portillo, sem fer með fjármál í
skuggaráðuneytinu, sagði ræðu
Fischers sanna einu sinni enn, „að yf-
irgnæfandi meirihluti stjói-nmála-
manna á meginlandinu vill sjá Efna-
hags- og myntbandalagið þróast í
fullt pólitískt bandalag, sem endaði í
nýju ríki sem ber heitið Evrópa." I
franska utanríkisráðuneytinu var
hugmyndum Fischers aftur á móti
vel tekið. Frönsk stjórnvöld væru til-
búin til að styðja við þessa framtíðar-
sýn þýzka utanríldsráðherrans með
ráðum og dáð. Frakkar taka við for-
mennsku í ráðherraráði ESB um
mitt árið.
í Póllandi og Tékklandi mátti hins
vegar heyra gagnrýnisraddir. Pólski
forsetinn, Aleksander Kwasniewski,
nýkominn heim úr íslandsheimsókn-
inni, sagði um „Kjania-Evrópu“-hug-
myndina, að sumir stjómmálamenn
ESB-ríkjanna vildu reyna .Jlótta fram
á við“. Slíkt myndi hins vegar skapa
nýjar klofningslínur í álfunni. Sérstak-
lega gagnrýninn var tékkneski
stjórnarandstöðuleiðtoginn og forsæt-
isráðherrann fyrrverandi, Vaclav
Klaus. í viðtali við pólskt dagblað
sagðist hann vilja til dauðadags bera á
sér tékkneskt vegabréf en ekki ein-
hvers evrópsks framtíðarríkis. Sagði
hann núverandi ríkisstjóm í Prag
stefna of hröðum skrefum inn í ESB.