Morgunblaðið - 18.05.2000, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 33
Eftirminnileg frumraun
Söng-
fuglar í
Breið-
holts-
kirkju
SÖNGFUGLAR - kór aldr-
aðra í Reykjavík heldur söng-
skemmtun í Breiðholtskirkju
laugardaginn 20. maí kl. 17. A
efnisskrá eru innlend og er-
lend lög.
I þessum blandaða kór
koma einnig fram Kvennakór-
inn Hvannir og karlakórinn
Kátir karlar (KKK). Stjórn-
andi er Sigurbjörg Petra
Hólmgrímsdóttir. Undirleik-
ari og stjórnandi er Arnhildur
Valgarðsdóttir.
Söngfuglar halda í söng-
ferðalag til Vestfjarða 2.-4.
júní og koma við í Búðardal
og taka þar lagið. Þá verður
haldin söngskemmtun á Isa-
firði 3. júní.
TOIVLIST
S u I ii r i n ii
S AMLEIKUR A FIÐLU
OG PÍANÓ
Olga Björk Ólafsdóttir og Paulo
Steinberg fluttu fiðluverk eftir
Brahms, Hándel, Beethoven, Jelin-
ek og Schumann.
Þriðjudaginn 16. maí.
OLGA Björk Ólafsdóttir hélt sína
fyrstu tónleika í Salnum sl. þriðju-
dagskvöld, en hún er að ljúka námi
í Bandaríkjunum og mun taka sæti
í Sinfóníuhljómsveit íslands í haust.
Hún hóf tónleikana á Scherzo eftir
Brahms, sem gefið var fyrst út að
tónskáldinu látnu þó hafi verið sam-
ið 1853 er Brahms var tvítugur að
aldri, og er því ásamt fjórum píanó-
verkum meðal fyrstu tónsmíða
meistarans. Þetta verk er gætt
óþoli ungs listamanns og þannig
var það leikið af Olgu og Steinberg,
með töluverðum tilþrifum, og þá
strax varð ljóst að Olga er mjög
góður fiðluleikari. Annað viðfangs-
efnið var sónata, sem merkt er op.
1 no. 12 og sögð er vera eftir Hand-
el en er skráð í flokki verka, sem
vafi leikur á að séu eftir hann.
Þessi sónata er einnig til í E-dúr
(op. 1, no. 15), en sú gerð sem Olga
lék að þessu sinni er í F-dúr. Það
vantaði þann glans, sem oft má
merkja í kammerverkum Handels,
og auk þess var leikurinn í heild
frekar daufur en þó framfærður af
öryggi. A-dúr-fiðlusónatan op. 30
nr. 1 eftir Beethoven þykir ekki
vera meðal bestu verka meistarans,
nema þá helst síðasti kaflinn, sem
er tema og sex tilbrigði, enda
blómstraði leikur flytjenda í bráð-
fjörugum flutningi, sérstaklega hjá
píanistanum, t.d. í þriðja tilbrigð-
inu, en í fjórða tilbrigðinu voru þrí-
og fjórgripnu hljómarnir í fiðlu-
röddinni ekki í jafnvægi. í heild var
leikur Olgu vel mótaður og borinn
uppi af góðri tækni og miklum
skýrleik í tónmyndun.
Þessi yfirvegaða nákvæmni naut
sín sérlega vel í verki eftir Hanns
Jelinek (1901-69), sem var nokkuð
áberandi persóna þegar tólftóna-
tæknin var allsráðandi í tónsköpun
en eitthvað hefur fennt yfir spor
hans, því verk hans eru mjög sjald-
an flutt. Hann var sjálfmenntaður
og vann fyrir sér sem kaffihúsa-
píanisti en vegna vandræða á valda-
tíma nasista tók hann upp höfund-
arnafnið Elin. Hann samdi sex
sinfóníur. Önnur sinfónían er djass-
verk, samin fyrir sinfóníuhljómsveit
og „big band“, en tvær þær síðustu
eru tólftónaverk. Hann samdi einn-
ig tólf binda verk fyrir píanó, sem
hann nefndi Zwölftonfibel og var
auk þess nokkuð kunnur sem kenn-
ari við tónlistarháskólann í Vínar-
borg. Viðfangsefnið eftir Jelinek á
þessum tónleikum nefnist Xenien,
sem líklega er unnið úr óperettu
með sama nafni. Þetta eru smá-
þættir, þar sem leikið er með mis-
munandi leiktækniútfærslur,
skemmtilega gerðar, er voru sér-
lega vel leiknar, með þeirri skerpu
og hrynrænu stundvísi sem er svo
þýðingarmikil í mótun nútímaverka.
Lokaverkið á tónleikunum var
fiðlusónata í a-moll op. 105 eftir
Schumann. Segir sagan að hann
hafi samið verkið er hann var
„mjög reiður út í ákveðinn hóp
fólks“ og er rétt að á þessum tíma
átti hann í deilum við ráðamenn
tónlistarfélagsins í Dusseldorf.
Merkja má nokkurn skaphita í
fyi’sta og þriðja kafla verksins og
var samleikurinn sérstaklega
skemmtilegur í þeim báðum, þó
sérstaklega í hinum líflega loka-
kafla, sem var einstaklega
skemmtilega fluttur.
Olga Björk er mjög góður fiðlu-
leikari og lék af yfirvegun og tölu-
verðum skaphita í rómantísku verk-
unum eftir Brahms og Schumann.
Svítan eftir Jelinek var gædd
skemmtilegri skerpu og stundvísi í
hryn og eins ungu fólki er oft tamt
ráða óþol og leiktæknin miklu um
mótun tónlistarinnar, svo sem
merkja mátti bæði í Handel og
Beethoven, þar sem barokk og
klassík byggjast meii-a á tónrænni
hugleiðslu en túlkun tilfinninga.
Hvað um það, hér er á ferðinni sér-
lega efnilegur fiðluleikari, sem á
eftir að þroskast og mótast í átök-
um við tónmál meistaranna. Poulo
Steinberg er skemmtilegur píanisti
og átti víða glansandi spretti. Þetta
var eftirminnilegt „debut“ hjá Olgu,
er gefur fyrirheit um gott leiði til
framtíðar.
Jón Ásgeirsson
Við erum I okkar árlegu ferð um landið með nokkra af okkar bestu og vinsælustu bílum.
Við verðum á AustQörðum um helgina. Nýttu tækifærið. Komdu og prófaðu bfla af bestu gerð.
Austurland
Laugardaginn 20. maí
Egilsstöðum, Ásinn Bílasala,
Lagarbraut 4, kl. 11-15
Seyðisfirði, við Herðubreið, kl. 16-18
Sunnudaginn 21. maí
Reyðarfirði, Shell skálanum kl. 11-12
Eskifirði, Shell skálanum kl. 12:30-14:30
Neskaupsstað, Olís skálanum kl. 15-18
Land Rover Discovery
Land Rover Defender
Land Rover Freelander
BMW Compact
Renault Scénic
Renault Laguna
Renault Mégane Break
Allar nánari upplýsingar: Bílasalan Ásinn,
Egilstöðum, sími 4712022
Renault Mégane Classic
Hyundai Starex
Hyundai Accent
Hyundai Sonata
GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA