Morgunblaðið - 18.05.2000, Síða 36

Morgunblaðið - 18.05.2000, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Sífellt á höttunum eftir nýjum höfundum Á sænsku leiklistardögunum í Stokkhólmi hélt Graham Whybrow, yfírdramatúrg Royal Court-leikhússins í London, fyrir- lestur um starfsemi leikhússins. Hávar Sig- uijónsson ræddi við hann um sérstöðu Royal Court í leiklistarheiminum. Morgunblaðið/Hávar Graham Whybrow er yfirdramtúrg Royal Court-leikhússins í London. ROYAL Court-leikhúsið var stofnað um miðjan 6. áratug aldarinnar þegar leikritun í Bretlandi var í mikilli lægð. Stofn- andinn var leikstjórinn Georg Divine og markmið hans var einfalt; að sýna einungis ný leikrit og fá höfunda til að skrifa leikrit fyrir leikhúsið. Höf- undaleikhús er yfirskriftin. „Þetta er lykillinn að stefnu leikhússins,“ segir Whybrow. „Höfundurinn er aðalatriðið. Allir aðrir listamenn, leikarar, leikstjórar, leikmyndahöf- undar, eru til þess að þjóna textan- um, verki höfundarins." Mikilvægasta leikhús Evrópu Þessi stefna hefur skapað Royal Court-leikhúsinu þann orðstír að gagnrýnandi New York Times skrif- aði á dögunum að Royal Court-leik- húsið í London væri „mikilvægasta leikhús Evrópu við þessi aldamót". Vafalaust geta margir tekið undir það. Aðspurður um hvers vegna leik- húsinu hafi tekist þetta í nær hálfa öld fómar Whybrow höndum og seg- ist ekki hafa svarið. „Við reynum að halda vöku okkar við val á leikritum og vera sífellt á höttunum eftir nýj- um hugmyndum í verkum nýrra höf- unda. Við veljum ekki „vel skrifuð, skemmtileg" leikrit vegna þess að þau eru líkleg til að ná vinsældum. Við erum ekki að leita að leikritum fyrir leikarara, leikstjóra eða áhorf- endur. Við erum að leita að því nýj- asta og ferskasta sem höfundar okk- ar eru að fást við.“ Þetta hefur verið hin listræna stefna Royal Court-leikhússins frá upphafi og það sem hefur vakið at- hygli á því um heim allan síðan. Með- ai þeirra höfunda sem fram komu í upphafí vora John Osborne (Horfðu reiður um öxl) John Arden (Serjeant Musgravés Dance), Harold Pinter (The Room), Arnold Wesker (Chips with Everything) og Edward Bond (Saved). Þessir höfundar hafa allir öðlast alþjóðlega frægð en Whybrow rifjar upp að fyrstu viðtökur hafi ekki bent til þess. „Gagnrýnendur rifu í sig Horfðu reiður um öxl og Serjeant Musgravés Dance. Sýning- ar urðu ekki margar og áhorfendur voru innan við þúsund. En Divine hélt fast við listræna stefnu sína og hún hefur í raun ekkert breyst þó starfsemi leikhússins hafi aukist á seinni árum. Allt er það þó í þessum sama tilgangi." Leikrit þroskast ekki á hillunni Graham Whybrow segir stefnuna jafn einfalda í orði og hún sé flókin í borði. „Við höfum þá stefnu að flytja einungis ný leikrit. Allir höfundar sem telja sig einhvers virði senda okkur handrit. Okkur berast á milli 70-100 leikrit í hverri viku. Þau eru öll lesin og öllum höfundum er svar- að strax, hvort við höfum áhuga á verkinu eða ekki, hvort okkur finnst það gott eða lélegt og hvers vegna. Ég hef þá stefnu að opna allan póst sjálfur. Ég lít svo á að það sé þjón- usta við höfundinn. I öðrum leikhús- um fara handrit upp stigann og tína tölunni á leiðinni. Þar koma ekki nema örfá handrit fyrir augu leik- hússtjórans og dramatúrgsins. Und- irmenn og aðstoðarmenn hafa áður vinsað úr það sem þeim líst ekki á. Þeir eru því að taka ákvarðanir sem listrænir stjórnendur ættu að taka. Ég vil líka svara öllum persónulega. Þetta eru ekki margorð bréf; ef mér líst ekki á leikrit þá þarf ekki að hafa mörg orð um það. Ef mér líst á leik- rit en tel það ekki henta okkur þá út- skýri ég það. Ef mér líst á leikrit og vil ná sambandi við höfundinn þá segi ég það. Þetta þarf ekki að þýða að við ætlum að kaupa af honum leikritið en það getur verið að eitt- hvað í verkinu sé þess virði að leik- húsinu væri hagur í því að efna til samstarfs. Kjarni málsins er sá að höfundum ber að svara strax, annars fer í gang hjá þeim einhvers konar ímyndunarveiki sem lýsir sér þannig að þá fer að dreyma að verið að sé að velta vöngum yfir verkinu, allir séu að lesa það og því lengri tími sem líði þar til heyrist frá leikhúsinu því meiri líkur séu á að eitthvað verði gert með leikritið. Þetta er alrangt. Nánast undantekningarlaust veit ég við fyrsta lestur hvort leikrit er bita- stætt eða ekki. Það mun ekki batna við geymslu. Það þroskast ekki í hillu við stofuhita eins og vín eða ost- ur.“ Áhorfendur á gægjum Þegar Royal Court-leikhúsið tók til starfa var eyðilegt um að litast í breskri leikritun. Höfundar höfðu fá tækifæri til að fá verk sín leikin þar sem markaðsleikhúsin í West End voru einu leikhúsin sem sýndu ný leikrit. Sjónarmið þeirra um val á leikritum var þröngt og leikritin voru keimlík. Helstu höfundamir voru Terence Rattigan og Noel Coward, innihaldið var lýsing á lífi efri millistéttar, gott líf við allsnægt- ir; áhorfendur komu í leikhúsið og létu sig dreyma um að öðlast svipuð lífsgæði og lýst var á sviðinu. „Div- ine leitaði til meginlandsins eftir fyr- irmyndum að höfundaleikhúsinu. Þýskalands og Frakklands. Berliner Ensamble undir stjórn Bertolds Brechts var helsta fyrirmyndin. Nú hefur dæmið algjörlega snúist við og leikhúsfólk frá Þýskalandi og Frakklandi kemur til okkar eftir fyr- irmynd.“ Whybrow segir athygli vert hversu mikil gjörbreyting hafi orðið á sambandi áhorfenda við höfundinn á undanfömum áratugum. „í dag eru áhorfendur í breskum leikhús- um enn í svipaðri stétt og fyrir fimm- tíu árum. Meirihluti þeirra sem sækir leik- hús í Bretlandi er úr millistétt en nú er sambandið milli áhorfenda og leikritanna orðið allt annað því nú er áhorfandinn í hlutverki gægjarans, þess sem gægist inn um glugga eða skráargat og sér h'f annars konar fólks, annars konar líf. Ofbeldi, grimmd, örvæntingu." „Ungir höf- undar tíunda áratugarins skrifa mjög ólík leikrit þeim sem skrifuð voru á 8. og 9. áratugnum. Ungir höfundar 8. áratugarins í Bretlandi voru róttækir og höfðu hugsjónir sem studdust við vinstri sinnaða hugmyndafræði. (Bond, Barker, Brenton). Leikritin drógu dám af þessu, þau voru predikandi, höfund- arnir vildu segja fólki hvemig þjóð- félagið ætti að vera. En þeir voru ýmist að prédika yfir jábræðram sínum eða náðu ekki til þeirra sem áhuga höfðu á breytingum." í þessu samhengi má rifja upp að leikrita- skáldið Trevor Griffiths sneri sér frá skrifum fyrir leikhús af þessari ástæðu og hóf að semja fyrir sjón- varp þar sem hann taldi að með því næði hann betur til fjöldans. Þar hafði hann vafalaust rétt fyrir sér þó ekki hafi það skilað sér í róttækum breytingum á breskri pólitík á 8. áratugnum. Síður en svo. „Breskir höfundar á þrítugsaldri í dag hafa alist upp við allt annað póli- tískt mynstur. Sjáðu t.d. höfund sem er fæddur 1970-75. Hann er af kyn- slóð sem upplifir enga pólitíska breytingu í Bretlandi í 18 ár, frá 1979-97. Þetta hefur áhrif. Höfundar á þrítugsaldri í dag hafa ekki hug- sjón. Þeir trúa ekki á breytingar. Þeir efast stöðugt. Þeir skrifa pers- ónulegri leikrit, sársaukafyllri, grimmari og svartsýnni. Húmor þeirra er beiskari. En ég tel samt að við séum að fá sterkari leikrit en fyr- ir 15-20 áram. Leikritin sem við höf- um verið að sjá undanfarin ár era til- finningalega hlaðnari og í þeim er meira efni fyrir leikara og leikstjóra. Ég nefni höfunda eins og Martin McDonagh (Fegurðardrottningin frá Línakri), Sarah Kane (Blasted), Jez Butterworth (Mojo), Mark Rav- enhill (Shopping and fucking) og Conor McPherson (The Weir). Jim Cartwright (Stræti, Taktu lagið Lóa), má einnig telja í þessum hópi þó hann hafi komið fram nokkra fyrr og sé nokkram árum eidri.“ Fjórir hópar höfunda Whybrow segir að skipta megi höfundum upp í fjóra hópa eftir aldri og reynslu. „I fyrsta hópnum era þeir sem era að skrifa sitt fyrsta leikrit. Við fáum fjölda slíkra leikrita í hverri viku. Flest þeirra era mjög slæm en innan um era gullmolar. Þrjú af þeim sem ég nefndi hér á undan sendu okkur sín fyrstu leikrit í pósti. I öðram hópnum era höfund- ar sem við höfum flutt leikrit eftir og viljum gjaman fá annað leikrit frá. Við pöntum frá þeim leikrit og höf- um jafnvel áhrif á hvernig leikrit það á að vera. En við gætum líka séð leikrit annars staðar og sett okkur í samband við höfundinn og beðið hann að skrifa fyrir okkur. Conor McPherson er gott dæmi um þetta. Við höfðum spurnir af ungum írsk- um höfundi sem væri að semja frá- bær eintöl og hefði framúrskarandi tök á frásagnarlist. Við buðum hon- um samning en vildum fá leikrit með eintölum nokkurra persóna þar sem sögur þeirra tengdust með einhverj- um hætti og hefðu áhrif á samskipti þeirra innbyrðis. Utkoman úr þessu samstarfi var The Weir sem enn er verið að sýna eftir tvö ár. Við framsýndum svo annað leikrit í vet- ur eftir McPherson sem er jafngott ef ekki betra. Hann er frábær höf- undur. I þriðja hópnum era viðurkenndir höfundar sem senda okkur leikrit sín eða við biðjum að skrifa fyrir okkur. Þar get ég nefnt nýlegt dæmi um David Hare sem skrifaði einleik um ástandið í Palestínu (Via Dolorosa) að okkar beiðni. En það kemur líka fyrir að við höfnum verkum eftir mjög þekkta höfunda og get ég nefnt leikrit Harolds Pinter Moonlighting sem dæmi um það. í fjórða hópnum era höfundar sem ekki hafa skrifað fyrir leikhús en vakið athygli fyrir annars konar skrif. Þetta er langfá- mennasti hópurinn en hann er samt til staðar. Við höfum samt ekki góða reynslu af því að biðja skáldsagna- höfunda eða ljóðskáld að skrifa leikrit; það hefur ekki gefið góða raun og sannar í mínum huga þau sjálfsögðu sannindi að leikritaskrif era sérstök listgrein og ekki öllum rithöfundum gefin.“ Ekki hægt án stuðnings Lykilatriði í allri umræðu um stefnu Royal Court er sú staðreynd að það nýtur opinbers stuðnings. ,Án hans væri þetta ekki hægt. Við erum að sviðsetja um 20 ný verk á ári, flest án mikilla tilfæringa og við leggjum mjög lítið í umgjörð sýning- anna. Styrkurinn sem við fáum á ári er um ein milljón punda (110 milljón- ir íslenskra króna).“ Til samanburðar má nefna að Breska Þjóðleikhúsið fær 11 milljón- ir á ári og Konunglega Shakespeare leikhúsið fær 9 milljónir. Þessi þrjú leikhús era þau sem þekktust era í Bretlandi og halda í mörgum skiln- ingi upp orðstír breskrar leiklistar. „Opinber stuðningur er forsenda þess að hægt sé að reka leikhús með þeim hætti sem við geram. Annars væram við algjörlega háð markaðn- um og gætum ekki valið leikrit til flutnings án tillits til hugsanlegrar aðsóknar. Flest leikrit sem við svið- setjum skila engum hagnaði en þó kemur fyrir að sýningar slá í gegn. Þá höfum við gripið til þess ráðs að flytja þær í West End þar sem okkar stefna leyfir ekki að sýningar gangi lengur en í tiltekinn tíma. Oftast ein- ungis fjórar til átta vikur. Við höfum heldur engra hagsmuna að gæta með sýningar á verkunum erlendis. Sýningarréttur er alfarið höfundar- ins.“ Orðstír breska ljónsins Athyglin sem sýningar Royal Court-leikhússins njóta um heim all- an era umhugsunarefni þar sem Whybrow segir sjónarmiðin sem ráða ferðinni við val á leikritum alls ekki taka mið af því. „Við hugsum ekki stöðugt á þeim nótum að við verðum að gæta að orðstír breska heimsveldisins og að við séum að flytja út breska menningu. Við eram fyrst og síðast að reka leikhús með mjög ákveðna stefnu gagnvart höf- undum. Sjálfur hef ég stundum velt því fyrir mér að sum leikritanna sem við höfum valið og hafa síðan farið út um alian heim séu tæplega jafn góð og öll athyglin vitnar um. En það er í sjálfu sér ekki okkar höfuðverkur." Hann kinkar kolli þegar sú hug- mynd er lögð fyrir hann að höfundar sem skrifi á ensku hafi gríðarlegt forskot á höfunda sem semja á öðr- um tungumálum. „Það er alveg rétt. Það er ekkert sem segir að ensku- mælandi höfundar séu að skrifa betri eða merkilegri leikrit en höf- undar í Póllandi, Svíþjóð eða á Is- landi. En athyglin beinist að bresk- um og bandarískum höfundum vegna þess hversu sterk ítök enskan á í heiminum. Það er þó ekki eina skýringin. Hvað okkur varðar þá vil ég halda því fram að stefna Royal Court og einstök tengsl leikhússins við höfunda og trú þeirra á getu leik- hússins til að sviðsetja verk þeirra, dragi að okkur bestu höfundana. Stefnan er hvetjandi í sjálfu sér og fæðir af sér góð leikrit.“ ------------ • • Einar Orn í Bókmennta- hraðlestinni 2000 INNAN skamms hefst ferðalag rúmlega 100 rit- höfunda um Evrópu með Bók- menntahraðlest- inni svokölluðu sem kennd hefur verið við árið 2000. Einn ís- lenskur höfundur verður með i för og er það Einar Örn Gunnarsson. Farið verður um ellefu lönd á sex vikum, með viðkomu í tuttugu borg- um, frá Portúgal í vestri til Rúss- lands í austri, og á leiðinni kynna rit- höfundamir verk sín, taka þátt í bókmenntaumræðum og upplestram og kynnast starfsfélögum frá öðram Evrópulöndum. Þeir höfundar sem taka þátt í verkefninu eru flestir ungir að áram og koma frá fjöratíu Evrópulöndum. Einar Örn er nú á föram til Lissabon þar sem lestarferðin hefst 4. júní nk. ------------------------- Síðustu sýningar Vér morðingjar SÍÐUSTU sýningar á Vér morð- ingjum eftir Guðmund Kamban, sem sýnt er á Smíðaverkstæði Þjóðleik- hússins, verða annað kvöld, föstu- dagskvöld, og laugardaginn 20. maí. Vér morðingjar fjallar á áhrifa- mikinn hátt um hjónabandið, ást og afbrýði, sekt og sakleysi. Leikendur era Halldóra Björns- dóttir, Valdimar Örn Flygenring, Kristbjörg Kjeld, Linda Asgeirs- dóttir, Magnús Ragnarsson og Þór H. Tulinius. Þórhallur Sigurðsson leikstýrir. -----M-t------- Sýning framlengd MYNDLISTARSÝNIN G sautján barna í Nönnukoti í Hafnarfirði hef- ur verið framlengd til 4. júní. Mynd- listarmennirnir era allir mjög ungir að áram og era í Litla myndlistar- skólanum. Verkin era öll unnin eftir sömu uppstillingunni: kaffikönnu, kleinum, kaffikvörn og öðram nytjahlutum úr Nönnukoti. Sýningin er opin frá kl. 14 til 19 alla daga nema mánudaga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.