Morgunblaðið - 18.05.2000, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 47
Bakverkinn
burt!
Evrópskt vinnu-
verndarátak
í október
Vinnueftirlit ríkis-
ins hefur ákveðið að
taka þátt í Vinnu-
verndarvikunni 2000
sem haldin verður í
löndum Evrópu í
haust. Vikan 23. - 27.
október hefur verið
valin fyrir þetta átak á
Islandi og er vinnu-
verndarvikan haldin á
sama tíma á öllum
N orðurlöndunum.
Tilgangurinn með
þátttöku okkar í
Vinnuverndarvikunni
Inghildur
Einarsdóttir
rannsókn á vinnuum-
hverfi og heilsu starfs-
manna í leikskólum í
Reykjavík og í haust
er í ráði að fara af stað
með sams konar rann-
sókn hjá starfsfólki í
umönnunarstörfum á
öldrunarstofnunum
alls staðar á landinu.
Fróðlegt verður að sjá
niðurstöður úr þessum
rannsóknum á fólki í
ummönnunarstörfum
en fyrstu niðurstöður
verða kynntar í
tengslum við Vinnu-
verndarvikuna 2000.
2000 er að
vekja athygli og dreifa fræðslu um
álagsmein í vöðvum og liðum þar
sem megináhersla verður lögð á
varnir gegn bakverkjum. í Vinnu-
verndarvikunni 2000 hefst upplýs-
ingaátak sem miðar að því að auka
þekkingu og skilning fólks á gildi
þess að gera vinnustaðinn heilsu-
samlegri og öruggari. Vinnueftirlit
ríkisins vill beita sér fyrir því að
þátttaka almennings í verkefninu
verði sem mest.
Forvarnir í fyrirrúmi
Markmiðið er að koma skilaboð-
um um forvarnir gegn atvinnu-
tengdum álagseinkennum í vöðvum
og liðum inn á alla vinnustaði á
landinu, jafnt stóra sem smáa. All-
ar starfsstéttir eru hvattar til að
notfæra sér þetta tækifæri til að
brýna félagsmenn sína til umhugs-
unar um vinnuumhverfi sitt og
Vinnuverndarvikan
Vinnueftirlit ríkisins
vill beita sér fyrir því,
segir Inghildur Einars-
dóttir, að þátttaka al-
mennings í verkefninu
verði sem mest.
hvernig þeir beita líkama sínum við
vinnu. I kjölfarið er kjörið að gera
átak í úrbótum á vinnufyrirkomu-
lagi. Til þess að sem best takist til
er ráðgert að undirbúningsnefnd,
sem starfsfólk og sérfræðingar
Vinnueftirlits ríkisins skipa, verði
starfshópum til ráðgjafar og annist
undirbúning vikunnar.
Bakverkur er algeng-ur
Þema vinnunnar verður „verkir í
mjóbaki" en bakverkur er með al-
gengustu atvinnutengdu óþægind-
um fólks í Evrópu. Starfsmenn í
öllum greinum atvinnulífsins eiga á
hættu að fá bakverki og ýmislegt
bendir til að bakverkir sem tengj-
ast vinnu séu að aukast. Auk þján-
inga hefur þetta mikinn kostnað í
för með sér, hvort sem er fyrir ein-
staklinga, fyrirtæki eða heilbrigð-
iskerfið. Þannig eru bakverkir
kostnaðarsamir fyrir þjóðfélagið
vegna fjarveru starfsfólks frá
vinnu. Á grundvelli þessara stað-
reynda hefur verið ákveðið að gera
vinnuverndarátak í fræðslu og upp-
lýsingum um orsakir og afleiðingar
bakveiki.
Rannsóknir á vinnuumhverfi
Nýleg evrópsk könnun sýnir að
30% vinnandi fólks kvartar undan
verkjum í mjóbaki, 17% kvarta
undan verkjum í fótum og hand-
leggjum en 45% kvarta undan sárs-
aukafullum og þreytandi vinnu-
stellingum. Óhætt er að fullyrða að
á Islandi er ástandið engu betra.
Hjá atvinnusjúkdómadeild
Vinnueftirlitsins eru stöðugt í
gangi rannsóknir á vinnuumhverfi
fólks. Um þessar mundir fer fram
Hvers vegna átak?
Með átaki eins og Vinnuverndar-
vikunni 2000 er hægt að auka
þekkingu og skilning starfsmanna
og stjórnenda fyrirtækja á mikil-
vægi þess að hafa vinnustaðinn
heilsusamlegan og öruggan fyrir
alla sem þar starfa. Góður fyrir-
tækjarekstur felur í sér vinnu-
verndar- og öryggisstjórnun sem
er nauðsynleg til þess að fækka at-
vinnutengdum álagseinkennum og
ótímabæru brottfalli starfsmanna
af vinnumarkaði. Þannig er mikil-
vægt að huga að vellíðan starfs-
manna í vinnunni. Jafnframt er
mjög brýnt að bæta vinnuumhverfi
og auka lífsgæði starfsmanna. Von
okkar er sú að átakið skili sér í
bættu starfsumhverfi og betri líðan
starfsmanna.
Bakverkinn burt
Slagorð vikunnar er „Bakverk-
inn burt“ og í tengslum við Vinnu-
verndarvikuna 2000 hefur verið
prentaður upplýsingabæklingur
um þema vikunnar. Einnig hefur
verið útbúið veggspjald til að
hengja upp á vinnustöðum með
slagorðinu til að minna starfsmenn
á að hugsa um bakið. Við skorum á
allt starfsfólk á vinnumarkaði að
gera átak í vinnuvernd á vinnustað
sínum. Sérstaklega að karlar og
konur hugi að því hvort ekki megi
hagræða einhverju í vinnuum-
hverfinu til að létta álagi af bakinu
- „bakverkinn burt“.
Höfundur er fræðslufulltrúi hjá
Vinnueftirliti ríkisins og verkefnis-
stjóri Vinnuverndarvikunnar 2000.
Börn og blóð-
sýnatökur
MARGIR foreldrar
þekkja það vel að
þurfa að berjast við
börnin sín þegar þau
þurfa að fara í
blóðprufur. Það er
ékkert skrítið að þau
séu ekki hrifin af
þessu þar sem mörgu
fullorðnu fólki er
meinilla við þetta. Það
er lítið aðlaðandi til-
hugsun að láta stinga
stórri nál inn í hand-
legg sinn og gildir þá
einu hvort maður er
stór eða lítill. En þeg-
ar börn eiga í hlut er
mikilvægt að rétt sé
Anna María
Þorkelsddttir
vel þess virði þegar
haft er í huga að hann
hjálpar sálartetrinu
þegar börn þurfa að
fara í ógnvekjandi að-
gerð í eins óaðlaðandi
umhverfi og lækna-
stofur og sjúkrahús
eru.
Á nokkrum sjúkra-
húsum erlendis er það
vinnuregla hjá meina-
tæknum og öðrum
sem taka blóðsýni úr
börnum að stinga ekki
nema barnið sé með
Emla og hann sé ör-
ugglega farinn að
virka. Þetta er for-
farið að slíkri aðgerð. Við verðum
að hafa í huga að þetta er stórmál
fyrir börnin og það þarf að undir-
Deyfiplástur
Emla er deyfiplástur
sem deyfir yfirborð húð-
arinnar, segír Anna
María Þorkelsdóttir, og
börnin finna þá ekki
eins fyrir stungunni.
búa þau vel andlega. Þau eiga allt-
af að fá verðlaun eftir að hafa farið
og skiptir þá engu hvort vel tókst
til eða illa. Þau eiga líka að fá tíma
til að átta sig, við erum alltof gjörn
á að pressa börnin í að gera hluti
sem þau eru ekki búin undir af því
að við fullorðna fólkið erum í tíma-
þröng. En eitt er það sem margir
foreldrar virðast ekki vita og það
er að til er plástur sem nefnist
Emla-plástur og fæst í apótekum.
Emla er deyfiplástur, eða töfra-
plástur eins og við köllum hann
gjarnan, sem deyfir yfirborð húð-
arinnar og verður þá til þess að
börnin finna ekki eins fyrir stung-
unni. Hann þarf að liggja á húðinni
í minnst klukkutíma og því væri
gott ef foreldrar keyptu sér slíkan
plástur og fengju leiðbeiningar um
hvar best er að setja hann á húð-
ina, áður en lagt er af stað. Þessi
plástur er frekar dýr en hann er
dæmi sem fagfólk hvarvetna mætti
taka sér til fyrirmyndar. En meira
þarf til ef vel á að takast. Yfirmenn
sjúkrahúsanna mættu gjarna gera
sér ferð á þær blóðtökustofur sem
börnunum er boðið upp á hér á
landi. Þær eru vægast sagt ömur-
legar. Nokkrir af þeim foreldrum
sem hafa dvalið með börn sín er-
lendis á sjúkrahúsum þekkja það
að bömunum hefur verið boðið inn
á litlar stofur sem eru innréttaðar
með börn í huga. Þar er róandi
tónlist spiluð og skemmtilegar
myndir og leikföng allt í kring. Eitt
er það sem er algjörlega bannað á
þessum stofum og það er að trufla
barnið og þann sem er að taka
blóðið og því hefur verið komið fyr-
ir ljósi á ganginum fyrir framan
herbergin eða öðrum vísbending-
um um að barn sé í blóðtöku. Hér á
landi er erillinn stundum slíkur að
hann skelfir börnin og jafnvel
marga fullorðna.
Börnin og allir aðrir sem hræð-
ast blóðsýnatökur mega alls ekki fá
það á tilfinninguna að fagaðilinn
hafi ekki hugann við verkið. Börnin
okkar eiga skilið það besta sem við
getum fundið fyrir þau og ef það
eru til góð ráð er það skylda okkar
að vita af því svo þau þjáist ekki að
óþörfu. Við foreldrar langveikra
barna leitum auðvitað eftir öllum
leiðum til að gera þjáningar barna
okkar eins litlar og hægt er. Emla-
plástur er svo sjálfsagður hluti af
lífi okkar að börnin okkar eru
aldrei stungin án hans. En stund-
um verðum við að stoppa fagaðila
af, þegar þeir vilja taka börnin með
valdi og stinga, eða stinga aftur á
stað sem ekki hefur verið deyfður.
Blóðtaka er viðkvæm og sársauka-
full aðgerð og við verðum að sýna
barninu þá virðingu að að henni sé
staðið eins vel og kostur er. Vel
undirbúin börn með Emla, sem vita
að þau fá glaðning eftir heimsókn-
ina til læknisins, eru miklu ánægð- ;
ari í aðgerðinni. En aftur á móti
þegar barist er við þau og þeim
haldið eða jafnvel sagt að þau eigi
ekkert eftir að finna fyrir neinu
verða þau hvekkt og það getur tek-
ið langan tíma að vinna traust
þeirra aftur. Gefum okkur tíma í
verkið og komum á laggirnar þeirri
aðstöðu sem þarf til að gera blóð-
tökuna aðlaðandi og afslappaða
þannig að næst verði ekkert mál að
fá börnin til samvinnu. Mjög margt
af okkar fagfólki sem hefur það að
atvinnu að taka blóðsýni úr börn-
um eru mjög hæfir einstaklingar.
Þetta fagfólk og börnin eiga skilið
betri aðstöðu og betri skilning á
hve mikilvægt er að vel takist til.
Við megum aldrei gleyma að barn- 1
ið á rétt á skilyrðislausri virðingu
og skilningi á þörfum þess.
Höfundur er formaður
Einstakra barna.
Þvottavélar
fyrir vélahluti
Jákó sf.
sími 564 1819
ÞAÐ EINFALDLEGA VIRKAR
að fara eftir leiðbeiningum í bókinni
RÉTT MATARÆÐI FYRIR ÞINN BLÓÐFLOKK
Margfeidisáhrifín eru suo sannariega farin að virka því þeir sem hafa
náð árangri með því að fyigja ieiðbeiningunum segja:
NÁMSKEIÐ
FYRIR ÞÁ SEM
VILJA FYLGJA
RÉTTU MATAR-
ÆÐI FYRIR SINN
BLÓÐFLOKK
Haldið á Brekkubæ,
Hellnum,
Snæfellsbæ,
dagana 9.6. —12.6.
(um hvítasunnu).
Skráning og allar
nánari upplýsingar
eru í síma 435 6810
eða á netfangi:
gudrun@hellnar.is
Dr. Bernie Siegel.,
þekktur bandarískur
krabbameins-
skurðlæknir og fyrír-
lesari segir:
..tímamótauppgötv-
un í næringarlæknis-
fræði."
Þorbjörg
Hafsteinsdóttir,
hjúkrunarfræðingur
og næringarráðgjafi:
„Blóðfiokkafæðið er
það sem kemst næst
einstaklingsbundnu
fæði og er þar af
leiðandi einstakt."
Haraldur Kr. Ólason,
flokksstjóri lögregl-
unnar í Kðpavogl:
„Eftir tvo mánuði er
ég kominn í
kjörþyngd, hef tekið
af mér 11 kg, er miklu
kraftmeiri, í meira
jafnvægi og líður
frábærlega vel."
Sveinbjðrg
Eyvindsdðttir,
hjúkrunarfræðingur
„Bókin erfaglega
unnin og með góða
heimildaskrá."
Guðlaugur Bergmann,
verkefnastjóri:
„Eftir 25 ára baráttu
hafa fótasárin gróið
með réttu mataræði."
Margir eiga erfitt með að breyta um lífsstíl og því fylgja margar spurningar. Á námskeiðinu er fjallað
um nýjar leiðir, veittar mataruppskriftir, fjallað um æfingar o.fl. auk þess sem fléttað verður inn í
helgina náttúruskoðun, slökun og hvíld. Leiðbeinendur eru: Guðrún og Guðlaugur Bergmann. Gestur
námskeiðsins verður Haraldur Kr. Ólason lögreglumaður, en hann mun miðla sinni einstöku reynslu.
Bfl
JGnL
LflÐARUÓS
Heidi Krístjansen,
textfllistakona,
sem hefur fylgt þessu
fæði í tæpt ár segir:
„Mér líður svo vel eftir
að ég fór að borða
samkvæmt mínum
blóðflokk, hef miklu
meira þrek og ég mæli
með þessari bók við
alla sem ég þekki."