Morgunblaðið - 18.05.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.05.2000, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SPEEDO, Réttur eða óréttur? Versíunin /144RKID Ármúla 40 • Símar 553 5320 / 568 8860 mbl.is _ALLTAH e/TTHVAÐ tJÝTT LÖGIN sem veita samkynhneigðum rétt til stjúpættleiðingar voru samþykkt á Al- þingi nýverið. Þeir sem mest hafa tjáð sig um þetta mál, halda því fram að lögin tryggi börnum samkyn- hneigðra aukin rétt- indi, eða svo kölluð sjálfsögð réttindi. Mér er spurn hvort þingheimur hafi hugsað dæmið til enda varð- andi hugsanlegar af- leiðingar laganna? Blessuð börnin sem hér um ræðir hafa nú þegar nákvæmlega sömu réttindi og öll önnur börn sem fæðast á Islandi, þ.e.a.s. bamið á föður og móður og erfðarétt samkvæmt þeim lögum sem ríkja í landinu. Allir vita að við getnað eiga öll böm pabba og mömmu, einnig erfðarétt samkvæmt því. Breytingin gefur barninu engan rétt sem þau höfðu ekki fyrir. Þess vegna er ekki hægt að tala um aukin réttindi barnsins. Það er nær lagi að þau beri skarðan hlut miðað við það sem áður var. Við ættleiðingu þar sem lesbísk móðir ættleiðir með ann- arri konu, glatar barnið t.d. þeim sjálfsagða rétti að eiga föður og öll tengsl rofna við hann. Bamið fær að- eins aðra persónu sem verður for- sjáraðili með mömmunni í lesbísku sambandi. Bamið glatar að sjálf- sögðu erfðarétti frá föður og fær í stað þess erfðarétt hjá nýjum for- sjáraðila. í annarri umræðu á þingi sagði ein þingkonan að kynforeldri yrði að vera „látið, horfið eða týnt til að stjúpættleiðing sam- kynhneigðra sé mögu- leg“. Það er rangt. Það kemur hvergi fram í ættleiðingarlögunum. Þvert á móti segir í 11. gr. laganna: „Leita skal umsagnar þess foreldr- is sem ekki fer með for- sjá bams, ef unnt er, áður en afstaða er tekin til ættleiðingarumsókn- ar.“ Með öðmm orðum er möguleiki sam- kvæmt ættleiðingar- lögunum að ættleiða án samþykkis kynforeldr- is. Nú hefur háttvirtur þingheimur breytt lögum fyrir mjög lítinn hóp. Samkvæmt Hagstofu ís- lands em eingöngu skráð 57 samkyn- hneigð pör í staðfestri sambúð frá því að lögin tóku gildi 12. júní 1996. Tvær þingkonur sögðu í annarri umræðu á þingi að lögin ættu við 1.000 böm. Það er hins vegar ekki fræðilegur möguleiki að 57 staðfestar sambúðir eigi svo mörg böm. Það er með ólík- indum að umræddir þingmenn geti leyft sér að halda fram röngum upp- lýsingum og blekkt þannig þjóðina. Lögin gilda eingöngu um þessar 57 staðfestu sambúðir. Einnig sagði önnur þessara þing- kvenna í annarri umræðu að verið væri að samræma lögin við lög ná- Börn Þetta mál kemur allri þjóðinni við, segír Helga S. Sigurðardóttir. Það er mikill yfirgangur og ---------------7----------- óvirðing við Islendinga að láta þessi lög ganga í gildi án víðtækari umræðu í þjóðfélaginu. grannaþjóðanna. Þarna var einnig farið með rangt mál. Lögin hafa ein- göngu gengið í gildi hjá einni ná- grannaþjóð okkar, Dönum, 1. júlí 1999. Andstaðan var meiri við af- greiðslu laganna í Danmörku en hér á landi. Lögin voru samþykkt með 61 atkvæði gegn 48. Á íslandi vora 46 samþykkir gegn 1 atkvæði og sýndi sá þingmaður mikla djörfung og á hann heiður skilinn fyrir það. Hvað gerist við framkvæmd lag- anna? Börnin verða látin bera þær byrðar sem lögin fela í sér. Alla ævi verða þau að svara þeirri spurningu sem allir era spurðir aftur og aftur í þessu lífi. Hverra manna ert þú? Hvað heita foreldrar þínir? Hverju svarar barnið? Það getur t.d. sagt „ég á mömmu sem heitir Anna, síðan er það hún ...hún hvað? Ekki er það önnur mamma, né amma, systir, frænka. Hverju á bamið að svara? Það er ekki til orð í íslenskri tungu sem talist getur fullnægjandi svar hjá barninu. Allir vita, og þar með talið börnin, að þetta er allt gervi, þ.e.a.s tilbúningur af mannavöldum. Tvær konur eða tveir karlar geta ekki átt barn, svo einfalt er það. Það þarf enga doktorsgráðu til að skilja það og þetta vita bömin líka. Þvílík byrði og þvílík sorg að ætla sér að láta yndisleg saklaus börn bera þessa byrði. Það má spyrja sig hvort það verði ekki bannað í framtíðinni, eða þeim hugsunarhætti komið að hjá fólki að það megi ekki spyrja hverjir séu foreldramir. Telst það til réttinda að eiga bam? Eiga allir kröfu á barni héðan í frá? Ætlar þingheimur að tryggja öllum sem svo óska sér þennan svokallaða „rétt“? Væri ekki nær að tryggja bömunum réttinn til að eiga bæði móður og föður? Þetta mál kemur allri þjóðinni við. Það er mikill yfirgangur og óvirðing við íslendinga að láta þessi lög ganga í gildi án víðtækari umræðu í þjóðfé- laginu. Engin rannsókn um lang- tímaáhrif laganna á íslenskt þjóðfé- lag liggur fyrir. Höfundur er móðir og er í áhuga■ mannahópi um velferð bama. Munntóbak - óvirk tímasprengja? Helga S. Sigurðardóttir Mikið úrval af vönduðum ítölskum gönguskóm 4'xmon ✓/>/» SKEIFUNNI « • Slml S33 44S0 itolnttð 8. Júnl 1188 sem henta fyrir lengri og styttri gönguferðir gildir aðeins í 3 daga! SEQLAGERÐIN ægir Eyjarslóð 7 Reykjavlk Sfmi 511 2200 DR. ÁSGEIR R. Helgason svarar grein minni frá 11. maí í blað- inu hinn 13. maí. Yfir- skrift greinar hans er: Er munntóbakið tíma- sprengja? Svarið er stutt: Nei. Það er komin 250 ára reynsla á það og því er naumast hægt að tala um tímasprengju. Ef snus væri jafn hættu- legt og sumir vilja ætla, væri Svíþjóð land krabbameina sem og hjarta- og æðasjúk- dóma. Sú er ekki raun- in. Starfsfólki í heilbrigðisgeiranum er tamt að ætla skaðsemi munn- tóbaks, kannski siðferðisins vegna. Það er ekki hægt að mæla með einu tóbaki umfram annað, því allt tóbak er vont. Með svona etík bindur það ráð sitt við refshala, því þá kemur það í veg fyrir að mikill hluti fólks geti minnkað hættuna við tóbaks- neyslu um 98%. Ásgeir minnist á nitrosaminer (krabbameinsvaldandi efnasam- bönd) og polonium (geislavirkt grann-efni) í snusi. Það er hárrétt hjá honum en ég held að margir myndu missa matarlystina í grill- veislunni ef ég stillti mér upp á ver- öndinni og héldi fyrirlestur um nitr- osaminer í matvælum. Það bannar okkur samt enginn að borða mat. Snus er mikið rannsakað. Undan- www.exo.is farin ár hafa rann- sóknir hallast æ meir í þá átt að snus sé álíka hættulegt og kaffi. Einn harðasti krossf- ari gegn munntóbaks- notkun í Svíþjóð, dr. Gunilla Bolinder, vildi sanna hættuna á munntóbaksnotkun og árið 1997 réðst hún í doktorsritgerð um efn- ið. Niðurstöður þeirrar doktorsritgerðar era þær sem ég lýsti í grein minni hinn 11. þessa mánaðar og geri enn. Ásgeir segir eng- ar rannsóknir hafa verið gerðar á snusi og krabba- meinshættu í meltingarvegi. Þetta er rangt og vil ég benda honum á nýlega rannsókn frá dr. Jesper Lag- ergren og aðra rannsókn um sama efni frá dr. Freddi Lewin, en báðir starfa við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, Svíþjóð. Báðar þessar rannsóknir sýna sannanlega sam- hengi milli reykinga og áfengis- neyslu og krabbameina í meltingar- vegi, en ekki notkun munntóbaks. Um áhrif munntóbaksnotkunar á hjarta- og æðakerfi skal ég ekki neita því að það hefur í för með sér hraðari púls og hækkaðan blóðþrýst- ing að snusa. Þetta era áhrif nikótíns á líkamann, rétt eins og með koffein sem má finna í kaffi, te og kóla- drykkjum. Engum dettur í hug að banna orkudrykki sem nú tröllríða öllu, en þeir era fullir af koffeini, gin- seng og gurana og það eru allt efni sem hraða á líkamsstarfseminni. Snus framkallar hins vegar ekki æðakölkun og safnar ekki fitu innan á æðaveggi eins og gerist við tóbaks- reykingar. Hvað viðkemur hjarta- áfalli eða skyndilegri hjartastöðvun er hættan hjá þeim sem snusa jafn mikil og þeirra sem ekki nota tóbak samkvæmt rannsókn dr. Fritz Huhtasaari við sjúkrahúsið í Luleá- Boden í Svíþjóð. Sem betur fer er til það starfsfólk í heilbrigðisgeiranum sem sættir sig við staðreyndir og ráðleggur reyk- ingafólki að snúa sér að munntóbaki. Segja má sem svo að hér sé um að ræða tvo ókosti þar sem annar er sannaður stórhættulegur á meðan hinn er sannaður slæmur, en ekki beinlínis hættulegur. Þarna er ég t.d. að tala um dr. Brad Rodu prófessor í munnholslækningum við háskólann í Alabama, BNA og dr. Dean Edell heilsuráðgjafa hjá Healthcentral.com í BNA. Auðvitað hafa þeir verið gagnrýndir fyrir sín- ar skoðanir, rétt eins og ég fyrir mínar og kemur þar áðurnefnd etík eflaust við sögu, en það breytir ekki því að samkvæmt vísindalega sönn- uðum staðreyndum er 98% hættu- minna að snusa en reykja. Hvers vegna má ég þá ekki velja þann kost- inn? Ég var ekki sáttur við að Ásgeir skildi líkja mér við þá sem hafa dreg- ið rannsóknir um skaðsemi reykinga Snus Snus er mikið rannsakað, segir Víðir Ragnarsson. Undanfarin ár hafa rannsóknir hallast æ meir í þá átt að _______snus sé álíka________ hættulegt og kaffí. í efa og kallar þá skoðanabræður mína. Ég hef aldrei dregið þær rann- sóknir í efa og þess vegna kappkosta ég að halda mitt reykbindindi þó mér sé gert erfitt fyrir sökum for- ræðishyggju stjórnmálamanna sem byggja sínar skoðanir á ósönnuðum fordómum. Heldur er það þvert á móti, ég fagna öllum nýjum upplýs- ingum sem frá vísindasamfélaginu koma. Það ætti Ásgeir líka að gera. Greinarhöfundur mælir engan veginn með notkun sænsks munn- tóbaks við þá sem ekki era þegar háðir nikótíni. Viljirðu hins vegar hætta að reykja er þetta tilvalin leið til þess að minnka hættuna við tóbaksneyslu um að minnsta kosti 98%. Höfundur er grafískur hönnuður. Víðir Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.