Morgunblaðið - 18.05.2000, Side 52
MORGUNBLAÐIÐ
52 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000
---------------------
Sól hækkar á lofti
u
og dagurinn lengist:
AÐ GERA
HREINT
FYRIR
SÍNUM
DYRUM!
Að gefnu tilefni vilja bæjaryfirvöld beina þeim
tilmælum til eigenda atvinnufyrirtækja í bænum
að þeir sjái til þess að rusl og annar úrgangur
verði hreinsaður af lóðunum.
Tekinn hefur verið saman listi yfir þau fyrirtæki í
Kópavogi þar sem umgengni utan dyra er veru-
lega ábótavant. Bæjaryfirvöld vilja nú gefa þeim
fyrirtækjum sem hlut eiga að máli, kost á að
bæta ráð sitt fyrir miðjan júní.
Nú er í undirbúningi átak á vegum bæjaryfir-
valda þar sem markmiðið er að öll fyrirtæki
bæjarins hreinsi til hjá sér og stuðli að betra
umhverfi. Jafnframt verður leitað eftir stuðningi
almennings til þess að gera Kópavog að hreinni
og enn betri bæ.
Gleðilegt sumar!
Bæjarstjórinn í Kópavogi
UMRÆÐAN
Fæðingarstað-
ir og öryggi
í BYRJUN mánað-
arins kom hingað til
lands, í boði Ljós-
mæðrafélags íslands,
bandarískur sérfræð-
ingur í nýburalækn-
ingum að nafni Mars;
den Wagner. í
kringum blaðaviðtal,
sem hann veitti Morg-
unblaðinu hinn 5. maí
sl., spunnust umræður
um þau orð, sem hann
lét þar falla um fæð-
ingarþjónustu í hinum
vestræna heimi og
þ.á.m. hér á landi. Þar
vitnaði hann í rann-
sóknir sem sýna að eft-
ir eðlilega meðgöngu hjá eðlilegri
konu er fæðing í heimahúsi a.m.k.
jafnörugg og fæðing á hátækni-
sjúkrahúsi og benda jafnvel til að
hún sé öruggari þar sem minni inn-
gripa er von heima. Þessi orð hans
sviðu nokkrum læknum hér á landi
sem brugðust ókvæða við. Morgun-
blaðið tók viðtal við þrjá lækna, sem
fengu að segja skoðun sína á mál-
inu, en ekki var haft samband við
eina ljósmóður, þrátt fyrir að um-
ræðan snerist um sérsvið þeirra -
eðlilegar fæðingar. Vil ég gera að
umtalsefni viðtal sem birtist við
einn þessara lækna í Morgunblað-
inu 10. maí sl. Þar hafði viðkomandi
læknir Wagner ranglega fyrir því
að halda því fram að engin vísinda-
leg rök mæltu með því að konur
fæddu börn sín á sjúkrahúsi (bls.
14). Þarna gerir læknirinn ekki
greinarmun á eðlilegum fæðingum
og áhættufæðingum, en þar er meg-
inmunur á, hvað varðar nauðsyn-
lega fæðingarþjónustu. Áhættufæð-
ingar eru eftir sem áður öruggari á
hátæknisjúkrahúsi þar sem meiri
hætta er á að grípa verði inn í fæð-
inguna með nútíma tækni. Umræð-
an snerist aldrei um áhættufæðing-
ar hjá Wagner, einungis þær
eðlilegu. Viðkomandi læknir hélt því
líka fram að ekki væri hægt að bera
saman sjúkrahús, þar sem fram
fara áhættufæðingar, og fæðingar-
heimili, þar sem útvalinn hópur með
enga áhættuþætti fæðir. Rannsókn-
imar sem Wagner
vitnar í eru viður-
kenndar rannsóknir og
að sjálfsögðu var verið
að bera saman eðlileg-
ar konur í eðlilegri
fæðingu á báðum stöð-
um en ekki áhættu-
fæðingar annars vegar
og eðlilegar hins vegar
- skárri væru það nú
vísindavinnubrögðin ef
svo væri ekki.
Mæðraverndin hef-
ur þann megintilgang
að greina áhættumeð-
göngur frá eðlilegum
meðgöngum svo veita
megi viðeigandi þjón-
ustu hverju sinni og taka mið af því
við val á fæðingarstað. Konur sem
fæða heima eða á fæðingarheimilum
Fæðingar
Tel ég að konu í eðlilegri
fæðingu sé best borgið
þar sem hún sjálf kýs,
segir Guðlaug Einars-
dóttir um gagnrýni
fæðingarlæknis á
Marsden Wagner.
eru hraustar konur í eðlilegri fæð-
ingu og eftir sem áður er fag-
mennska í fyrirrúmi hjá þeim ljós-
mæðrum sem aðstoða þær konur í
fæðingu. Þær fylgjast grannt með
því að fæðingin gangi eðlilega fyrir
sig og ef önnur teikn eru á lofti hafa
þær vaðið vel fyrir neðan sig og
fylgja konunni á sjúkrahús ef þurfa
þykir. Óhöppin gerast nefnilega
ekki skyndilega nema í sárafáum
tilfellum, þannig að ef ljósmóðirin
er með augun opin og er faglega
reynd og fær, greinir hún vandamál
í uppsiglingu og bregst við í tæka
tíð. Að láta allar hraustar konur í
eðlilegri fæðingu fæða á hátækni-
sjúkrahúsi, vegna þessara sára-
Guðlaug
Einarsdóttir
sjaldgæfu óhappa sem gera ekki
boð á undan sér, er fyrir mér eins
og að við þyrftum öll að búa á gjör-
gæslunni af því að við gætum mögu-
lega þurft á henni að halda ein-
hverntímann. En flest búum við nú
bara róleg heima hjá okkur. Fæðing
er eins örugg og lífið getur orðið.
Læknum er tíðrætt um burðar-
málsdauða til að færa rök fyrir máli
sínu, enda er ekkert eins áhrifaríkt
til að fá verðandi foreldra til að
velja sér þann fæðingarstað sem er
þessum sömu læknum mest að
skapi. A sama tíma og tíðni burðar-
málsdauða stórlækkaði í hinum
vestræna heimi, sem samkvæmt
rannsóknum er talið vera af völdum
bættrar mæðraverndar, tilkomu
sýklalyfja og betra heilsufars-
ástands kvennanna, fluttust fæðing-
ar úr heimahúsum og inn á sjúkra-
hús. Þess vegna er auðvelt að
fullyrða að öryggi sjúkrahúsanna
hafi lækkað tíðni burðarmálsdauð-
ans. Aftur á móti hefur sýnt sig að
ofnotkun tækni hefur aukið óþarfa
inngrip í fæðingar, sem ekki hafa
leitt til betri útkomu fyrir barnið,
þ.e. ekki lækkað tíðni burðarmáls-
dauða enn frekar og því einungis
leitt til verri útkomu fyrir móður-
ina, t.d. sem óþarfur keisaraskurð-
ur.
Eðlilegar fæðingar eru ekki tald-
ar hættulegi-i en það í Hollandi að
þar fæðir þriðjungur allra barnshaf-
andi kvenna börnin sín heima og
hlutfallið fer yfir 80% í minni bæj-
um. Þar er tíðni ungbarnadauða
jafnlág, eða lægri, en í sambærileg-
um nágrannalöndum, þar sem flest-
ar konur fæða á sjúkrahúsi. Lykila-
triðið er mæðraverndin þar sem
konum í áhættumeðgöngu er ráð-
lagt að fæða á tæknilega vel útbúnu
sjúkrahúsi en hinar eðlilegu ættu að
hafa meira val. Fæðingarheimili
hefur ekkert með alla hátæknina,
sem sjúkrahús hefur upp á að bjóða,
að gera, þar fæðir annar markhópur
kvenna með öðruvísi þjónustuþarfir.
Að lokum er haft orðrétt eftir
umræddum lækni að það sé „órök-
rétt að sængurkonur liggi á sjúkra-
húsi því að þær þurfa ekki sjúkra-
rúm eins og gjörgæslusjúklingur
eða alvarlega veik kona.“ Þar sem
ég lít ekki heldur á konu í eðlilegri
fæðingu sem gjörgæslusjúkling eða
alvarlega veika, tel ég henni vera
best borgið þar sem hún sjálf kýs,
hvort sem það er í heimahúsi, á
sjúkrahúsi eða á fæðingarheimili.
Höfundur er ljósmóðir.
SÍHINH-GSM
í tilefni af útgáfu annarrar breiðskífu hljómsveitarinnar
200.000 naglbíta, Vögguvísur fyrir skuggaprins, verða
útgáfutónleikar þeirra í Þjóðleikhúsinu í kvöld sendir út
beint á mbl.is. Ef þú kemst ekki á tónleikana í Þjóðleikhúsinu smelltu
RAIHO
FWM03.7
þér þá á mbl.is kl. 22.00 og hlustaðu á þá í beinni!