Morgunblaðið - 18.05.2000, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ
• '1 - • nrrrf/rf/vj
_______________________________________FIMMTUDAGUR 18. MAI 2000 53
MINNINGAR
SVEINN GUÐLEIFUR
KRISTJÁNSSON
+ Sveinn Guðleifur
Kristjánsson
fæddist á Voðmúla-
stöðum í Austur-
Landeyjum, Rangár-
vallasýslu, 3. mars
1913. Hann lést í
Landakotsspítala 6.
maí síðastliiðinn.
títför Sveins hefur
farið fram í kyrrþey.
Ema, konan hans
Sveins móðurbróður
míns, sagði mér að hún
hefði beðið prestinn að
halda ekki langa útfar-
arræðu yflr Sveini látnum. - En lestu
kvæðið Fáka eftir Einar Benedikts-
son, kvaðst hún hafa beðið hann. Og
bætti síðan við: Hann Sveinn var eins
og þetta kvæði.
Ekki voru það margorð ummæli
um látinn maka, enda er hið einfalda
jafnan fegurst. Ég dreg í efa að
margar eiginkonur hafí lýst mönnum
sínum með fallegri orðum að lokinni
langri samleið. Þegar ég rifja kvæði
Einars upp sé ég að Erna hefur rétt
fyrir sér, að sjálfsögðu, enginn
þekkti Svein betur en hún.
„Sem hverfandi sorg er jóreyksins
fok“, kvað Einar um það sem gerist í
brjósti knapans á hestbaki, sem er
„kóngur um stund“. Svo sem títt er
um menn átti Sveinn sorgir. Þeim
feykti jóreykurinn á brott og létti
byrðina, að minnsta kosti um stund.
Líflð var Sveini ekki ætíð gott, hann
missti föður sinn í bemsku og ólst
eftir það lengst af upp hjá vandalaus-
um. Það mun hafa verið gott fólk en
eftir föðurmissi og langar fjarvistir
frá móður varð eigi að síður eftir und
sem aldrei greri til fulls. Seinna var
honum gefin lítil, yndisleg fóstur-
dóttir, en hún var jafn-
skyndilega hrifin frá
honum eftir að hann og
Ema höfðu annast
hana og elskað um
tveggja ára skeið. Við
hvom tveggja var lítið
að gera, ótímabærum
föðurmissi og illa frá-
gengnum samningum.
Nema að hýsa ekki sinn
harm.
Það fínnst ekki mein, sem ei
breytist og bætist,
ei böl, sem ei þaggast, ei lund
semeikætist
við íjörgammsins stoltu og sterku tök.
Lát hann stökkva, svo draumar þíns hjarta
rætist
Það gerði Sveinn, og di’aumur
hjarta hans rættist, því að lífið færði
honum ekki harma eina heldur einn-
ig óvenjulega gæfu. Hans norræna
kapp og snerpa til líkama og sálar
fann suðrænan neista í konunni sem
hann kvæntist og ól honum þrjá syni.
Það var gott hjónaband.
Ég naut þess sem unglingur að
eiga þrjá vetur athvarf á heimili
Sveins og Ernu í Bólstaðarhlíð 28.
Þetta voru skemmtileg ár og ég verð
þeim ævinlega þakklátur fyrir þá
umhyggju sem þau sýndu mér þá og
um alla tíð síðan. Sveinn og Erna
voru ekki tilgerðarfólk, en þau voru
heldur ekki neinar hversdagsmann-
eskjur. Bæði voru gædd heitum
ástríðum. Hann var kappsamur um
allt svo á stundum stappaði nærri ill-
þolanlegri óþolinmæði, en jafnframt
var Sveinn gæddur miklu langlund-
argeði og gafst ekki upp fyrr en í
fulla hnefana. Það var ekki síður hug-
ur í Ernu, en það var oft hennar hlut-
skipti að laga sig að snörum snúning-
um manns síns. Saman létu þau
rætast drauma sína um að sjá og
kanna ísland og komast með þeim
hætti út fyrir „hinn skammsýna,
markaða baug“. Sjóndeildarhringur-
inn var einnig víkkaður og haldið
suður í álfu, til að vitja fjölskyldu
Ernu og stundum í ævintýraskyni
einu saman. Seinna var farið vestur
um haf og ég minnist þess hve maka-
laust það var að heyra hann Svein,
sem var sveitastrákur úr Landeyjun-
um, tala um Saltvatnsborg i Utah
næstum eins og hann hefði skroppið
út að Ölfusá. Nema hvað þar talaði
fólkið annað tungumál en það sem
honum var tamt. Og það fannst hon-
um miður því að: „Maðurinn einn er
ei nema hálfur, með öðrum er hann
meiri en hann sjálfur." Þetta virðist
einfaldur sannleikur en orðin eru
flóknari en hljóðan þeirra. Því að eitt
er að gantast með öðru fólki og hafa
af því félagsskap, annað að blanda
við það geði. Eg hygg að Sveinn
frændi minn hafi ekki átt marga vini,
en þeir sem hann blandaði í raun og
sannleika geði við urðu ríkari eftir en
áður.
Nú er Sveinn horfinn úr þessum
heimi og kominn út fyrir _ „hinn
skammsýna, markaða baug“. Ég veit
ekki hvað gerist þegar andinn hverf-
ur úr brjóstinu og augun lokast í síð-
asta sinn. En ég trúi að Erna hafi
einnig í því þekkt Svein rétt og hann
hafi tekið undir með Einari Bene-
diktssyni í Fákum:
Maður og hestur, þeir eru eitt,
fyrir utan hinn skammsýna, markaða baug.
Þar finnst, hvernig æðum alls fjörs er veitt
úr farvegi einum, frá sömu taug.
Þeir eru báðir með eilífum sálum,
þó andann þeir lofi á tveimur málum.
Ég votta Emu, sonum þeirra
Sveins, Erni, Reyni og Hjalta, og
fjölskyldum þeirra, Dagmar fóstur-
dóttur hans, svo og öðrum aðstand-
endum mína dýpstu samúð þegar
þau kveðja góðan dreng.
Trausti Ólafsson.
ÞURIÐUR
HUGBORG
HJARTARDÓTTIR
+ Þuríður Hug-
borg Hjartar-
dóttir fæddist á Litla
Fjalli, Borgar-
hreppi, Borgarfirði,
20. september 1911.
Hún lést á Hrafnistu
í Hafnarfirði 10. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Hjörtur Þorvarð-
arson, f. 22.11. 1876,
d. 4.6.1937 og Pálm-
ína Sigríður Guð-
mundsdóttir, f. 26.3.
1890, d. 6.5. 1976.
Systkini Þuríðar
Hugborgar: Anna Pálmey, f.
29.1. 1910; Guðmundur, f. 11.6.
1913, d. 28.7. 1913; Guðmundur
Tómas, f. 1.11. 1914; Guðrún, f.
6.1. 1917, d. 22.3. 1999; Margrét,
f. 4.11. 1919, d. 18.12. 1920; Emil,
f. 25.5. 1921.
Þuríður Hugborg
giftist Jóni Hólm-
geiri Mýrdal út-
gerðarmanni, f.
13.4. 1912, d. 27.2.
1993, þau skildu.
Hún var í sambúð
með Guðmundi Ó.
Guðmundssyni
vörubílstjóra, f.
14.7. 1901, d. 12.12.
1964.
Þuríður Hugborg
stundaði nám við
Reykholtsskóla tvo
vetur. Hún vann við
skrifstofustörf hjá Sigurði
Skjaldberg og verslunarstörf í
versluninni Vísi.
títför Þuríðar Hugborgar fer
fram frá Fossvogskapellu í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Þegar ég heimsótti þig í ársbyrjun
kæra frænka varstu bæði þessa
heims og annars, en þú varst í góðu
skapi og þér leið vel. Nú þegar
kveðjustundin er upp runnm hrann-
ast upp minningar tengdar þér. Vet-
urinn 1969 til 1970 opnaðir þú heimili
þitt fyrir mér. Ég man hvað ég kveið
því að þurfa að flytja að heiman og
búa hjá þér. En um annað var ekki
að ræða því ekki gat ég sótt mennta-
skóla að heiman meðan ég hafði ekki
bflpróf. Þú bjóst ein og allt þitt líf var
í mjög föstum skorðum. Ég skynjaði
að mörgum þótti einkennilegt að þú
skyldir taka mig unglinginn að þér.
En kvíði minn reyndist ástæðulaus
því okkur samdi vel frá fyrsta degi.
Þú tókst hlutverk þitt sem uppal-
anda mjög alvarlega og ræktir það af
festu og alúð. í upphafi gerðir þú
mér ljóst að náminu yrði ég að sinna
og að þú myndir ekki líða neina vit-
leysu. Ég bar mikla virðingu fyrir
þér og reyndi að gera þér til hæfis.
Annað kom ekki til greina þó ekki
tækist alltaf sem skyldi. Þegar þér
mislíkaði fór það ekki á milli mála þó
þú hefðir ekki um það mörg orð.
Festunni og umhyggjunni sem ég
bjó við undir þínum handarjaðri
fylgdi öryggi sem ég veit nú hversu
mikilvægt er unglingum. Með okkur
tókst vinátta sem hélst æ síðan. Þú
slepptir heldur ekki alveg af mér
hendinni þó ég flytti frá þér, þú hélst
áfram að fylgjast með mér og vaka
yfir velferð minni. Fyrir það hversu
þú varst mér góð og reyndist mér vel
verð ég ævinlega þakklát. Ég kveð
þig kæra frænka með söknuði.
Þorgerður.
Hún Bogga frænka er dáin. Á
skömmum tíma hafa svo margar
konur kvatt sem skipuðu stóran sess
í lífi mínu. Mamma, Gunna frænka,
amma á Álftanesi, Gunna Stull og nú
síðast Bogga frænka. Allar svo góðar
og með sterkan persónuleika. Þær
gerðu lífið svo litríkt.
Hún Bogga frænka mín var mjög
sérstök kona sem bar með sér þokka
heimskonunnar. Hún hafði mjög
ákveðnar skoðanir á hlutunum og
var föst fyrir.
Ég bar mikla virðingu fyrir henni
og hún reyndist mér alla tíð góð.
Heimili hennar í Skaftahlíðinni bar
smekkvísi hennar og snyrtimennsku
fagurt vitni. Þangað var gott að
koma. Bogga frænka tók alltaf vel á
móti manni, bauð manni gos og eitt-
hvert góðgæti og gaman var að
spjalla við hana um daginn og veg-
inn.
Hún var með eindæmum gjafmild
en vildi fátt þiggja sjálf. Eg kveð
hana frænku mína og trúi því að hún
sé nú á góðum stað umvafin ættingj-
um og vinum sem þegar hafa farið
yfir móðuna miklu.
Eg sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umveQi blessun og bænir,
ég vil að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þásælteraðvitaafþví
þú laus ert úr veikinda viðjum
þvíveröld erbjörtáný.
(Þórunn Sig.)
Hugborg Pálmína
Erlendsdóttir.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útfór hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
MARGRET
CHRIS TENSEN «
+ Margrét Christ-
ensen fæddist á
Fáskrúðsfirði 18.
maí 1963. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans 3. apríl síð-
astliðinn og fór útför
hennar fram frá
Fossvogskirkju 10.
apríl.
Mig langai- að minn-
ast þín, kæra vinkona,
því í dag hefðir þú orðið
37 ára. Það er ekki hár
aldur, .en lífið hafði
kennt þér meir en
margir læra á heilli ævi. Þú varst
einstök, alltaf hress, stutt í brosið og
glampann í augun, sama hvað bjátaði
á. Þú komst til dyranna eins og þú
varst klædd og fórst þínar eigin leið-
ir. Ég hafði aldrei kynnst neinni
persónu eins og þér og hef ekki enn,
þú kenndir mér að lífið er ekki alltaf
dans á rósum. Fyrir mér varstu eins
og systir, mjög kær.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt
Þigumvefjiblessunog
bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þásælteraðvitaafþví
þú laus ert úr veikinda
viðjum,
þínverölderbjörtáný.
Égþakkaþauársemég
átti
þá auðnu að hafa þig hér. -
Ogþaðersvomargsað
minnast,
svomargtsemumhug
minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er þós sem lifir
oglýsirumókomnatíð.
(Þórunn Sig.)
Elsku Magga mín, við hittumst
aftur. Guð geymi þig.
Kristín Y. Jónsdóttir (Kiddý).
t
Elskulegur eiginmaður minn,
SVEINN HALLDÓR SVEINSSON
skipasmlður,
Nesgötu 27,
Neskaupstað,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu Neskaupstað þriðjudaginn 16. maí.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Árnadóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
NANNA BJÖRNSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópavogi,
sem varð bráðkvödd laugardaginn 13. maí sl.,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánu-
daginn 22. mai kl. 10.30 árdegis.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð.
Vigdís Esradóttir,
Dóra Hjálmarsdóttir,
Björn Hjálmarsson,
Ólafur Hjálmarsson,
Eiríkur Hjálmarsson,
Helgi Hjálmarsson,
Einar Unnsteinsson,
Hrönn Kristjánsdóttir,
Herdís Haraldsdóttir,
Sesselja Kristjánsdóttir,
Kristín Valsdóttir,
Guðrún ísberg
og ömmubörnin.
< I
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
VILHJÁLMUR V. HJALTALÍN
bóndi, Brokey,
síðast til heimilis
á Skólastíg 16, Stykkishólmi,
andaðist á St. Fransiskussjúkrahúsinu í Stykk-
ishólmi þriðjudaginn 16. maí.
Jóhanna G. Hjaltalín,
Freysteinn V. Hjaltalín,
Friðgeir V. Hjaltalín, Salbjörg Nóadóttir,
Laufey V. Hjaltalín, Þorsteinn Sigurðsson,
Guðjón V. Hjaltalín, Ásta Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
PÁLL J. BRIEM
fyrrverandi bankaútibússtjóri,
Sigtúni 39,
Reykjavík,
lést mánudaginn 15. maí sl.
Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Jóhann Briem,
Kristín Briem, Sigurjón H. Ólafsson,
Sigrún Briem, Jón V. Arnórsson,
Jóhanna Briem, Guðmundur Þorbjörnsson
og barnabörn.