Morgunblaðið - 18.05.2000, Síða 54

Morgunblaðið - 18.05.2000, Síða 54
54 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + ' L Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, TRYGGVI GÍSLASON pípulagningarneistari, Hraunbæ 103, lést þriðjudaginn 16. maí. Alda Sigurjónsdóttir, Gísli Þór Tryggvason, Ingibjörg Steina Guðmundsdóttir, Ólafur Þór Tryggvason, Svanhvít Hlöðversdóttir, Sigurjón Þór Tryggvason, Tryggvi Þór Tryggvason, Guðfinna Guðmundsdóttir, Rannveig Tryggvadóttir, Heimir Þór Tryggvason, Ólafía Gústafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, GYLFI GUNNARSSON, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum í Reykjavík miðviku- daginn 10. maí sl. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Glúmur Gylfason, Sigríður Gylfadóttir, Helga Gylfadóttir, Þorgerður M. Gylfadóttir, Selma Guðjónsdóttir, Gylfi Guðjónsson, Svanfríður Guðjónsdóttir, Helga Gunnarsdóttir Conny Skaale, Helgi Ingvarsson, Hafsteinn Guðmundsson, Stefán V. Jónsson, Vilmar H. Pedersen, Elfa S. Guðmundsdóttir, Reynir G. Karlsson, og barnabörn. + Ástkær bróðir okkar og mágur, JÓNAS SIGURÐSSON kaupmaður, Hverfisgötu 71, sem lést mánudaginn 8. maí verður jarðsung- inn frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 18. maí kl. 13.30. Ragnhildur Sigurðardóttir, Hannes Sigurðsson, Sigurást Sigurjónsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir og systkinabörn. + Bróðir minn og föðurbróðir okkar PÉTUR SIGURÐSSON, Skeggsstöðum, Svartárdal, Austur-Húnavatnssýslu, verður jarðsunginn frá Bergstaðakirkju laugar- daginn 20. maí kl. 14.00. Ósk Sigurðardóttir, Hrafn Þórisson, Ómar Þórisson. + Elskuleg eiginkona min, móðir okkar, tengda- móðir og amma, SIGURLAUG ÓLAFSDÓTTIR, Steinagerði 9, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 12. maí. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju föstu- daginn 19. maí kl. 13.30. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Minningarsjóð líknardeildar Landspítalans (s. 560 1300). Óskar K. Ólafsson, Ólafur M. Óskarsson, Hólmfríður Pétursdóttir, Rúnar Óskarsson, María Antonsdóttir, Valdimar Ó. Óskarsson, Kristín S. Guðmundsdóttir og barnabörn. HJALMRUN GUÐNADÓTTIR + Hjálmrún Guðna- dúttir fæddist að Lambhúshóli Vestur- Eyjafjöllum 12. októ- ber 1920. Hún lést 7. maí siðastliðin. For- eldrar hennar voru hjónin Guðni Hjálm- arsson, látinn 30. ágúst 1969, og Krist- björg Sigurðardótt- ir, látin 8. nóvember 1980. Hjálmrún var næst elst af fimm systkinum sem eru: Þórður, f. 1919; Mar- ía, f. 1922; Magnús, f. 1924 og Guðbjörg, f. 1929 (látin). Hjálmrún giftist eiginmanni sinum Andrési Guðmundssyni 26. desember 1943. Hann lést 1. jan- úar 1994. Börn þeirra eru: 1) Magn- ea Kristbjörg, f. 21. maí 1944, gift Hann- esi Helgasyni og eiga þau þrjú börn og sex barnabörn. 2) Guðmunda, f. 26. desember 1945, gift Guðmundi Konráðs- syni og eiga þau ljögur börn og sex barnabörn. 3) Guð- jón Rúnar, f. 10. maí 1953, kvæntur Mar- gréti Björgúlfsdótt- ur og eiga þau tvö börn. Utför Hjálmrúnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Þegar ég írétti andlát Rúnu tengdamóður minnar var ég og kona mín stödd erlendis. Þegar við kvödd- um hana áður en við fórum út, vissum við ekki að þetta yrði síðasta stundin okkar saman. Rúna, eins og hún var alltaf kölluð, giftist Andrési Guðmundssyni 26. desember 1943. Þau hófu búskap í Asnesi í Vestmannaeyjum en fiuttu fljótlega að Hrísnesi, æskuheimili Andrésar. Fyrstu árin liðu áfallalítið. En 1951 veiktist Andrés af berklum og er írá vinnu í tvö ár. Þetta voru erfíð ár hjá Rúnu, því lítið var um tryggingar á þeim árum. Varð því Rúna að vinna hörðum höndum utan heimilis, bæði í fiski og öðru sem til féll hverju sinni. En árið 1962 flytja þau hjón til Reykjavíkur og hófst þar með nýr kafli í lífi þeirra. Rúna og Andrés eignuðust tvær dætur og einn son, sem öll hafa stofn- að sína fjölskyldur. Rúna og Andrés voru um margt ólík hjón. Hún alltaf hæglát og róleg en föst fyrir og kom sínu að þó ekki séu hávaði og læti. Andrés kraftmik- ill, fjörugur og kátur og hafði yndi af gleðskap og söng í góðra vina hópi. En efst í huga mér er þakklæti fyr- ir samverustundimar sem eídd gleymast, hlý orð og óskir á tímamót- um, gamanyrði á gleðistundum og huggunarorð á erfiðleikastundum. Að lokum viljum við hjónin færa starfsfólki Elliheimilinu Grundar, deildar A2, þakklæti fyrir góða að- hlynningu. Eg kveð kæra tengdamóður með þakklæti og söknuði hinstu kveðju. Hinlangaþrauterliðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, núsællersigurunninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvaðgeturgrættossþá? Oss þykir þungt að sldlja, enþaðerGuðsaðviþa, og gott er allt, sem Guði er frá. (V. Briem.) Hannes Helgason. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, ogallterorðiðrótt, núsællersigurunninn og sólin björt upprunnin á bakvið dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Elsku amma Rúna, ég veit að þú ert á góðum stað núna og þér líður betur. Ég er afar þakklát fyrir þessa síðustu daga sem við áttum saman, þar sem við héldumst hönd í hönd þurftum við ekki að segja margt. Nærveran við hvor aðra sagði allt. Þegar ég hugsa um þig kemur fyrst upp í hugann hvað þú varst alltaf vel til höfð og heimili þitt skein af hrein- læti. Þú máttir ekkert aumt sjá hjá öðrum. Þú varst alltaf boðin og búin að rétta hjálparhönd, um leið minntir þú mig á gömlu dagana sem ekki voru oft auðveldir hjá þér og afa. Kunnum við, ég og fjölskylda min, þér eilífar þakkir fyrir þá hugulsemi sem þú sýndir okkur. Okkur Axel er minnisstætt er þú sendir hann Eyjólf til okkar í vetur með fullan poka af ullarsokkum og vettlingum á litlu böniin okkar svo þeim yrði ekki kalt. Á þessum tíma varst þú ekki við góða heilsu en gafst þér samt tíma að hugsa til okkar. Þá varstu alltaf með hugann við það eins og alltaf að gera öðrum gott. Elsku amma, nú kveðjum við og hafðu þökk fyrir allt. Jesús sagði: „Vér lifum og þér munuð lifa.“ Með þessum orðum kveðjum við þig, amma. Megi algóðm- guð styrkja þig, Eyjólfur, í sorg þinni. Guðný og Áxel. Nú er kallið af himnum ofar komið og amma Rúna farin á brott. Hún kemur aldrei aftur, nema í ljúfum minningum okkar. Hún vai' þessi ekta amma sem vildi allt fyrir mann gera og láta manni líða eins vel og hægt var. Aldrei mátti okkur verða kalt og pijónaði hún allt- af ullarsokka, vettlinga o.þ.h. íyrir hver jól og gaf okkur í jólagjöf. Ekki var það verra því við fórum oft í ferða- lög saman þegar við systkinin vorum lítil og notuðum við þá þessar flíkur á köldum sumarnóttum úti á landi. Við viljum þakka þér íyrir þessar unaðslegu stundir sem við áttum saman og vonum að þær verði jafn yndislegar þegar við hittumst aftur, þegar við erum búin að lifa okkar lífi. En þangað til verður þú hjá afa og öllu því fólki sem þér þótti vænt um sem fór á undan þér. Við munum hugsa til þín, sérstaklega ef við tök- um okkur nál og tvinna í hönd, því þú varst alltaf svo hreykin af okkur þeg- ar við gerðum það. Megi guð og allii' englarnir passa þig- Þín bamabörn, Inga Rúna Guðjónsdóttir, Guðmundur A. Guðjónsson. Kæra amma, Þú fékkst loks að fara eftir erfið veikindi og veit ég að það verður tekið vel á móti þér. Þú varst einstaklega hjartagóð og gjafmild. Það voru ófá skiptin sem ég kom til þín upp í Hóla og alltaf tókst þú vel á móti mér með góðgæti. Þegar ég var á mínum yngri árum fékk ég alltaf að leika mér með gömlu bílana hans Rúnars, bíla sem þú hafðir haldið upp á í ijölda ára. Eg man hve vel þú hugsaðir um hann afa. Alltaf þegar hann fór í vinnu á morgnana biðu eftir honum hlý föt til skiptanna og smurt nesti. Amma, þú hugsaðir alltaf vel um þína. Það eru ófáar lopapeysur og ull- arsokkar inni í geymslu sem þú prjónaðir handa mér sem ég hef ekki haft undan að fara í. Þú varst trúuð kona og á ég enn biblíuna sem þú gafst mér í jólagjöf. Eitt sinn er ég kom í heimsókn til þín, hringdi bjöll- unni og beið en þú ansaðir ekki. Dymar voru opnar þannig að ég labb- aði inn og fann þig fyrir framan sjón- varpsslqáin að horfa á Omega. Ég rölti til þín og þú reifst í höndina á méi' og lyftir henni upp og saman stóðum við þama með biblíuna á milli okkar. Svo var það „vinablómið" en það var blóm sem þú gafst mér sem átti að tákna kærleikann sem var okkar á milli. Það var ýmislegt sem við gerðum saman og gleymi ég ekki sumarbústaðaferðunum og utan- landsferðunum sem ég fór með for- eldrum mínum, þér og afa. Það er eitt sem ég mun sakna hvað mest en það em aðfangadagarnir. Þetta var hátíð- legur dagui' þar sem ég hafði það fyr- ir sið að koma í heimsókn til þín. Fleiri fjölskyldumeðlimir höfðu þenn- an sið á og varð þessi dagur því stund þar sem allir hittust og ræddu málin yfir góðum kaffisopa. Amma, ég mun sakna þeirra stunda sem við áttum saman en minningamar sitja eftir. „Oll fegurð hlutanna stafai' af feg- urðinni í sálinni. Þannig leiðir sköp- unarverkið okkar á braut hins fagra til Guðs“ (Ágústínus). Ég elska þig. Þinn Helgi. Vertu yfir og allt ura kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hiing sænginniyfirminni. Legg ég nú bæði líf og ðnd, pfiJesúsíþínahönd. Síðast þegar ég sofna fer, sitji Guðs englar yfir mér. Svo að lifa, ég sofni hægt. Svo að deyja, að kvöl sé bægt. Svo að greftrast, sem Guðs bam hér. Gefðu, sætasti Jesú mér. (H.P.) Á sunnudaginn fórum við í bíltúr með pabba og leiðin lá í heimsókn til þín. En á leiðinni til þín, elsku amma mín, hringdi síminn og það var hún mamma okkar, með þær sorgarfrétt- ir að þú værir dáin. Það fyrsta sem við spurðum pabba: Hittir amma þá afa? Elsku langamma. Þú munt alltaf eiga pláss í hjarta okkar. Hannes, Patrekur Andrés og Jónína Sif. Sumarið kom og amma fór. Litla amma, eins og hún var kölluð af sonum okkar, hafði glímt við heilsuleysi um tíma. Svo það er hugg- un harmi gegn að þrautum hennar er nú lokið. Ég á svo margar góðar mmningai' að erfitt er að taka eitthvað eitt fram yfir annað. Hjá ömmu og afa átti ég góðar stundir á mínum yngri árum. En afi minn lést 1. janúar 1994. Eitt einkenndi ömmu en það var væntumþykja og umhyggja fyrir þeim sem minna mega sín. Sjálf hafði hún reynt margt um dagana og vissi því hvað náungakærleikur gaf mikið á erfiðisstundum. Amma hafði gaman af handmennt ýmiss konar, hún sat oftar en ekki við stofugluggann sinn í Kríuhólunum og prjónaði. Kaffispjall og meðlæti í Kríuhólun- um heyra nú sögunni til, en maður fer þá bara þangað í huganum og upplifir notalegar samverustundir. Vertu sæl amma mín og Guð veri með þér. Þakka þér fyrir allt. Andrés, Jakobfna og synir. Á haustdögum 1920 fæddist stúlkubam hjónunum Kristbjörgu Sigurðardóttur og Guðna Hjálmar- ssyni að Lambhúshóli í Vestur-Eyja- fjallahreppi. Fyrir áttu þau soninn Þórð, fæddan 1919. Stúlkan hlaut nafnið Hjálmrún, og var skírð eftir Hjálmrúnu Hjálmarsdóttur foður- systur sinni, sem vai' mæt og gáfuð kona. Hjálmrún systir mín var ætíð köll- uð Rúna. Rúna átti heima í foreldra- húsum fram yfir fermingaraldur, en þá fór hún til Vestmannaeyja og vann þar ýmis störf. Árin liðu og í Vest- mannaeyjum kynntist hún mannsefni sínu, Guðmundi Andrési Guðmun- dssyni. Þau gengu í hjónaband 26. desember 1943, og hófu búskap fyrst í Ásnesi í Vestmannaeyjum, en fluttu fljótlega að Hrísnesi við Skólaveg. Þar bjuggu þau í allmörg ár, eða þangað til þau fluttu 1962 til Reykja-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.