Morgunblaðið - 18.05.2000, Side 56
56 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000
r?---------------------
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
móðir og amma,
ELSA HAIDY ALFREÐSDÓTTIR,
Funalind 13,
Kópavogi,
lést þriðjudaginn 16. maí á gjörgæsludeild
Landspítalans í Fossvogi.
Erlingur Hansson,
Alfreð Svavar Erlingsson, Guðrún Sigurðardóttir,
Búi Ingvar Erlingsson, Anna Gunnhildur Jónsdóttir,
Hanna Erlingsdóttir, Karl Arnarsson
og barnabörn.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og
langamma,
GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR,
Stangarholti 12,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 19. maí kl. 15.00.
Sigurður Ingólfsson, Sigríður Kristinsdóttir,
Erna Björg Baldursdóttir, Ólafur Ingi Óskarsson,
3 » Ingibjörg Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
PÁLS JÓNSSONAR,
Hátúni 6,
Vík í Mýrdal,
fer fram frá Víkurkirkju laugardaginn 20. maí
kl. 11.00.
Sigríður Sveinsdóttir,
Anna Sigríður Pálsdóttir, Auðbert Vigfússon,
Sóiveig Pálsdóttir,
Ása Pálsdóttir,
Sveinbjörg Pálsdóttir,
Sveinn Pálsson,
Bjarni Jón Pálsson
Jón Þorbergsson,
Alex Wolfram,
Gunnar Þór Jónsson,
Soffía Magnúsdóttir,
Ásta Ósk Stefánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
langalangafi,
HARALDUR HANNESSON
skipstjóri og útgerðamaður
frá Fagurlyst,
Vestmannaeyjum,
verður jarðsunginn frá Landakirkju ( Vest-
mannaeyjum laugardaginn 20. maí nk. og
hefst athöfnin kl. 10.30.
Unnur Haraldsdóttir, Magnús B. Jónsson,
Ásta Haraldsdóttir,
Hannes Haraidsson, Magnea Magnúsdóttir,
Sigurbjörg Haraldsdóttir, Friðrik Már Sigurðsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
+
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við frá-
fall og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
HERMANNS DANÍELSSONAR
frá Tannastöðum.
> (p Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hrafnistu.
Ragna G. Hermannsdóttir, Guðsteinn Magnússon,
Jón Haukur Hermannsson, Guðrún Þórarna Þórarinsdóttir,
Ólína Fjóla Hermannsdóttir, Pétur Torfason,
Díana Svala Hermannsdóttir, Þorleifur K. Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
ÞÓRBJÖRG
ELÍSABET MAGNÚS
DÓTTIR KVARAN
+ Þórbjörg Elísa-
bet Magnúsdóttir
Kvaran fæddist á
Sæbóli í Aðalvík 4.
mars 1923. Hún lést á
heimili sínu í Aðal-
stræti 8 11. maí sfð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Magnús
Dósóþeusson frá
Görðum í Aðalvík og
Guðný Sveinsdóttur
frá Auðkúlu í Svína-
dal. Guðný og Magn-
ús áttu sjö dætur.
Þær eru: Þórunn, f.
22. ágúst 1904, d. jan-
úar 1973; Margrét, f. 30. júlí 1906,
d. maí 1969; Hrefna, f. 17. ágúst
1908, d. september 1999; Sigríður,
f. 29. júní 1910, d. janúar 1969;
Bergþóra, f. 7. júní 1914; Svava f.
18. júlí 1916, d. desember 1993.
Hinn 5. september 1943 giftist
Þórbjörg eftirlifandi manni sín-
um, Jóni Bjartmari Kvaran. For-
eldrar hans voru Ólafur Kvaran
ritsímasljóri og Elísabet Bene-
diktsdóttir. Þórbjörg og Jón eign-
uðust tvö böm. Þau eru: 1) Hrafn-
hildur Eik, fædd 28. júlí 1942, gift
Birni N. Egilssyni. Hrafnhildur á
tvær dætur með
fyrri manni sfnum,
Hassan Esmail: a)
Laila, f. 27. aprfl
1964, gift Anoop
Pittalwala, Glend-
ale, Arizona og eiga
þau þijár dætur. b)
Mariam, f. 2. nóvem-
ber 1967, gift Micha-
ele Viannello, Fen-
eyjum, Italíu. 2)
Gunnar Ólafur
Kvaran, f. 2. nóvem-
ber 1946, kvæntur
Sigríði Hrefnu Þor-
valdsdóttur Kvaran.
Eiga þau þijú börn. Þau eru: a)
Jón Þór, f. 22. september 1966,
sambýliskona Björg Sigurjóns-
dóttir, eiga þau þrjú börn. b) Ólaf-
ía, f. 6. ágúst 1970, sambýlismaður
Friðleifur Friðleifsson. Eiga þau
tvo drengi. c) Gunnar Ólafur, f. 7.
janúar 1972, sambýliskona Ásdi's
Björk Jónsdóttir. Hún á eina dótt-
ur.
Þórbjörg starfaði hjá Pósti og
síma frá 1940 til 1986.
Utfór Þorbjargar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Mig langar að kveðja elskulega
tengdamóður mína Þórbjörgu með
nokkrum orðum. A stund sem þess-
ari er margt sem kemur í hugann og
margs að minnast eftir náin sam-
skipti í gleði og sorg. Mér var tekið
opnum örmum í þeirra litlu fjöl-
skyldu. Man ég vel eftir kvíða mínum
fyrir 33 árum, en þá var von á Þór-
björgu í bæinn frá Brú í Hrútafirði
til læknismeðferðar, ég þá nýgift
einkasyninum og þekkti hana ekki
vel, hún ætlaði að dvelja hjá ungu
hjónunum í nokkra mánuði. Allt
gekk þetta vel og aldrei hefur borið
skugga á þá væntumþykju og virð-
ingu sem hún sýndi mér.
Þórbjörg var ákveðin kona, hafði
skoðanir á flestum málum en var að
sama skapi viðsýn og vel lesin. Hún
var afar minnug á alla hluti og hafði
frá mörgu að segja, hún var hafsjór
af fróðleik og var gott að leita til
hennar. Fjölskyldan var í fyrsta sæti
hjá henni allt til síðasta dags, við,
bamabömin og ekki síst langömmu-
börnin, en afkomendahópurinn er
Varanleg
minning
6f meitlub
ístein.
IB S. HELG ASOIM HF
í STEINSMIÐJfl
Skemmuvegi 48, 200 Kóp.
Sími: 557-6677 Fax: 557-8410
Netfang: sh.stone@vortex.is
orðinn nokkuð stór, fimm barnaböm
og níu barnabarnaböm sem öll hafa
fengið að njóta umhyggju hennar.
Hún var mér alltaf góð tengda-
móðir og á ég eftir að sakna hennar.
En á þessari stundu er ég glöð og
þakklát fyrir að hafa kynnst þessari
stórbrotnu konu og átt samleið með
henni. Vil ég kveðja hana með þessu
ljóði.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
þig umvefji blessun og bænir,
égbið aðþúsofirrótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þásælteraðvitaafþví
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þáauðnuað hafaþighér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfm úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Þórbjörg átti marga góða að sem
nú sakna hennar. Eg bið Guð að
styrkja þau öll og þá sérstaklega
elskulegan tengdaföður minn, börn-
in, barnabörnin og bamabarnabörn-
in og yndislega systur, Bergþóru, og
Margréti, frænku hennar og vin-
konu. Guð blessi ykkur öll.
Sofðu rótt og hvíldu í friði, takk
fyrir allt.
Þín tengdadóttir,
Sigríður.
Sem bam fannst mér alltaf að for-
eldrar, ömmur og afar lifðu að eilífu
og sem fullorðin manneskja er ég
enn þeirrar skoðunar.
Fjarlægðin á milli okkar hefur
alltaf verið mikil, en ótrúlegt finnst
mér hvað fjölskylda mín á íslandi,
sérstaklega amma og afi, hafa staðið
mér nærri. Síðan við systurnar
fæddumst hafa amma og afi tekið
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
Erfisdrykkjur
P E R L A N
Sími 562 0200
M
M
H
M
H
þátt í mikilvægum atburðum í lífi
okkar, jafnvel fylgst með barnabörn-
unum sínum vaxa úr grasi. Þegar ég
frétti að amma væri orðin alvarlega
veik ákvað ég að koma til Islands og
fagna jólum og nýrri öld með ömmu
og afa og allri fjölskyldunni. Amma
var orðin mikið veik og mér var ljóst
að hverju stefndi. Hún sýni mikinn
styrk og vilja til að jólin og áramótin
mættu vera sem best fyrir alla.
Amma átti sér dauma sem rættust.
Hún fékk að taka á móti mér, fjöl-
skyldunni frá Glendale og móður
minni frá Kanada og eiga með okkur
góðar stundir heima í Aðalstræti 8
sem aldrei gleymast.
Amma vildi hafa hlutina í lagi á
heimilinu. Einn morgun man ég svo
vel, amma var orðin mikið veik. Hún
átti von á gestum og lagði mikið upp
úr því að allt væri í lagi, kaffi og kök-
ur væru á borðum. Amma vildi að vel
væri tekið á móti hjúkrunarfólkinu
sem annaðist hana og því gefið kaffi
og meðlæti í hvert skipti sem það
kom að vitja hennar.
A síðasta ári komu amma og afi til
mín í heimsókn til Feneyja. Þar
þurftu þau að fara upp 76 tröppur til
að komast í íbúðina mína, ég tala nú
ekki um allt það sem þarf að ganga
þegar Feneyjar eru skoðaðar. Á
þessum tíma var amma orðin veik,
en hún lét það ekki aftra sér frá að
heimsækja okkur á Italíu.
Amma var vel gefin, falleg og
glæsileg kona. Hún elskaði okkur
ömmubörnin sín af öllu hjarta. Hún
gaf okkur öllum það besta sem hún
átti. Amma var sterk og bætti upp þá
sem ekki voru jafn sterkir. Ég hef
aldrei hitt nokkra manneskju sem
var jafn ánægð með að segja frá öll-
um góðu og skemmtilegu stundun-
um sem hún hafði upplifað. Sem
barn gerir maður sér ekki grein fyrir
hvað „sögur“ eru mikilvægar, ekki
fyrr en við erum orðin fullorðin. Þá
er það kannski orðið of seint.
Jafnvel þó amma væri orðin lík-
amlega mikið veik var andlegur
styrkur hennar mikill og hún hrædd-
ist ekki hið óumflýjanlega.
Nótt eina töluðum við lengi sam-
an. Mér leið vel að heyra að hún var
ekki hrædd við dauðann. Hún vissi
að hún mundi fara á annan stað þar
sem hún gæti fylgst með okkur í fjöl-
skyldunni. Hún sagðist gera allt sem
hún gæti til að vemda okkur, sér-
staklega langömmubörnin sín.
Amma hefur alltaf verið samofin
lífi mínu. Það er eins og hún hafi átt
heima í næsta húsi og hún mun alltaf
fylgja mér. Ég var hjá ömmu á erfið-
um augnablikum í lífi mínu. Með
styrk sínum og góðum ráðum tókst
henni að láta mig sjá hlutina í réttu
Ijósi. Ég vona að þegar ég verð eldri
verði ég eins sterk og amma og geti
gefið börnum mínum og barnabörn-
um það sem hún gaf mér og öllum
öðrum í fjölskyldunni. Amma, ég
elska þig og ég á eftir að sakna þín.
Elsku afi minn, mamma, Gunnar,
Sigga Begga frænka og fjölskylda
mín öll, ég vildi vera með ykkur í dag
en sendi mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Þín ömmustelpa,
Mariam.
Hún amma Góa var kona sem ég
hef alla tíð elskað og litið upp til. Hún
var skarpgáfuð, vel lesin og drakk í
sig fróðleik og þekkingu af ástríðu.
Amma var skemmtileg og ákveðin.
Hún stóð fast á sinni meiningu en
var fljótt að leiðrétta hlutina á góð-
látlegan hátt.
Amma umvafði bæði það góða og
slæma í fari mínu og var alltaf tilbúin
að gefa mér góð ráð, hugga mig og
hvetja og leiða mig framhjá hindrun-
um sem urðu á vegi mínum. Amma
Góa elskaði fjölskyldu sína og ekki
síður landið sitt. Þótt langt hafi verið
á milli okkar landfræðilega og menn-
ingarlega tókst henni með staðfestu
sinni og sannfæringu að fylla mig ást
á fjölskyldu minni á íslandi. Þennan
kærleik á fjölskyldu minni mun ég
bera áfram til barna minna, lang-
ömmubarna hennar, Jahaan, Sonyu
og Sureyu.
Fyrir allt þetta elskaði ég hana og
verð að eilífu þakklát fyrir að hafa
átt hana að í mínu lífi. Við munum öll
sakna hennar mikið og varðveita
minningu hennar. Guð varðveiti