Morgunblaðið - 18.05.2000, Qupperneq 62
62 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fyrirlestur um tengsl forn
leifafræði og mannfræði
Kynningarfundir
um kræklingarækt
FORNLEIFAFRÆÐINGURINN
Chris Gosden flytur á morgun, föstu-
daginn 19. maí, erindi á vegum
Mannfræðistofnunar Háskóla Is-
lands. Fyrirlesturinn fjallar um
tengsl fomleifafræði og mannfræði,
einkanlega í Bretlandi, og breyttar
hugmjmdir um samstarf þessara
greina.
í fyrirlestri sínum mun Gosden
m.a. víkja að rannsóknum á víkinga-
tímanum og ferðum norrænna
manna og samstarfi fomleifafræð-
inga og almennings. Fyrirlesturinn
verður kl. 12:00 í stofu 101 í Odda og
era allir velkomnir.
Chris Gosden er breskur og ástr-
alskur ríkisborgari og starfar sem
lektor og safnvörður við Pitt Rivers
safn Oxford-háskóla. Hann lauk
doktorsprófi í fomleifafræði frá Shef-
field-háskóla árið 1983. Hann hefur
ritað nokkrar bækur og fjölmargar
fræðigreinar um rannsóknir sínar.
Nýjasta bók hans heitir „Anthropo-
logy and Archaeology: A Changing
Relationship" (Routledge, 1999).
UNDANFARIN ár hefur áhugi
landsmanna á möguleikum krækl-
ingaræktunar hérlendis farið vax-
andi. Sl. ár var samþykkt þingsálykt-
unartillaga um stuðning ríkisins við
verðandi ræktendur þar sem byggð
skyldi upp sérfræðiþekking og þjón-
usta á viðeigandi rannsóknastofnun-
um til leiðbeiningar og eftirlits.
Til að gefa áhugamönnum upplýs-
ingar um kræklingarækt hefur verið
ákveðið að halda kynningarfundi á
vegum Hafrannsóknastofnunarinn-
ar, Veiðimálastofnunar og atvinnu-
þróunarfélaga víðs vegar um landið.
A þessum fundum verður fjallað um
líffræði kræklings, staðarval, rækt-
unartækni, vinnslu, markaðsmál og
arðsemi.
Kynningarfundirnir verða haldnir
á ísafirði 20. maí, Egilsstöðum 26.
maí og í Borganesi 3. júní. Fundirnir
verða kynntir nánar af atvinnuþró-
unarfélögum á hverju svæði fyrir sig.
-----------------------
Breskur
miðill
á Islandi
BRESKI miðillinn Elizabeth Hill
starfar um þessar mundir hjá Sálar-
rannsóknafélagi íslands í Garða-
stræti 8 í Reykjavík. í Bretlandi vinn-
ur Elizabeth m.a. hjá félaginu, The
Spiritual Association of Great Britain
í London, en einungis mjög traustum
miðlum, sem staðist hafa ströng próf,
er boðið að starfa innan þeirra vé-
banda, segir í fréttatilkynningu.
Elizabeth Hill verður hjá Sálar-
rannsóknafélagi íslands út mánuð-
inn, en allir einkatímar hjá henni era
bókaðir. Laugardaginn 20. maí held-
ur hún hins vegar námskeið fyrir fólk
sem vill rækta andlega hæfileika sína
og fimmtudagskvöldið 25. maí heldur
hún skyggnilýsingafund sem er öllum
opinn.
Nánari upplýsingar era veittar á
skifstofu Sálarrannsóknarfélags ís-
lands.
-----------------
FSÖ styður
Elliheimilið
Grund
FÉLAG stjórnenda í öldrunarþjón-
ustu samþykkti eftirfarandi ályktun
sína á vorfundi á Hótel KEA, Akur-
eyri, sem haldinn var 15. til 17. maí
sl.:
„Vorfundur FSÖ sem haldinn er á
Akureyri dagana 15. til 17. maí 2000
lýsir yfir fullum stuðningi við Elli-
heimilið Grund í baráttu þess fyrir
réttlátum daggjöldum. Flestöll
hjúkrunar- og dvalarheimili á land-
inu eiga í erfiðleikum með að láta
enda ná saman. Því er það von fund-
arins að jákvæð niðurstaða náist sem
fyrst í þessu mikilvæga máli.“
-----------------------
Húsgögn
vantar fyrir
flóttafólk
EFTIR tæpar þrjár vikur koma til
landsins sjö flóttamannafjölskyldur
sem hafa dvalið um árabil í flótta-
mannabúðum í Serbíu. Rauði kross
Islands er að safna húsgögnum fyrir
fólkið og hvetur þá sem hafa sófasett
og borðstofuhúsgögn að hafa sam-
band við aðalskrifstofu félagsins í
Reykjavík.
I hópnum sem kemur til íslands 6.
júní era 23 einstaklingar. Fólkið hef-
ur verið í flóttamannabúðum í um
fimm og tíu ár og kemur því sem
næst allslaust til íslands. Samkvæmt
ákvörðun stjómvalda fer fólkið til
Siglufjarðar þar sem húsnæði hefur
verið fundið.
Hins vegar er mikill skortur á hús-
gögnum. Þeir sem vilja aðstoða
flóttafólkið era hvattir til að hafa
samband við Rauða krossinn í síma
570 4000. Vinsamlegast gefið einung-
is húsbúnað sem nýtist vel og sómi er
af að veita.
HÚSASMIÐJAN
——— -g HUSASMIÐJi
Loka
dagur
Askriftarsölu lýkur í dag,
fimmtudagiim 18. maí, kl. 16:00.
Fjárhæð útboðsins er að nafnverði kr. 84.210.792 og er um að
ræða 30% áður útgefins hlutafjár. Hlutaféð verður selt í
tveimur hlutum, almennri áskriftarsölu og tilboðssölu.
Fjárhæð útboðs
Almenn áskriftarsala
Tilboðssala
Skráning
Umsjónaraðili
Hlutafé að nafnverði kr. 42.105.396, eða 15% hlutafjár,
verður boðið á föstu gengi 18,35 á tímabilinu frá 15. maí til
kl. 16:00 þann 18. maí2000.
Áskriftum skal skila rafrænt á ll.lllillUJIH-ifríleða á þar
til gerðum áskriftareyðublöðum í útboðs- og skráningar-
lýsingu til Íslandsbanka-F&M, VlB eða útibúa íslandsbanka.
Hlutafé að nafnverði kr. 42.105.396, eða 15% hlutafjár,
verður boðið í tilboðssölu á tímabilinu frá 15. maí til kl. 16:00
þann 19. mal 2000.
Hverjum tilboðsgjafa er heimilt að gera tilboð í allt að 5%
hlutafjár í Húsasmiðjunni hf. eða sem nemur kr. 14.035.132
að nafnverði.
Stjórn Verðbréfaþings fslands hefur samþykkt að skrá á
Aðallista öll hlutabréf Húsasmiðjunnar hf. að nafnverði
kr. 280.702.640, enda hafi Húsasmiðjan hf. uppfyllt öll skilyrði
skráningar. Skráningar er vænst I lok mal eða byrjun jún(
2000.
Íslandsbanki-F&M
Útboðs- og skráningarlýsing Útboðs- og skráningarlýsingu má nálgast hjá umsjónaraðila
og útgefanda:
Íslandsbanki-F&M, Kirkjusandi, 155 Reykjavík,
vefsfða EEEHEÍLLUUJ
Húsasmiðjan hf., Súðarvogi 3-5, 104 Reykjavík,
vefsiða r
www.husa.is
í s t a n d s b <a n k Í - f y. r i r t «r k i & m » r k .* d i r
íslandsbanki er hluti af (slandsbanka-FBA hf.
w w m . i s h .? n k . i >