Morgunblaðið - 18.05.2000, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 18.05.2000, Qupperneq 62
62 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrirlestur um tengsl forn leifafræði og mannfræði Kynningarfundir um kræklingarækt FORNLEIFAFRÆÐINGURINN Chris Gosden flytur á morgun, föstu- daginn 19. maí, erindi á vegum Mannfræðistofnunar Háskóla Is- lands. Fyrirlesturinn fjallar um tengsl fomleifafræði og mannfræði, einkanlega í Bretlandi, og breyttar hugmjmdir um samstarf þessara greina. í fyrirlestri sínum mun Gosden m.a. víkja að rannsóknum á víkinga- tímanum og ferðum norrænna manna og samstarfi fomleifafræð- inga og almennings. Fyrirlesturinn verður kl. 12:00 í stofu 101 í Odda og era allir velkomnir. Chris Gosden er breskur og ástr- alskur ríkisborgari og starfar sem lektor og safnvörður við Pitt Rivers safn Oxford-háskóla. Hann lauk doktorsprófi í fomleifafræði frá Shef- field-háskóla árið 1983. Hann hefur ritað nokkrar bækur og fjölmargar fræðigreinar um rannsóknir sínar. Nýjasta bók hans heitir „Anthropo- logy and Archaeology: A Changing Relationship" (Routledge, 1999). UNDANFARIN ár hefur áhugi landsmanna á möguleikum krækl- ingaræktunar hérlendis farið vax- andi. Sl. ár var samþykkt þingsálykt- unartillaga um stuðning ríkisins við verðandi ræktendur þar sem byggð skyldi upp sérfræðiþekking og þjón- usta á viðeigandi rannsóknastofnun- um til leiðbeiningar og eftirlits. Til að gefa áhugamönnum upplýs- ingar um kræklingarækt hefur verið ákveðið að halda kynningarfundi á vegum Hafrannsóknastofnunarinn- ar, Veiðimálastofnunar og atvinnu- þróunarfélaga víðs vegar um landið. A þessum fundum verður fjallað um líffræði kræklings, staðarval, rækt- unartækni, vinnslu, markaðsmál og arðsemi. Kynningarfundirnir verða haldnir á ísafirði 20. maí, Egilsstöðum 26. maí og í Borganesi 3. júní. Fundirnir verða kynntir nánar af atvinnuþró- unarfélögum á hverju svæði fyrir sig. ----------------------- Breskur miðill á Islandi BRESKI miðillinn Elizabeth Hill starfar um þessar mundir hjá Sálar- rannsóknafélagi íslands í Garða- stræti 8 í Reykjavík. í Bretlandi vinn- ur Elizabeth m.a. hjá félaginu, The Spiritual Association of Great Britain í London, en einungis mjög traustum miðlum, sem staðist hafa ströng próf, er boðið að starfa innan þeirra vé- banda, segir í fréttatilkynningu. Elizabeth Hill verður hjá Sálar- rannsóknafélagi íslands út mánuð- inn, en allir einkatímar hjá henni era bókaðir. Laugardaginn 20. maí held- ur hún hins vegar námskeið fyrir fólk sem vill rækta andlega hæfileika sína og fimmtudagskvöldið 25. maí heldur hún skyggnilýsingafund sem er öllum opinn. Nánari upplýsingar era veittar á skifstofu Sálarrannsóknarfélags ís- lands. ----------------- FSÖ styður Elliheimilið Grund FÉLAG stjórnenda í öldrunarþjón- ustu samþykkti eftirfarandi ályktun sína á vorfundi á Hótel KEA, Akur- eyri, sem haldinn var 15. til 17. maí sl.: „Vorfundur FSÖ sem haldinn er á Akureyri dagana 15. til 17. maí 2000 lýsir yfir fullum stuðningi við Elli- heimilið Grund í baráttu þess fyrir réttlátum daggjöldum. Flestöll hjúkrunar- og dvalarheimili á land- inu eiga í erfiðleikum með að láta enda ná saman. Því er það von fund- arins að jákvæð niðurstaða náist sem fyrst í þessu mikilvæga máli.“ ----------------------- Húsgögn vantar fyrir flóttafólk EFTIR tæpar þrjár vikur koma til landsins sjö flóttamannafjölskyldur sem hafa dvalið um árabil í flótta- mannabúðum í Serbíu. Rauði kross Islands er að safna húsgögnum fyrir fólkið og hvetur þá sem hafa sófasett og borðstofuhúsgögn að hafa sam- band við aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. I hópnum sem kemur til íslands 6. júní era 23 einstaklingar. Fólkið hef- ur verið í flóttamannabúðum í um fimm og tíu ár og kemur því sem næst allslaust til íslands. Samkvæmt ákvörðun stjómvalda fer fólkið til Siglufjarðar þar sem húsnæði hefur verið fundið. Hins vegar er mikill skortur á hús- gögnum. Þeir sem vilja aðstoða flóttafólkið era hvattir til að hafa samband við Rauða krossinn í síma 570 4000. Vinsamlegast gefið einung- is húsbúnað sem nýtist vel og sómi er af að veita. HÚSASMIÐJAN ——— -g HUSASMIÐJi Loka dagur Askriftarsölu lýkur í dag, fimmtudagiim 18. maí, kl. 16:00. Fjárhæð útboðsins er að nafnverði kr. 84.210.792 og er um að ræða 30% áður útgefins hlutafjár. Hlutaféð verður selt í tveimur hlutum, almennri áskriftarsölu og tilboðssölu. Fjárhæð útboðs Almenn áskriftarsala Tilboðssala Skráning Umsjónaraðili Hlutafé að nafnverði kr. 42.105.396, eða 15% hlutafjár, verður boðið á föstu gengi 18,35 á tímabilinu frá 15. maí til kl. 16:00 þann 18. maí2000. Áskriftum skal skila rafrænt á ll.lllillUJIH-ifríleða á þar til gerðum áskriftareyðublöðum í útboðs- og skráningar- lýsingu til Íslandsbanka-F&M, VlB eða útibúa íslandsbanka. Hlutafé að nafnverði kr. 42.105.396, eða 15% hlutafjár, verður boðið í tilboðssölu á tímabilinu frá 15. maí til kl. 16:00 þann 19. mal 2000. Hverjum tilboðsgjafa er heimilt að gera tilboð í allt að 5% hlutafjár í Húsasmiðjunni hf. eða sem nemur kr. 14.035.132 að nafnverði. Stjórn Verðbréfaþings fslands hefur samþykkt að skrá á Aðallista öll hlutabréf Húsasmiðjunnar hf. að nafnverði kr. 280.702.640, enda hafi Húsasmiðjan hf. uppfyllt öll skilyrði skráningar. Skráningar er vænst I lok mal eða byrjun jún( 2000. Íslandsbanki-F&M Útboðs- og skráningarlýsing Útboðs- og skráningarlýsingu má nálgast hjá umsjónaraðila og útgefanda: Íslandsbanki-F&M, Kirkjusandi, 155 Reykjavík, vefsfða EEEHEÍLLUUJ Húsasmiðjan hf., Súðarvogi 3-5, 104 Reykjavík, vefsiða r www.husa.is í s t a n d s b <a n k Í - f y. r i r t «r k i & m » r k .* d i r íslandsbanki er hluti af (slandsbanka-FBA hf. w w m . i s h .? n k . i >
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.