Morgunblaðið - 18.05.2000, Qupperneq 71

Morgunblaðið - 18.05.2000, Qupperneq 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 71 FÓLKí FRÉTTUM ■ ASTRÓ: Kampavínsveisla eftir krýningu fóstudagskvöld. Stúlkurn- ar og aðstandendur keppninar Ung- frú Island ætla að bjóða til kampa- vínsveislu eftir sýningu. Planet partý laugardagskvöld. Líkamsræktar- keðjan Planet Pulse, Planet Gym 80 og Pianet Aerocbic ætla að halda daginn hátíðlegan og bjóða til veislu. Gestir þeirra á Astró fá sumarveig- ar. ■ ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Krist- björg Löve og Guðmundur Haukur leika gömlu og nýju dansana föstu- dagskvöld kl. 22 til 2. ■ BROADWAY: Fegurðarsam- keppni íslands 2000 fóstudagskvöld til 3. 24 fegurðardísir af öllu landinu keppa til úrslita. Stúlkurnar koma fram á tískusýningu frá Blues, í bað- fótum frá Elle og í síðkjólum. Meðal skemmtiatriða: Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson, Brooklyn- five, dansarar frá Better Bodies og dansparið Hannes og Sigrún. Kynn- ar kvöldsins verða Dóra Takefusa og Bjarni Ólafur Guðmundsson. Bee Gees-sýning laugardagskvöld til 3.1 sýningunni syngja fimm strákar þekktustu lög þeirra Gibb-bræðra. Þeim til halds og traust er tvær söngkonur. Danssveit Gunnars Þórðarsonar leikur fyrir dansi í aðal- sal. ■ CAFÉ AMSTERDAM: Hljóm- sveitin Blístró frá Grindavík leikur föstudags- og laugardagskvöld. Allt vitlaust langt fram eftfr morgni alla helgina. ■ CAFÉ ROMANCE: Lifandi tónlist öll kvöld. Sænski píanóleikarinn Raul Petterson leikur. Hann leikur einnig fyrir matargesti Café óperu. ■ CATALÍNA, Hamraborg: Félag- arnir Svensen, Hallfunkel og Perez leika föstudags- og laugardagskvöld. ■ FÖRUKRAIN FJARAN: í Fjör- unni leikur Jón Möller rómantíska píanótónlist fyrir matargesti. I Fjörugarðinum leikur Víkingasveit- in fyrir víkingaveislugesti. Dansleik- ur á eftir með KOS föstudagskvöld. Þotuliðið frá Borgarnesi leikur fyrir dansi iaugardagskvöld til 3. ■ GAUKUR Á STÖNG: Hljómsveit- in Todmobile með tónleika fimmtu- dagskvöld til 1. Todmobile & Selma leika á dansleik fóstudagskvöld. Fut- ure Cut laugardagskvöld. Útvarps- þátturinn tækni, Renegade Hardwa- re & Infrared Recordings í samvinnu við Xið 97,7, Undirtóna og hljómp- lötuverslunina Þrumuna standa fyrh' þessu drum & bass-kvöldi. Bresku tónlistarmennirnir og plötusnúðam- ir Future Cut leika, en þeir hafa ver- ið að geta sér orðs sem ein af björt- ustu vonum drum & bass-geirans. Þeir Darren Lewis og 2-D eins og hann vill kalla sig hafa verið að gera tónlist í hátt nær 10 ár. Ásamt þeim leikur dj. Reynir. Miðaverð er 1.000 kr. við dyr og hækkar verðlagið eftir kl. 2. Kvöldið hefst kl. 23. Leyni- fjelagið leikur sunnudagskvöld til 1. Leynifjelagið leikur mánudag- skvöld til 1. Plast- tónleikar #3 þriðju- dagskvöld til 1. Fram koma XXX- Rotweilerhundar, Sesar A ásamt Kez 101, Pornogen, dj. Galdur og Early Groovers. Loðin rotta og Richie Scobie miðvikudags- kvöld til 1. Þeir félagar gerðu allt hoppandi vitlaust fram á miðjan síð- asta áratug og má búast við að gömlu rokkperlurnar fái að njóta sín. ■ GRANDHÓTEL REYKJAVÍK: Gunnar Páll leikur allar helgar kl. 19:15 til 23. Gunnar leikur hugljúfa og rómantíska tónlist. Allir velkomn- ir. Útgáfutónleikar hljómsveitarinn- ar Trompet laugardagskvöld. Hljómsveitin Trompet heldur tón- leika í tUefni útgáfu hljómdisksins Ti-ompet. Hljómsveitina skipa þeir Oddur C. Thorarensen, söngur, Jón Örn Arnarson, gítar, Einar Sigur- mundsson, gítar, Ólafur Schram- mond, hammond og rhodes, Gismó, bassi og Brynjólfur Snorrason sem leikur á trommur. Hljómsveitin leik- ur frumsamda tónlist og er henni lýst sem metnaðarfullt popp/rokk. Húsið opnað kl. 20.30 og er forsala aðgöng- umiða í Músík og mjmdum í Austurs- træti og í Mjóddinni. Miðaverð í for- sölu er 1.000. ■ GRANDROKK REYKJAVIK: Hljómsveitin Eik leikur fóstudags- og laugardagskvöld. Þessi fomfræga hljómsveit er komin saman á nýjan leik en á áttunda áratugnum var Eik- in ein vinsælasta hljómsveit landsins. Þetta verða síðustu tónleikar sveit- Frá A til O arinnar á þessum vetri. Eikin er skipuð þeim Pétri Hjaltested, Lárusi Grímssyni, Ásgeiri Oskarssyni, Har- aldi Hafsteinssyni, Tryggva Hubner og Björgvini Ploder. ■ HITT HÚSIÐ: Tónleikar Hins hússins og Harðkjarna laugardags- kvöld kl. 15:30 til 23:30. Hlé verður frá kl. 19 til 20.16 hljómsveitir koma fram, þar á meðal tvær sem lentu í 2. og 3. sæti í Músíktilraunum. Tónleik- amir verða menningarviðburður mánaðarins hjá Hinu húsinu og verð- ur þetta haldið á Ægisgötu 7. Hljóm- sveitirna sem koma fram era: Mol- esting Mr. Bob, Victory or Death, Bölverkur, Stegla, Betrefi, Manna- múll, Gyllinæði, Squirt og Deacadent Podunk. Eftir kl. 20 leika síðan Múspell, Elexír, SnaFu, Sólstaffr, Forgarður Helvítis, Vígspá og Klink. Einnig leikur hljómsveitin Cross- breed. ■ HÓTEL BJARG, Búðardal: Diskó- tekið Skugga-Baldur sér um tónlist- ina laugardagskvöld til 3. Reykur, þoka, ljósadýrð. Tónlist síðustu 50 ára leikin. Aðgangur er ókeypis. ■ KAFFILEIKHÚSIÐ: Klúbbur Listhátíðar ætlar að hita upp fyrir Listahátíð með balli föstudagskvöld þar sem Six Pack Latino leikur fyrir dansi. ■ KÁNTRÝBÆR, Skagafirði: Diskótekið Skugga-Baldur sér um tónlistina fóstudagskvöld til 3. Reyk- ur, þoka, ljósadýrð. Tónlist síðustu 50 ára leikin. Miðaverð 500 kr. ■ KLAUSTRIÐ: Sjóðheitar helgar föstudags- og laugardagskvöld kl. 21 til 4. Salsa við garðinn, Chill í kjallar- anum og DJ-arnir Svali (FM) & Big Foot með sjóðheita R&B, dans & salsatónlist við dansgólfið. Matsölu- staðurinn opinn alla daga nema sunnudaga. Suðrænn matseðill. Gengið inn Klappar- stígsmegin. Opið frá kl. 21 til 4. ■ KRIN GLUKRÁIN: Bjarni Ara og Grétar Örvars leika fyrir gesti fimmtudags- kvöld kl. 22 til 1. Hljómsveitin PKK skemmtir gestum Kringlukráarinnar föstudags-, laugar- dags- og sunnudags- kvöld með frábærri tónlistarblöndu. ■ LEIKHÚSKJALL- ARINN: Hljómsveitin Sóldögg leikur laug- ardagskvöld. Hljóm- sveitin mun m.a. leika lagið Hvort sem er sem vinsælt er um þessar mundir. ■ LUNDINN, Vestmannaeyjum: Hljómsveitin Undryð leikur föstu- dags- og laugardagskvöld. ■ NAUST-KRÁIN: Hin geysivin- sæla stuðhljómsveit Upplyfting leik- ur fyrir dansi föstudagskvöld. Hauk- ur, gítar, hljómborð, söngur, Kristján, rafinagnsnikka, söngur og Magnús, trommur og söngur. Hljómsveitin Stuðbandalagið frá Borgarnesi leikur fyTÍr dansi laugar- dagskvöld kl. 23 til 3. ■ NAUSTIÐ: Liz Gammon leikur fyrir matargesti kl. 22 til 3. Naustið er opið alla daga frá kl. 18. Stór og góður sérréttaseðill. Söngkonan og píanóleikarinn Liz Gammon frá Eng- landi leikur fyrir matargesti. ■ NÆSTI BAR: Andrea Gylfadóttir og Kjartan Valdimarsson leika mið- vikudagskvöld kl. 22 til 1. Þema kvöldsins er Billy Holiday. ■ NÆTURGALINN: Hljómsveitin Hafrót leikur föstudagskvöld. Frítt inn til miðnættis fóstudagskvöld. Hljómsveitin Hafrót leikur laugar- dagskvöld. ■ PÉTURSPÖBB: Tónlistarmaður- inn Rúnar Þór leikur föstudags- og laugardagskvöld til 3. Boltinn í beinni. ■ RAUÐA LJÓNIÐ: Skarphéðinn Þór og Mjöll Hólm skemmta. Feikna stuð og stemmning fóstudags- og laugardagskvöld til 3. ■ SALURINN, Kópavogi: KK og Magnús Eiríksson föstudagskvöld kl. 20:30. Sérstakir gestir á tónleik- unum era þeir Þórir Bpldursson píanóleikari og Ásgeir Óskarsson trommuleikari. Miðaverð er 1.500 kr. Miðasala Salarins er opin alla virka daga frá kl. 13 til 19 og til kl. 20:30 tónleikadaga. ■ SJALLINN, Akureyri: Todmobile, Selma og Stórsveit Þorvaldar Bjama leika laugardagskvöld. Um daginn verðui' dagskrá fyrir smáfólkið frá kl. 17 þar sem boðið verður upp á lög úr Ávaxtakörfunni, lög af sólóplötu Selmu, lög og atriði úr Grease o.fl. ■ SJALLINN, ísafirði: Hljómsveitin Gildramezz verður í fyrsta skipti á ísafirði á laugardagskvöld með sína vinsælu CCR-dagskrá sem þeir hafa verið á ferðinni með um allt land í nærri tvö ár. ■ SKUGGABARINN: Nökkvi og Áki sjá um tónlistina föstudags- og laug- ardagskvöld. Miller-Time er föstu- dagskvöld og verður Miller og Epla í boði. 22 ára aldurstakmark og húsið opnað kl. 23. Eftir kl. 24 kostar 500 kr. inn. Snyrtilegur klæðnaður. Fastagestum er bent á að taka frá 31. maí, en það verður nánar auglýst ■ SPORTKAFFI: írafár á Sportkaffi í sumarstemmningu í boði ISIC- námsmannakorta fimmtudagskvöld kl. 21 til 1. Irafár verður með óra- fmagnaða tónleika frá 21:30 til 23 en þá stinga þau öllu í samband og hefst þá geðveikt partý til eitt. Rútur munu svo færa þá sem vilja halda áfram beint í Valsheimilið á háskóla- ballið. Talsvert verður slegið af verði á barnum. ISIC-korthafar fá frítt inn en aðrir borga 500, - 20 ára aldurs- tíikm ark ■ SPOTLIGHT: Dj. Droopy leikur um helgina föstudags- og laugardagskvöld. Dagskrá síðustu helgar endurtekin. ■ VIÐ POLLINN, Akureyri: Dans- sveitin SÍN skemmtir fóstudags- og laugardagskvöld. ■ VÍKIN, Höfn: Hljómsveitin Papar leika laugardagskvöld til 3. Hljóm- sveitin er komin með nýjan söngv- ara, Matthías Matthíasson, sem sungið hefur með Reggae on Ice, Dúndurfréttum o.fl. \ i b 1 MYNDBÖNP Létt og leikandi fullkominn eiginmaður (An Ideal Husband) tUM A IV M Y IV U ★★% Leikstjórn og handrit: Oliver Park- er. Byggt á leikriti eftir Oscar Wilde. Áðalhlutverk: Rupert Ever- ett, Julianne Moore.Cate Blanchett og Minnie Driver (94 mín.). Bret- land/Bandaríkin, 1999. Skífan. Öllum leyfð. HÉR ER ráðist í að gæða eitt af leikritum Oscars Wilde lit og lífi í kvikmynd. Verkið er uppfullt af hnyttni og glögg- skyggni á samfélag góðborgara á Eng- landi undir lok 19. aldar og drýpur ein- stök orðsnilld Wilde af hverju strái. Ágætlega hefur tekist að miðla þess- um þáttum í kvik- myndaútgáfunni enda er valinn leikari í hverju rúmi. Everett nýtur sín einkar vel í hlut- verld spjátrangsins Arthurs Goring °g sama er að segja um Blanchett sem leikur hina heiðvirðu og sjálfstæðu frú Chiltem. Driver er sposk og skemmti- leg í sínu hlutverld og Jeremy Nort- ham leikur herra Chiltem af sannfær- lngu. Hin annars ágæta Moore virðist ekki fóta sig almennilega sem hin flá- ráða fröken Chevely, e.t.v. vefst enski hreimurinn eitthvað fyrir henni. „Fullkominn eiginmaður“ er lipur út- færsla á skemmtilegu leikriti þótt hér sé ekkert meistaraverk á ferð. Heiða Jóhannsdóttir Reuters Kærir Nichol- son fyrir líkamsárás KONA nokkur heldur því fram að fyrir fjórum árum hafi leikarinn Jack Nicholson borg- að henni 71 þúsund krónur fyr- ir kynlíf og síðan lagt hendur á hana. Hún hefur nú höfðað mál á hendur hinum 63 ára gamla leikara, samkvæmt heimildum AP-fréttastofunnar. Konan, Catherine Sheehan, hefur þegai- fengið borgaðar rúmar tvær milljónir króna í skaðabætur, er sáttir tókust í málinu, en nú vill hún að málið verði aftur tekið upp. Nichol- son á að hafa boðið Sheehan ásamt ónafngreindri konu til heimilis síns hinn 12. október 1996. Á hann að hafa borgað þeim fyrir að klæðast efnis- litlum, svörtum kjólum og síð- an tekið þátt í kynlífsleikjum með þeim. Eftir það reiddist hann og neitaði að borga þeim umsamda upphæð. Samkvæmt réttarskjölum á hann að hafa sagt: „Ég borga engum fyrir kynlíf, ég get fengið hvern sem er í bólið með mér.“ Sheelian segir að Nicholson hafi rifið í hárið á henni, barið höfði hennar við gólfið og síð- an hent henni út úr húsi sfnu. MYNPBOND Litlu gerpin LITLU SNILLINGARNIR (Baby Geniuses) GAMAIVMYIVD 'h Leikstjóri: Bob Clark. Handrit: Bob Clark og Greg Michael. Aðal- hlutverk: Kathleen Turner, Christ- opher Lloyd. (95 mín.) Bandaríkin, 1999. Skífan. Öllum leyfð. LITLU snillingarnir segir frá illri vísindakonu sem rekur uppeldistil- raunastöð fyrir kornabörn. Hún veit hinsvegar ekki að öll smábörn eru í raun ljóngáfaðir snillingar sem tala háþróað tungumál sín á milli og gera grín að fullorðna fólkinu. Kerla fær því aldeilis að kenna á því. Það er ekki bara lélegt handrit eða leikstjórn sem gerir þess mynd fráhrindandi. Öll hugsun á bak við hana er jafn brengluð og hún er fár- ánleg. Aðalsöguhetjurnar eiga að vera eins og hálfs árs smábörn, en eru leikin af eldri börnum með bleiur sem látin eru haga sér eins dúllulega og þeim er unnt. Vegna snilligáfunnar eru þau síðan fær um að tala, dansa, segja dónabrandara og berja fullorðna í klofið með kung- fu-spörkum. Það sem á að vera krúttulegt og fyndið kemur mér því aðeins fyrir sjónir sem óhugnaður um dverga uppfulla af kvalalosta. Heiða Jóhannsdóttir www.heimsferdir.is Sjáið nýjar víddir í sumarlitunum frá MARBERT Glsesilegt burstasett að gjöf þegar keypt er fyrir kr. 3.500 eða meira i nýju Hologram litunum. MNINGARKYNNINGARKYNNINGARKYNNINGARKYNNING FIMMTUDAG: Nana, HólagarSi Snyrtivörudeild Hagkaups, Smáratorgi FOSTUDAG: Libia, göngugötu Mjódd Gallery Förðun, Keflavík **«
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.