Morgunblaðið - 18.05.2000, Page 80

Morgunblaðið - 18.05.2000, Page 80
MORGUNBLAÐW, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: IUTSTJ@ML.1S, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. Síminn hef- ur fjárfest fyrir einn ' milljarð LANDSSÍMI íslands fjárfesti í öðr- um fyrirtækjum fyrir 325 milljónir króna á síðasta ári. Frá því Lands- síminn varð hlutafélag árið 1997 og þar til nú hefur fyrirtækið fjárfest í 25 innlendum fyrirtækjum í skyldum rekstri fyrir um einn milljarð króna. Landssíminn á eignarhluti í átta fyrirtækjum á sviði netþjónustu og fjarskipta, sex sölu- og þjónustufyrir- tækjum, sjö hugbúnaðarfyrirtækjum, tveimur rekstrar- og fjárfestingarfyr- irtækjum og tveimur eignarhaldsfé- lögum um hluti í erlendum fjarskipta- fyrirtækjum, 75% í I.P. fjarskiptum og Interlce að fullu. Auk þess á '^hndssíminn smærri hluti í fjóram erlendum fjarskiptafyrirtækjum. Síminn á Skímu að fullu, 80% í Grunni-Gagnalausnum og þriðjungs- hlut í Stiklu ehf., sem áður var T-Net, eignarhaldsfélag um rekstur Tetra- fjarskiptakerfis, m.a. í félagi við Landsvirkjun. Einnig á Landssíminn rúm 10% í Median, fyrirtæki um raf- ræn viðskipti sem til varð eftir sam- runa m.a. fyrirtækjanna Smartkorta og Korta. Landssíminn á 17,5% eign- arhlut í eMR hugbúnaði hf., sem vinn- —au^að þróun á upplýsingakerfum fyrir heilbrigðiskerfið. ■ ■ Fjárfest/Cl Slökkvistarf reynt um borð í togaranum Hannover á Grænlandshafí Sá sama og ekkert í gegn- um súrefnisgrímuna Morgunblaðið/Porkell Hallgrímur Guðsteinsson 1. vélstjóri og Hannover, áður Guðbjörg ÍS, í bakgrunni. HALLGRÍMUR Guðsteinsson, 1. vélstjóri á togaranum Hannover, sem dreginn var til hafnar í Reykja- vík eftir að eldur kom upp í stjóm- klefa skipsins á Grænlandshafi á sunnudag, segir að hætta hafi aldrei steðjað að neinum í áhöfn skipsins nema sér og öðrum vélstjóra skips- ins þegar þeir reyndu slökkvistarf um borð. Hallgrímur var nýsofnað- m- eftir vakt sem lauk um hádegið en vaknaði við brunaviðvörunar- kerfi skipsins á fjórða tímanum eftir hádegið. „Ég heyrði hróp og köll frammi og skildi þá að eitthvað mik- ið var að gerast," segir Hallgrímur. „Síðan var komið inn í klefa til mín og tilkynnt um eldinn. Ég rölti út á inniskónum og sá að slökkvistarf var hafið.“ Hallgrímur tók þátt í slökkvi- starfinu og fór fyrstu ferðina að stjómklefanum án þess að vera í eldvamarbúningi. „Ég komst að því strax að það var ekki hægt að fara inn í stjórnklefann án þess að fara í galiann. Maður var gjörsamlega ein- angraður inni í þessum klæðum með súrefnisgrímuna og maður sá sama og ekkert í gegnum glerið á grím- unni. Það var dautt á öllu, allt var myrkvað og aðstæður minntu mig á myrkvun í Mír-geimstöðinni,“ rifjar Hallgrímur upp þegar hann stóð í gallanum sem líktist geimbúningi. „Það endaði með því að við skut- um kolsýrunni á, sem geymd er í sextán kútum um borð og er staðal- búnaður í öllum skipum til að kæfa eld í vélarrúmi. Eldurinn kafnaði smátt og smátt og við gerðum ekk- ert meira eftir það.“ Fjölþjóðasamfélag um borð í grænlenska togaranum Fáeinum klukkustundum síðar var skipverjum Hannover bjargað um borð í nýjan grænlenskan tog- ara, Polar Nattoralik, sem dró Hannover til hafnar. „Mér taldist til að í áhöfn Hannover hefðu verið fimm þjóðarbrot, Austurríkismaður, íslendingar, Þjóðverjar, Portúgalir og einn Spánverji. Nú komu þessi fimm þjóðarbrot yfir á Polar Nattoralik, eitt fallegasta skip sem ég hef komið í á ævinni og þar voru önnur fimm þjóðarbrot, Græn- lendingar, Danir, Svíi, Færeyingar og Japanir. Það var því skrautlegt og skemmtilegt um borð í nýja skipinu, svolítil þröng á þingi en allt gekk ótrúlega vel. Það voru töluð ótelj- andi tungumál ásamt öllu handapat- inu og ég held að þetta hafi reynst ákveðin áfallahjálp fyrir suma,“ seg- ir Haligrímur. ■ Verulegar/4 Morgunblaðið/Halldór Kolbeins F(u&fre(*i w A [ C* / A M n / 1 A ÍSLANDl! Við fljúgum til London og Kaupmannahafnar i allt sumar - á daginn jf' Sam\1nnuferöir Netferðlr eru á www.vlsir.ls SLandsýn Björk fékk góðar móttök- ur í Cannes KVIKMYND Lars von Trier, Dancer in the Dark, var frumsýnd í gær á kvikmyndahátiðinni í Cannes og fékk frábærar viðtökur. Björk Guðmundsdóttir fékk einnig góðar móttökur þegar hún mætti á frumsýninguna ásamt frönsku leikkonunni Catherine Deneuve og leikstjóranum Lars von Trier. ■ Fékk mjög/41 Miðstjórn ASÍ varar við uppsögn samninga vegna mikillar verðbólgu Verið að setja kj arasamninga íuppnám MIÐSTJÓRN Alþýðusambandsins samþykkti í gær ályktun þar sem segir að ef ekki takist að ná tökum á verðbólgunni sé mikil hætta á að kjarasamningnum verði sagt upp í upphafi næsta árs. „Ef ekki verður breyting á þessu á allra næstu mán- uðum er verið að setja kjarasamning- ana í uppnám, auk þess sem þetta verðbólgustig er auðvitað óásættan- legt miðað við þá kjarasamninga sem við bjuggum við og erum að gera. Það er óskaplega mikið í húfi,“ segir Grét- ar Þorsteinsson, forseti ASI. í kjarasamningunum sem gerðir hafa verið á seinustu mánuðum er að finna tryggingarákvæði þar sem reiknað er með að verðbólga lækki. Ákvæðið verður því virkt gangi þetta ekki eftir. Grétar bendir á að þrátt fyrir að í samningsforsendum hafi verið gengið út frá því að verðbólga færi lækkandi væru fá merki sjáanleg um að nokkuð hefði dregið úr verðlagshækkunum. Ekki undan því vikist að skera verulega niður „Það er ekkert launungarmál að okkur finnst að stjómvöld hefðu þurft að ganga lengra. Það má rifja það upp að þegar hér var alvarlegt atvinnu- leysi hvöttum við bæði stjómvöld og sveitarfélög til að leggja meiri fjár- muni í hvers kyns verklegar fram- kvæmdir til að tryggja atvinnustigið. Með nákvæmlega sama hætti, við að- stæður og spennuástand eins og nú er uppi, þá verður ekkert undan því vik- ist að skera verulega niður. Auðvitað er það sársaukafullt en það er nú einu sinni svo að það er eitt af því sem stjómvöld og sveitarfélög verða að axla á hverjum tíma. Við teljum að þar þurfi að ganga lengra," segir Grétar. „Það hefur hvergi komið fram bita- stæð skýring á því hvers vegna verð- lag á innfluttum vömm heldur áfram að hækka þrátt fyrir gengisstöðuna og að Evrópugjaldmiðillinn hafi lækkað veralega. Við teljum alveg lágmark að gefnar séu skýringar á þessu,“ sagði Grétar Þorsteinsson. ■ Hætta/10 ------------- Bflvelta á Fjarðarheiði MAÐUR slasaðist illa þegar jeppa- bifreið valt vegna hálku og krapa á veginum á Fjarðarheiði um fimm- leytið í gærdag. Þrennt var í bílnum og var maðurinn ásamt dóttur sinni fluttur með flugi til Reykjavíkur. Hann var talinn rifbeinsbrotinn en ekki í lífshættu. Dóttir hans, sem er á unglingsaldri, var minna slösuð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.