Morgunblaðið - 06.06.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.06.2000, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Um staf- krókaleyf- ishafa S Út á hvaðganga íslensk frœði eiginlega? Eg býst við að spurn- ingin í kynningunni hér að ofan sé ofar- lega í huga margra þeirra sem voru við- staddir doktorsvörn Ólínu Þor- varðardóttur í Hátíðarsal Háskóla í slands á laugardaginn. Þar varði Ólína nýútkomið rit sitt, Brennu- öldin. Galdur oggaldratrú ímál- skjölum ogmunnmælum (Há- skólaútgáfan 2000). Efni ritsins er afar hnýsilegt en tilgangur þess „er iýrst og fremst sá, að skyggn- ast inn í aðstæður og atburði 17du aldarinnar, kanna hvort eða á hvem hátt alþýðuviðhorf og lærð hugmyndafræði náðu að skapa skilyrði fyrir þau galdramál sem hér voru háð fyrir dómstólum og umfang þeirra,“ eins og höfundur segir í inngangi. Fram kom í sam- tali við Ólínu hér í Morgunblaðinu á laugardag- VIÐHORF Eftir Þröst Heigason inn að ýmsar söguskekkjur séu leiðréttar í ritinu, bæði hvað varðar fjölda galdramála, forsendur þeirra og réttargæslu. Þá rekur hún einnig og rannsakar hvemig galdur birtist í andlegum afurðum þjóðarinnar, bæði fom- bókmenntum íslendinga og munnmælum þeim sem sköpuðust um galdur og íslenska galdra- menn þegar frá leið atburðum. Með því móti metur hún ólíkt við- horf alþýðu og yfirvalda til galdra- iðjunnar sjálfrar, sem og þá hug- myndaþróun sem átti sér stað, og viðhorfsbreytingu gagnvart galdri og galdramönnum. Hún sýnir svo fram á að misræmi er á milli sagnageymdarinnar og sagn- fræðilegra heimilda, það er al- þingisdóma og héraðsdóma í galdramálum hérlendis. Margt fleira í riti Ólínu vekur athygli, ekki síst sá þáttur þess sem snýr að hugarfari brennuald- armanna, valdatengslum í ís- lensku samfélagi þessa tíma og eðli galdurs og galdraofsókna. Virtust ýmsar slíkar áhugaverðar sþumingar vera augljóst um- ræðuefni við doktorsvömina enda mætti þangað mikill fjöldi manna. Vömin hófst samkvæmt vepju með kynningu doktorsefnis á riti sínu, efni þess, efnistökum og helstu niðurstöðum. Vakti Ólína meðal annars máls á þeim atriðum sem hér hafa verið nefhd og lá beint við að andmælendur hennar tveir, dr. Sverrir Tómasson og dr. Bo Al- mqvist, tækju þau upp og ræddu meginniðurstöður ritsins. And- mælendur vora á öðra máli og beindu augum sínum fyrst og fremst að formlegum frágangi rits- ins, heimildarýni doktorsefnis og hugtakanotkun. Kom ýmislegt í at- hugasemdum andmælenda megin- eíhi og -niðurstöðum ritsins lítáð við, eins og þeir bentu stundum á sjálfir, en sumt af því var samt afar athyglisvert, þó fyrst og fremst vegna þess að það varpaði ljósi á ákveðna togstreitu sem virðist hijá íslensk fræði. Reyndar gerðist sá fáheyrði atburður að einn úr dokt- orsnefndinni sem skipuð var Ólínu til ráðuneýtis við gerð ritgerðarinn- ar, dr. Einar Gunnar Pétursson, kvaddihér hljóðs við vömina og setti fram efasemdir um að ritgerð- in væri unnin og frágengin sam- kvæmt ströngustu kröfum fræð- anna. Sverrir og Einar Gunnar, sem báðir era sérfræðingar á Stofnun Arna Magnússonar, gerðu miklar athugasemdir við framsetningu heimildaskrár ritsins sem þeir töldu ekki greina heimildir í rétta flokka, auk þess sem hún væri morandi í prentvillum. Kallaði Sverrir heimildaskrána „óskapnað". Einar Gunnar sagði heimildaskrána stangast á við vinnubrögð sem kennd væra nem- endum á fyrsta ári við heimspeki- deild Háskóla íslands og lýsti efa- semdum um að sú kennsla stæðist kröfur fyrst doktorsefni kynnu ekki til verka. Báðir töldu þeir Sverrir og Einar Gunnar að heim- ildarýni doktorsefnis væri ábóta- vant. Taldi Einar Gunnar nokkur dæmi þess að Ólína styddist ekki við elstu tiltæku handrit að textum sem hún notaði. Ennfremur nefiidu þeir dæmi þess að tilvitnanir væra ekki teknar rétt upp. Sagði Einar Gunnar að slík vinnubrögð bentu til ónákvæmni sem rýrði gildi rits- ins. Ólína andmælti þessum athuga- semdum og benti á að heimilda- skráin væri unnin samkvæmt til- settum reglum og í fullu samráði við tilsjónarmenn hennar. Að auki sagðist hún hafa borið ritgerðina undir Sverri á vinnslutíma hennar og ekki fengið neinar athugasemdir frá honum um uppsetningu heim- ildaskrár. Hún benti á að fræði- menn væra sammála um að engiri efnislegur munur væri á elstu handritum þeirra texta sem hún notaði í ritgerð sinni og yngri hand- ritum. Þess vegna skipti það ekki höfuðmáli við hvaða handrit væri stuðst í rannsókn á borð við sína. Bo Almqvist sagðist ekki hafa lagt áherslu á að leita að prentviil- um eða ónákvæmni í tilvitnunum en hóf þó andmæli sín á nokkram athugasemdum um framsetningu og frágang ritsins. Taldi hann til dæmis að notkun á töflum og lík- önum í ritinu bæri vitni um vantrú á miðlunarhæfni orðsins og kallaði slíkt fræðatísku sem ekki bætti miklu við. Annars fjallaði Alm- qvist aðallega um þann þátt rann- sóknarinnar sem snýr að þjóðsög- um og vitnisburði þeirra um galdur hér á landi. Gerði hann at- hugasemdir um hugtakanotkun Ólínu hvað þetta varðar. Hér er auðvitað ekki rúm til þess að rekja nákvæmlega at- hugasemdir andmælenda. Þeir komu allir víðar við en hér hefur verið rakið. En burtséð frá því að hvorki Sverrir né Almqvist virtust taka gagnrýna afstöðu til megin- efnis og -niðurstaðna ritsins sem til vamar var hlýtur það að vekja áleitnar spumingar hvers vegna alvarlegustu athugasemdimar sem gerðar era við doktorsrit í ís- lenskum fræðum snúist um jafn sjálfsögð atriði og gerð heimilda- skrár, prentvillur og meðferð heimilda. Mætti ætla að doktorsrit ætti að gefa tilefni til annars kon- ar umræðu. í raun er þetta orðaskak um stafkróka hlálegt og ekki hægt að bjóða doktorsefni sem hefur unnið að verkefni sínu undir stjóm fróðra manna í mörg ár upp á ann- að eins. Því miður endurspeglar það samt ákveðna togstreitu innan íslenskra fræða þar sem staf- krókaleyfishafar neita að skilja þá sem vilja hugsa stærra. LISTIR Halldór B. Runólfsson „TV dinner“, eitt af verkunum sem Sarah Lucas vann á staðnum fyrir sýninguna „Strákapör 69“ eða „Blá“. Strákapör 69 MYNDLIST NýIislasafnið, Vatnsstíg 3b BLÖNDUÐ TÆKNI ANGUS FAIRHURST, MICHAEL LANDY, SARAH LUCAS OG GILLAN WEARING Til 2. júlí. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. BRESK list hefur stöðugt verið að sækja í sig veðrið frá því að mód- emisminn leið undir lok og myndlist fór að þróast aftur til nýraunsæis. Það byrjaði eins og kunnugt er með popplistinni, en síðan eignuðust þeir legíó af minimalistum og post-min- imalistum, og prýðilega hugmynd- listarmenn. Eg held að enginn geti þó verið mér ósammála um það að höggmyndalist hafi verið þunga- miðjan í breskri myndlist. Þar hafa Bretar skarað fram úr með svo eft- irminnilegum hætti að engin þjóð hefur staðið þeim á sporði á liðnum áratugum. Vandamál Breta var til skamms tíma fólgið í vantrú þeirra á listræn- an mátt sinn og megin. Það tengdist blendinni afstöðu þeirra til menn- ingar. Þótt þeir hafi sýnt efnalegri og áunninni stéttskiptingu meiri þolinmæði en flestar aðrar þjóðir í Vestur-Evrópu hefur þolinmæði þeirra gagnvart menningarlegri stéttskiptingu verið langtum minni en gerist og gengur á meginlandi Evrópu. Þannig máttu aðall og auð- menn aka um í sérsmíðuðum glæsi- kerrum - Rolls Royce og Bentley - og halda húsþjóna í röndóttu vesti, en vei þeim ef þeir þóttust hafa smekk fyrir einhverju öðru og há- leitara en almenningur. Menn máttu í hæsta lagi sýna listrænni sérvisku amatöráhuga. Ef þeir ætluðu sér hærra upp í Babelsturninn beið þeirra gjarnan háð og spott. Af því fékk Hándel að súpa seyðið þegar John Gay svaraði hátíðlegum óper- um hans með sinni frægu „Betlara- óperu“. Ef til vill var það þessi staðreynd sem gerði skemmtunina að sterk- ustu listgrein Breta. Hin heilaga þrenning í listheimum Sameinaða konungdæmisins - og sú sem tókst að leggja heiminn að fótum sér svo um munaði - er kompóneruð af Shakespeare, Chaplin og Bítlunum. Það er með öðrum orðum leikhúsið, kvikmyndaverið og hljóðverið sem kalla verður háborg breskrar listar fyrr og síðar, enda segja sumir að þjóðin sé fædd á fjölunum. Vilji maður vera andstyggilegur má velta því fyrir sér hvort margrómaður áhugi Breta á gulu pressunni sé ekki bara angi af ofurást þeirra á öllu neðanmáli sem kviknar í sviðs- ljósinu? Alltént er eitthvað af- spyrnuþjóðlegt við „Puerile 69“ - „Strákapör 69“, öðru nafni „Blá“ - vitanlega í jákvæðri merkingu orðs- ins. Stöllumar Sarah Lucas og Gill- ian Wearing eru valkyrjur af líkum meiði og Sally Phillips og stöllur hennar í „Smack the Pony“; harð- soðnar, beinskeyttar og hiklausar. Karlarnir í hópnum, þeir Fairhurst og Landy, eru í stöðu fylgisveina og hjálparkokka þótt þeir eigi vissu- lega drjúgan þátt í heildinni þegar öll kurl koma til grafar. Vandi okkar heimamanna er hversu treglega við viðurkennum að gróteskan eigi jafn- framt rétt á sér í myndlistinni. Hingað til hefur okkur verið kennt, ljóst og leynt, að myndlist skuli vera pen og þokkaleg, og inn á það höfum við gengist, ekki síst vegna þess að við hugsum okkur myndlist yfirleitt sem notalegt veggjaskraut í heima- húsi. En engri slíkri smekkvísi er til að dreifa á sýningu fjórmenninganna; þar eru engar blúndur eða knippl- ingar eins og fram kemur í fjórum áletruðum kassaverkum Michael Landy, „No frills", sem mynda eins konar leiðarstef sýningarinnar því að þau eru nánast í hverjum sal. Það er ekki aðeins að öllum viðteknum gildum sé snúið við líkt og á kjöt- kveðjuhátíð heldur er þeim sparkað í allar áttir. I þeim efnum er Sarah Lucas hreinn snillingur. Hvarvetna skín í karlhatrið í frjálslega sam- settum höggmyndum hennar, og kjósi einhver að misskilja sending- una eru hráar nafngiftir hennar til þess fallnar að koma áhorfendum á réttan sporbaug. Þær eru kapítuli út af fyrir sig og gefa samsetningun- um í raun ekkert eftir. Flúrljósum er stungið eins og at- geir gegnum rúmdýnur og skápum og sófum er umbreytt í táknrænan orrastuvöll kynjanna. Samvinnuverkefni hópsins eru stórir, bláir klefar, nokkurs konar rými sem fyllir út í rýmið, annað hvort með skrautlegu hjónarifrildi glymjandi að hurðarbaki eða einni af grafískum teiknimyndum Fair- hurst, sem gestir geta fylgst með í gegnum rifu á klefanum. Teikni- myndirnar eru sér á parti; sumpart einS og gamaldags, slitnar og frum- stæðar útgáfur með flöktandi ljósi og tilheyrandi vélarsuði. Myndefnið eru líkamningar, fætur samgrónir við aðra fætur á mjöðmunum, sem hnita hringa á skrifstofustólum. Þessi kynlegi vanskapnaður verð- ur vart einangraður frá kjúkling- num sem hangir lotlegur og leginn utan á bláa klefanum á pallinum. Sjálfur vísar kjúkhngurinn til ljósmyndanna af stjórn og starfs- mönnum Nýlistasafnsins, sem Gill- ian Wearing hefur klippt í þrennt og skeytt vitlaust saman á annarri hlið klefans. Þarna hanga aðstandendur safnsins eilítið eins og vanskapaðir kjúklingar. í gryfjunni er Wearing öllu alvörugefnari, en þar heldur hún áfram hugmyndinni frá árinu 1994; „Confess All on Video. Don’t worry you’ll be in disguise“, þar sem hún auglýsti eftir fólki í tímaritinu Time Out til að leysa frá skjóðunni um dýpstu leyndarmál sín en hafa ekki áhyggjur því að andlitið væri falið á bakvið grímu. „Trauma" - ljósmyndaröð og myndbandsverk - byggir á játning- um fimm ónefndra einstaklinga sem skýla sér á bakvið grímur og lýsa grimmd eineltis og heimilisofbeldis. Skjánum er komið fyrir í heima- smíðuðum klefa þar sem einn kemst fyrir í einu. Þannig upplifir gestur- inn sig eins og prest sem hlustar á játningar sóknarbarna sinna án þess að vita hver þau eru. Við hlið- ina á heimasmíðuðu bíói Fairhurst; „Broken/Unbroken“, fataskáps- höggverki Lucas; „I know what you like in your wardrobe“ og „No frills #4“ eftir Landy, tekst Wearing að læða inn harmrænu andrúmslofti sem óneitanlega hefur áhrif á öll verkin í gryfjunni. Reyndar er það svo að því oftar sem sýning fjórmenninganna er skoðuð, þeim mun augljósari verður munurinn á sölunum og virkni verk- anna í þeim. Ef til vill er SÚM-sal- urinn fyndnastur því að þar er sam- skiptum kynjanna lýst með gráglettnustum hætti. „Sjónvarps- kvöldverður" Lucas og „Handverk“ þeirra Landy og Wearing lýsa nota- legu heimilislífi frá nýstárlegu sjón- arhorni. I síðarnefnda verkinu er brúðuleikhús barnatímans í sjónvarpinu látið lýsa „ástum sam- lyndra hjóna“. „Strákapör 69“ eða „Blá“ er enn ein rósin í hnappagat Péturs Ara- sonar, en hann er sýningarstjóri og aðalskipuleggjandi framtaksins. Eins og kunnugt er stendur hann nú einnig í ströngu við að koma saman yfirlitssýningu á einkasafni sínu í sölum Listasafns Kópavogs. Sú hug- mynd hans að leiða saman hesta Lucas og Wearing, ásamt meðreið- arsveinunum Fairhurst og Landy, gæti vart verið betur tímasett. Þá eru brotin í sýningarskrá úr viðtöl- um og greinum helguðum lista- mönnunum ákaflega upplýsandi. Hið sama verður því miður ekki sagt um texta Richard Shone. Hann er glötuð og gagnslaus tilraun til að bregða Ijósi á breska list liðins ára- tugar. Synd að fóma svona stórum hluta skrárinnar í þennan tætings- lega langhund. Þá má segja að það sé löngu orðið tímabært að helstu söfn landsins gefi út skrár með jafn- hliða texta, íslenskum og enskum. Það eru nefnilega ekki lengur ís- lenskumælandi menn einvörðungu sem sækja heim söfnin okkar. Halldór Björn Runólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.