Morgunblaðið - 06.06.2000, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Domus
Hér eru hlutir um hluti...
Dentis
MYJVDLIST
Listasafn ASÍ,
Ásmundarsal
Höfum opnað
tannlæknastofur okkar
að Hlíðasmára 17
í Kópavogi.
Anna Danielsdóttir
sími 554 7840
Anna Margrét
Thoroddsen
sími 544 7050
Guðný Ester
Gunnarsdóttir
sími 544 5150
Guðrún
Gunnarsdóttir
sími 554 4888
Hanna Kristín
Pétursdóttir
sími 554 7075
Ingigerður Á.
Guðmundsdóttir
sími 554 7070
Nína Pálsdóttir
sími 544 4007
BLONDUÐ TÆKNI,
HREINN FRIÐFINNSSON,
KRISTINN E. HRAFNS-
SON, KRISTJÁN GUÐ-
MUNDSSON, LAWRENCE
WEINER & ÞÓR VIGFÚS-
SON
Til 11. júní. Opið þriðjudaga til
sunnudaga frá kl. 14 -18.
ANDSPÆNIS glannalegri óreið-
unni í Nýlistasafninu og Noiræna
húsinu hafa listamennimir í ASI allt í
hendi sér, klappað og klárt. Sú
blanda af naumhyggju og hugmynd-
list sem þeir Hreinn, Kristinn, Krist-
ján, Lawrence Weiner og Þór aðhyll-
ast samsvarar einna helst nákvæmn-
isvísindunum. Það sem þeir fást við,
hver þó með sínum hætti, er að
bregða ljósi á ákveðnar staðreyndir
varðandi myndlist og eðli hennar.
Um leið afhjúpa þeir þá kreddu að öll
nákvæm og spameytin samtímalist
sé sjálfri sér lík og tilbreytingar-
snauð.
Við Islendingar erum vanir
knöppu ljóðmáli með því sem við köll-
um gjaman meitlaðar setningar og
kjammikið orðfæri. Við hliðina á
löngum ljóðabálkum Byrons lávarðar
tölum við gjarnan um það að íslensk
ljóð séu örstutt og hnitmiðuð. Stund-
um líkjum við ljóðagerð okkar við
japanskan hækubrag, sem er það
knappasta ljóðform sem þekkist. Og
svo er það næsta sem maður heyrir
að landandum finnist sú myndlist rýr
sem lýtur svipuðum lögmálum. Jaðr-
ar það ekki við ósvífni að mæra
knappan stíl í kveðskap en meina
myndlistinni að njóta svipaðra kjara?
Það sem Hreinn setur fram í formi
nokkurra aukahluta - en hann er ef
til vill nær anda Duchamp heitins en
nokkur annar listamaður - er til þess
gert að skerpa um stundarsakir á því
sem er; sjálfiim raunveruleikanum.
Hið dramatíska augnablik, sem í
verkum hans er aldrei langt undan,
er ekki ýkt né undirstrikað, heldur er
því haldið fullkomlega á mörkum
þess sem gefið er í skyn og hins sem
látið er ósagt. Með því móti áttar
áhorfandinn sig á því að það sem
snertir hann - og breytir ef til vill lífi
hans og viðhorfum svo um munar -
er aldrei fyllilega hlutlægt né algjör-
lega huglægt heldur einhvers staðar
mitt á milli.
Án þess að geta sannað það með
vissu hlýtur Hreinn oft að velta því
fyrir sér hvemig staðir og hlutir geti
haldið ró sinni - öllum verksum-
merkjum er leynt - eftir að hafa vald-
ið okkur hugljómun eða sett okkur út
af laginu. Eftir á að hyggja hefur
ekkert breyst á ytra borðinu. Allt er
nákvæmlega eins og það hefur ávallt
verið. Hvað var það þá sem hratt af
stað hugrenningabylgju og hvers
vegna er ekki hægt að ábyrgjast að
töframir endurtaki sig ef augnablikið
er endurtekið? Kristinn E. Hrafns-
son er snöggtum meiri efnishyggju-
maður. Hlutir hans og staðir em mun
skýrar afmarkaðir. Kristinn er hug-
fanginn af öllu sem geislar af verk-
kunnáttu; hlutum sem hafa verið
smíðaðir en láta svo lítið yfir sér - em
svo hversdagslegir - að við erum
hætt að veita þeim athygli. Á sér-
hveiju byggðu bóli má finna ákveðin
teikn þeirrar formvísi sem setur
mark sitt á þjóðimar. Hveijum verð-
ur ekki starsýnt á verkleg planka-
gólfin i bandarískum fjölbýlishúsum
ellegar gluggana sem opnast og lok-
ast sem fallöxi - svo enn sé vitnað í
hugmyndaflug Duchamp? Hver tek-
ur ekki eftir fagurlökkuðum og gerð-
arlegum hurðunum á breskum og
írskum raðhúsum eða lífrænt mótuðu
smíðajáminu og marmaraplötunni á
kringlóttum borðum franskra kaffi-
húsa? Og hver utanaðkomandi tekur
ekki eftir strætóbekkjunum, spennu-
stöðvunum klassísku og efnismiklum
brannlokunum sem setja svip sinn á
reykvískt miðbæjaramhverfi.
Það er eins og Kristinn skynji fall-
valtleik þeirrar umfangslitlu hönnun-
um. Ef það er
rétt að um til-
vitnanir í
Newman sé
að ræða hefur
Kristján
væntanlega
mælt ná-
kvæmlega
vægi hvers
framhtar í
fyrirmynd-
inni. Það má
bóka að ekk-
ert sé í verk-
um hans sem
ekki eigi sér
stoð í veru-
leikanum.
Segja má að
stóri munur-
inn á Kristjáni
og Lawrence
Weiner sé sá
að texti komi
hjá þeim síð-
amefnda í
stað efniviðar-
ins. Weiner
lýsir með fá-
einum orðum
þeim mögu-
Halldór B Runólfsson leikum Sem
FrásýningunniSkuggsjárúmsogtúnaíListasafiiiASI. hann ætlar
áhorfandan-
ar sem þó setur mark sitt á umhverfi
okkar. Hann veit að í þessum nær
ósýnilegu smámunum er fólginn stíll
hverrar þjóðar; fjöregg sem er ekki
ómerkilegra en ferskeytlan eða ein-
hver önnur jafndæmigerð ritkúnst.
Það er eins og hann líti eftir brunn-
lokunum til að sannfæra sig um hvar
í heiminum hann sé staddur, svona
rétt eins og menn klípa sig í hand-
legginn til að sannreyna líkamlega
tilfinningu sína. I dæmigerðri, þjóð-
legri hönnun felst þó merkileg mót-
sögn. Hversu útbreidd sem hún er
lætur hún ætíð jafnlítið yfir sér og
hún finnst aðeins innan ákveðinna
landamæra, eða öllu heldur landa-
mæra ákveðinna menningarheilda.
Það er eins og mig minni að brunn-
lokin, handriðin og bekkimir. sem
Kristni era slík sígild uppspretta
finnist einnig í Danmörku, enda
finnst okkur alltaf sem við séum
komin heim þegar við millilendum í
Kaupmannahöfn.
Kristján Guðmundsson er bæði
málari og teiknari, en ekki í þeirri
merkingu sem oftast skýtur upp í
huga okkar. Hann hefur lítinn áhuga
á að nota miðilinn til að svipta hann
allri athygli eða sveipa hann hulu dul-
úðar. Hjá Kristjáni snýst allt um
miðilinn og mögulega endurskil-
greiningu hans. Vera má að slíka
framgöngu megi túlka sem útúr-
snúning, en allt annað býr að baki.
Enska orðið „picture" er almennt
þýtt sem mynd. Svo teygjanlegt er
orðið að það má jafnvel nota um kvik-
mynd. Það er þó ekkert launungar-
mál að upphafleg merking „picture“
er málverk, eins og þeir vita sem hafa
einhverja nasasjón af latinu. Um
„skúlptúr“ gildir svipað, því það orð
þýðir höggverk á latínu og gildir þá
einu hvort menn höggva verkið, móta
í leir, sjóða saman með gas og súr eða
móta úr pappa. Allt er það kallað
skúlptúr, hversu fáránlegt sem það
heiti kann að hljóma hengi menn sig í
uppranalega merkingu orðsins.
Þannig má segja að Kristján sé að
frelsa okkur frá orðsifjalegri kyrk-
ingaról með því að benda okkur á það
að við skilgreinum orðin „málverk"
og „teikning" allt of þröngt. Ef taka
ætti tungumálið bókstaflega væri
viðeigandi að kalla byggingar og bíla
málverk, eða era þau fyrirbæri ekki
máluð í flestum tilvikum? Frekju-
laust og með hárfínni kímni heldur
Kristján áfram að rífa niður vana-
múrana sem reynt hefur verið að
reisa utan um merkingu orðanna.
Brot hans af,Amerísku, Þýsku og
Sænsku litaljóði" - ellefu rendur,
hvar af ríflega átta era rauðar -
mætti halda að væra tileinkuð Barn-
ett heitnum Newman og öndvegis-
verki hans „Whós Afraid of Red,
Yellow and Blue“, því orðin „and, und
og och“ era einu teikn þess að lita-
ljóðin séu á viðkomandi þremur mál-
um að botna sem hugmynd. Það sem
sett er fram eru lyklar sem okkur er
boðið að raða sjálfum saman í mynd.
Weiner hafnar alfarið þeirri leið að
búa til mynd handa áhorfandanum. I
heimi sem treður myndefni upp á
þegna sína í tíma og ótíma og rænir
þá smám saman hæfileikanum til að
móta sér myndir í huganum er ófor-
svaranlegt að þröngva enn einni
myndinni upp á gesti og gangandi.
Það er ekki tíl annars en gera þá að
enn frekari þolendum.
En getur Weiner sloppið undan
þeirri kvöð að búa til myndir? Vissu-
lega hefur honum tekist það hingað
til. Hins vegar hefur hann ekki losn-
að undan þeirri ábyrgð sem því fylgir
að nota leturgerðir og textasmíð.
Á því sviði hefur Lawrence Weiner
haft ómæld áhrif á letur- og texta-
hönnuði. Þannig hefur honum ekki
fyllilega tekist að leysa sig undan
þeim krossi að vera þrautakóngur,
svo mjög sem hann hefur þráast við
að gerast fyrirmyndalistamaður.
Hins vegar sýnir textaverk hans
„Made Fragile - Gert brothætt" í að-
alsal ASÍ, að rómaður næmleiki hans
fyrir umbroti er enginn uppspuni.
Hér er á ferð hönnuður og hugsuður
sem á sér fáa líka.
Lestina í stafrófmu rekur Þór Vig-
fússon, sá listamaður íslenskur sem
lengstan tíma hefur tekið sér til að
blómstra. Eigi heiti sýningarinnar „í
skuggsjá rúms og tíma“ við um verk
einhvers þeirra félaganna hlýtur það
að hafa verið samið með tondi - skíf-
ur - Þórs í huga. Þessir mjólkurlitu
skildir sem tyllt er eins og hálfkæra-
leysislega upp að veggjum Lista-
safnsins fanga daufa spegilmynd af
umhverfi sínu án þess að hafa nokkuð
frekara um myndefnið að segja.
Það er eins og djúpir og reyklitaðir
pasteltónar plexiglersins og litaða
rúðuglersins sogi spegilmyndina inn
fyrir yfirborð sitt og endurvarpi
henni síðan mettaðri og lítið eitt loð-
inni. Meira þarf Þór ekki til að búa tíl
impressjóníska mynd af augnablik-
inu. Ólíkt myndum Kristjáns er ekki
hægt að segja að verk Þórs séu mál-
verk, hvorki í eiginlegri né óeigin-
legri merkingu, en þau era ígildi mál-
verka eða staðgenglar - surrogatum
- þeirra. Hið eina sem listamaðurinn
leyfir sér að ákveða er lögun, stað-
setning og granntónn efniviðarins en
verkið og miðillinn era nánast eitt og
hið sama. Óljóst hugboð um að val lit-
anna ráðist af hafinu eða að verk
Þórs hafi fundið sér stað í lýsingu
Lawrence Weiner er sjálfsagt hin
versta oftúlkun.
Hið eina sem vert er að gera er að
vinda sér í Listasafn ASÍ áður en það
er um seinan og gleyma ekki að ná
sér í eintak af sýningarskránni en
hana hefur Guðmundur Oddur brotið
um af sínu alkunna innsæi.
Halldór Björn Runólfsson